Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Vl W MORötJK/ KAtfinú GRANI GÖSLARI 109 12* Afsakaðu — Afsakaðu, vinur! Má ég kynna: Glaumgosinn Rúbírósa norðurljósanna ... ? Hef ók ekki sast þér, að staður eÍKÍnkonunnar er við elda- vélina! Til umhugasunar BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Næsta Evrópumeistaramót í sveitakeppni verður haldið í Laus- anne í Sviss dagana 30. júní til 14. júlí í sumar. Eðlilega er undirbún- ingur fyrir mótinu löngu hafinn víða um álfuna. Og svisslendingar hafa þegar hafið útgáfu mótsblaðs til kynningar og fróðleiks um mótið að þessu sinni og mót fyrri ára. Alls mun blaðið koma út u.þ.b. 20 sinnum, 5 til 6 eintök fyrir mót og daglega meðan mótið stendur yfir. I fyrsta eintaki blaðs þessa spyr Jean Besse, þekktastur spilara þar í landi, þessarar spurningar: Hvernig tekst vörninni að hnekkja fjórum spöðum í þessu spili? Les- endur ættu að reyna að svara spurningunni og mega sjá allar hendurnar fjórar. Norður S. Á32 H. 432 T. KD92 L. K62 Fiskverðið hjá mér er háð lögmálinu tilboð og eftirspurn! Undanfarið hafa nemendur og kennarar Kennaraháskóla Islands háð harða baráttu fyrir tilveru- rétti skólans og kennaramennt- unarinnar. Fyrir baráttunni liggja margar ástæður og er ekki ætlunin að tíunda nema eina þeirra hér. Það er nýjasta tillaga mennta- málaráðuneytisins um það hvernig réttindalausir kennarar geti aflað sér fullra kennsluréttinda. Sam- kvæmt þessum tillögum eiga til dæmis réttindalausir kennarar að öðlast full réttindi að loknu 10 vikna námskeiði, hafi þeir lokið stúdentsprófi og 4 kennsluvetrum. Auðvitað er sjálfsagt að menn fái þessi réttindi en fyrr má nú vera. Hvað segir þetta annars um gildi vel menntaðra kennara? í raun ekki annað en það, að ráðamenn telja góða kennaramenntun lítt nauðsynlega og ganga alveg fram- hjá þeirri staðreynd að skólinn hefur fengið annað hlutverk en ítroðsluna eina saman, Uppeldis- hlutverkið hefur að verulegu leyti færst af heimilinu og í skólana. Skólatíminn hefur lengst en um leið og börnin eyða meiri tíma innan veggja skólans eykst nauð- syn þess að kennarar þekki þroskaferil barna og geti þannig gert sér grein fyrir þörfum ein- staklingsins. í grunnskólalögunum segir m.a.: „Skólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda ...“. Ef þessu ákvæði á að framfylgja þarf meira til en staðgóða þekkingu í ákveðnum kennslugreinum. Til þess að geta gert sér grein fyrir þroska barns á hverju aldursstigi er nauðsynlegt að hafa talsverða innsýn í þróunarsálarfræði. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir réttindalausir kennarar séu Vcstur S. 654 H. ÁK65 T. 65 L. G975 Austur S. K87 H. DG107 T. 43 L. D1084 Suður S. DG109 H. 98 T. ÁG1087 L. Á3 Suður Norður 1 TíkuII 3TÍKlar 3 Spaðar 4 Spaðar Vestur spilar hjörtum og suður þarf að trompa þriðja slaginn. Sagnhafi gerir ekki villu og hvern- ig fær vörnin fjóra slagi? Hann svínar auðvitað tvisvar spaða og datt þér í hug, að austur gæfi í bæði sinn? Suður býst þá við trompunum tveim á hendi vesturs og spilar tíglunum. Þá má vestur trompa en suöur ætlar að taka síðasta trompið af vdstri síðar með ásnum. Þriðja tígulinn trompar vestur en austur lætur fjórða hjartað. Og hjarta frá vestri gerir þá spaðakónginn að fjórða slag varnarinnar. Þeir sem áhuga hafa á áskrift að mótsblaði þessu geta sent nafn sitt og heimilisfang, ásamt ávísun S. Fr. 25. — til: 34 th European Bridge Championships, P.O. Box 2708, CH-1002 Lausanne. „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Físcher Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 56 hana klukkan fjögur um morguninn. Hafði það verið þegar Lydia hafði dottið niður stigann ... og af hverju hafði hún ekki gefið frá sér hljóð? Hægt gekk hún niður stigann. Það var eitthvað ein- kenniiegt við þennan eina dynk sem hún hafði heyrt. Stiginn var ekki það brattur, að hún dytti beint niður og hann byrjaði nánast við dyrnar hjá Susanne, svo að ekki hefði hjá því farið að hún heyrði það, ef Lydia hefði dottið öll þrepin. — Það er ekkert hér að gera. Hún hefur verið dáin í marga klukkutíma. Ilolm læknir reis upp eftir að hafa kropið við lík Lydiu. Síð náttskyrtan gaf honum hálf spaugiegt útlit. Susanne tók eftir að hönd hans skalf og hann var óstyrkur í spori, þegar hann staulaðist upp stig- ann og stefndi síðan til herbergis síns. — Við yerðum að bera hana í rúmið hennar, sagði Martin og leit á Jaspcr, sem kinkaði alvarlegur kolli og sótti teppi úr sófanum. Ofurvarlega lögðu þeir látnu konuna á teppið og báru hana upp stigann og skelfingu lostinn horfði íjöl- skyldan á þessa ömurlegu sýn. — Æ, vesling Magna mín. Herman frændi tók utan um þrýstnar axiir Mögnu og leiddi hana að stól sem væri hann hræddur um að hún brotnaði niður á staðnum. — Nei, það þarf nú sízt að vorkenna mér. En veslings Lydia mín. Magna frænka grét svo aó axlirnar á henni hristust. — Elsku Lydia... hvernig gat þetta komið fyrir. Susanne heyrði ekki fleiri orð. Hún var að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að blanda sér í það, að líkið væri látið kyrrt þangað til lögreglan kæmi en það átti auðvitað aðeins við þegar morð hafði verið framið og þetta var auðvitað eins og hvert annað óhapp, sem myndi á skýrslum verða heimfært undir „slys á heimilinu“. En hvers vegna hafði Lydia ekki hrópað upp yfir sig og hvers vegna hafði hún ekki heyrt þegar hún hlúnkaðist niður stigann held- ur aðeins þennan eina dynk? Hugsi gekk Susanne á eftir Martin og Jaspcr upp í her- bergi Susanne. Hún hjálpaði þeim að leggja hana til á sófanum og annars hugar tók hún gleraugu upp úr vasa Lydiu og lagði þau á borðið. Enginn gerði sér síðar grein fyrir því hver hafði hringt til Bernild — vel að merkja ef einhver hafði þá hringt tii hans. Hann var bara allt f einu kominn og Susanne fann til ósegjanlegs léttis eins og hún væri þar með laus undan þrúg- andi ábyrgð. Bersýnilega gekk hann út frá því sem gefnu að Lydia hcfði látizt eðlilegum dauðdaga með þvf að detta niður stigann, en eftir því sem hann spurði Susanne spjörun- um úr, varð henni ljóst, að hann hafði sínar eigin hug- myndir um óhapp þetta. — Hvað hefur Lydia verið að vilja niður f stofur um miðja nótt, sagði Magna grænka grátandi, þegar þau hittust klukkutfma sfðar við morgun- verðarborðið. — Ég var búin að segja að hún ætti ekki að vera að þvæl- ast f stiganum f sfðum slopp, sagði Gitta og hikstaði af niðurbældum ekka. — Ef hún hefði nú bara farið að mínum ráðum. — Og það í myrkri, bætti Martin við, svo það er engu lfkara en hún hafi verið í einhverjum leyndardómsfull- um leiðangri sem hún hafi ekki viljað að neinn frétti um. — Og þar stendur hnífurinn í kúnni — hvað skyldi nú Lydia hafa vitað? skaut Bernild inn f. — Hvað varð þess valdandi að hún hrundi saman f gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.