Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Guðmundur H. Garðarsson: Færeyingar styrkja söluað- stöðu okkar í Bandaríkjunum Hér á eftir fer þriðji og síðasti hluti frásagnar Mbl. á umræðu í Sameinuðu þingi um gagnkvæmar veiðiheimildir Færeyinga og Islendingaj en inn í þær umræður spunnust vangaveltur um hafréttarmál, m.a. hagsmuni Islendinga á Jan Mayen-svæðinu. Orfá efnisatriði úr ræðum þingmanna eru lauslega rakin en nvergi er um tæmandi frásögn að ræða. Spillum ekki okk- ar góða málstað Friftjón Þórðarson (S) sagði m.a., að á fundi utanríkisnefndar nefði yfirleitt komið fram vinsam- leg afstaða gagnvart Færeyingum 3g lýsti því yfir, að hann myndi styðja fiskveiðisamninginn við þá. Hann sagði, að það væri ekki aðeins vegna þess að þeir væru t'rændur okkar og vinir og hefðu margoft hlaupið undir bagga, þeg- ar menn hefði skort á fiskiskipin 3g í fiskvinnsluna hér. Fyrir því «ru fleiri ástæður og minnti hann m.a. á að Færeyingar væru að reyna að sjá fótum sínum forráð með því að móta eigin fiskveiðistefnu m.a. með gágn- kvæmum samningum við önnur ríki. Þingmaðurinn gerði síðan ræðu Garðars Sigurðssonar að umræðu- ifni og vék m.a. að Grænlandi og <vað vissara að fara hægt í sakirn- ir með allar fullyrðingar og yfir- ýsingar. Það væru lítt könnuð iuðæfi um allan sjó. Minna mætti í hinn stóra kolmunnastofn, sem etti eftir að koma í góðar þarfir, )g djúpsjávarrækjuna, sem ekki 'æri víst að lenti öll innan 200 nílnanna okkar. Með hliðsjón af >essu og mörgu öðru yrðum við að /arðveita okkar góða málstað ífram í þessum málum og ekki tpilla honum með því að sauma að ítilli nágrannaþjóð, sem ætti enn neira undir fiskveiðum en við slendingar. Sjálfsagðir samningar og réttlætanlegir Gils Guðmundsson (Abl.) for- teti Sameinaðs þings, flutti langt, itarlegt og fróðlegt mál um sam- ikipti íslendinga og Færeyinga — >g hliðstæða baráttu þeirra og )kkar fyrir þjóðartilvist og vel- 'erð. Varðandi Færeyjasamning- ina lagði Gils áherzlu á þrjú neginatriði: • 1) Þar sem lægi nú fyrir að við þyrftum sjálfir að takmarka eigin ioðnuveiðar, að mati fiskifræð- inga, yrði veiðikvóti Færeyinga að minnka. Það hefði verið gert í þessum nýju samningum og ríf- lega í því hlutfalli sem veiðiþol loðnustofnsins hefði skerzt að lómi fiskifræðinga. • 2) Nota átti samninga til að fá Færeyinga til að minnka þorsk- veiðikvóta sinn, sem bundinn var í öðrum samningum. Þetta var gert. Kvótinn hefði verið 8000 tonn. Rýrður um 1000 tonn á sl. ári. Og enn 1000 tonn nú. • 3) Herða veiðieftirlit og veiði- reglur, til aö tryggja, að takmark- inir sem að framan greinir, yrðu /irtar. Þetta hefði og fengist fram, iuk þess sem Færeyingar væru íreiðanlegir í öllum samningum g samskiptum, gott og heiðarlegt ólk. Gils sagði að Færeyingar hefðu >urft á síðustu tugum 19. aldar og ram eftir þeirri 20. að flýja af igin miðum, vegna ásóknar er- endra veiðiflota, á fjarlægari mið: ið ísland, Grænland, í Norðursjó >g Barentshaf. Þeir væru nú comnir ótrúlega langt í því að múa þessu dæmi við, draga úr veiðum útlendinga á sínum heima- miðum en auká sínar eigin veiðar þar. Færeyingar væru háðari fisk- veiðum en nokkur önnur þjóð, en það hefði verið röksemd, sem við hefðum nýtt okkur í landhelgis- baráttunni. Við eigum að styðja Færeyinga í baráttu þeirra til að breyta málum, þann veg, að þeir geti losnað undan erlendri veiði- sókn, gera þá óháðari á þessum vettvangi. Gils vék að því að Færeyingar og Islendingar væru nágrannar í Atlantshafi og yrðu það um alla tíð. Þeir ættu að ástunda drengi- lega sambúð, eins og þeim bænd- um sæmdi, er ættu lönd saman. Hann fjallaði og um samstarf við Grænlendinga og nauðsyn þess að þessar 3 þjóðir efldu samstarf sitt og samleið í hafréttar- og fisknýt- Færeyja- samningar og Jan Mayenmál til umræðu í Samein- uðu þingi Friðjón Gils Þórðarson Guðmundsson Kjartan Ólafsson Jónas Árnason Brairi Halldór E. Níelsson Sigurðsson ingarmálum, sem svo mjög vörðuðu heill og framtíð þeirra allra. Sjálfstæðisflokkur- inn ekki í forystu Kjartan ólafsson (Abl.) gagnrýndi harðlega málsmeðferð utanríkisráðherra og það, að þessi mál hefðu ekki verið formlega rædd og afgreidd í ríkisstjórn. Hins vegar myndi hann styðja Færeyjasamningana. Eg fellst ekki á það, sagði hann, að það skipti sköpum fyrir okkur, hvort Færeyingar veiða 1—2% þorskafl- ans, ef við veiðum sjálfir ríflega 98%, eða um 2% loðnuaflans. Þeir væru jafnvel enn háðari fiskveið- um en við — og þeir yrðu enn háðari Efnahagsbandalaginu, ef þeir yrðu með öllu útilokaðir frá fiskveiðum við Island. Færeyingar gera það ekki að gamni sínu að láta Efnahags- bandalagsþjóðum eftir hlut af veiði á heimamiðum. Það eru eftirstöðvar eldri sögu, sem þeir eru að leggja drög að að snúa við. KjÓ lagði áherzlu á íslenzkan stuðning við Færeyinga, söguleg- an, siðferðilegan og af gagnkvæm- um hagkvæmnisástæðum. Enginn hætta væri á því að þeir gleyptu alla höndina þó að við réttum þeim litla fingur, eins og vera myndi, ef stórveldi ætti í hlut. Þá réðst Kjó að Sjálfstæðis- flokknum og þótti hann gera sig of breiðan í landhelgis- og hafréttar- málum. Fortíð þess flokks væri ekki sú, að honum hæfði að stela senunni í þessum réttindamálum þjóðarinnar. Hafði hann þar um mörg orð, sem öll hnigu í þá átt að sverta afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins á genginni tíð. Öðru máli gegndi um Alþýðubandalagið, sem Kjó taldi hafa leitt þessi mál í tveimur vinstri stjórnum. Verðum að fá skýrari yfirlýsingu Jónas Árnason (Abl.) lýsti kynnum sínum af Færeyingum og lýsti yfir stuðningi við samkomu- lagið við þá. Hann tók undir, að utanríkisráðherra ætti eftir að taka af öll tvímæli varðandi það, hvort rétt hefði verið eftir honum haft í norska sjónvarpinu. Ekki væri hægt að una við, að Norð- menn væru skildir eftir með þann skilning, sem þeir hefðu núna eftir þá túlkun, sem norska sjónvarpið hefði gefið á ummælum utanríkis- ráðherra. Þingmaðurinn tók undir flest það, sem Eyjólfur K. Jónsson hafði sagt í sinni ræðu, og lýsti undrun sinni yfir, að samkomulag skyldi vera um þau vinnubrögð innan ríkisstjórnarinnar, að utanríkis- ráðherra ræddi persónulega við einhvern Norðmann um þessi mál. — Ég læt mér ekki nægja sem stjórnarþingmaður, sagði hann, að íslenzkur sósíaldemókrat fari og rabbi við norska sósíaldemókrata um þetta. Ég sé enga tryggingu i þeim yfirlýsingum, sem hann gef- ur hér um vilja þeirra í þessum efnum. Formlegar viðræður um Jan Mayen Eyjólfur K. Jónsson (S) tók undir margt af því, sem Gils Guðmundsson hafði sagt, en fannst hann á hinn bóginn heldur tregur til að viðurkenna nauðsyn þess að hefja formlegar viðræður við Norðmenn um Jan Mayen, þar sem í því væri fólgin einhver viðurkenning á rétti Norðmanna. — Við skulum segja að svo sé, sagði þingmaðurinn, að það felist í ósk um formlegar viðræður viður- kenning á einhverjum rétti Norð- manna, og ég vil viðurkenna ein- hvern rétt Norðmanna, að þeir eigi Jan Mayen og eigi 12 mílurnar. Það gefur okkur fullt tilefni til að ræða við þá. Þar að auki er vitað og á allra vitorði, að í Noregi er rætt á meðal æðstu stjórnvalda um þann möguleika, að færa út efnahagslögsögu í 200 mílur og við getum óskað formlegra viðræðna á þeim grundvelli, að slíkar fréttir hafi spurzt. Við erum ekki að viðurkenna slíka gjörð með því og það er ekki nokkur lifandi leið að skjóta sér undan því að taka upp þessar formlegu viðræður. Þær hljóta að hefjast von bráðar. Þingmaðurinn gerði svör utan- ríkisráðherra síðan að umræðu- efni og sagði, að því miður hefðu yfirlýsingar hans ekki verið nógu afdráttarlausar. Fram yrði að koma skýrt og skorinort, að Is- lendingar ættu réttindi á Jan Mayen svæðinu, ætluðu að halda þeim til streitu og viðurkenndu ekki né virtu neinar einhliða að- gerðir Norðmanna og myndu óska eftir formlegum viðræðum við þá. I staðinn léti utanríkisráðherra sitja við að segja: Við höfum ekki afsalað okkur neinum rétti, við áskiljum okkur allan rétt. Slík yfirlýsing segði ekki neitt. Ekki hægt að fara öðru vísi að Denedikt Gröndal utanríkisráð- herra sagði, að það gæti ekki verið nema tímaspursmál, hvenær óformlegar umræður breyttust í formlegar. Aðstæður hefðu verið þannig, að ekki hefði verið hægt að fara öðru vísi að. Og það hefði þó náðst fram, að Norðmenn hefðu lofað því að færa ekki út við Jan Mayen öðru vísi en láta okkur vita. Jafnframt lægi fyrir, að þeir ætluðu sér ekki að færa út á næstunni. Þá ítrekaði ráðherra, að íslendingar myndu standa á öllum sínum rétti í þessum efnum. Ummæli ráð- herra ekki nógu ljós Stefán Jónsson (Abl.) sagði yfirlýsingar utanríkisráðherra nógu ljósar gagnvart Alþingi, en hins vegar ekki gagnvart túlkun þessa máls úti í Noregi. Þess vegna óskaði hann eftir því, að utanríkis- ráðherra gerði þingheimi þann greiða að kveða þannig að orði, að það yrði ekki hártogað né vefengt lengur, hver afstaða hans væri. Hann lýsti þeirri pólitísku nauð- syn að efla frændþjóð ökkar Fær- eyinga, en sagði jafnframt, að sú hugsun leitaði á sig, að við kynn- um að neyðast til þess og að það kynni að vera heppilegt fyrir Færeyinga sjálfa, að við byndum endi á veiðiheimildir þeirra hvað varðaði botnlægar tegundir hér við land. Samstarfsskerf- ur Færeyinga veigamikill Guðmundur H. Garðarsson (S) sagði Sjálfstæðisflokk og Alþýðu- bandalag hafa verið í forystu í landhelgismálum íslendinga. Skylt væri t.d. að meta hlut Lúð- víks Jósepssonar í útfærslu í 12 og 50 sjómílur. Jafnskylt væri að meta forystuhlutverk Sjálfstæðis- flokksins í þessum málum frá fyrstu tíð, allt frá landgrunnslög- um, 1948, til útfærslu i 200 sjómíl- ur og Óslóarsamninga, er bundu endi á brezka og v-þýska veiði- sókn. Frammistaða sjávarútvegs- ráðherra í síðustu ríkisstjórn hefði verið frábær. Aðrir flokkar hefðu að sjálfsögðu einnig komið við sögu. Athyglisvert væri þó, hvaða flokkar og þingmenn létu sig þessa umræðu varða. Söguskýring Kjartans Ólafssonar hefði hins vegar verið röng, pólitísk rang- túlkun, fjarri staðreyndum máls- ins. GHG ræddi stuðning Færeyinga við íslendinga í landhelgisbarátt- unni. Þátttöku þeirra í að manna íslenzk fiskiskip fyrr á árum. Þar að auki hefðu Færeyingar, og það væri mikilvægt atriði, styrkt markaðsstöðu vinnslu- og sölu- fyrirtæki Islendinga í Banda- ríkjunum, allt frá árinu 1972, en á sl. ári hefðum við selt um 10 þúsund tonn af frystum flökum fyrir Færeyinga í Bandaríkjunum, sem jafngilti u.þ.b. 25—30 þúsund tonnum upp úr sjó. Þetta hefði verið góður fiskur, vel unninn. Aðstaða okkar í Bandaríkjunum hefði nýtzt mun betur fyrir vikið. Færeyingar væru veitendur ekki síður en þiggjendur í samstarfi þjóðanna. Þeir væru heiðarlegt og gott fólk sem ánægjulegt væri að eiga samstarf við. Það liggja bæði siðferðiieg og efnisleg rök fyrir þessu samkomulagi. Það byggist á gagnkvæmum hagsmunum, bæði í bráð og lengd. Við eigum að ganga til þessara sjálfsögðu samninga án frekari orðaskipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.