Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 125 kr. eintakíð.
Fjölmiðlakönnun Hag-
vangs vakti verðskuld-
aða athygli og var endanleg
staðfesting á óvenjulegum
yfirburðum Morgunblaðsins
og sérstöðu þess hvað snert-
ir upplag og lestur. Blaðið
kemur á 92% heimila í
þéttbýlinu og það nær til
fleira fólks í landinu en
nokkur annar fjölmiðill,
jafnvel ríkisfjölmiðlarnir
báðir. Það er prentað í
41—42 þúsund eintökum, en
greidd eintök eru rétt um 40
þúsund. Þetta er ótvírætt og
blaðið þurfti enga könnun
til að fá vitneskju um þess-
ar staðreyndir. Hún stað-
festi einungis yfirburði
blaðsins og sýndi að það
kemur á 70% heimila á öllu
landinu.
Næststærsta blaðið, Dag-
blaðið, sem hefur lítillega
vinninginn yfir Vísi (þó
ekki hvað gæði og áreiðan-
leika snertir) er rúmlega
hálfdrættingur á við
Morgunblaðið, en rembist
nú eins og rjúpa við staur-
inn að sanna yfirburði sína!
Það líður varla sá dagur, að
Dagblaðs-„drottningin“
sitji ekki við spegilinn og
spyrji: „Spegill, spegill
herm þú hver, hér á landi
fegurst er!“ Vonandi verða
örlög Dagblaðsins ekki hin
sömu og vondu stjúpunnar í
ævintýrinu. Hún dansaði á
glóandi kolum þar til hún
datt niður dauð. (Það mun
að vísu vera rétt að Dag-
blaðið er ennþá stærst á
mánudögum, að því er bezt
er vitað, því að upplýsingar
um upplag Mánudagsblaðs-
ins liggja ekki fyrir).
Morgunblaðið er reiðubú-
ið að láta fylgjast með sölu
sinni og raunverulegu upp-
lagi hvenær sem er og þá
mun meðal annars koma í
ljós að blaðið liggur ekki
hálf- og ólesið í stórum
hrúgum í sjoppum og á
öskuhaugum hingað og
þangað um Iandið. Lestrar-
virkni Morgunblaðsins var
eitt af því sem kom mest á
óvart í niðurstöðum
könnunarinnar. Kannski er
ein helzta ástæðan sú, að
Morgunblaðið situr ekki lon
og don og speglar sig, held-
ur gerir það sér far um að
spegla þjóðlífið og það sem
raunverulega skiptir máli í
samtíðinni.
Ef Hagvangs-könnunin er
lögð til grundvallar kemur í
ljós að miðað við rétt upp-
lag Morgunblaðsins er Dag-
blaðið selt í u.þ.b. 24 þúsund
eintökum, Vísir rétt innan
við 20 þúsund eintökum, en
hin blöðin þaðan af minna.
Þá er ekki sízt ástæða til að
vekja athygli á þeim yfir-
burðum, sem sunnudags-
blöð Morgunblaðsins hafa,
en helgarblað Vísis, sem
kemur út á laugardögum
eins og Dagblaðið, kemur
næst á eftir Morgunblaðinu,
svo að ekki er nauðsyn á
neinum spegli til að sanna
þær staðreyndir, sem við
blasa og voru reyndar
alkunnar.
„Spegill, spegill,
herm þú hver...”
Birgir ísL Gunnarsson:
Þegar hart er í ári, og skera
þarf niður fjárveitingar til mal-
biks og steinsteypu, þá er eins
og ýmsir hafi tilhneigingu til að
meta að jöfnu malbikið og ýmsa
sjálfsagða þætti í menningar-
lífinu. Eitt af því, sem menn
vilja þá gjarnan reka hornin í,
er Sinfóníuhljómsveit Islands.
Hún er þá lögð á niðurskurðar-
brettið og sett undir hnífinn og
á hana lagður sami mælikvarði
og tonn í malbiki eða rúmmetra
í steinsteypu.
Á síðasta Alþingi var lagt
fram frumvarp til laga um
Sinfóníuhljómsveit íslands og
var tilgangur frumvarpsins sá
að tryggja framtíð sveitarinnar,
en um hana hafa engin lög gilt,
aðeins munnlegir samningar
milli ríkis, borgar og útvarps
um að kostnaður af rekstri
hennar skyldi greiðast í ákveðn-
um hlutföllum. Frumvarpið náði
ekki fram að ganga, en um það
fóru fram hinar kostulegustu
umræður, sem jafnvel komust á
það stig að verulega mætti
spara í rekstri sveitarinnar með
því að láta hljóðfæraleikarana
spila á sem flest hljóðfæri!
■ Því er þetta rifjað upp hér nú,
að framtíð Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í dag virðist vera i
nokkurri óvissu. Sem fyrr segir,
þá hefur rikt um alllangt skeið
munnlegt samkomulag milli
rekstraraðila um að þeir
greiddu rekstrarkostnað hljóm-
sveitarinnar í ákveðnum hlut-
föllum. Samkvæmt því skyldi
Reykjavíkurborg greiða 21,4%
af kostnaðinum og var í frum-
varpi til fjárhagsáætlunar fyrir
1979 áætlaður 90 millj. kr. í
þessu skyni af hálfu borgar-
sjóðs. I þeirri tölu var reiknaður
halli vegna fyrri ára.
Nú hefur Reykjavíkurborg
sent menntamálaráðuneytinu
bréf þess efnis, að borgin muni
ekki framvegis greiða jafnháa
prósenttölu og áður, heldur
miða við það að öll sveitarfélög-
in hér í nágrenninu taki þátt í
þessum kostnaði eftir höfðatölu-
reglu. Er það í samræmi við
ákvæði lagafrumvarpsins, sem
lagt var fram á síðasta Alþingi
og aldrei varð að lögum. I
samræmi við þetta bréf hefur
meirihluti borgarstjórnar nú
lagt fram tillögu í borgarráði,
sem afgreiða á með fjárhags-
áætlun næsta fimmtudag, um að
fjárveitingin skuli lækka úr 90
millj. króna í 71,4 millj. kr. eða
um 18,6 millj. kr.
Eg hygg að ekki sé pólitískur
ágreiningur um það í borgar-
stjórn, að óeðlilegt sé að Reykja-
víkurborg, eitt allra sveitar-
félaga hér á svæðinu, greiði
hluta af reksturskostnaði
hljómsveitarinnar. Ekki þarf
annað en að fara á sinfóníutón-
leika til að sjá, að Kópavogs-
búar, Seltirningar, Garðbæing-
ar og Hafnfirðingar kunna eins
vel að meta störf sveitarinnar
og Reykvíkingar.
Hitt kann að valda meiri
ágreiningi í borgarstjórn,
hversu langt skuli ganga til að
tryggja eðlilega starfsemi
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Ýmsar umræður og tillögugerð í
borgarstjórn á undanförnum
árum benda til þess, að ýmsir
myndu gráta það þurrum tárum
þótt hljómsveitin hætti starf-
semi sinni og víst er að leggja
mætti malbik á dálaglegan
götuspotta fyrir 90 millj. kr.
Einn af forystumönnum
Framsóknarmanna í borgarmál-
um gerði t.d. Sinfóníuhljóm-
sveitina að umræðuefni í
Tímanum í vikunni. Hans sjón-
armið var það, að þeir sem færu
á „skemmtanir" ættu að greiða
fyrir það fullu verði. Þess vegna
ætti ekki að greiða slíkar
skemmtanir niður. Nú efasUég
ekkert um, að sú almenna regla
gildi í skemmtanaiðnaðinum, að
t.d. þeir, sem fara að hlusta á þá
ágætu menn „Halla og Ladda“
eða „Brunaliðið" greiði fyrir það
fullu verði í einhverju formi.
Hér er hinsvegar ólíku saman
að jafna. Þeir sem fara á tón-
leika Sinfóníuhljómsveitarinnar
gera það auðvitað sér til ánægju
og yndisauka, en hljómsveitinni
er ekki haldið uppi aðeins fyrir
þann hóp. Sannleikurinn er sá,
að Sinfóníuhljómsveitin myndar
grundvöll að tónlistarlífinu í
landinu. Hljómsveitin er svo
snar þáttur í því, að hér sé lifað
tónmenningarlífi, að legðist hún
niður, þá hyrfi fleira með, sem
ekki má sjá fyrir í fljótu bragði.
Þess vegna er það mikið atriði
að enginn núverandi rekstrar-
aðila stigi nein þau skref, sem
orðið gætu til þess að stofna
framtíð Sinfóníuhljómsveitar-
innar í hættu. Reykjavíkurborg
þarf því að knýja á um það, að
ríkisvaldið gangi fram af fullri
alvöru í því að setja hljómsveit-
inni lög og tryggja framtið
hennar. Það þarf að gerast á
þessu þingi og í því máli þarf
menntamálaráðherra að taka
forystuna.