Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Sorpeyðingarstöðin í gang í ágúst nk. Iágúst næstkomandi mun taka til starfa á Suðurnesj- um sameiginleg sorpeyðing- arstöð fyrir öll sveitarfélögin á svæðinu sem eiga hana svo og Keflavikurflugvöll. Fram- kvæmdir eru þegar hafnar við grunn og undirstöður bygging- arinnar og er stöðin verður komin upp mun hún um ókomna tíð geta eytt öllu sorpi sem til feilur. Mál þetta hefur lengi verið í gangi þar syðra, hvernig bezt væri að koma fyrir því sorpi, sem til félli. Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum tók síðan málið upp fyrir tveimur árum og bauð stöðina út. Menn á vegum nefndarinnar fóru víða um lönd til að kynna sér slíkar stöðvar og rekstur þeirra. Ymsir möguleikar komu til greina, að hakka sorpið og framleiða úr því skarna o.fl. og svo brennsla. Eftir nána athugun var ákveðið að einbeita sér að stöðvum, sem notuðu brennslu til eyðingar, því að menn voru sammála um að Suðurnes hefðu ekki efni á frekari jarðvegsmengun, en allt neyzluvatn þeirra Suðurnesja- manna er regnvatn, sem fellur á Reykjanesskagann. Sú stöð, sem fyrir valinu varð, veldur aðeins örlítilli loftmengun og það töldu ráðamenn S.S.S. ráðlegri kost. Milli 20—30 tilboð bárust í stöðina, en síðan voru þrjú fyrirtæki valin úr og menn sendir til að kynna sér stöðvar þeirra og bera saman kosti, galla og verð. A endanum var ákveðið að taka tilboð frá franska fyrirtækinu Laurent Baullier. Var það álit manna að sú verksmiðja, sem Frakkarnir buðu upp á, væri fullkomnasta stöðin, sem völ væri á og verðið hagstæðast, en heildarkostnað- ur mun verða 5—600 milljónir króna. Stöð þessi eyðir sorpi, úr- gangsolíum og úrgangslýsi með brennslu. Út úr stöðinni kemur aðeins gja.ll, eins og úr kolaofn- um, sem aðeins nemur 2% af rúmmáli þess úrgangs, sem í Ellert Eiríksson. hana er látið. Þá er gert ráð fyrir að til viðbótar verði keypt- ur búnaður til að pressa málma, sem síðan yrði reynt að selja á sem hagstæðustu verði. Það sem færi í þessa pressu yrðu bílhræ, brotajárn og fleira. Ellert Eiríksson, yfirverk- stjóri Keflavíkurbæjar, sem sæti á í stjórn stöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að til að byrja með væri gert ráð fyrir að stöðin eyddi um 30 lestum af sorpi á dag, en þá er miðað við að hún verði starf- rækt í 10 klukkustundir, fimm daga vikunnar. Það magn er einmitt talið að falli til á þessu svæði í hverri viku. Þetta þýða um 7—8000 lestir á ársgrund- velli. Tölur þessar eru stað- reyndar í sveitarfélögunum, en áætlaðar á Keflavíkurflugvelli að sögn Ellerts. Stöðin verður reist í landi Njarðvikur rétt við flugvallargirðinguna hjá Mal- bikunar- og steypustöð Is- lenzkra aðalverktaka. Aðspurð- ur um loftmengunina frá stöð- inni sagði Ellert að íbúar yrðu ekki fyrir neinum óþægindum af völdum stöðvarinnar, því að það eina, sem kæmi úr reykháfum hennar, væri blámóða og vatns- gufa. Við spurðum Ellert hvernig stöðin yrði starfrækt. — Gert er ráð fyrir að við stöðina verði sett upp sameigin- leg sorphreinsun fyrir öll sveit- arfélögin og er verið að semja sérstaka reglugerð í því sam- bandi. Festa þarf kaup á bíl eða bílum og gámum, sem hafðir yrðu í hverju sveitarfélagi þar sem íbúar geta losnað við sorp, sem þeir sjálfir vilja koma frá sér. Starfsmenn stöðvarinnar verða 2 við reksturinn, auk stöðvarstjóra. Þá verða einnig starfsmenn við sorpsöfnunina, en ekki er enn vitað hve þeir verða margir. Við höfum í hyggju að reyna nýjar og endur- bættar aðferðir til sorphreins- unar, sem verða ódýrari en þær aðferðir, sem notaðar eru í dag. Við gerum ráð fyrir að stöðin Sorpeyðingarstöð eins og sú, sem geti tekið til starfa um miðjan ágúst. Um byggingu stöðvarinnar sagði Ellert að samstarfsnefnd- in sæi um alla jarðvinnu, stein- steypta stöpla og girðingu um- hverfis stöðina, en frönsku aðil- arnir sæju um allan vélbúnað hennar, stöðvarhús og annan búnað og skiluðu af sér stöðinni í fullum rekstri. Framkvæmdir væru þegar hafnar við þá þætti, sem að Suðurnesjamönnunum sneru. Ellert sagði að eins og fram hefði komið yrði stöðin aðeins keyrð 50 klukkustundir í viku til að byrja með en síðar er sorpmagn ykist yrði farið í vaktavinnu og gæti stöðin með starfrækslu allan sólarhringinn unnið úr um 84 lestum af sorpi en drjúgur tími liði þar til svo byrjað er á í Njarðvíkum. mikið sorp félli til á Suðurnesj- um. Að sögn Ellerts verður kostn- aðurinn við rekstur stöðvarinn- ar skipt á milli sveitarfélaganna og flugvallarins í samræmi við það sorpmagn, sem kæmi frá hverjum stað og eins og nú væri, kæmi langstærsti hluti sorpsins frá flugvellinum og því væri hans hlutur í rekstrinum stærstur. I stjórn stöðvarinnar eiga sæti auk Ellerts þeir Albert K. Sanders formaður, Gylfi Gunn- laugsson, Þröstur Gíslason, Jósef Borgarsson og Gunnar Jónsson, en fyrsti starfsmaður stöðvarinnar hefur verið ráðinn Haraldur Gíslason og hefur skrifstofa verið opnuð í Kefla- vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.