Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Margeir Jónsson fram- kvæmdastjóri fiskverkun- arstöðvarinnar Rastar H/F í Keflavík hefur rekið út- gerð og fiskverkun þar í bæ í rúma þrjá áratugi. Einnig hefur hann tekið virkan þátt í bæjar- og félagsmálum og átt sæti í stjórn- um ýmissa landssamtaka sjávar- útvegsins og samtaka Suður- nesjamanna. Mbl. bað Margeir að fjalla í samtali um þróunina í sjávarútvegi á þessu svæði síð- ustu áratugi og stöðuna eins og hún er í dag og varð hann fúslega við erindinu. Upphafið að atvinnurekstri Margeirs var, er hann um 1930, þá 14 ára gamall, stofnaði eigið reið- hjólaverkstæði og byrjaði að gera við reiðhjól. Það var upp úr stríðs- lokum að hann byrjaði í útgerð og lét þá ásamt nokkrum öðrum smíða 50 lesta bát á ísafirði, sem var gefið nafnið Reykjaröst. Þetta var stór bátur á þeirra tíma mælikvarða og hentugur til síld- veiða, enda gerður út á þær í 23 ár. Síðar eignaðist Margeir Skaga- röst. Hann átti hlut í síldar- söltunarfyrirtækinu Reykjanesi í Siglufirði og einnig Mána á Norð- firði, er síldin hélt austur á bóg- inn. í Keflavík stundaði Margeir auk útgerðarinnar fiskverkun og síldarsöltun frá 1950 og byggði 1955 húsin þar sem fyrirtækið er nú ásamt Magnúsi Gamalíussyni frá Ólafsfirði. Keypti Margeir síðar hlut Magnúsar. Fyrir nokkr- um árum eða 1970, hætti hann útgerð og sagði er hann var inntur eftir ástæðunni: „Það var erfitt að manna bátana og afkoman var ekki nægilega góð. Ég fann að sjómennirnir h'öfðu hug á að eignast bátana sjálfir í stað þess að strita fyrir aðra og ákvað að fara nýjar leiðir. Mín skoðun er sú að það rekstrarfyrirkomulag, að bátseigandinn eða eigendurnir rói sjálfir, sé mjög heppilegt, en þeir fái aftur á móti fyrirgreiðslu í landi hjá fiskkaupanda til þess að þeir geti einbeitt sér fremur að veiðunum. Öll aðkeypt vinna í sambandi við útgerð er stór Margeir Jónsson. Margeir Jónsson fram- kvæmda- stj&ri % Keflavík gjaldaliður. Eigi sjómenn bátana sjálfir geta þeir oft sparað mikil útgjöld með eigin vinnu og þekk- ingu á verkefnum og þörfum bát- anna.“ — Það er önnur öld í sjávarút- vegi hér á svæðinu en áður var? — Sú var tíðin að það flaut fiskur út úr öllum fiskverkunar- stöðvum á Suðurnesjum, á vetrar- vertíð, sem nú eru taldar of marg- ar og við höfum lifað hér bullandi afla í þorski og síld. Aflinn á árunum eftir stríð var óhemju mikill og ég minnist 50 tonna línubáts, sem fiskaði 1510 skip- pund á einni vertíð. Þá var hér mikið um að vera og t.d. árið 1955 voru hér í Röst 43 karlar og konur, vertíðarfólk utan af lands- byggðinni utan um 3 báta. Þess vegna veitti ekki af þessum húsa- kynnum, en í Röst eru miklar og góðar íbúðir fyrir vertíðarfólk, sem í dag standa auðar, utan nokkurra sjómanna, sem hafa hér aðstöðu í helgarfríum. Á þeim tíma kom fólkið suður á vertíð, en var fyrir norðan í síld á sumrum. Þá var hér vinna allan ársins hring. Segja má að þetta hafi byrjað á haustin með síldarsöltun og síðan var mikil vinna við verkun hennar fram í janúar en þá hófst vertíðin, sem stóð fram í miðjan maí og vinna um sumarið við verkin og útskipun þess afla. Staða Suðurnesjanna þá var mjög góð. — Hvenær fer þetta að breytast til hins verra? — Það er árið 1967—’68 er síldin hverfur. Þegar síldin bregst skapast fyrsta vandamálið, er skipin fá ekki verkefni utan ver- tíðartímabilsins. Ástandið hélzt þó sæmilegt þar til síldveiðar sunnanlands voru stöðvaðar, er vorgots- og sumargotsstofnarnir voru að verða uppurnir. Þetta hafði í för með sér mikinn fjár- hagslegan vanda bæði fyrir útgerð og fiskverkun. Þegar síðan ofan á þetta bætist síminnkandi þorskafli og þetta verður ein samverkandi heild á hver og einn að geta séð hvílíkt’ áfall þetta hefur verið. — Hefur þetta komið jafnt niður á öllum greinum fisk- vinnslunnar? — Frystihúsarekstur hefur ver- ið mjög erfiður undanfarin ár. Menn hafa reynt að komast yfir togara með ærnum tilkostnaði til að geta sótt aflann lengra. Hins vegar hafa saltfisk- og skreiðar- verkunarstöðvarnar einhvern veg- inn átt betra með að samlagast þessum aflasamdrætti. Frystihús- in hafa fastan starfsmannahóp, en hinar stöðvarnar eiga auðveldara með að draga saman starfsemina og jafnframt verið fljótari að fara af stað aftur. — Hvað með stærð frystihús- anna frá hagkvæmnislegu sjónar- miði? — Ég held að það geti verið vafamál hvort stóru fyrirtækin séu heppilegri hér á Suðurnesjum eins og hráefnisöfluninni er varið hjá okkur, sem er mest af bátaflot- „Sú var tíöin að fiskur flaut út úr öllum fískverkunarstöðvum ” Einn stærsti atvinnuveit- andinn í Njarðvíkum og Keflavík að fiskvinnsl- unni undanskilinni er Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, sem jafnframt mun vera ein stærsta slippstöð landsins með stæði fyrir 26 skip og báta, en eftir er að ganga frá þremur stæðum til viðbótar. Stöðin var stofnuð árið 1945 og einn af eigendum og framkvæmdastjóri frá upp- hafi er Bjarni Einarsson. í samtali við Mbl. sagði Bjarni að nú fengist stöðin eingöngu við viðgerðir og viðhald á skip- um, síðasta smíðin frá þeim hefði verið lenging Húnarastar árið 1972. Tréskipasmíði var áður fyrir mikilvægur þáttur rekstursins, sem brúaði bilið milli helztu annatímanna, en sú smíði lagðist af, er stálskipin ruddu sér til rúms. Það var árið 1967, að forráða- menn stöðvarinnar ákváðu að ráðast í smíði nýrrar dráttar- brautar og snúa sér meira að verkefnum við stálskipin. Var þá byggð braut, sem getur tekið allt að 700 lesta skip upp og þar við byggð 9 stæði, en eftir er að ganga frá þremur. I eldri dráttarbrautinni, sem tekur skip að 100 lestum, eru 17 stæði. í tengslum við Skipasmíðastöð- ina er rekin Vélsmiðja Njarð- víkur og sagði Bjarni, að um þessar mundir væri verið að vinna að sameiningu hennar og Vélsmiðju Ólsens. Fyrir 7—8 ára árum hefði verið gerð til- raun til að sameina allar smið- jurnar í Njarðvíkum, 7 talsins, en það hefði ekki náð fram að ganga. Það væri mikið hag- ræðingaratriði að færa alla þjónustu inn á eitt og sama svæðið og losa höfnina við að vera með viðgerð á skipum innan um aðra þjónustu. Slíkt stytti og mjög öll ferðalög að og frá vinnu. I stöðinni er nú veitt „Finnurn fljótt fyrir efkreppir að útgerð” þjónusta við trésmíðar, máln- ingarvinnu, vélaþjónustu og plötusmíði, sem var sett upp fyrir tveimur árum. Meiningin er að stækka þann hluta með sameiningunni og skapa þannig betri aðstöðu í húsakynnum. Þá sagði Bjarni að þá dreymdi um að geta byggt yfir 1—2 stæði. Um 70 manns vinna nú hjá fyrirtækinu, en ef saineiningin kæmi til myndi starfsmanna- fjöldi fara í 100—120 manns og hægt að veita alhliða þjónustu. Um helztu verkefni sagði Bjarni, að það væru tjónavið- gerðir, almennt viðhald, skrúfu- viðgerðir, stýrisviðgerðir svo eitthvað væri nefnt, en árlega væru tekin upp um 100 skip í nýju brautina og 50—60 í þá gömlu. Hefði þetta gersamlega snúist við. Áður fyrr hefðu verið tekin allt að 130 skip í gömlu milljónir króna útistandandi hjá útgerðarfyrirtækjum. Mest eru þetta lifandi viðskipti, en skuldasöfnunin eykst stöðugt. — Hvaða úrbætur telur þú nauðsynlegastar? — Númer eitt er auðvitað að sjávarútvegurinn sé rekinn með hagnaði. í annan stað þarf að koma upp því kerfi, að viðgerðir séu skipulagðar þannig að allir komi ekki alltaf á sama tíma. Það þarf að dreifa þessu yfir allt árið. Þá þarf að setja fastar reglur um útboð á stærri verk- efnum þannig að ekki sé um málamyndaútboð að ræða og síðan skipin send úr landi til viðgerðar eins og mjög oft vill við brenna. Það þarf að hafa ákveðna stefnu í þessum hlut- um. Það er fáránlegt af okkur að kaupa svo mörg skip frá Noregi, því að Norðmenn verzla ekkert við okkur og keppa við okkur á helztu fiskmörkuðum okkar með stórkostlega ríkisstyrki og Séð yfir slippinn. Bjarni Einarsson Bjarni Einarsson framkvst. Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur brautina. Kæmu skip allsstaðar að af landinu til að sækja þjónustu. Mesti annatíminn er á sumrin, en minna yfir vetrar- mánuðina þótt ætíð liggi fyrir mikið af verkefnum. Við spurðum Bjarna hvernig reksturinn gengi, er svo erfitt væri hjá útgerðinni, eins og nú. — Þetta eru afar erfiðir tím- ar og við finnum fljótt fyrir því er kreppir að útgerðinni. Það hefur verið að síga á verri kantinn sl. 3 ár, byrjaði fyrst alvarlega 1975 og hefur alltaf verið að síga á ógæfuhliðina síðan. Helzta baráttumál okkar hefur verið að fá bankaábyrgð fyrir stærri viðgerðum, alveg eins og gert er, er skip eru send erlendis til viðgerðar. Það hefur ekki tekizt þótt um mikið rétt- lætismál sé að ræða. Við höfum haldsrétt í skipunum, en það dugir lítið að vera með slipp fullan af skipum frá aðilum, sem ekki geta staðið í skilum, og geta ekki tekið við nýjum verk- efnum. Við eigum um 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.