Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Árni Grétar Finnsson hœstaréttarlögmaður: SKIPULAG RAFORKUMÁLA Skipulag orkumála hefur um nokkurn tíma verið ti! umfjöllunar hjá nefndum, sem sérstaklega hafa verið skipaðar af viðkomandi ráðherrum til endurskoðunar á þessum málum. í janúar 1977 skipaði þáverandi iðnaðrráðherra, Gunnar Thoroddsen, nefnd til að endur- skoða orkulög og gera tillögur um heildarskipulag og yfirstjórn orkumála. Sú nefnd lauk störfum í október 1978. Skilaði hún tillögum í formi þriggja lagafrumvarpa, meðal annars frumvarpi til orku- laga. Eftir stjórnarskiptin á síðasta hausti skipaði síðan núverandi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, nýja nefnd, sem ætlað er að gera tiliögur um stofnun eins landsfyrirtækis, sem annist megin raforkuvinnslu og raforkuflutning í landinu. Það er ofur eðlilegt, að um mál þessi sé fjallað. Fátt hefur breytt lífskjörum þjóðarinnar meira, en hagnýting raforkunar, og afkoma framtíðarinnar er að verulegu leyti bundin því, að áfram verði haldið virkjun innlendra orku- linda. Rafmagn í 75 ár Um þessar mundir er þess minnst, að 75 ár eru liðin frá því ísland fékk sinn fyrsta ráðherra og stjórnarráð var stofnað. Sjálf- sagt er það tilviljun, en á þessu ári verða einnig liðin 75 ár frá því vatnsaflið var í fyrsta sinn virkjað til rafmagnsframleiðslu á Islandi. Hér, eins og svo oft endranær, þegar stígin eru fyrstu sporin fram á við, var það einstaklingur, sem reið á vaðið. Brautryðjandi var Jóhannes Reykdal trésmíða- meistari í Hafnarfirði. Hann virkjaði Hamarskotslæk og í árs- lok 1904 voru í fyrsta sinn tendruð hér á landi rafmagnsljós í Hafnar- firði. Þetta var upphafið. Síðan komu rafveitur á Eskifirði 1911, Siglu- Firði 1912, Seyðisfirði 1913 og svo áfram víða um landið. Einar Bene- diktsson stofnaði Fossafélagið Titan, sem keypti vatnsréttindi í Þjórsá og undirbjó þar virkjanir á árunum fyrir 1920. Úr fram- kvæmdum varð hinsvegar ekki, þar sem alþingi neitaði um virkjunarleyfi. Á 30 árum, frá 1904 til 1934, eru stofnaðar 38 rafveitur í kaupstöð- um og kauptúnum landsins. Stærst var Rafmagnsveita Reykja- víkur. Hún tók forystu um hagnýt- ingu vatnsaflsins til raforku með virkjun Elliðaánna árið 1921 og síðar Ljósafoss í Soginu 1937. Þáttur Reykjavíkur í virkjunar- og rafvæðingarmálum landsins er mjög merkur og það er ekki fyrr en árið 1949, sem ríkið gerist meðeigandi Reykjavíkurborgar að Sogsvirkjunum og þá að 15% á móti 85% eignarhluta borgarinn- ar. Samvinna og sameign ríkis og Reykjavíkur að Sogsvirkjunum leiddi síðan til samkomulags þess- ara aðila um stofnun Lands- virkjunar árið 1965. Eignarhluti Reykjavíkur í Landsvirkjun á sér því all langar sögulegar forsendur. Hefur frumkvæði og framsýni, sem ráðamenn borgarinnar hafa sýnt í þessum málum í fjölda ára, tryggt Reykvíkingum svo og öðr- um sem keypt hafa beint raforku frá Sogs- og Þjórsárvirkjunum, lægra rafmagnsverð og öruggari raforku, en kostur hefur verið á víðast annars staðar á landinu. Það er athyglisvert, að forystan í rafvæðingu, er lengstum í hönd- um rafveitna, sem stofnaðar voru af sveitarfélögunum á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Lengi vel voru það líka aðallega sveitarfélögin, sem réðust í að virkja ár til raforkuframleiðslu. Þessar virkjanir hafa reynst vel og skap- að hinum ýmsu byggðarlögum ómældan auð og þægindi í langan tíma. I ljósi þessa alls er fyllsta ástæða til að taka tillit til sjónar- miða hinna einstöku sveitarfélaga og héraða, þegar fjallað er um endurskipulag raforkumála, ekki síður en vilja ríkisvaldsins. 14 ár frá stofnun Lands- virkjunar Á þessu ári verða 14 ár liðin frá því ríkið og Reykjavíkurborg stofnuðu Landsvirkjun. Þar var lagður grundvöllur að stórvirkjun- um í Þjórsá og Tungnaá. Það er athyglisvert, að lagaheimildir um virkjun Þjórsár við Búrfell og Sigiildu og Hrauneyjarfoss í Tungnaá, eru allar settar af þingi undir forystu og á dögum Við- reisnarstjórnarinnar. Síðan hef- ur alþingi ekki samþykkt heim- ildarlög um neinar stórvirkjanir vatnsfaila. Frá því Búrfellsvirkjun tók til Árni Grétar Finnsson starfa hefur orkuveitusvæði Landsvirkjunar, það er suður- og suðvesturland, búið við meira öryggi í raforkuöflun, en aðrir landshlutar. Víða annars staðar hefur verið alvarlegur orkuskort- ur, sem reynt hefur verið að bæta úr með raforkuframleiðslu dieselstöðva. Rekstur slíkra stöðva er sem kunnugt er mjög kostnaðarsamur og hlýtur að skoð- ast sem neyðarúrræði til bráða- birgða. A sama tíma hafa þær áætlanir, sem gerðar voru um raforkufram- leiðslu fyrir norðurland frá Kröflu, brugðist. Undirbúningur annarra virkjanna út á landi er enn það skammt á veg kominn, að búast má við nokkurri bið, áður en unnt verður að ráðast í fram- kvæmdir. Virkjun Bessastaðaár fyrir austfirði, sem heimiluð var með lögum á síðasta alþingi, er háð þeim annmarka, að sökum vatnsskorts mun hún ekki, geta framjeitt raforku nema hluta árs- ins. Óvissa er um virkjun Blöndu, því þrátt fyrir nokkrar rannsóknir og undirbúning, virðist ágreining- ur með heimamönnum um ágæti þeirrar virkjunar. Raunhæf ákvörðunartaka um stórvirkjun utan Landsvirkjunarsvæðisins virðist því enn eiga töluvert langt í land. Úr raforkuskorti stórs hluta landsbyggðarinnar hefur nú verið bætt með lagningu háspennulína frá Landsvirkjunarsvæðinu til norður- og austurlands, og unnið er að sömu lausn fyrir vestfirði. Landsvirkjun hefur lagt sitt af mörkum til að gera raforku- flutning til landsbyggðarinnar mögulegan sem fyrst með því að flýta byggingu háspennulínu sinn- arljfyrir Hvalfjörð um eitt ár, frá því sem upphaflega var áætlað. Flutningur rafmagns frá orkuver- um Landsvirkjunar til norður- lands hófst í nóvember 1977 og til austurlands í desember 1978. Á rúmu ári hefur þessi orkusala frá Landsvirkjun sparað þjóðinni um 1500 milljónir króna í erlendum gjaldeyri og Rafmagnsveitunum 1000 milljónir króna miðaða við kostnað af að framleiða þetta rafmagn í' oli'ukynntum díesel- stöðvum. Yfirtaka, sem leiöir til rafmagns- hækkunar Þegar litið er yfir stöðu raforku- öflunar í dag og reynt að velja bestu valkosti fyrir framtíðina, þá .jffit; er ekki óeðlilegt að menn beri saman, annars vegar þær stór- virkjanir, sem Landsvirkjun hefur reist frá stofnun sinni, og hinsveg- ar þá erfiðleika, sem verið hafa á raforkuöflun utan Lands- virkjunarsvæðisins á sama tíma. í fljótu bragði virðist það ekki fjarstæðukennt, að af þessari þróun megi draga þá ályktun, að bezt fari á því að láta Lands- virkjun eina annast meginraforku vinnslu fyrir landið allt. Það er líka verkefni þeirrar nefndar, sem núverandi iðnaðarráðherra hefur sett á laggirnar og ég gat um í upphafi, að gera tillögur um slíka skipan. Hér tel ég hinsvegar fyllstu ástæðu til að staldra við og íhuga málin betur, áður en ráðist yrði í svo róttæka ráðstöfun, sem þá að steypa Landsvirkjun og öðrum raforkuvinnslufyrirtækjum lands- ins saman í eina heild. Skal ég nú víkja að þeim sjónarmiðum, sem ég tel að hér verði einkum að hafa í huga og sem flest mæla gegn slíkri skyndi samsteypu. 1. Landsvirkjun er ekki reist á einum degi fremur en Róm. í raun má rekja upphaf fyrirtækisins allt aftur til stofnunar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem síðan þróaðist skref fyrir skref, fyrst með virkjun Elliðaánna, síðan Sogsins og loks Taru V aljakka Taru Valjakka, óperusöng- kona frá Finnlandi, hélt tón- leika í Norrænahúsinu s.l. þriðjudag og söng verk eftir Sibelíu, Palmgren, Wolf, Granados og Rodrigo. Taru Valjakka er frábær söngkona, þar sem saman fer mikil rödd, glæsileg tækni og mikið list- fengi. Söngvar Sibelíusar eru margir hverjir vel kunnir ísl. hljómleikagestum og má þar nefna t.d. Sáf, sáf susa og Flickan kom. Upphafslag tón- leikanna En slánda er mjög sérkennilegt sambland af tónlesi og lagi og eftirtektar- vert hversu tandurhreint söngkonan skilaði því til píanósins að loknum vanda- sömum strófum sungnum án undirleiks. Síðasta lag Sibelíusar Var det en dröm var stórkostlega flutt. Næst á efnisskránni voru fimm lög undir titlinum Den unge piges viser eftir Selim Palmgren. Hann er aðallega þekktur hér á landi fyrir frábærlega falleg karlakórslög en síðari árin hafa einsöngslögin unnið á og eru nú orðið sungin aðallega af skandinavískum söngvurum. Palmgren lærði m.a. hjá Busoni, var þekktur sem píanisti og var síðustu starfsár sín kennari í tónsmíði við Eastman-tónlistarskólann í Rochester. Hugo Wolf var næstur á efnisskránni og ekki brást söngkonunni bogalistin, en þar gætti þó vandræða í samspili er rekja má til of fárra samæfinga. Das Köhlerweib ist trunken, Dum milchjunger Knabe, Wie glánzt der helle Mond, Frúh, wann die Háhne kráhn og Begegnung voru öll frábær- lega sungin. Lögin eftir Granados voru einnig vel flutt en ekki spegla þau glæsileik píanistans mikla. Tónleikun- um lauk með mjög fallegum söngvum eftir Joaquin Rodrigo. Hann var blindur frá þriggja ára aldri og sem tón- skáld, talinn feta slóð de Falla og aðallega þekktur fyrir gítarkonsert, sem ber nafnið Concierto de Aranjuez. Lögin, sem vegna sparsemi í „prógram-gerð“ voru áheyrendum efnislega hulin, eru sérlega falleg og leikandi og að viðbættu því, sem fyrr var sagt um flutning söngkon- unnar, má bæta við, að hún Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON flytur söngva sína af djúpri gleði, sem ekki verður lærð, en leikur þeim, sem eru vígðir gleðinni. Agnes Löve píanóleikari aðstoðaði söng- konuna á köflum vel, þrátt fyrir þá erfiðu aðstöðu, sem stuttur æfingatími er við svona erfið viðfangsefni, sem undirleikur af þessu tagi er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.