Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1979 47 Stjarnan lagði Ármann óvænt í Ásgarði í gær ÞAÐ URÐU heldur betur óvænt úrslit í Ásgarði í gærkvöldi, þegar Stjarnan, í öðru sæti deildarinnar neðan írá, vann góðan sigur á einu af tuppliðun- um, Ármanni. Var þetta annað tap Ármenninga í röð og mikið áfall fyrir liðið. Stjarnan vann 19 — 18, en þegar rúm mínúta var til leiksloka hafði Stjarnan 3 mörk yfir og var sigurinn því öruggari heldur en tölurnar gefa til kynna. Staðan í hálfleik var jöfn, 10 — 10. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálf- leiks voru hreint ótrúlega leiðin- legar á að horfa, bæði liðin, eink- um þó Stjarnan, sýndu ráðleysi og fum í sóknarleiknum, þannig að tvívegis dæmd leiktöf á Stjörnu- menn. Þennan leikkafla höfðu Ármenningar oftast forystu, 3—1, Handbolti um helaina: Toppleikir HANDKNATTLEIKSFÓLK landsins á ekki frí um helgina. öðru nær. Fjöldi leikja fer fram í öllum deildum. þ.á m. 3 í 1. deild karla. Þar má fyrst geta um vandræðabarnið FH-Valur sem mótanefnd HSÍ skellti á sunnudagskvöldið, en átti að vera á þriðjudagskvöldið. Leikurinn sá fer fram klukkan 19.00 og hyggja FH-ingar vafalaust á grimma og vægðarlausa hefnd, enda burstuðu Valsmenn FH síðast þegar liðin áttust við eigi alls fyrir löngu. ÍR-ingar, sem berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni. fá Víkinga sem mótherja og hér getur margt gerst. Víkingar eiga nefnilega í vandræðum með meiðsi leikmanna. nú síðast brákaðist markvörður- inn Eggert Guðmundsson á hendi og verður ekki með frekar en Sigurður Gunnarsson og e.t.v. fleiri. Þriðji 1. deildar leikur helgarinnar er leikur HK og Fram. Er ekkert um þann leik hægt að segja og hann gæti hæglega orðið tvísýnasti leikurinn af þeim öllum. Leikir helgarinnar eru þessir: LAUGARDAGUR: Vestmannaeyjar 2. deild kvenna Þór Ve-IR kl. 13.15 Vestmannaeyjar 3. deild karla Týr-Grótta kl. 14.15 Laugardalshöll 1. deild karla ÍR-Víkingur kl. 15.30 Laugardalshöll 2. deild karla KR-KA kl. 18.05 Njarðvík 2. deild kvenna UMFN-Þróttur kl. 13.00 Njarðvík 2. deild kvenna UMFG-ÍBK kl. 14.00 Njarðvík SUNNUDAGUR: 3. deild karla UMFN-ÍBK kl. 15.00 Laugardalshöll 2. deild karla Ármann-KA kl. 14.00 Hafnarfjörður 1. deild kvenna Haukar-Valur kl. 14.00 Ilafnarfjörður 1. deild karla FILValur kl. 14.00 Laugardalshöll 1. deild karla Fram-HK kl. 19.00 Laugardalshöll 1. deild kvenna Víkingur-UBK kl. 20.15 7—4 og 8—6. En síðustu mínútur hálfleiksins voru fjörugar og tókst Stjörnunni þá að jafna og var það ekki óverðskuldað. Framan af síðari hálfleik voru jafnteflistölur allt upp í 13—13 en nýr maður var kominn í markið hjá Stjörnunni Birkir Sveinsson, og markvarsla hans ásamt betri varnarleik Stjörnunnar en í fyrri hálfleik var farin að slá Ármenn- inga út af laginu. Stórgóður kafli Stjörnumanna fylgdi þar sem þeir skoruðu 4 af 6 mörkum og staðan var þá orðin 17—14. Ármenningar minnkuðu muninn i eitt mark með tveimur mörkum í röð, en Stjarn- an lét ekki bugast og tvö næstu mörkin komu úr þeirra herbúðum. Og þegar Eggert Isdal skoraði það síðara, nítjánda mark Stjörnunn- ar, var 1 mínúta og 20 sekúndur til leiksloka. Pétur Ingólfsson minnk- aði muninn, en Stjörnumenn skutu í stöng úr dauðafæri, Ármenning- ar brunuðu upp og Jón Viðar skoraði síðasta mark leiksins, Stjarnan hafði gert það óvænta, gert sér lítið fyrir og unnið leikinn. Að öðrum ólöstuðum stóð mark- vörðurinn Birkir Sveinsson sig Stjörnumanna best. Hann stóð í markinu í síðari hálfleik og varði eins og hann ætti lífið að leysa. Eyjólfur átti mjög góðan dag og sýndi auk þess mikið öryggi í mikilvægum vítaköstum. Magnús- arnir Teitsson og Andrésson voru og að vanda góðir og héldu liðinu á floti þegar illa gekk í fyrri hálf- Francis fór á millión ÞAR kom að því að enskur knatt- spyrnumaður rauf milljón punda múrinn. Fregnir herma, að enski landsliðsmaðurinn Trevor Franc- is, leikmaður með Birmingham City, hafi komist að samkomulagi við enska meistaraliðið Notting- ham Forest um kaup og kjör. Og kaupverðið er ein milljón sterl- ingspunda og samkvæmt reglum, renna 45.000 þeirra beint í vasa Francis, vegna þess að hann fór ekki sjálfur fram á söluna. Trevor Francis lék síðasta sum- ar með bandaríska liðinu Detroit Express og er talið víst að Brian Clough, framkvæmdastjóri For- est, hafi samþykkt að Francis fengi að leika þar til næsta sumar til að drýgja tekjur sínar. Francis, sem að öllum líkindum tekur stöðu enska landsliðsmanns- ins Tony Woodcock, verður ekki löglegur í næstu Evrópuleiki For- est, sem komið er í 8 liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða. Kom- ist liðið hins vegar i úrslitin sem eru 30. maí í Múnehen, verður kappinn orðinn löglegur í Evrópu- leiki. Nokkur félög sitja nú eftir með sárt ennið, félög eins og Coventry og Manchester Utd. voru tilbúin að leik. Það var ekki síður góður leikur heildarinnar sem stuðlaði að sigrinum, allir lögðu sitt af mörkum og liðið hefur nú dregið mikið á liðin í miðri deildinni. Ármenningar áttu sinn annan lélega leik í röð, en ýmsir stóðu þó vel fyrir sínu og einn meira að segja vel það, en það var Ragnar markvörður, sem var eins og klett- ur í markinu og hann er hiklaust hálft Ármannsliðið. Björn skoraði mikið en skaut líka mikið. Friðrik var hættulegur með uppstökkum sínum, svo og Pétur í horninu. En í heildina var lið Ármanns afar lélegt og þegar syrta tók í álinn undir lok leiksins var engu líkara en að skora ætti 4—5 mörk í hverri sókn. Það tókst að sjálfsögðu eigi. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 8 (5 víti), Eggert 4, Magnús Andrésson 3, Magnús Teitsson 2, Logi og Gunnlaugur eitt hvor. Mörk Ármanns: Björn og Pétur 5 hvor, þar af 2 víti hjá Birni, Friðrik og Jón Viðar 3 mörk hvor, Einar og Jón Ástvaldsson 1 hvor. — gg- borga mikið og láta marga snjalla leikmenn, en þegar verðið fór upp í milljón, svimaði forráðamenn fé- laganna og þau drógu sig í hlé. Nú mætti ætla, að Forest hafi misst áhugann sem félagið hafði á því að kaupa Malcolm McDonald frá Ar- senal og hafi hægt um sig á leikmannamarkaðinum á næst- unni. Birmingham mun hins vegar vafalaust steypa sér út í búð, enda er hægt að kaupa marga góða leikmenn fyrir milljón pund. Þjálfar Holl- endingur ÍA? í dag kemur til landsins hollenskur þjálfari til viðræðna og hugsanlega samningsgerðar við Skagamenn. Kemur þjálfari þessi hingað í gegn um Feyenoord. Er þetta fyrrverandi hollenskur landsliðsmaður, og einn af snjöllustu útherjum Ilollands fyrr og síðar. Skaga- menn hafa að undaförnu æft undir stjórn Benedikts Valtýsson- ar. Nokkrir leikmenn af Skagan- um dvelja nú í æfingabúðum í Ilollandi. -Þr. Shrewsbury vann SHREWSBURY steig einu skrefi nær 2. deildinni í Englandi í gærkvöldi, þegar liðið vann South- end 2—0 í 3. deildarkeppninni. Staðan í hálfleik var 0—0, en leikið var á heimavelli Shrews- bury. Bikarleikur fyrir norðan Enginn leikur fer fram í úrvalsdeild körfuboltans um helgina. en eigi að síður leika saman tvö liðanna. Þór og ÍR. Leikur þeirra er liður í bikar- keppni KKÍ og fer hann fram á Akureyri einhvern tímann í dag. Nokkrir leikir fara einnig fram í 1. deild. en þeir eru þessir: LAUGARDAGUR: IIAGASKÓLI: 1. deild karla: Fram-ÍV kl. 14.00 1. deild karla: KFÍ-UMFG kl. 15.30 1. deild kvenna: ÍR-ÍS kl. 17.00 SUNNUDAGUR: HAGASKÓLI: 1. deild karla: KFÍ-ÍV kl. 13.30 1. deild karla: Árm.-Tindast. kl 14.00 Eggert brákaður Eggert Guðmundsson mark- vörður meistaraflokks Víkings í haldknattleik varð fyrir því óhappi að bráka illa á sér hægri haldlegg í síðasta leik sínum með Víkingi er þeir léku við IIK í Mosfellsveit. Eggert hefur verið mjög á uppleið og átt góða leiki að undanförnu og er í mikilli framför sem markvörður. Þá kemur þetta sér mjög illa fyrir Víkinga þar sem erfiðir leikir eru framundan. Þr. Sigfús Gæir formaður TBR Aðalfundur Tennis- og hadmintonfélags Reykjavíkur var haldinn 31. janúar 1979. Formaður félagsins Ríkarður Pálsson baðst undan endurkosningu, en í hans stað var Sigfús Ægir Árnason kjör inn formaður. Aðrir í stjórn voru kosnir Danfel Stefánsson. Gunnsteinn Karlsson. Haraldur Kornelíusson Lovísa Sigurðardóttir, Magnús Magnússon og Ólafur Gústafsson. IA tapaði AFTURELDING sigraði ÍA uppi á Skaga í 3. deild íslands- mótsins f handknattleik í fyrrakvöld, en leikur þessi átti að fara fram í dag, en var flýtt. UMFA skoraði 19 mörk, en ÍA 18. Jafnt var í hálfleik 8-8. I Skíðaboðganga í Bláfjöllum Skíðaboðganga verður haldin í Bláfjöllum í dag og verður gengið á svæðinu neðan og austan við Eldborgina. Gengið verður 3x10 kílómetra og standa að þessu móti skíðadeildir þriggja félaga, Skíða- deild Reykjavíkur, Hrönn og Fram. Það má fastlega búast við spennandi keppni, þar sem reyk- vískir göngumenn hafa æft mjög vel undanfarið og eru í góðri æfingu. Urslit punktamótsins um síðustu helgi sýndu það og sönnuðu. s i Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram dagana 17 og 18. febrúar n.k. Keppnisgreinr eru þessar: Fyrri dagur: Laugardalshöll kl. 13.00 800 m hlaup karla og kvenna. Kúluvarp karla og kvenna. hástökk karla. Baldurshagi kl. 15.30 50 m hlaup karla og kvenna. langstökk karla. Seinni dagur: Laugardalshöll kl. 10.00 Hástökk kvenna. 1500 m hl. karla. 1x3 hringir boðhl. karla og kvenna. Baldurshagi kk. 14.00 50 m grindahl. karla og kvenna, langstökk kvenna, þrístökk. Keppni í stangarstökki fer fram síðar. Þátttökutilkynningar skulu berast til skrifstofu FRÍ íþróttamið- stöðinni Laugardal. eða pósthólf 1099 í síðasta lagi þriðjudaginn 12. febrúar. ásamt þátttökugjaldi kr. 200 fyrir hverja einstaklingsgrein og kr. 600 fyrir hverja boðhlaupssveit. Tilkynningar sem berast eftir þennan tíma verða ekki teknar til greina. Frjálsíþróttasamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.