Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
31
„Það eina sem við
getum gert er að
imdirbúa nœsta vetur”
RAGNAR ARNALDS menntamálaráðherra á blaðamannafundimifn í
gær.
RAGNAR Arnalds menntamála-
ráðherra sagði í gær á blaða-
mannafundi að ekki væri hægt að
ganga til móts við kröfur nem-
enda og kennara KHÍ á þessum
vetri vegna fjárskorts, nema í
einu atriði, hann kvaðst bjart-
sýnn á að bókavörðurinn kæmi
aftur til starfa bráðlega. Mennta-
málaráðherra sagði, að fjárveit-
ingar til skólaársins 1978—1979
hefðu verið ákveðnar á f járlögum
1978. Það eina sem hægt væri að
gera á þessum vetri. sagði Ragn-
ar, væri að undirbúa næsta vetur
svo viðunandi væri.
„Það eina í vandræðum skólans
sem skrifa má á okkar reikning er
þetta bókavarðarmál," sagði ráð-
herrann.
Um húsnæðismál Kennarahá-
skólans sagði Ragnar, að vand-
ræðaástand hefði skapast í þeim
málum á undanförnum árum.
Nemendum hefði fjölgað verulega
án þess að þeirri fjölgun hefði
verið mætt með gagnkvæmum
ráðstöfunum varðandi húsnæðið.
Ragnar sagði að skólanum yrði
að afla húsnæðis og, þá fyrst til
bráðabirgða. Hann sagði að
menntamálaráðuneytið hefði í
huga að taka í notkun á næsta ári
færanlegar kennslustofur við
Kennaraháskólann og kvað hann
það vera ódýra og hagkvæma
lausn. Á fundinum kom það einnig
fram að reynt hefði verið á síðasta
sumri að fá leiguhúsnæði en ekki
hefðu tekist samningar um leigu-
kjör.
„Lausn til langframa verður að
bíða,“ sagði Ragnar. „Ef farið
verður út í byggingarframkvæmd-
ir í vor verður það húsnæði ekki
Fœregingar
komnir með
4 þús. tonn
FÆREYSKU skipin. sem stunda
loðnuveiðar hér við land, hafa
fengið um 4 þúsund lestir sam-
kvæmt upplýsingum, sem Mbl.
fékk í Færeyjum í gær.
Krunborg hefur landað tvívegis,
samtals um 1700 tonnum, Götunes
hefur einnig landað tvisvar, um
1400 tonnum. Polaris er kominn
með 600 tonn og Sjurdur Tollakson
landaði í gær um 250 tonnum, en
skipið varð að halda heim á leið
með rifna nót. Færeyingarnir hafa
heimild til að veiða hér 17.500
lestir á vertíðinni. Þeim er skylt að
gefa nákvæmar upplýsingar um
afla á hverju kvöldi og tilkynna
um ferðir sínar. Á vertíðinni hafa
Færeyingarnir ekki staðið sig í
stykkinu í þessum málum að því er
Mbl. fékk upplýst í gær.
Víðishúsið
boðið til kaups
i næstu viku
VÍÐISHÚSIÐ verður auglýst til
kaups í næstu viku, að sögn
Ragnars Arnalds menntamála-
ráðherra.
I fjárlögum er heimild til þess
að selja húsið og kaupa annað og
sagði Ragnar að komið hefði til
tals að skipta á Víðishúsinu og
öðru húsi en hann vildi ekki að svo
komnu máli greina frá því hvaða
hús kæmi til greina í skiptin.
Ragnar Arnalds
skýrði afstöðu
menntamálaráðu-
neytisins til
málefna KHÍ
á blaða-
mannafundi í gær
tekið í notkun fyrr en eftir langan
tíma.“
Á fjárlögum fyrir þetta ár eru
50 milljónir króna áætlaðar i
byggingarframkvæmdir við Kenn-
araháskólann. Á síðasta ári var
svipuð upphæð á fjárlögum til
þeirra framkvæmda. Indriði Þor-
kelsson deildarstjori byggingar-
deildar menntamálaráðuneytisins
sagði, að árið 1978 hefðu teikning-
ar nýs skóla legið fyrir en þurft
hefði að endurskoða þær vegna
skipulagsbreytinga. Sumarið 1978
voru teikningarnar tilbúnar og
lagðar fyrir samstarfsnefnd um
opinberar byggingarframkvæmdir
seint það sama ár og voru þær
samþykktar en ákveðið að fram-
kvæmdirnar skyldu ekki þoðnar út
fyrr en fjárlögin lægju fyrir.
„Nú er það ljóst að fjárveiting-
arnar eru 50 milljónir til þessara
framkvæmda og er það býsna
knappt fé til slíkra framkvæmda,"
sagði Indriði. Þó sagðist hann
búast við því að útboð í verkið færi
fram síðast á þessu ári.
I sambandi við mál bókavarðar-
ins sagði Ragnar að þetta sama
mál hefði komið upp 5 undanfarin
ár.
Stöðuveitingu bókavarðar hefur
verið hafnað í fjárlögum en
menntamálaráðuneytið hefur
bjargað þessu við undanfarin 4 ár.
Ég er sammála nemendum og
kennurum KHI að bókasafnið sé
nauðsynlegt og að þar sé nauðsyn-
legt að hafa lærðan bókasafns-
fræðing sem getur hjálpað nem-
endum við að nýta sér safnið.
Ég hafði sjálfur ekki hugmynd
um þetta vandamál fyrr en daginn
áður en nemendur komu hingað og
hefði það verið æskilegra að þeir
hefðu látið vita af þessu fyrr. Ég
veit hins vegar að það hefur verið
unnið að þessu máli hér í ráðu-
neytinu síðasta mánuð og ég er
bjartsýnn á að þetta mál leysist
fljótlega."
Varðandi þau mótmæli sem
nemendur KHI hafa haft uppi um
réttindaveitingu og viðbótarnám
réttindalausra kennara sagði
Ragnar að þetta mál væri enn á
umræðustigi og það væri alls ekki
satt það sem nemendur hafa hald-
ið fram að það væri ákvörðun
ráðherra að þeir kennarar sem
hafa starfað við kennslu 8 ár eða
lengur gætu fengið réttindi með
því að taka þátt í 10 vikna nám-
skeiði. Ragnar sagði að þetta væri
aðeins tillaga sín sém ætti eftir að
ræða í nefnd sem skipuð var í
þetta mál á síðasta ári. Ragnar
sagðist hafa gert þessar breyt-
ingatillögur þar sem honum hefðu
ekki fundist tillögur nefndarinnar
nógu rökréttar og gera réttinda-
lausum kennurum erfitt og jafnvel
ókleift að afla sér kennararétt-
inda.
„Það er stefna ráðuneytisins að
sem flestir réttindalausir kennar-
ar geti aflað sér rétt og erum við
þá fyrst og fremst að hugsa um
launaréttindi,“ sagði menntamála-
ráðherrann.
Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstœðismanna:
Við stjórnarmyndun
var samið um
öryggismálanefnd___________
í samstarfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna frá 31. ágúst
1978 var ákveðið að setja upp
nefnd til athugunar á öryggis-
málum. Skyldi það verða
verkefni nefndarinnar að afla
gagna og eiga viðræður við
innlenda og erlenda aðila um
öryggismál íslands, gera úttekt
inni þóknaðist, eftir að hún sjálf
hafði ekki talið málið meira
aðkallandi en svo, að hún hafi
haldið að sér höndum á fjórða
mánuð.
Átti að fara í varnar-
málanefnd með
Alþýðubandalaginu?
Þegar Alþingi kom saman að
nýju 25. janúar eftir fundahlé,
var þessi ósk um tilnefningu í
Brennandi áhugi
Alþýðubandalagsins
Alþýðubandalagið hefur
brennandi áhuga á þessari
nefndarskipun eins og komið
hefur í ljós í blaði þeirra að
undanförnu.
Tilnefning
stjórnarflokkanna _______
Stjórnarflokkarnir hafa til-
Oryggismálanefndin
og
Sjálfstœðisftokkurinn
á stöðu landsins í heimsátökum
á núverandi skipun öryggismála
og áhrifum á íslenzkt þjóðlíf,
framtíð herstöðvanna og fleira.
Á fjórða mánuð
heyrðist ekkert
frá ríkisstjórninni
í rúma 3 mánuði var hljótt
um þessa nefnd og heyrðist
ekkert frá ríkisstjórninni um
skipun hennar. En 7. desember
síðastliðinn ritaði hún formönn-
um þingflokka og óskaði eftir
tilnefningu tveggja manna frá
hverjum þingflokki í nefndina.
Bréf í jólaönnun
Á þeim tíma, sem eftir var af
þinghaldi fram að jólum, var
annríki mikið á Alþingi: fjárlög
og skattafrumvörp, og annað
kastið virtist algjört upp-
lausnarástand í stjórnarher-
búðunum, svo háværar voru
deilurnar og glíman grimmileg
milli stjórnarflokkanna. Var
þessi beiðni um tilnefningu ekki
tekin til afgreiðslu á þessum
tveim vikum frá því er bréfið
barst og fram að þingfrestun.
Enda var ekki ástæða til þess
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
hlaupa til og tilnefna tafarlaust
í þessa nefnd, þegar ríkisstjórn-
öryggisnefndina tekin til
meðferðar.
Sjálfstæðisflokkurinn þurfti
fyrst að taka afstöðu til þess,
hvort hann vildi taka þátt í
þessari athugum á varnar-
málum landsins í nefnd með
Alþýðubandalaginu. Sá flokkur
hefur alltaf haft algera sérstöðu
í varnarmálum. Töldu sumir það
orka tvímælis, hvort rétt væri
að eiga aðild að slíku nefndar-
starfi.
Niðurstaðan varð sú, að verða
við tilmælum ríkisstjórnarinn-
ar. Á fundi þingflokksins 8.
febrúar voru tveir þingmenn
valdir í nefndina, þeir Geir
Hallgrímsson og Matthías Á.
Mathiesen.
kynnt tilnefningar sínar í
nefndina með bréfum sem hér
segir:
Alþýðubandalagið fyrst, enda
mestur áhuginn þar, með bréfi
28. desember.
Framsóknarflokkurinn með
bréfi 2. janúar.
Alþýðuflokkurinn með bréfi
25. janúar (flokkurinn mun að
vísu hafa ákveðið fulltrúa sína
fyrr).
Með hliðsjón af því sem hér
hefur verið greint, eru ekki rök
fyrir ámælum í garð Sjálf-
stæðisflokksins fyrir drátt á því
að nefna fulltrúa í öryggismála-
nefndina.