Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 21 Unnið við lagningu bæjarkerfis í Innri-Njarðvík. 700—800 metra djúpa holu, en í 240 m dýpi var holan orðin svo heit og aflmikil að borun var hætt. Við blástur 19. desember reyndist hún yfir 200 gráða heit og gaf um 60 kg/sek. Samdægurs ákvað hreppsnefnd Grindavíkur að láta hefjast handa um borun annarrar holu, þar sem ekki þótti nægilegt öryggi í að byggja hita- veitu á einni holu. Þeirri holu var lokið í janúar 1972. Var hún 403 metra djúp, aðeins heitari en sú fyrri og gaf 70 kg/sek. Á fundi sínum 7. apríl 1972 samþykkti svo hreppsnefnd Grindavíkur að bjóða sveitarfélögum á Suður- nesjum til samvinnu um nýtingu jarðhitans við Svartsengi og var samþykkt þessi kynnt á fundi Samstarfsnefndar sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) 17. sama mánaðar. — Hvenær hófst undirbúning- ur að stofnun fyrirtækis? — Á fundi S.S.S. 10. september var samþykkt að kjósa úr stjórn- inni 3 menn í nefnd til að undir- búa stofnun félags um byggingu og rekstur hitaveitu við Svarts- engi. Nefndina skipuðu Alfreð G. Alfreðsson sveitarstjóri í Sand- gerði, Eiríkur Alexandersson sveitarstjóri í Grindavík og Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri í Keflavík. Nefndin hófst þegar handa um könnun á hentugu félagsformi og kom fljótlega í ljós að sameignarfélag væri það sem best hentaði. Var síðan boðið til undirbúningsstofnfundar Hita- veitu Suðurnesja í Festi í Grinda- vík 15. desember 1973 og sátu þann fund 34 fulltrúar sveitarfé- laganna auk fulltrúa frá ráðu- neytum, Orkustofnun, Fjarhitun S/F, verkfræðistofunni Hnit o.fl. Var kjörin 7 manna bráðabirgða- stjórn og í framkvæmdastjórn þremenningarnir, sem skipuðu undirbúningsnefndina. Voru lög um hitaveitu Suðurnesja sam- þykkt frá Alþingi 31. desember 1974. — Hvernig var eignaraðild háttað? — Ríkið átti 40%, en sveitarfé- lögin 60% og var hlutur Keflavík- ur stærstur eða 31.04%. — Hvert varð framhald bor- ana? — í janúar 1973 hafði Orku- stofnun lagt fram frumáætlun um varmaveitu frá Svartsengi. í framhaldi af þeirri áætlun voru boraðar tvær holur til viðbótar, en þær voru 1500 og 1715 m djúpar. Þessar holur breyttu ekki hugmyndum um svæðið, en stað- festu hins vegar fyrri ályktanir um að hér væri mikil orka til staðar og næg til upphitunar fyrir öll byggðarlög á Suðurnesjum. Það var hins vegar Ijóst, að ekki var unnt að nýta vatnið beint úr holunum vegna seltu og kísil-inni- halds. Var því reist tilraunastöð í Svartsengi til að rannsaka hent- ugustu aðferð við varmaflutning úr saltvatni því og gufu, sem úr holunum streymdi, yfir 'í ferskt neyzluhæft vatn. Tilraunir þær leiddu í ljós að þetta var ekki erfitt og allar síðari áætlanir um varmaveitu byggja að meira eða minna leyti á þessum tilraunum Orkustofnunar. — Þetta hefur aukið stofn- kostnaðinn? — Það er augljóst að slík orku- vinnsia hefur kostnaðarauka í för með sér, sem áætlaður hefur verið 30% af heildarkostnaði. — Nokkuð erfiðlega gekk að ná samningum við landeigendur? — Samningaviðræður við land- eigendur byrjuðu í janúar 1974. Voru haldnir allmargir fundir en samkomulag náðist ekki um kaup á landi eða orku, enda bar mikið í milli. 22. júlí var þó gerður samn- ingur um kaup lands og jarðhita- réttinda með því ákvæði, að gerð- ardómur skyldi ákveða gjald fyrir framangreind réttindi. Lauk gerð- ardómur störfum í janúar 1976 og ákvað gjaldið 87.7 milljónir króna og samþykktu báðir aðilar að hlíta þeim úrskurði. — Hvenær hófust framkvæmd- ir? — Með lögformlegri stofnun Hitaveitu Suðurnesja í desember 1974 var þegar hafizt handa um undirbúning framkvæmda og var í byrjun árs 1975 samið við verk- fræðistofuna Fjarhitun H/F um hönnun dreifiveitna og aðveituæða en Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns um hönnun varma- skiptistöðvar. Eg var svo ráðinn fyrsti starfsmaður hitaveitunnar 1. september 1975 og í október voru fyrstu verkin boðin út, dreifi- veita til Grindavíkur og síðar aðveituæðin frá Svartsengi til Grindavíkur. Jafnframt þessum framkvæmdum var unnið að bor- unum eftir köldu vatni og smíðuð varmaskiptistöð til þess að anna þörfum Grindavíkur. 1. áfangi var svo tekinn í notkun 6. nóvémber 1976, er heitu vatni var hleypt í nokkur hús í Grindavík þ. á m. félagsheimilið Festi. — Hver var stærsti áfanginn? — Það hefur sennilega verið lagning æðarinnar frá Svartsengi til Njarðvíkur. Lengd æðarinnar er 12 km og þvermál 50 sm. Þeirri æð var lokið í nóvember 1977. Jafnframt var 1977 unnið að lagn- ingu dreifiveitu í Njarðvík og Keflavík. Til að anna vatnsþörf þeirra byggða var auk þess reist varmaskiptistöð, sem fullbyggð á að anna allri aflþörf byggðanna á Suðurnesjum utan Keflavíkurflug- vallar. — Þið notið gufu í Svartsengi til rafmagnsframleiðslu? — Já, í varmaorkuverinu hefur verið settur upp einn gufuhverfill, sem nýttur er til rafmagnsfram- leiðslu og getur framleitt um 1000 kw. Um þessar mundir er verið að setja upp annan hverfil sömu stærðar og verður þá hitaveitan sjálfri sér nóg í rafmagnsfram- leiðslu og í undirbúningi er könn- un á rafmagnsframleiðslu í stór- um stíl eða 6—7 mw, sem væntan- lega myndu seld RARIK. — Hversu langar eru lagnirnar frá hitaveitunni? — Bæjarkerfin eru 125 km á lengd bg aðveitukerfin um 40 km. — Hversu mikill er sparnaður- inn á hvern íbúa áætlaður miðað við olíunotkun? — Sparnaðurinn nemur 46%. — Hver er heildarkostnaður áætlaður og hver árlegur sparnað- ur? — Lauslega má áætla að heild- arkostnaður miðað við verðlag um síðustu áramót verði um 10 millj- arðar króna. Fjármagnskostnað- urinn er því augljóslega mikill en greiðslumöguleiki fyrirtækisins verður ef til vill bezt sýndur með því að gera grein fyrir olíusparn- aðinum á svæðinu. Þetta er miðað við verðlag olíu í dag, en ef veruleg hækkun verður, mun sparnaðurinn auðvitað aukast hlutfallslega. 1977 nam olíusparnaður um 1000 lestum. 1978 er hann áætlaður um 10000 lestir eða rúmur hálfur milljarður, á þessu ári um 20 þús. lestir og rúmur milljarður króna og 1980 um 26000 lestir og 1.5—2.0 milljarðar króna. Af þessu er augljóst að tekjumöguleikar hita- veitunnar eru svipaðir þeirri upp- hæð sem spöruð er í olíukaupum, en það verður ákvörðun stjórnar- innar á hverjum tíma hversu há hlutfallstala af olíuverðinu verður innheimt í vatnsverðinu. hefði kostað 40—50 milljónir kr. ef söluskattur hefði verið óbreyttur. Á niðurfellingu sölu- skatts af fiskvinnslutækjum hafði enginn viljað hlusta á fyrr en þessi ríkisstjórn tók við, þrátt fyrir að það væri mikið sann- girnismál. — Nú hefur um það verið rætt að á Suðurnesjum séu of margar fiskverkunarstöðvar og að sum- um þyrfti beinlínis að hjálpa til að hætta? — Það kann að vera rétt ef menn eru svo peningalitlir að þeim verður ekki við bjargað. Hins vegar eiga þeir menn, sem hafa komist í gegnum þennan krappa sjó að fá að lifa áfram. Af því hlýtur að vera margfald- ur gróði fyrir þjóðarbúið. Eg vil ekki taka undir að hér séu afætur. Óhæfir stjórnendur eru rök, sem menn hafa fundið upp til að breiða yfir'þann ræfildóm að láta þessa menn ekki sitja við sama borð og aðra. Hér eru upp til hópa harðduglegir menn, sem hafa þolað meiri mótbyr en flestir aðrir hefðu þolað. Ef menn geta sýnt fram á sjóklár skip eiga þau að fá að sigla. Það á ekki að draga menn í dilka og segja „þú mátt fara en þú mátt ekki fara“. — Hvernig er með þína hrá- efnisöflun? — Eg fæ hráefnið af þremur bátum, sem landa hjá mér, en hráefnisöflunin er veikur hlekk- ur, sem leiðir af sér óstöðuga vinnslu. Uppistaðan hefur verið humarvinnsla yfir sumarið, síldarfrysting á haustin og loðnufrysting yfir veturinn, þeg- ar hún lætur sjá sig. Það er bagalegt að skipta um vinnslu mörgum sinnum á ári. Þá hef ég einnig verkað í skreið og salt, er þannig hefur árað. — Þú telur ekki lausn að fækka húsum? — Nei, ég fæ ekki séð að það myndi ráða úrslitum t.d. ef húsum ýrði fækkað um helming. Það hlýtur að vera komið að okkur með fyrirgreiðslu til hag- ræðingar og uppbyggingar. Öll þessi fyrirtæki hafa malað þjóð- inni gull og því getur það ekki verið þjóðhagslega hagkvæmt að skera þau niður. Það er mjög miður að búið er að koma óorði á marga menn í fiskverkuninni hér, menn sem hafa aflað mikils gjaldeyris og skapað þessari þjóð mikla möguleika á ýmsum svið- um. Vaxtabyrðin hjá sumum fyrirtækjum er þannig að lánin eru að V* vísutölutryggð, en hitt gengistryggt og getur hver mað- ur reiknað það dæmi með tilliti til aflarýrnunarinnar. Hér er vaxandi byggðarlag og hægt að fá fólk til að vinna meðan. eitthvað er gert til að ýta þessu í rétta átt. Unnið við sfldarfrystingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.