Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 48
Olíuhækkunin geigvænlegt vandamál: „Mérfellur allur ketill í eld” sagði Ólafur Jóhannesson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins ÞÝÐA — Það er komin þýða og þess vegna er eins gott að búið sé að höggva klakann frá niðurföllunum eftir allan snjóinn undanfarið. Annars hélt veðurfræðingurinn að ekki þyrfti að óttast asahláku heldur yrði fremur stillt og gott veður um allt land helgina sem framundan er og hitinn um og yfir frostmarki. Ljósm. Mbl. Rax. „AUK þeirra beinu vandamála sem við er að glíma í lausn efnahagsmála eru ýmis vandamál sem ríkisstjórnin verður að glíma við og má þar nefna skýrslu fiskifræðinga sem getur þýtt lífskjaraskerðingu og hættu á atvinnuleysi.“ sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær. „Enn geigvænlegra vandamál er þó sú olíuhækkun sem hefur dunið yfir heiminn og mun koma hér yfir á næstu dögum. Þetta er svo geigvænlegt mál að mér fellur allur ketill í eld, en hver sú ríkisstjórn sem mun sitja þarf að taka á því vandamáli." Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins mun standa yfir helgina en í upphafi fundarins flutti Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra ræðu. Hann fjallaði þar m.a. um helztu viðfangsefni ríkisstjórnar- innar og taldi þar markverðasta þrjá áfanga í efnahagsmálum. I fyrsta lagi lögin um kjaramál í sept. s.l., í öðru lagi lögin í nóv.—des. um ráðstafanir til við- náms gegn verðbóigu og í þriðja lagi smíði frumvarps í framhaldi af skýrslu ráðherranefndarinnar, en forsætisráðherra kvaðst nú vera að vinna frumvarp úr skýrslu ráð- herranefndarinnar og yrði frum- varpið væntanlega lagt fram í ríkisstjórninni ekki síðar en n.k. þriðjudag. „Ég veit ekki hvað ríkis- stjórnin þarf langan tíma til þess að fjalla um frumvarpið, en það þarf að gefa sér tíma í það. Það hefur einkennt starf þessarar ríkis- stjórnar að hún hefur alltaf verið í tímahraki í sambandi við lausn stóru málanna, en nú getum við gefið okkur betri tíma,“ sagði for- sætisráðherra, „því þessi þriðji áfangi í efnahagsmálunum er sá mikilvægasti. Ég mun byggja frumvarpið á samþykkt ráðherra- Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær. Lausn efna- hagsvandans? í SKÝRSLU ráðherranefndar um efnahagsmál kemur fram að ráðherrar allra flokkanna þriggja f nefndinni hafa orðið sammála um eftirfarandi: „Ákveðið skal að kalla eftir hugmyndum um hagræðingu og sparnað í ríkisrekstri meðal starfsmanna rikisstofnana og verði veitt viðurkenning fyrir þær hugmyndir sem beztar verða taldar." Sú spurning hefur því vaknað: Ætli það verði dregið úr réttum lausnum? Ljósm. Kristján nefndarinnar, en hins vegar er það svo að það eru vissar eyður í þessu og í þær verð ég að fylla." Rakti forsætisráðherra síðan efnisflokka ráðherraskýrslunnar en nánar er sagt frá þeim á bls. 3. „Ég er heldur vongóður um það að okkur takist að ná samkomulagi í ríkisstjórninni um þetta frumvarp og að það náist samkomulag um það á Alþingi, en það eru mörg sker á leiðinni og má þar t.d. nefna vísitöluhækkunina 1. marz n.k.“, sagði forsætisráðherra í lok ræðu sinnar, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um frumvarpið sjálft fyrr en hann hefði lagt það fram í ríkis- stjórninni. Forstjóri SÍS á miðstjómarfimdi Framsóknarflokksins: „Geigvænlegt ástand í verzlunarmáhmum” „ÁSTANDIÐ er orðið geigvænlegt í verzlunarmálum í landinu og verzlunin er nú eins og milli steins og sleggju í verðlagsmálum og verðbólgu,“ sagði Erlendur Einars- son forstjóri SÍS í ræðu á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokks- ins í gær. „Aðstaða til verzlunarreksturs er mjög mismunandi," sagði Erlendur, „og við þær aðstæður sem nú eru væru mörg kaupfélög farin á haus- inn ef þau hefðu ekki notið stuðnings Sambandsins. Ástandið í verzluninni er slíkt að það dregur allan mátt úr kaupfélögunum, dregur úr öllum áhuga fyrir uppbyggingu í íslenzkum iðnaði og SIS hefur dregið til baka ýmsar áætlanir í þeim efnum." Erlendur fjallaði m.a. um álagn- ingu og nefndi sem dæmi að álagn- ing á matvöru í stórum sekkjum væri 5,9% en hins vegar þyrfti Sambandið að greiða liðlega 5% í vaxtagreiðslur. Erlendur gagnrýndi ákveðið hina norrænu könnun verð- lagsstjóra frá því s.l. haust og kvað hana ekki skothelda. „Verðlagsmál eiga ekki að vera pólitísk ákvörðun," sagði Erlendur, „ákvarðanir í verðlagsmálum á að taka samkvæmt staðreyndum en ekki með pólitískri tilfinningasemi." Stálu 20 bílum, dráttarvél- um, jarðýtu, bát og valtara RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur Afleiðing vísitöluútreikninganna: Rekstrarfjárvandi opinberra fyrirtækja skiptir milljörðum FYRIRSJÁANLEGT er að Borgarsjóður Reykjavíkur verður að greiða með rek.stri Strætisvagna Reykjavíkur rúmlega einn milljarð króna á ári miðað við þá ákvörðun stjórnvalda að heimila ekki hækkun, sem um var beðið á fargjöldum vagnanna. Þetta er ekki einsdæmi. Eftir þessa hækkunarákvörðun er fjárskortur Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 530 milljónir króna og hafði hækkunarbeiðni þó verið stillt svo í hóf, að gert hafði verið ráð fyrir 320 milljón króna lántöku ásamt henni. Fyrirsjáanlegt er að miklir rekstrarörðugleikar eru hjá öllum þeim fyrirtækjum, sem ríkisvaidið heimilaði hækkun hjá, enda var beiðni allra þessara opinberu þjónustustofn- ana stórlega skorin niður. Póstur og sími er í taprekstri, en samgönguráðherra, formaður fjárveitinganefndar og fjár- málaráðherra höfðu allir sam- þykkt þá hækkunarþörf, sem í beiðni stofnunarinnar fólst. Þrátt fyrir það heimilaði gjald- skrárnefnd hana ekki nema að hluta til Þá má gera ráð fyrir að landsvirkjun lendi í erfiðleikum vegna þess, hve hækkunarbeiðni hennar var skorin niður, en í gær hafði ekki verið reiknað út, hvernig dæmið kæmi út. Þá hefur hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur lýst því yfir áð draga þurfi úr framkvæmdum fyrirtækisins og hlyti það að koma niður á vatnsöflun og dreifingu í framtíðinni. Sjá „Borgarsjóður þarf að greiða rúman milljarð" bls.: 17. upplýst fjölmarga bflþjófnaði og aðra stuldi hóps pilta og munu þó ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Að sögn Héðins Skúlasonar lög- reglufulltrúa við rannsóknadeild- ina höfðu piltarnir, sem eru 8 talsins, allt kunningjar, játað að hafa stolið 20 bílum, 3 dráttar- vélum, tveimur mótorhjólum, einni jarðýtu, einum valtara og einum bát. Áttu piltarnir mismun- andi mikinn þátt í þessum afbrot- um. Þá játuðu nokkrir þeirra á sig innbrot að auki. Piltarnir, sem eru 14—16 ára gamlir, óku bifreiðunum mislangt en sumar skemmdust í meðförum þeirra og er tjónið allnokkuð þegar það er samantekið. Stytztu vega- lengdina fóru piltarnir á valtaran- um eins og nærri má geta. Rannsókn málsins verður haldið áfram og kann að vera að fleiri afbrot komi í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.