Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 urkræfu framlagi stofnkostnað við byggðarlínur til þessara staða. Með þessum forsendum gæti Landsvirkjun ásamt landshluta- fyrirtækjunum yfirtekið byggðar- línurnar og rekstur þeirra. 3. Ekki er hægt að fjalla um framtíðar skipulag raforkuvinnsl- unnar, án þess að líta til Kröflu- virkjunar. Vonandi tekst að afla nægjanlegrar orku til fullrar starfrækslu hennar, þó síðar verði, en áætlað var í upphafi. Takist það virðist eðlilegast að Krafla verði hluti raforkuvinnslufyrirtækis norðurlands. Þangað til verður ríkið að greiða afborganir og vexti af þeim lánum, sem tekin hafa verið til Kröfluvirkjunar, enda í hana ráðist með einhliða ákvörðun ríkisvaldsins. 4. Dreifing rafmagns í smásölu verði eingöngu í höndum rafveitna sveitarfélaganna. Þar sem byggð er dreifð til sveita, kemur til greina að jafna rafmagnsverðið með greiðslu verðjöfnunargjalds, og einnig rafmagn til hitunar hjá þeim byggðum, sem ekki eiga kost á jarðvarma. Þróun í stað valdboðs ofanfrá Eins og ég gat um áðan, þá stendur Landsvirkjun á gömium merg og hefur verið lengi í upp- byggingu. Þessa hafa íbúar orku- veitusvæðis Landsvirkjunar lengi notið og nú njóta þess orðið líka fjölmargir í öðrum landshlutum. A síðasta ári var stofnað sérstakt orkubú fyrir vestfirði. Með stofn- un raforkuvinnslufyrirtækja á norðurlandi og austfjörðum, eins og hér hefur verið lýst, væri komið á nokkuð samræmdu skipulagi í þessum málum fyrir landið allt. Skilyrði væru sköpuð fyrir stór- virkjanir norðanlands og austan, hliðstæðar þeim, sem Landsvirkj- un hefur byggt á suðurlandi. Óþarfi er að lýsa þeim áhrifum, sem slíkt mundi hafa í för með sér. Með þátttöku Landsvirkjunar í þessum fyrirtækjum má nýta þá reynslu og tæknikunnáttu, sem þar er nú fyrir hendi hjá starfs- mönnum. Samvinna myndi þegar í upphafi verða með öllum þessum raforkufyrirtækjum. Vera má, að sú samvinna leiddi síðar til alls- herjar sameiningar raforkuvinnsl- unnar í landinu. Ur því yrði reynslan að skera, og ég tel ekki ólíklegt að þróunin yrði sú í framtíðinni. Undir öllum kringumstæðum er það heillavænlegra til árangurs, að slik sameining verði ávöxtur þróunar og gagnkvæmra samn- inga, allra þeirra sem að raforku- framleiðslu vinna, fremur en að henni verði komið á í skyndingu og undirbúnings lítið með einhliða valdboði ofanfrá. Búrfells- virkjun að vetrarlagi Leiðir til úrlausnar Ég hefi hér að framan lýst efasemdum um framkomnar hug- myndir, bæði um, að Landsvirkjun yfirtaki í skyndi megin raforku- vinnslu í landinu og eins að eitt virkjunarfyrirtæki — Laxárvirkj- un — verði að svo komnu máli sameinað Landsvirkjun. Jafn- framt geri ég mér þess ljósa grein, að nauðsynlegt er að móta nýtt skipulag þessara mála utan Lands- virkjunarsvæðisins og í samvinnu við Landsvirkjun. Þá er og eðlilegt, að aðrir landsmenn njóti góðs af þeirri reynslu og verkkunnáttu, sem byggð hefur verið upp hjá Landsvirkjun og starfsmenn fyrir- tækisins hafa öðlast við byggingu stórvirkjana á undanförnum ár- um. Hér skal því að lokum drepið á nokkrar þær hugmyndir sem sett- ar hafa verið fram um leiðir í þessum málum: 1. Stofnuð verði landshlutafyrir- tæki til raforkuvinnslu, fyrir norð- urland og austfirði. Aðiiar að stofnun þeirra verði eigendur þeirra virkjana, sem þegar eru fyrir, sveitarfélög og einstaklingar og félög þeirra í viðkomandi lands- hfutum, ríkið og ennfremur Lands- virkjun, ef heimamenn og stofn- endur óska þess. Bæði á norður og austurlandi eru miklir virkjunarmöguleikar, sem sáralítið hafa verið hagnýttir til þessa. Með stofnun slíkra raf- orkuvinnslufyrirtækja væri lagður grunnur að stærri virkjunum í þessum landsfjórðungum, með svipuðum hætti og stofnun Lands- virkjunar varð grundvöllur stór- virkjanna á suðurlandi. 2. Sú megin regla hefur gilt um stofnlínur á Landsvirkjunarsvæð- inu, að kostnaður við þær hefur verið talinn hluti af virkjunar- framkvæmdum, og hann greiddur, eins og annar stofnkostnaður af rafmagnsnotendum. Margt mælir með því, að sami háttur verði hafður á með greiðslu kostnaðar af lagningu byggðarlína, að þeir borgi, sem njóta rafmagnsins, sem um línurnar er flutt. Byggðarlín- urnar hafa líka þegar sparað stórfé og eiga eftir að spara miklu meira fyrir þær rafmagnsveitur á norður og austurlandi, sem búið hafa við orkuskort og áður urðu að mæta honum með keyrslu diesel- stöðva. Sökum fámenns og lítils mark- aðar víða á Vestfjörðum og aust- fjörðum, kemur þó fyllilega til álita að ríkissjóður greiði að ein- hverju leyti niður með beinu óaft- síðustu 15 árin með stórvirkjunum í Þjórsá og Tungnaá. Landsvirkjun stendur því á gömlum merg, og hefur verið lengi í uppbyggingu. Megin ástæður þess, hversu giftusamlega hefur tekizt til við byggingu og rekstur virkjanna Landsvirkjunnar, eru þær, hversu vandlega og með löngum fyrirvara framkvæmdirnar hafa verið undirbúnar og að verðákvörðunum á rafmagninu hagað þannig, að fyrirtækið hefur skilað arði til að standa undir greiðsluskuld- bindingum sínum. Skyndi- ákvarðanir og óundirbúin yfirtaka Landsvirkjunar á flestum raforku- framleiðslufyrirtækjum landsins, er því ekki líkleg til að leysa vandamál landsbyggðarinnar, en kann að valda Landsvirkjun marg- víslegum erfiðleikum. 2. Margar vatnsaflsvirkjanir víðsvegar um landið eru eign viðkomandi sveitarfélaga og sýslna, annað hvort að hluta eða öllu leyti. Þau verða ekki skylduð til þess gegn vilja sínum að láta þessar virkjanir af hendi við Landsvirkjun. Ýmsar þessar virkjanir, sem byggðar hafa verið fyrir áratugum síðan, hafa greitt upp sínar stofnskuldir og verið afskrifaðar og skila því eigendum sínum góðum arði og hagstæðu rafmagnsverði. 3. í Landsvirkjunarlögunum frá árinu 1965 er heimild fyrir Laxár- virkjun til að sameinast Lands- virkjun. Hingað til hefur Lásár- virkjun ekki óskað eftir að nota sér þessa heimild. Út af fyrir sig er það álitamál, hvort forsendur fyrir þessu 14 ára gamla heimildar- ákvæði eru nú ekki brostnar, sökum þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa síðan á eignum og rekstri Landsvirkjunar. Um það skal ég þó ekki fjölyrða hér. Hins vegar hefi ég fregnað, að nefndin, sem nú fjallar um þessi mál, telji heppilegast að einskorða tillögur sínar á þessu stigi við sameiningu Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar, og að hið nýja fyrirtæki yfirtaki til eignar og rekstrar byggðalínurnar. Ég sé ekki, að sameining Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar leysi þann skipulagsvanda, sem staðið er frammi fyrir í raforkuöflun landsbyggðarinnar. Fyrir utan stæðu þá eftir sem áður flestir aðrir hlutar landsins, en Lands- virkjunarsvæðið og Akureyri og eftir væri að skipuleggja raforku- öflun þeirra. í raun þýddi þessi sameining það eitt, að sérstakur deildarstjóri hjá Landsvirkjun yrði settur yfir Laxárvirkjun og Akureyri fengi miðað við eignar- mat um 1/12 atkvæðisréttar í stjórn Landsvirkjunar. 4. Yfirtaka Landsvirkjunar á greiðslu stofnkostnaðar og rekstri byggðarlínanna snertir fyrst og fremst íbúa á núverandi orku- veitusvæði Landsvirkjunar. Sam- kvæmt fyrstu áætlunum er gert ráð fyrir, að það mundi þýða, að nauðsynlegt yrði að hækka heild- söluverð rafmagns frá Landsvirkj- un um 25%, sem samsvarar því, að smásöluverð á rafmagni til neyt- enda myndi þurfa að hækka um að minnsta kosti 12%. Er þá komið að þeim kjarna málsins, hvort nota á skipulags- breytingar á þessum málum til að hækka verulega rafmagn til íbúa á orkuveitusvæði Landsvirkjunar í þeim tilgangi að greiða niður stofnkostnað á byggðarlínum. Slíkt virðist ekki sanngjarnt, þeg- ar tillit er tekið til þess, að þessir neytendur hafa með raforkukaup- um sínum á liðnum árum sjálfir greitt sínar stofnlínur, byggt upp markað Landsvirkjunar, og enn- fremur greitt lengi 13% verðjöfn- unargjald til Rafmagnsveitna rík- isins. Niðurstaða þessa máls kemur fyrst og fremst til með að mæða á forystumönnum Reykjavíkurborg- ar, sem á 50% í Landsvirkjun og hefur því hér mikilla hagsmuna að gæta. ■<rrnn*r’fr'm- ■« •« •V j AÞENA — á mörkum hins ótrúlega. Því eru nær engin takmörk sett, hversu lengi er hægt að hrífast af Akropolis og gömlu musterunum þar. Allt er þetta sögu líkast. Það er líka jafn furðulegt, hvað þessi borg, með tvær milljónir íbúa, hefur upp á margt að bjóða og þá ekki bara á sviði iðandi skemmtanalífs. Tökum til dæmis þröngar götur gamla borgarhlutans, þar sem allt úir og grúir af veitingastöðum og útimarkaðir eru á hverju strái, eða þá hafnarborgina Pireus, þar sem hægt er að sitja niðri á bryggju og njóta góðrar máltíðar. Og það er líka næsta ótrúlegt, að í námunda við svo stóra borg skuli vera jafn stórkostlega finar baðstrendur. Það allra merkilegasta er þó. að hversdagsleikinn cr ekki síður heillandi. Verið velkomin til hinnar stórkostlegu borgar, Aþenu. Grekiska Statens Turistbyrá (Fcrðaskrifstofa griska rikisins) Grev Turegatan 2 • Box 5298 • S-10246 STOCKHOLM Sími 08-211113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.