Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Símar 21870 og 20995 Við Baldursgötu 2ja herb. sérlega skemmtileg íbóö. Viö Ægissíöu 2ja herb. risíbúö í góöu ástandi. Viö Lindargötu 2ja herb. íbúö, vandaö eldhús, gott baö. Viö Hverfisgötu Hafn. 3ja herb. efri hæö, ásamt bflskúr. Viö Álfaskeiö 4ra herb. 1. hæö og 40 fm kjallari. Bílskúr. Æskileg skipti á 5 herb. blokkaríbúö. Viö Leirubakka 4ra herb. falleg fbúö á 2. hæö, ásamt einu herb. í kjallara, sérteiknaö eldhús. Bílskúr. Viö Laugarnesveg Stórt einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr. Viö Hæöargarö 5 herb. íbúöarhús í hinum nýja íbúöarkjarna á mótum Hæöar- garös og Grensásvegar. Við Laugarnesveg Verzlunar- og skrifstofuhús- næöi hentugt fyrir heildverzlun. Höfum fjársterka kaup- endur aö sérhæöum og einbýlishúsum. Jon Bjarnason, hrl., Hilrnar Valdimarsson, fasteignaviöskipti. Óskar Þ. Þorgeirsson Heimasími 34153 Eldvarnarvika Junior Chamber í Reykjavík: Flestir eldsvoðar ve^na kæruleysis okkar sjálfra Það eru um það bil 140 ár síðan að sett voru fyrstu ákvæð- in varðandi eldvarnir við hönn- un húsa hér á landi, ákvæði þessi voru aðallega um það að greiður aðgangur skyldi vera að húsum svo og um fjarlægð húsa frá nágrannabyggð. Þessi fyrstu eldvarnarákvæði eru enn í fullu gildi og ákvæðið um að taka beri tillit til ná- grannabyggðar eitt af þrem megin sjónarmiðum eldvarna enn þann dag i dag. Núgildandi ákvæði um eld- varnir hvað við kemur hönnun húsa er að finna í bygginga- og brunamálasamþykktum, megin sjónarmiðin í þeim efnum eru eftirfarandi: 1. Að byggingar séu þannig gerðar að tryggt sé, svo fram- ast sem unnt er, að þeir sem í þeim dveljast eigi auðvelt með, af eigin rammleik eða með aðstoð annarra, að kom- ast út úr þeim ef eldsvoða ber að höndum. 2. Að byggingar séu þannig gerðar og þannig fyrirkomið að viðráðanlegt sé að hefta útbreiðslu elds frá þeim til annarra bygginga. 3. Að byggingar séu þannig að innri gerð að gerlegt sé miðað við aðstæður að hefta út- breiðslu elds innan bygging- anna. Um þessi meginsjónarmið eldvarna er nánar fjallað í hinum einstöku köflum bruna- málasamþykktar, en þar eru byggingar flokkaðar niður eftir gerð, notkun og stærð. Þar eru nánari ákvæði um fjölda og breidd útganga, gerð stigahúsa, fjarlægð frá ná- grannabyggð miðað við hæð og gerð bygginganna svo og niður- hólfun þeirra í brunahólf og val á einangrun og yfirborðsklæðn- ingu. Hólfun byggingar í brunahólf er mikilvægasti þátturinn í því að hefta útbreiðslu elds og reyks um bygginguna og gera slökkvi- liðinu auðveldar um vik að ráða niðurlögum hans. En hvað er brunahólf. Bruna- hólf er eitt eða fleiri herbergi aðskilið frá öðrum hlutum húss- ins með veggjum og hurðum með ákveðinni brunamótstöðu. Brunahólf geta því verið misstór og fer það allt eftir því hvað þau hafa að geyma. Ibúð t.d. á að vera eitt brunahólf, kyndiklefi tilheyrandi þeirri sömu íbúð á að vera annað. Oft er notkun húss á þann veg háttað að ekki er hægt að koma neinni brunahólfun við eða starfseminnar vegna yrðu þau i svo stór að erfitt yrði eða jafn- vel ómögulegt að ráða niðurlög- um elds, sem næði sér verulega á strik á slíkum stað t.d. vöru- geymslur eða stórir verksmiðju- salir. Þar sem svo háttar til verður að gera aðrar ráðstafanir sem metnar eru ígildi hólfunar, þar kemur helst til greina sjálf- virkur reykræstibúnaður, sjálf- virk viðvörunarkerfi eða sjálf- virk slökkvikerfi. Þessar ráðstafanir sem minnst hefur verið á, miða allar að því að hefta útbreiðslu elds, gera auðveldar um vik að ráða niðurlögum hans eða að upp- götva eld á byrjunarstigi og hjálpa þannig til hver í sínu lagi eða allar saman að draga úr því tjóni sem ella hefði orðið, en þær slökkva ekki eld, nema sjálfvirk slökkvikerfi, né heldur koma þær í veg fyrir að eldur kvikni. Það er til ýmisskonar hand- slökkvibúnaður til að slökkva eld á byrjunarstigi, búnaður sem á að vera á flestum stöðum, svo sem brunaslöngurúllur, handslökkvitæki og asbestteppi, en til þess að þessi búnaður komi að notum þurfum við að kunna skil á honum og kunna að nota hann. Flestir eru eflaust færir um að nota brunaslöngu, það er jú ósköp svipað og að nota garðslöngu, en megum við nota hana við hvaða eld sem er? Nei, það megum við ekki og sama er að segja með hand- slökkvitækin. Algengustu tegundir hand- slökkvitækja eru vatnstæki, þurrduftstæki og kolsýrutæki, hvaða tegund notuð er, fer eftir því hvað er að brenna. Vatn eða vatnstæki megum við nota ef eldurinn er í viði, vefnaðarvöru eða pappír, öllum föstum efnum sem glóð getur myndast í, en alls ekki á eld í olíu, feiti, gasi eða ef um rafmagnseld er að Borgarnes Glæsilegt einbýlíshús að Þórunnargötu 4 er til sölu. Tilboö sendist undirrituðum fyrir næst- komandi laugardagskvöld. Réttur áskilinn til að taka hvaða tílboði sem er eða hafna öllum. Gísli Kjartansson lögfræöingur, Kveldúlfsgötu 20, Borgarnesi. Einbýlishús eða raðhús óskast Höfum fjársterkan kaupanda aö einbýlishúsi í Smáíbúöahverfi eöa góöu raöhúsi í Fossvogi. Aörir staöir koma til greina. Húsafell Lúdvík Halldórsson FASTEIONASALA Langholtsvegi 115 A&alsteinn Pétursson I Bæjariei&ahúsinu) simi: 8 io 66 Bergur Guonason hdl 'MHDBORG fasteignasalan í Nýja-bíóhúsinu Reykjavík Símar 25590,21682 2ja herb. Holtsgötu Hafnarf. íbúöin er nýstandsett risíbúö, stofa, og gott svefnherbergi. I Verð 10 út 7. 3ja herb. Álfaskeiði Hafnarf. íbúöin er í fjölbýlishúsi ca 93 ferm. 2 rúmgóö svefnherbergi, 1 þvottahús f. hæðina. Bílskúrsréttur. Verð 16 út 11. ' 4ra herb. Kársnesbraut Kópavogi Efri hæð í tvíbýli (timburhús) þarfnast lagfæringa möguleiki I hafa sér inngang. 3 svefnherbergi og stofa. Verð 14 út i 9—10 Parhús Jófríðastaðaveg Hafnarf. 1 Húsið er kjallari og tvær hæðir (ris) 4 svefnherbergi eru í i húsinu auk möguleika m/kjallara húsiö er nýviöbyggt en ekki fullkláraö. Verö tilboö. ; Vantar ailar geröir og stærðir fasteigna á söluskrá kaupendur með góðar útborganir. Jón Rafnar sölustjóri, heimasími 52844. MtOtORQ Guðmundur Þórðarson hdl. Rif juð upp kynni af Dario Fo Menntaskólinn að Laugavatni: LÍK TIL SÖLU og NAKINN MAÐUR OG ANNAR í KJÓLFÖTUM. Höfundur: Dario Fo. býðandi. Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Sigrún Björnsdótt- ir. Nú eru miklir Dario Fo tímar á Islandi og skyldi engum undra. Alþýðuleikhúsið sýnir Við borg- um ekki! Menntaskólinn á Laugarvatni kemur í heimsókn með Lík til sölu og Nakinn mann og annan í kjólfötum. Dario Fo semur ærslaleiki með alvarleg- um undirtónum, verk hans eru jafn ítölsk og hugsast getur, en jafnframt höfða þau til allra. Dario Fo er gott skáld og mikill leikhúsmaður. Þess vegna fara verk hans sigurför um allan heim. Alls staðar virðist hann leikinn og alltaf við jafn miklar vinsældir. Sigrún Björnsdóttir hefur af atorku og hugkvæmni stjórnað sýningu Menntaskólans að Laugarvatni á tveim fyrrnefnd- um leikritum Fos. Hún hefur áður sýnt að henni lætur vel að leiðbeina óreyndum leikurum og fá þá til að tjá sig af lífi og sál. Ég hef í huga Túskildingsóperu Brechts frá í fyrra. Það eru margir. efnilegir leikarar sem koma fram að þessu sinni. Naumast verður gert upp á milli þeirra. Þeir stóðu sig allir með prýði sé miðað við að hér eru áhugaleikarar á ferð. I Líki til sölu léku Ari Páll Kristinsson, Kristþór Gunnarsson, Jóhann Emilsson, Halldóra Friðjóns- dóttir og Skúli Sveinsson. Leik- arasveit Nakins manns og ann- ars í kjólfötum skipuðu Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Eymundur Sigurðsson, Sigurður Tómas Magnússon, Lovísa Óla- dóttir, Sigrún Harpa Háfsteins- dóttir, Reynir Sævarsson, Jóhann Emilsson og Ómar Berg Ásbergsson. Gervi leikaranna var vel heppnað. Að glíma við Dario Fo er verðugt verkefni fyrir unga leik- ara. Leikrit hans eru vel fallin til þess að skýra fyrir fólki lögmál leikhússins. Þau eru engar ræður sem villst hafa upp á svið. í Líki til sölu er með kostulegum hætti fjallað um svik og pretti, svindl í spilum og annan prakkaraskap. Nakinn maður og annar í kjólfötum leiðir hugann að því hvað grein- ir menn í sundur og hvernig ytra prjál stækkar þá í augum fjöldans. Það er spurt margra spurninga í þessum verkum og ýmsum svarað. En mestu ræður gáski og spé. Niðurstöðu verk- anna geta áhorfendur svo túlkað eftir sínu höfði þótt ljóst sé að Dario Fo er málsvari hinna einföldu Og hjartahreinu. í leikskrá eru ólafi Ketilssyni færðar þakkir fyrir afnot af verkstæði hans. Ólafur kemur víða við og er ánægjulegt að hann skuli nú vera farinn að leggja leiklistinni lið. Lík til sölu. Frá vinstri: Kristþór Gunnarsson, Ari Páll Kristinsson og Jóhann Emilsson í hlutverkum sín- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.