Morgunblaðið - 04.03.1979, Page 16

Morgunblaðið - 04.03.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 fjárveitinganefnd vildi fyrst og fremst láta orðuna standa undir sér, þannig að þeir sem fengju greiddu kostnaðinn. Nefndi Tryggvi að kostnaður- inn við teikningu orðunnar 1920 hefði numið 783.50 krón- um, orðukostnaðurinn 1921 hefði numið 16.551.50 krónum og 1922 var kostnaðurinn 6.745 krónur. Asgeir Asgeirsson þingmaður V-ísfirðinga bar fram tillögu um að fálkaorð- una skyldi aðeins veita útlend- ingum. Nú var Jón Magnússon aftur orðinn forsætisráðherra og sagði hann slíkt orðugjald í sjálfu sér enga nýjung, því hann vissi dæmi þess hjá öðrum þjóðum. Upplýsti Jón nú, að á einkafundinum 1919 hefðu aðeins tveir þingmenn verið á móti fálkaorðunni og nafngreindi hann þá Pétur Ottesen og Kristin Daníelsson. Sagði Jón einnig, að tveir aðrir hefðu ekki greitt atkvæði, en hinir allir verið með orðunni. Einhverjir kunna þó að hafa verið fjarverandi. Björn Lín- dal, þingmaður Akureyringa, mælti gegn orðuskattinum á þeim forsendum að hann ótt- aðist að skatturinn mismunaði mönnum þannig að aðeins þeir efnameiri gætu tekið við orð- unni. Neðri deild samþykkti svo 1. maí 1924 þingsályktun um áskorun á ríkisstjórnina um að undirbúa löggjöf um skatt af heiðursmerkjum, sem stæði undir kostnaðinum af orðunni. Frumvarp þessa efnis hefur þó ekki enn litið dagsins ljós. Á Alþingi 1933 var einnig rætt um orðuskatt eða „skemmtanaskatt af orðum“. Skúli Ijóðar á orðuna Eftir þessar umræður fer fáum sögum af fálkaorðunni í þingsölum, þar til Skúli Guð- mundsson, þingmaður Norður- landakjördæmis vestra, flytur tillögu um afnám fálkaorð- unnar 1966,“ heldur Birgir Thorlacius áfram frásögn sinni. „Það sem var sérkenni- legt við þessa þingsályktunar- tillögu Skúla var það, að greinargerðin var í ljóðum, en Skúli var snjall hagyrðingur. Greinargerðin er svona: „Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöidin sem til þess fara. Orðan barst frá okkar grönn- um eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu, t.a.m. Danir. Og sagt er að Rússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini valdhafanna í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa þá munu fleiri mæla, að enginn Islendingur ætti að dýrka þannig glingur". Þrátt fyrir hagmælsku Skúia dagaði tillöguna uppi og sömu örlög fengu tillaga Bjarna Guðnasonar þing- manns Reykvíkinga um afnám orðunnar og tillaga Þórarins Þórarinssonar þingmanns Reykvíkinga um að orðuna skyldi aðeins veita erlendum mönnum, en þessar tillögur komu báðar fram 1971.“ .........fyrir vel unnin störf í þágu íslenzku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi” Konungur íslands var fyrsti stórmeistari fálkaorðunnar, en með stofnun lýðveldisins 1944 varð forseti íslands stórmeistari. Um fálkaorðuna gilda ákvæði forsetabréfs nr. 42 frá 11. júlí 1944 með áorðnum breytingum. í upphaflegu 1. grein forsetabréfsins sagði, að fálkaorðunni mætti sæma þá menn, innlenda og erlenda, og þær konur, sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarðarinnar eða unnið afrek í þágu mannkynsins. Þessari málsgrein var breytt með forsetabréfi 28. júní 1978 og hljóðar hún nú þannig: „Orðunni má sæma innlenda menn eða erlenda fyrir vei unnin störf í þágu íslenzku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi.“ í forsetabréfinu segir ennfremur: 3. gr. — Nefnd 5 manna ræður málefnum orðunnar. — Eftir tillögu forsætisráðherra kveður forseti íslands 4 menn, sem sæmdir eru og bera heiðursmerki orðunnar, til setu í nefndinni til 6 ára í senn, og tilnefnir formann nefndarinnar svo og einn mann til vara til þriggja á ra í senn. Úr nefndinni ganga 3. hvert ár 2 aðalmanna, en í fyrsta sinn eftir hlutkesti. Þá, er úr ganga, má kveðja til setu í nefndinni á ný. Ráðherra má ekki eiga sæti í nefndinni. Ritari forseta íslands er orðuritari og skipar fimmta sætið í nefndinni. Nefndarstarfið er heiðursstarf án launa, og setur nefndin sér sjálf starfsreglur, sem hún leggur fyrir forseta til staðfestingar. 4. gr. — Orðunefndin gerir tillögur til stórmeistarans um veiting orðunnar. — Við hátíðleg tækifæri getur stórmeistari þó, er honum þykir hlýða, veitt orðuna án tillagna orðunefndar. — Þegar íslenzkur ríkisborgari er sæmdur orðunni, skal ávallt skýrt opinberlega frá því, hverjir sérstakir verðleikar hafi gert hann verðan sæmdarinnar. í elleftu grein forsetabréfsins segir, að stórmeistari geti, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hloti hefur orðuna, en síðar gerist sekur um misferli, rétti til að bera hana. Mbl. spurði Birgi Möller orðuritara, hvort til slíks hefði komið, en hann kvaðst ekki þekkja nein dæmi þar um. í tólftu grein forsetabréfsins segir að við andlát þess, er fálkaorðunni hefur verið sæmdur, beri tafarlaust að skila aftur til orðuritara orðunni eða orðunum. Stórkrossriddara ber við útnefningu að skila stórriddarastjörnu, hafi hann verið sæmdur henni áður, og stórriddara ber að skila riddarakrossinum, hafi hann haft hann áður. Áður voru í gildi reglur um hámarksfjölda orðuveitinga til íslendinga og var kvótinn 25 riddarakrossar og 15 stighækkanir á ári. Þessar takmarkanir voru felldar úr gildi á síðasta ári. 4.220 orðuveitingar Stórmeistarar fálkaorðunnar, forsetar íslands, hafa einir íslendinga borið stórkrosskeðju fálkaorðunnar og nokkrir erlendir þjóðhöfðingjar hafa verið sæmdir henni. Frá stofnun orðunnar 1921 hafa eftirtaldar orðuveitingar farið fram: Stórkrosskeðja ............................................... 13 Stórkross ................................................... 339 Stórriddarakross m. stjörnu ................................. 511 Stórriddarakross ........................................... 1060 Riddararkoss ............................................... 2297 Samtals 4220 Orðuveitingar skiptast þannig milli innlendra og erlendra manna: Stórkrosskeðja Islendingar 3 útlendingar 10 Stórkross Islendingar útlendingar 13 44 295 339 Stórriddarakross m. stjörnu Islendingar 101 útlendingar 410 Stórriddarakross Islendingar útlendingar 511 327 733 Riddarakross íslendingar útlendingar 1172 1172 1125 2297 íslendingar samtals 1.647 Útlendingar samtals 2.573 4.220 Orðustig þeirra 515 núlifandi íslenskra ríkisborgara, sem hafa verið sæmdir orðunni, skiptast þannig: Stórkrosskeðja 1 Stórkross 8 Stórriddarakross m. stjörnu 30 Riddarakross 375 Kostnaður við gerð heiðursmerkjanna er nú þannig: Stórkross Stjarna stórriddara Stórriddarakross Riddarakross 515 kr. 60.120.- kr. 38.940,- kr. 25.260,- kr. 15.600.- Óskar Kjartansson gullsmiður með orður og orðuhluta á ýmsum framleiðslustigum. Efnið í orðunum er 925 sterlingsilfur, sem er emailerað og gyllt með 24 karata gyllingu. Ljósm. Mbl: Rax „ÞAÐ má segja, að það sé fyrst og fremst faglegt stolt sem heldur manni við smíði orðunnar, en ekki arðsemissjónarmið,“ sagði Óskar Kjartansson orðusmiður Geri ekkert af því að halda orðusmiöstitlm- um á loft hér heima — segir Óskar Kjartansson gullsmiður íslenska ríkisins í samtali við Mbl. „Fálkaorðan var áður smíðuð í Danmörku, en faðir minn, Kjartan Ásmundsson gullsmiður, tók við smfði hinnar fslensku fálkaorðu 1935. Ég geri ekkert af því að halda orðusmiðs- titlinum á loft hér heima, og faðir minn hafnaði þvi að kalla sig konunglegan hirðorðusmið“. Mbl. spurði Óskar, hvaða álit hann hefði á orðuveitingum. „Það er einkennilegur andi í viðhorfum íslendinga til orðuveitinga," svaraði hann. „Margir telja fálka- orðuna hégóma og hafa allt henni tengt í flimtingum. En ég tel að orðuveiting sé viðurkenning fyrir stórkostlegt starf á viðkomandi sviði. Og ég er sannfærður um að erlendis kemur orðan okkur að miklu gagni og sjálfur hef ég orðið þess var, að erlendis spillir það ekki fyrir að vera orðusmiður íslenska ríkisins. Annars má segja, að í viðhorfum margra íslendinga til fálka- orðunnar sé talsverður tví- skinningur. Þeir eru margir, sem þrá hana, hvað sem öðrum orðum þeirra líður. Menn hafa haft á orði við mig, að þeir væru nú svo sem ekkert fyrir þennan hégóma en síðan spurt, hvort ég gæti nú ekki stungið nafni þeirra að Birgi Möller orðuritara. Að sjálfsögðu læt ég það ógert, en þetta segir sína sögu.“ Auk þess sem Óskar annast smíði fálkaorðunnar sér hann um að gera við þær, bæði fyrir orðu- hafa og svo orður, sem skilað er, en þær eru notaðar aftur. „Algengasti kvillinn á orðunum er að emaileringin hefur sprungið," sagði Óskar. „Af krossum eru um 65% í ágætu lagi, þegar þeir kóma hingað, og um 95% af stjörnu- merkjunum. Ég þarf alltaf að hafa tilbúinn lager af orðum, þannig að þessi framleiðsla er nokkuð stöðugt á borðinu hajá mér þótt ekki sé hún stór hluti af starfseminni. Ætli orðureikningurinn fyrir síðasta ár hafi ekki verið um ein milljón króna“. — Hefur ekki komið til tals að merkja orðurnar, þannig að unnt yrði að rekja þær til viðtakanda? „Á sínum tíma kom það til tals, en það er slíkum erfiðleikum bundið og reyndar skemmandi að frá því var fallið." Dásamlegt að fá fálkaorðuna — segir Páll Michelsen, garðyrkjumaður „ÞAÐ var alveg dásamlegt að fá fálkaorðuna. Ég lít á hana sem góða viðurkenningu, sem Páll Michelsen ég hafi átt skilið fyrir mitt starf og er bæði þakklátur og stoltur,“ sagði Páll Michelsen garðyrkjumaður í Hveragerði, er Mbl. spurði hann, hvernig það væri að fá fálkaorðuna, en Páll var sæmdur henni á nýjársdag. „Ég get ekki sagt að mér finnist ég í sjálfu sér meiri maður eftir orðuveitinguna, en óneitanlega finnst mér fálka- orðan hafa gefið starfi mínu aukið gildi,“ sagði Páll. Hann kvaðst hafa hálfkviðið viðbrögðum Hvergerðinga, en reynslan hefði sýnt, að það var ástæðulaust. „Ég átti svona hálft í hvoru von á skensi," sagði Páll. „En fólk hefur al- mennt samfagnað mér og ég get ekki fundið annað en að það sé af heilum hug gert.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.