Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 25 Alveg er ég búin aö fá nóg af barnaári. Þessi ummæli ýttu af stað gárum. Ættu börnin í dag sem eru foreldrar næstu kynslóð- ar, þá að fá minni umfjöllun en atvinnutæki og efnahagsmál, sem eru til umræðu öll ár? Allir vita hvað aldamótakyn- slóðin er á íslandi. Það var þetta haröduglega fólk, sem með ótrú- legri bjartsýni og ódrepandi seiglu lagöi grunninn aö því lífi í landinu, sem við njótum. Sú kynslóð skil- aði miklum arfi. En komin er ný aldamótakynslóð. Hún er fædd og í mótun. Börnin, sem nú eru aö fæðast, verða orðin liölega tvítug um næstu aldamót, um það bil að taka við arfinum. Og forskóla- börnin verða liðlega sjötug um miðja næstu öld. Þau verða alda- mótakynslóðin að skila af sér. Hvað skyldi hún þá hafa afrekað? Ætli það fari ekki eftir því hvernig til tekst með mótun og undirbúning barnanna í dag undir lífshlaupið. Þaö skiptir þessa þjóö því æði miklu máli hvernig þessi börn eru að heiman búin og í hvaða átt þau þroskast. Það sem ógert er, ranggert eða vangert í aðbúö þeirra verður aldrei endur- tekið í þágu aldamótakynslóöar hinnar nýju. Ekki fremur en að foreldrarnir, sem nú eru önnum kafnir við að stækka við sig húsnæði eða safna fyrir betri bíl, geta geymt samverustundirnar með börnum sínum til síðari tíma. í Ijósi þessa er barnaáriö ekkert þjatt. En hvað er rétt eða rangt? Fyrst verður að sjálfsögðu að finna markmiðið, til að geta sett kúrs- inn. í þeim tilgangi eru umræður og áþreifingar í eitt ár engin ofrausn. Með dágóðum skammti af bjartsýni ætti að vera óhætt að trúa á mannskepnuna. Ef hún skilur ástandiö, ætti hún að vera nógu skynsöm til að finna lausn og taka krókinn framhjá keldunni. Ef fokið er í slóðina eöa kúrsinn óviss, látum okkur þá ræða málið, látum það gerjast og finnum markmiðið. Leggjum svo aftur í hann. Maðurinn er ekki fram- leiðsla sköpunarinnar á lokastigi, heldur sköpun í þróun, sem er að læra að finna þróun sinni stefnu. Maðurinn er að finna upp framtíð- armanninn, sagöi einhver spek- ingur. Sú staðreynd, að íslendingar verða allra karla og kerlinga elstir og ungbarnadauði hér einna lægstur í heiminum, sýnir að líkamlega eru íslensk börn vel á vegi stödd og eiga góðar framtíð- arhorfur. En öll þessi græðgi, taugaveiklun og æsingur í þjóðfé- laginu gæti bent til þess aö viö þyrftum að huga ögn að því hvernig börnunum líður í sálinni. Ef við, sem fullorðin erum, lítum til baka, fer ekki á milli mála aö barn lifir allt öðru vísi lífi en við gerðum í æsku. Ekki endilega verra, en umhverfið kemur á allt annan hátt að þeim í daglegu lífi. Á mínum æskuárum var móðir mín önnum kafin heima við að elda mat, þrífa hús og sauma fat. Á haustin var allt heimilið í að taka slátur og taka upp kartöflur og á hverjum morgni þurfti að fara í búð, kaupa fisk, mjólk og nýlenduvörur. Krakkarnir fóru í sendiferðir og lærðu að það skipti máli hvað hlutirnir kostuðu og hvernig glænýr fiskur leit út. Slysagat á flík gat kostað Ijóta bót. Krakkarnir voru með í að undirbúa sunnudagsgöngur með viðkomu hjá vinafólki foreldranna eða undirbúningi að kvöldboði, þekktu alla vini fjölskyldunnar. Á hverju vori þurfti að sauma og stoppa og kaupa stígvél eða samfesting — þeirra tíma galla- buxur — í sveitina. Þar var líka reynt að taka þátt í öllum störfum. Borgarstelpa í dag býr líklegast í góöu sérherbergi með dótið sitt, ekki trufluð af mörgum systkin- um. Foreldrarnir vinna vísast úti. Hún hefur verið á gæsluvelli, í heimafóstri eða barnaheimili og síðan í skólanum. Pabbi og mamma þurrka af og ryksuga í snarheitum. Fullorðna fólkið fer einu sinni í viku í bíl í stórmarkað- inn og kemur við í búðinni á leið heim úr vinnu. Föt eru keypt tilbúin. Telpan veit ekki hvernig föt verða til. Hún er heldur ekki með í að taka slátur eða kaupa inn. Miklu líklegra að hún bíði eftir því að pabbi og mamma megi vera að því frá vinnunni og heimilisstörfunum að gera eitt- hvað skemmtilegt með henni. Allir vinna ekki verkin sín saman á heimilinu, heldur er sambandið miklu líklegar bundið frístundun- um — það er stundum og auka. Krökkunum þykir það sjálfsagt ekkert verra. En það er líf af annarri gerð, annars konar sam- band. Þá vakna spurningarnar. Er sambandið nægilega mikið? Það er ekki eins samfellt og áður. Er þá hægt að ná traustu tilfinninga- sambandi á sparistundunum ein- um? Er líklegt að varanlegt og innilegt trúnaðartraust myndist, ef alltaf kemur ný manneskja — hversu góð sem hún er — í hverri deild á barnaheimilinu, í sex ára bekknum og áfram í skólanum. Ef ekki kemur ást og umhyggja frá neinni einni manneskju eða fáum, heldur mörgum í vaktaskiptum? Að því má hyggja á barnaári. Nú segir kannski einhver: Ætlar hún nú að fara að segja að konurnar eigi að fara inn á heimil- in? Ekki aldeilis! Þjóðfélagið er breytt. Konurnar hafa þar heldur ekki lengur viðfangsefni við að framleiða fatnað, matvæli o.fl., í samfélagi við stóran hóp heimilis- fólks. Og þegar meðalævi konu eru orðin 78 ár, þá getur hún ekki leyst af hendi heila starfsævi inni á heimilinu, þótt þar sé kannski verkefni um nokkurt árabil. Þjóð- félagið er líka öðru vísi fyrir hana. Við erum búin að breyta þessu öllu. Og ekki verður snúið við. Við þurfum að endurmeta stöðuna. Hér hjá okkur virðist því við- fangsefni barnaársins vera endur- mat á tengslum barnsins, foreldr- anna og starfsvettvangsins, sem ekki er lengur inni á heimilunum. Þaö beinist að því að finna þau úrræði og þá fleti á lífsstílnum, sem ekki láta barnið detta niður á milli og týnast. Búnar eru til ágætar kenningar: Gefið börnun- um foreldrana aftur! En hvernig? Á stóru kvennaþingi í haust reyndu sjálfstæðiskonur hér í Reykjavík og úti á landi að kryfja þetta mál. Þar var m.a. sérstak- lega kynnt og skoðað mál, sem gæti orðið þarna að nokkru liði, sveigjanlegur vinnutími, sem nokkur fyrirtæki hér hafa þegar prufukeyrt. Þar getur starfsfólk nokkuö valið vinnutímann, eftir því sem hentar. Annað foreldri getur þá byrjað snemma að morgni og komið snemma heim, hitt byrjað seint og hætt seint á degi. Sums staðar er hægt að koma því við að vinna af sér dag, þegar illa stendur á. Meðan börn eru á heimilinu, er hægt að haga vinnutíma á þann veg, að einhver sé heima mestan hluta þess tíma, sem barnið er þar. En skólar og dagheimili brúað bilrð og eru orðln góðar hjálparstofnanir við uppeldið og undirbúning undir lífið. En festuna og trygga skjólið og samfelldu tilfinningatengslin geta haldið áfram að vera heima, þar sem einhver er til að tengjast við. Og báðir foreldrar geta af- hent án samviskubits eða óþæg- inda þær vinnustundir, sem þeir eru að selja. Þetta er ekki eina lausnin, en gæti verið eitt tækið til að lagfæra það sem hefur farið misvísandi á breytingatímum. Einhver fjölskyldumeðlimur á ekki að vera víkjandi, vera fórnandi. Það gefst aldrei vel. Við hljótum að geta fundið lífsstíl, þar sem allir geta átt heima. Eitt ár var notað til að skoða stöðu konunn- ar, annað til að skoða stöðu barnsins í breyttum heimi. Ein- hver gárungi sagði að næst gæti orðið ár heimilishundsins. Sumir jafnvel látið sér detta í hug að hann gæti komið í staðinn fyrir foreldrana á tilfinningasviðinu. Svo illa er ekki enn komið. Eða eins og bóndinn íslenzki sagði, sem heyrði slíkt tal: — Ekki minnist ég þess nú að í minni sveit hafi hundarnir alið upp börnin! Ætli við þurfum ekki fyrst að skoða stöðu gamla fólksins í nýju þjóðfélagi, og rétta þar líka kúrs- inn. Svo vitnað sé í orð spaks manns: Það þjóðfélag, sem ýtir börnunum frá sér í geymslu og setur gamla fólkiö til hliðar á hillu, er illa farið! Til hvers var beðið um þjóðar- atkvæðagreiðslu um frumvarp for- sætisráðherra? spyr einn maður annan. Varla kom til greina, að slík tillaga yrði samþykkt? Eða var verið að vekja athygli á því, að ríkisstjórnin ætti að segja af sér? Þannig er talað, þegar tveir hittast á götu. Menn finna að ríkisstjórnin er í raun búin að gefast upp enda hefur hún enga ákvörðun tekið sem máli skiptir, frá áramótum. Forsætisráðherra skýtur sér á bak við það, að hann hafi lagt fram frumvarp í ríkis- stjórninni, sem hann treystir sér ekki til að leggja fram á Alþingi, af því að það hefur ekki stuðning. Lúðvík er brugðið, svo að óþolið leyndi sér ekki í sjónvarpsþætti fyrir skömmu. Púkarnir á fjósbitunum halda áfram að fitna, af því að sjónar- spilið heldur áfram og þjóðinni er ekki sagt satt. Verðbólgan er í fullum gangi, þótt hún sé lokuð inni eins og í gufukatli, þar sem allir aðvörunarventlar hafa opnazt: Annars vegar hlaðast upp óafgreiddar hækkanir á vörum og þjónustu. Hins vegar eykst út- streymið frá ríkissjóði með meiri niðurgreiðslum en fjárlög gerðu ráð fyrir ásamt rekstrarhalla hjá opinberum stofnunum. Jafnframt hrannast skuldir opinberra aðila upp hjá bankakerfinu og lánsfjár- áætlun gerir ráð fyrir meiri skuldaaukningu erlendis, en segir í fjárlögum. Undirstöðuatvinnu- vegirnir standa ekki undir sér og fyrirheitin um bættan rekstr- argrundvöll fyrir sjávarútveginn og fiskiðnaðinn hafa verið svikin. Samt sem áður eru forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, þeir sem líta á sig sem sérlega fulltrúa Alþýðuflokks eða Alþýðubanda- lags, að þrátta um það, hver þeirra sé mestur vinur þessarar ríkis- stjórnar, sem þeir segja, að sé rósrauð í framan. Ekki hvarflar að þeim, að fólkið í landinu, þegar atvinnan minnkar, noti öðru vísi gleraugu en þeir, — algjörlega óflokkspólitísk —, eða jafnvel engin gleraugu, þegar það horfir framan í ríkisstjórnina og sér að hún er sótsvört. Tvígervi Alþýðu- flokksins Sighvatur Björgvinsson hefur gaman af því að tala um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í orlofi. Kratarnir finna til sín, þó þeir megi muna sinn fífil fegri. Ekki'er þó að vita, nema þetta sé rétt hjá Sighvati í þeim skilningi, að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði síðustu kosningum og kann að draga lærdóm af því. Vinstri stjórn kafnar ekki undir nafni, — og þjóðin þarf víst að rifja það upp annað slagið, hvernig hún lítur út! Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið ríkisstjórninni hálft ár til þess að sýna sig. Það var líka nauðsynlegt, að kratarnir fengju að leika sitt stjórnarandstöðuhlut- verk til enda, þannig að tvígervi þeirra kæmi nógu vel í ljós til þess að andlitið, sem veit að fjölmiðlum blekki engan lengur. Nú horfa menn á upprétta höndina í sölum Alþingis, þegar hún staðfestir skattana, skuldaaukninguna erlendis og fjárframlögin í Bessa- staðaárvirkjun. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tek- ið vel við sér í efnahags- og atvinnumálum. Stefna hans byggir á því, að við verðum að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar í krafti frjálshyggju og jákvæðrar uppbyggingar atvinnurekstrarins í landinu, jafnframt því sem aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um það, hvernig þeir vilji færa verðbótaákvæði kjarasamninga í raunhæfara horf. Þetta er í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu Alþýðu- sambandsins og vinnuveitenda- sambandsins. Fari svo, að reynsl- an leiði í ljós, að þessir aðilar hafi ekkert lært af afleiðingum sól- stöðusamninganna, verður að snúast við því á sínum tíma. En þá er sú viðbára heldur ekki lengur gild, að þeir hafi ekki fengið tækifæri til þess að skipa sínum málum sjálfir, nú eftir að satnningar eru lausir. Óhjákvæmilegt er að árétta það, að frjáls verkfalls- og samnings- réttur gefur ekki einungis vald, heldur fylgir honum ábyrgð. Og í þeim efnum eru mörg álitamálin, þegar á verkfallsréttinn er látið reyna, svo að engin ákvörðun getur verið einhlít. Þeim mun fáránlegra er þess vegna, þegar handhafar þessa réttar berja sér á -brjóst og þykjast upp yfir alla gagnrýni hafnir. Það sýnir einungis smæð þeirra sjálfra, sem þannig láta. Þess vegna ber allt að þeim sama brunni, að brýn nauðsyn sé á að rétta hlut „minnihlutans" innan stéttarfélaganna og beina heil- brigðri innri gagnrýni þannig í sinn rétta farveg. Á fundi sínum á Hellu sl. haust tók Verkalýðsmálaráð Sjálfstæðis- flokksins einmitt af skarið í þessu efni og hvatti til þess, að réttur „minnihlutans" innan stéttar- félaganna yrði tryggður með lög- gjöf, þar sem kveðið yrði á um hlutfallskosningar í trúnaðar- stöður verkalýðsfélaganna. Þingrof og nýjar kosningar Tvímenningarnir sem settu ráð- herrana í stólana s.l. haust, Karl Steinar Guðnason og Guðmundur J. Guðmundsson, eru nú komnir í hár saman. Samt segja þeir, að þeim þyki vænt um ríkisstjórnina, um leið og þeir skamma hana. Sjálf minnir ríkisstjónin á hund, eftir að hann hefur verið skammaður. Af því að ríkisstjórnin er búin að gefast upp, verður henni lítið úr Verki. Hún lætur hlutina danka frá degi til dags, nema reynir að gera það, sem embættismennirnir ákveða og þannig getur þetta ugglaust gengið eitthvað , þangað tii allt er komið í hnút. Þó hafa einstakir ráðherrar gaman af því að tala við fjölmiðla og segja þá, að allt milli himins og jarðar sé einkar athyglisvert og biðja fólkið í landinu að senda sér línu ef því dettur eitthvað í hug, þótt það sé tóm vitleysa, eins og iðnaðarráð- herra segir. En þjóðin var ekki að biðja um þvílíka ríkisstjórn í síðustu kosningum. Frambjóðendur og verkalýðsleiðtogar Aiþýðuflokks og Alþýðubandalags höfðu náð eyrum hennar af því að mál- flutningur þeirra var einfaldur og þeir þóttust hafa tök á að ráða niðurlögum verðbólgunnar án þess að skerða hár á höfði eins einasta launamanns í landinu — og raunar að leysa öll vandamál þjóðarinnar með einu pennastriki. Nú hefur þetta reynzt skrum og skraf. Hið opinbera fer lengra ofan í vasa skattborgaranna en nokkru sinni fyrr og öll laun í landinu hafa verið skert meir en hjá fyrri ríkisstjórn. Þó bullar og sýður á verðbólgunni. Og þessir tveir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið, eru orðnir eins og Arabi og ísraelsmaður í miðri Jerúsalem eftir að skyggja tekur og eru nauðbeygðir að vera í félagsskap hvor annars. Undir slíkum kringumstæðum er ekki nema eitt ráð til. Það er að leysa upp þennan félagsskap og leyfa þeim að fara sitt í hvora áttina, — og gefa þjóðinni um leið kost á að kjósa fulltrúa sína á löggjafarsamkunduna að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.