Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979
■—
i
i
Fyrsta
afkvæmiö
Á rauðsokkasíðu Þjóð-
viljans sl. laugardag er
m.a. vikið að félagsmála-
loforðum vinstri flokka í
Reykjavík fyrir kosningar
og bágbornum efndum
að Þeim loknum, ekki sízt
að Því er varöar dagvist-
unarmál. Þar segir m.a.:
„Þessi borgarstjórn hefur
nú setiö að völdum í níu
mánuði, eða fullan með-
göngutíma, og nú hefur
fyrsta afkvæmi hennar,
fjárhagsáætlun fyrir árið
1979, litið dagsins Ijós...“
Síðan er gerð grein fyrir
fjárveitíngum „íhaldsins"
fyrr á tíð til dagvistar-
stofnana og fjárveiting-
um samkvæmt hinni nýju
fjárhagsáætlun „fálags-
málaflokkanna". Greinar-
höfundur segir að fjár-
veitingar til nýbygginga á
Þessu sviði hafi hækkað í
krónum talið um 20% og
til rekstrar um 33% milli
áranna 1978, síðasta árs
„íhaldsins", og 1979,
fyrsta árs flokka hinna
fögru fyrirheita.
Síöan kemur niður-
staðan, rúsínan í pylsu-
endanum, hjá Þessum
rauðsokka: „Hvað Þýða
20% og 30% hækkanir
milli ára með peirri verð-
lagsÞróun sem er í sam-
félaginu? Hvað annað en
raunveruleg lækkun?“
Heildarhækkun fjárhags-
áætlunar er 54% segir
greinarhöfundur, hækk-
anir til dagvistunarmála
20% og 30%. En greinar-
höfundur skyldi hyggja
að Því, að jafnvel Þessar
samanskroppnu fjárveit-
ingar, miöað við verð-
lagspróun, eru enn að-
eins tölur á pappír, ný
fyrirheit, sem enn á eftir
aö efna. FélagsmálaÞætt-
ir eru nefnilega helztu
niðurskurðarpóstar hins
nýja borgarstjórnarmeiri-
hluta. Og enn lifa 10 mán-
uðir ársins.
„Ekkert,
bókstaflega
ekkert“
Vílmundur Gylfason
mælti nýlega fyrir tillögu
um Þjóðaratkvæði um
efnahagsmálafrumvarp
forsætisráðherra, sem nú
ku vera að taka algjörum
efnisbreytingum í átt aö
„ekkert má gera“-stefnu
Alpýðubandalagsins. Þar
sagöi hann m.a.: „Það
voru gerðar bráðabirgöa-
ráðstafanir 1. september
og aftur 1. desember.
Þær byggðust fyrst og
fremst á Því að nokkrar
beygingar og sveigingar
voru gerðar á kaup-
gjaldsvísitölunni, en aðr-
ar meginbreytingar á
efnahagskerfinu voru
ekki gerðar. j hvort skipti
var Það haft á orði að í
lok næsta 3ja mánaða
tímabils skyldi stefnt að
heildstæðum efnahags-
ráðstöfunum til lengri
tíma. Af Því hefur ekki
orðið. Þvert á móti nálg-
ast nú 1. marz óðfluga —
og ekkert — bókstaflega
ekkert, eigi aö hafast aö.“
Sú kenning fær nú byr
undir vængi að Ólafur
Jóhannesson hafi tekið
upp meginsjónarmið Al-
Þýðuflokks í drög að
efnahagsfrumvarpí, sem
hann lagði fram í ríkis-
stjórn, vitandi vits um
Þau viðbrögð í verkalýös-
hreyfingunni, er nú eru
staöreynd, og að hann sá
fyrir að AlÞýðubandalag-
ið myndi tryggja. Síðan
eigi að segja viö AIÞýðu-
flokkinn: Þarna sjáið Þið,
drengir mínir, við kom-
umst ekki lengra eftir
Þessari leiðinni, en ég
gerði hvað ég gat. Því
næst hyggist ráðherrann
„bakka" út úr AlÞýðu-
flokkstillögunum, upp aö
hlið AlÞýðubandalagsins,
sem frá upphafi hafi verið
markmiðið. Og Þá verði
Það enn AIÞýðuflokksins
aö vera flokkur „beyging-
anna“ og „sveiginganna",
svo notuð séu orö Vil-
mundar Gylfasonar. Hann
eigi enn og aftur „að eta
ofan í sig“ stóryröin og
dagsetningarnar. Ekkert
sé að óttast varðandi
lífdaga ríkisstjórnarinnar;
AlÞýðuflokkurinn óttist
ekkert meir en nýjar
kosningar og almanna-
dóm yfir allri Þeirri sýnd-
armennsku, sem hann
hefur sýnt Það sem af er
vetri á Alpingí islendinga.
Ein hnébeygjan enn við
„hásæti' forsætisráð-
herrans sé Þrátt fyrir allt
illskárri valkostur.
T
ÁLLEQRO
ER EITTHVAÐ MEIRA
í vetrarhörkum á vondum vegum, jafnast ekkert á við góðan bíl
med framhjóladrifi. Austin Allegro er framhjóladrifinn og vandaður.
Þú þarft ekki að leita lengur.
5 gíra gírkassi
Tvöfalt bremsukerfi
Aflhemlar
Rafhituð afturrúöa
Armpúöi í aftursæti
Bakkljós
Stokkur á milli sæta m/klukku
Vínylklæðning á þaki
Höfuðpúöar
Litaö gler
Vindlakveikjari
Rafdrifin rúöusprauta
Hliöarspeglar
2ja hraöa rúöuþurrka
Hliföarlistaráhliöum
Hlíföarlistar á gílsum
Framhjóladrif
Sjálfstæö vökva'fjöðrun á öllum hjólum
EINNIG TIL í
STATÍON
Halogen aukaljós að framan
Hitastýrö kælivifta
_, —j.at beóS'n
P. STEFÁNSSON HF.
SÍOUMÚLA 33 - SÍMI83104 • 83105
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888
Opið til kl. 10 öll kvöld
Bílastæði. Sími 40609.
Dömur athugið
Er byrjuð með
megrunarkúrana aftur
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrnum.
Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd.
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill.
Nudd- og snyrtistofa
Ástu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85 Kópavogi
f rn í: L.i í' lí .]! I j'p-'i,
l Haf . 1 í í: 1
I ] L. j | í! |
; l ■ —l:.,:, L ■ I ii. !
Rimla-
hurðir
2 breiddir, 4 hædir
Kúreka-
h/ið
3breiddir
ó.
Brimnes, Hurðir h.f.
Vestmannaeyjum. Skeifan 13, sími 81655
IINGUAPHONi
tungumálanámskeió henta
allri fjölskyldunni
LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru viðurkennd sem
auðveldasta og ódýrasta leiðin til tungumálanáms
LINGUAPHONE fæst bæði á hljómplotum og kassettum
Vió veitum fúslega atlar upplýsingar og póstsendum hvert
á landsem er
Hljóðfærahús Reykjavíkur
Laugavegi 96 - Sími13656 lb