Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 3

Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 35 Yfir 60 höggmyndir á almannafæri í Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt aö verða við óskum sjómannadags- ráðs að höggmyndin Þorfinnur karlsefni. sem stendur í Tjarnar- garði, verði flutt á lóð Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, Hrafnistu í Laugarási. Gkki tókst að flytja myndina þangað fyrir veturinn, segir í skýrslu Hafliða Jónssonar garðyrkjustjóra fyrir sl. ár um höggmyndir, en hann hafur umsjón með þcim fyrir Reykjavfkurborg. bá segir hann: Sett var upp ónefnd mynd. skúlp- túr eftir Gerði Helgadóttur í Austurstræti, en stór mynd eftir Hallstein Sigurðsson, sem áform- að er að koma upp við Langholts- skóla, bíður uppsetningar. Skráðnr höggmyndir á almanna- færi í Reykjavík eru nú 61 að tölu og eru þá ekki taldar með lágmynd- ir á húsum, eða verk sem eru aðgengileg til skoðunar í opinber- um byggingum, s.s. skólum, sjúkra- borfinnur karlsefni bíður flutnings með vorinu á lóð Dvalar- heimilis aldraðra sjó- manna, Hrafnistu í Laugarási. Ljósm. ól.K. Mag. húsum o.fl. stofnunum og að sjálf- sögðu ekki myndir á húsalóðum einstaklinga eða lóðum viðkomandi listamanna. Höfundar þessara höggmynda eru alls 24. Þar af eru tveir forn- grískir. Thorvaldsen og Tove Olafs- son eru þar talin með hérlendum höfundum. Langflest verkin eru eftir Ásmund Sveinsson 16 talsins, 9 eftir Einar Jónsson, 9 eftir Sigurjón Ólafsson, 4 eftir Ríkharð Jónsson, 3 eftir Bertel Thorvald- sen, 2 eftir Ólöfu Pálsdóttur, en ein mynd eftir aðra höfunda. Af höggmyndunum er 41 í eigu Reykjavíkurborgar, 8 í eigu ríkis- ins, 2 í eigu Háskólans, 2 í eigu Dómkirkjunnar, 2 í eigu Kirkju- garða Reykjavíkur, 2 í eigu Menntaskólans í ReykjaVík og 4 í einkaeign fyrirtækja og stofnana. Aðeins þrjár myndir eru eftir útlenda höfunda, Leifsstytta Calders, Pomona Joh. C.Bjergs og Berlínarbjörninn eftir ókunnan þýskan myndhöggvara. Ein höggmynd var sett upp í borginni á sl. ári. Skúlptúr eftir Gerði Helgadóttur í Austur- stræti. Þetta gerdist 25. marz 1976 — Feisal konungur Saudi-Arabíu ráðinn af dögum og Khaled tekur við. 1969 — Ayub Khan forseti færir hernum völdin í hendur Pakist- an. 1966 — Fimm fjallgöngumenn klífa Eigertind, Sviss, fyrstir manna. 1957 — Efnahagsbandalag Ev- rópu stofnað með Rómar-sátt- málanum. 1941 — Júgóslavía gengur í Öxulbandalagið. 1936 — Bandaríkin, Bretland og Frakkland undirrita flotasamn- inginn í London. 1883 — Uppreisn á Haiti. 1826 — Brazilía fær stjórnar- skrá og þingbundna konungs- stjórn. 1821 — Tólf ára uppreisn gegn Tyrkjum hefst í Grikklandi (lauk með sjálfstæði). 1815 — Nýtt bandalag stofnað gegn Napoleon. 1634 — Brezkir landnemar und- ir forystu Baltimore lávarðar koma til Maine. Afmæli: Arturo Toscanini, italskættaður hljómsveitar- stjóri (1867-1957) - Hinrik II Englandskonungur (1133—1189) — Jóakim Murar, konungur Napoli (1767-1815) - Anne Bronté, ensk skáldkona (1820-1849) - Bela Bartok, ungverskt tónskáld (1881-1945). Andlát: Garnet Wolseley, her- maður, 1913 — Claude Debussy, tónskáld, 1918. Innlent: Þjóðverjar stækka 'hafnbannsvæðið og segja að ísland sé „komið á ófriðarsvæð- ið“ 1941 - Kristján III boðar biskupana Jón Arason og Gissur Einarsson á sinn fund 1542 — d. Bogi Benediktsson á Staðarfelli 1849 — Róðraskip úr Landeyj- um ferst með 15 manna áhöfn 1893 — d. Geir Zoéga 1917 — „Novu“-deilan leyst 1933 — Bandarísk herþota hrapar við Fellsmúla 1968 — Skeiðarár- hlaup sjatnar 1972 — f. Sigurð- ur Ágústsson alþm. 1897. Orð dagsins: Af orðum má hafa mikið gagn til þess að fela hugsanir okkar — Voltaire, franskur rithöfundur (1694-1778). Þetta geróist________________26. marz 1978 Belgíska iðnrekandanum Empain barón sleppt heilum á húfi nálægt París tveimur mán- uðum eftir að honum var rænt. 1977 — Kínverskir kommúnist- ar aflétta banni við tónlist Beethovens. 1976 — Nýr herstöðvasamning- ur Bandaríkjamanna og Tyrkja. 1972 — Nýr varnarsamningur Bretlands og Möltu. 1971 — Awami-bandalagið bannað i Pakistan. 1%2 — Hvíslherferð í Kína gegn Krúsjeff og öðrum ieiðtog- um Rússa. 1960 — Jones Salk segir frá lyfi sínu gegn lömunarveiki. 1933 — Ný stjórnarskrá í Portu- gal. 1918 — Foch marskálkur skip- aður yfirmaður herja Banda- manna. 1917 — Fyrri orrustan um Gaza. 1913 — Búlgarar taka Adríanópel af Tyrkjum. 1895 — Japanir taka Fiski- mannaeyjar á Formósusundi. 1871 — Parísarkommúnan formlega stofnuð. 1854 - Karl III, hertogi af Parma, myrtur. 1820 — Einstaklingsfrelsi tak- markað í Frakklandi. 1495 — Maximilan keisari skor- ar á þýzka prinsa á Worms-þinginu að stöðva sókn Frakka á Ítalíu. Afmæli: Robert Frost, banda- riskt skáld (1874-1965) - Willam C. Westmoreland, bandarískur hershöfðingi (1914 — —) — Tennessee Williams, bandariskur leikritahöfundur (1914— —) — A.E. Housman, enskt skáld (1859—1936). Andlát: Ludwig van Beethoven, tónskáld, 1827 — Walt . Whitman, skáld, 1892 — Cecil Rhodes, stjórnmálaleiðtogi, 1902 — Sara Bernhardt, leikkona, 1923 — David Lloyd George, stjórnmálaleiðtogi, 1945 — Edouard Herriot, stjórnmála- leiðtogi, 1957 — Noel Coward, leikritaskáld, 1973. Innlent: d. Siguröud konungur Jórsalafari 1130 — „íslending- ur/ hefur göngu sína 1860 — Mesti afladagur í sögu Vest- mannaeyja 1960 — Eldflaugar úr þotu sem fórst leitað 1968 — TF-Vor Björns Pálssonar ferst nálægt Langjökli og fimm týna lífi 1973 — Húsmæður mótmæla 1973 — Samkomulag í vinnu- deilum 1975. Orð dagsins: Ást er eins og mislingar — miklu verri þegar fólk fær hana seint á ævinni — Douglas Jerrold, enskur rithöf- undur (1803-1857).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.