Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 31

Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 63 fclk í fréttum + í SHANGHAI er þessi mynd tekin. — Fólkið er hvorki að fagna sigrum á Víetnamvígstöðvunum eða heimta Formósu. — Þetta fólk heldur á kröfuspjöldum fyrir utan aðalbækistöðvar byltingarstjórnarinnar og það heimtar að fá vinnu. — Það ku standa á spjöldunum: Að biða er dauði en barátta sigur. Fremst til hægri er kínverskur hermaður, en hann hafði verið þarna á verði og tók ekki þátt í kröfufundi fólksins. Allt fyr- ir föður- landið + RÉTT áður en hann stakk kjötbitanum á gafflinum upp í sig, sagði hann við nærstadda félaga sína: Drengir það sem maður leggur ekki á sig fyrir Bret- land?! — Ungi maðurinn er Karl Bretaprins. — Hann var fyrir skömmu austur í Hong Kong og þá heimsótti hann frumskógastöð hers- ins. Myndin er tekin þar á í matarhléi, á æfingu í frum- skóginum. + HNEFALEIKAHEIMSMEISTARINN Muhammed Ali (til vinstri) er aftur kominn í fréttirnar. — Nú er verið að vinna að því að fá hann til að verja titilinn í Buenos Aires í septembermán- uði næstkomandi. Sá sem ætlar þá að berjast við hann (ef samningar takast) er ítalskur hnefaleikakappi, Alfío Righetti. Um daginn sagði Ali við blaðamenn í New York, er þeir gengu á hann um hugsanlega hnefaleikakeppni. — „Það hefur ekkert verið ákveðið ennþá og ekkert verður um það fullyrt á þessu stigi.“ — Það er ítalinn Alfío Righetti, sem er til hægri. Því má bæta við að þegar er farið að nefna f járhæð þá sem Alí ætlar að hafa á þurru eftir keppnina en það munu vera kringum þrjár milljónir dala. + FÖGNUÐUR. Þessi mynd var tekin þegar olíu- útflutningur hófst aftur frá íran, á dögunum. — Verkamaður opnar fyrir olíu- krana, en vopnað- ir skæruliðar skutu af herriffl- um sínum upp í loftið til að fagna þessum degi. Suomi postulínið frá Rosenthal á sér fáa líka, enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er þaö postulín, sem listamenn Rosenthal telja einna full- komnast. Suomi er gljáð í handavinnu. Vélar skila ekki nægilega fínlegri vinnu. Hluti af framleislu Suomi er valin til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum lista- mönnum. Komið og skoðið Suomi í Rosenthalverzluninni. studio-line Á. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 Kantlímdar — smíöaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.