Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979 Gjafir til Hrafnistu í Hafnarfirði SÍÐASTLIÐINN fimmtudag tóku stjórnendur Hrafnistu í Hafnarfirði við góðum gjöfum sem heimilinu voru færðar. Frú Guðrún Ásbjörnsdóttir færði heimilinu vandað hjarta- línuritstæki frá sér, börnum sínum og tengdabörnum til minningar um eiginmann henn- ar Guðmur't Guðbjörnsson skip- stjóra. Frú Friðrikka Guðbjörg Eyjólfsdóttir færði Heilsugæslu- sjóði Hrafnistu peningagjöf, til minningar um eiginmann henn- ar Einar Helga Nikulásson sjó- mann og Emil Jónsson fyrrver- andi alþm. færði bókasafni heimilisins Sjómannablaðið Vík- ing frá byrjun. Eru blöðin inn- fundin í vandað skinnband. Forstöðumaður heimilisins, Pétur Sigurðsson, tók við gjöfun- um f.h. stjórnar heimilisins og þakkaði þær. Á myndinni eru talið frá vinstri — Marinó Hafstein, læknir heimilisins, Sigríður Jónsdóttir forstöðukona, Guðrún Ásbjörnsdóttir, Friðrikka G. Eyjólfsdóttir, Emil Jónsson og Pétur Sigurðsson. Ferming Ferming í HAGA Barðaströnd, á trinitatis, 10. júní Prestur Þórarinn Þór. Fermd verða: Steinunn Jóna Kristjánsdóttir, Breiðalæk. Gunnar Ingvi Bjarnason, Haga. Hjálmar Ingi Einarsson, Ytri-Múla. Þórður Sveinsson, Innri-Múla. Lítrar en ekki tonn SLÆM villa slæddist inn í frétt á baksíðu í gær um olíukaup skut- togara erlendis. Þar stóð að minni skuttogararnir tækju oft 80 þús- und tonn af gasoliu en átti auðvit- að að vera 80 þúsund lítrar. Hvad kostar að hita íbúðarhús- Hámarksafli Belga minnkar úr 6.500 tonnum í 5.000 Hlutfall þorsks ekki yfír 15% BREYTINGAR hafa nú verið gerðar á samkomulagi þvf, sem gert var árið 1975 um veiði- heimildir belgískra togara á til- teknum svæðum hér við land og skiptust utanríkisráðherra Belgíu og sendiherra íslands í Brussel á orðsendingum þess efnis hinn 17. maí sl. Leyfilegur hámarksafli Belga minnkar úr 6.500 tonnum í 5.000 tonn og engar þorskveiðar eru heimilað- ar. Hlutfall þorsks í afla má ekki fara yfir 15 prósent, sem er sama hámarkstala og gildir í þorsk- veiðibanni íslenskra skipa. Átta belgískir togarar hafa nú heimild til veiða á Islandsmiðum, en þeir voru alls tólf við gerð samkomu- lagsins 1975, að því er segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. 1977 — Idi Amin, forseti Uganda, hverfur. 1972 — Hörðustu loftárásir Bandaríkjamanna á Norður-Víet- nam í fjögur ár. 1971 — Endanlegt samkomulag um að Bandaríkjamenn skili Japönum Okinawa. 1967 — Nasser forseti segir af sér eftir ósigur Egypta fyrir ísraels- mönnum. 1940 — Norski herinn gefst upp fyrir Þjóðverjum. 1915 — Óeirðir í Moskvu. 1908 — Játvarður VII og Nikulás II funda í ’ jval um Makedóníu- málið. 1896 — Réttindi Rússa í Kóreu viðurkennd samkvæmt samningi við Japani. 1815 — Ráðstefnunni í Vín lýkur. 1800 — Frakkar sigra Austurrík- ismenn í orrustunni um Monte- bello, Ítalíu. 1752 — Lið Frakka í Trichinopoly, Indlandi, gefst upp fyrir Bretum. 1572 — Vilhjálmur af Óraníu gerir innrás í Hollandi frá Þýzka- landi. 1568 — Neró keisari sviptir sig lífi. Afmæli: George Stephenson, Sumarkoma í Meðallandi Dnausum íMeðallandi 8. )ún( NÚ ER hér 19 stiga hiti og kom sumarið með hvíta- sunnu. Það er orðið létt hljóðið í sumarfuglunum, en í maí voru þeir hljóðari, enda voru þá óvenjuleg harðindi, þrálát norðaust- angaddveður og bylur um miðjan mánuð. Víða urðu vanhöld á lömbum, enda eru menn hér ekki vanir slíku tíðarfari um sauðburð. Veturinn var snjóþungur, en hey reyndust nægileg. Þó að sumir hefðu ekki nóg vor.u aðrir vel birgir. Margir eru búnir að sleppa sauðfé og almennt hlýtur fé að verða sleppt úr þessu. - Vilhjálmur. næði með jaróvarma? Gjaldskrár nýrri hitaveitnanna áberandi hæstar Verðlag rafveitna úti á landi er mjög misjafnt. Sumar eru nokkuð lægri en Reykjavík, en aðrar mun hærri. Kemur þar til, að sögn Gunnars Kristinssonar, að marg- ar nýrri hitaveitur eru að greiða niður fjármagnskostnað, erlend lán o.fl. Siglufjörður er með lang- hæsta taxtann, eða kr. 71.602 hvern mínútulítra á ári að meðal- tali 9.668.00 kr. á mánuði. í taxta H.R. er einnig getið um mínútu- lítrakerfið, þó það sé ekki notað, og myndi hver mín.lítri þar kosta kr. 31.272 á ári, eða kr. 2.606 á mánuði. Eigandi 450 rúmmetra húsins tæki mjög líklega þrjá og hálfan lítra, ef hann byggi við það kerfi. Rúmlega 66% af heildarorku til húshitunar á árinu 1977 var jarð- varmi. Þeir staðir á landinu, sem njóta í stærstum mæli jarðvarma til húshitunar, eru Suðvesturland, stór hluti Norðurlands og nokkur hluti Suðurlands. Hver ju veldur 40% verðbólga? Bíll á 5,9 milljarða kr. um aldamótin HAGDEILD Vinnuveitenda- sambands íslands hefur reikn- að út verð á nokkrum nauðsynj- um og vörum miðað við þá verðþróun, að árlega sé 40% verðbólga. Verð á kaffi er nú 620 krónur. Árið 1985 verður verð á sama magni af kaffi 4.668 krónur, 1990 25.107 krónur og aldamótaárið 2000 kostar kaffipakkinn 726.240 krónur. Verð á mjólkurlítra er 152 krónur. Árið 1985 kostar lítrinn 1.145 krónur, árið 1990 6.155 krónur og aldamótaárið 2000 kostar lítrinn 178.048 krónur. Bíll, sem kostar 5 milljónir króna í dag, kostar árið 1985 37 milljónir og 650 þúsund krónur, 1990 kostar slíkur bíll 202 milljónir og 480 þúsund krónur og aldamótaárið 2000 kostar slíkur bíll 5 milljarða 856 milljónir og 700 þúsund krónur. Sólarlandaferð, sem nú kostar 250 þúsund krónur kostar 1985 eina milljón 882 þúsund krónur, 1990 kostar hún 10 milljónir 124 þúsund krónur og aldamótaárið kostar þessi ferð 292 milljónir 839 þúsund krónur. Húsnæði, sem menn greiða 18 milljónir fyrir í dag, mun kqsta 1985 136 milljónir króna. Árið 1990 kostar þetta húsnæði 729 milljónir og aldamótaárið 21 milljarð króna. Bensínlítri, sem nú kostar 256 krónur, kostar 1985 1.928 krónur, árið 1990 kostar hann 10.367 krónur og aldamótaárið 299.865 krónur. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Apena Barcelona Berlín BrUssel Chícago Frankfurt Genf Helsinki Jerúsalem Jóhannesarb. Kaupmannah. Lissabon London Los Angeles Madríd Malaga Mallorca Míami Moskva New York Osló Reykjavfk Rio De Janeíro Róm Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vín 12 skýjaó 18 skýjaó 31 heióskírt 23 lóttskýjað 17 skýjaó 18 skýjaó 26 skýjað 22 skýjaó 20 heióskírt 24 heióskírt 25 skýjað 21 heiðskírt 22 skýjaó 27 heióskírt 14 skýjaó 19 skýjað 30 heióskírt 25 heiðskfrt 25 heiðskírt 29 skýjaó 18 skýjaó 26 skýjaó 26 heióskírt 7 skýjaö 29 heióskfrt 24 skýjaö 30 heióskírt 26 skýjaó 28 skýjaó 17 heiðskírt 28 skýjaó EIGANDI einbýlishúss í Reykjavík og nágrenni, að stærð 450 rúmmetrar — um 115 fermetrar nettó, sem notar jarðvarma til að hita húsið, greiðir mánaðarlega fyrir hitann kr. 99.603.00. Fyrir jarð- varmahitun sams konar húss á Siglufirði er greidd- ur 250.607.00 kr. eða 20.884.00 kr. á mánuði. Skv. upplýsingum Gunnars Kristinssonar hjá Hitaveitu Reykjavíkur er reiknað með, að u.þ.b. 1.86 rúmmetra vatns þurfi til að hita hvern rúmmetra húss. Skv. því er ofangreint reiknað. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur er vatnið mælt í tonnum skv. mæl- ingu og kostar hvert tonn 119 kr. Hjá flestöllum öðrum hitaveitum landsins er vatnið selt í ákveðnu magni, svokölluðum mínútu- lítrum. Þá geta menn valið um, hversu marga lítra þeir taka inn í hús sín á mínútu og greiða síðan samkvæmt því, án tillits til notkunar. Verðlag er þá ákveðið pr. mínútulítra. Þetta gerðist 9. júní brezkur verkfræðingur (1781--1843) — Elizabeth Garrett Anderson, brezkur læknir (1836—1917) — Cole Porter, bandarískt tónskáld (1893—1964) — Otto Nicolai, þýzkt tónskáld (1810-1849) - Robert McNamara, forseti Alþjóðabank- ans (1906---). Andlát: Charles Dickens, rithöf- undur, 1870 — Bevaerbrook lávarður, blaðaútgefandi, 1964. Innlent: Hornsteinn Alþingis- hússins lagður 1880 — Barna- ferming lögleidd 1741 — Enska gufuskipið „Coquette" kemur til að kanna kærur á enska sjómenn 1856 — d. Fuhrmann amtmaður 1733 — „Súlan" í reynsluflugi í Eyjum 1928 — Hrafnkötlumenn laðir 1943 — Danska fræðslu- !a íðuneytinu stefnt í hand- ritamáiiru 1965 — V: -eisnar- flokkar halda velli í Alþing. sn- ingum 1963 — f. Richard :.:k 1897. Orð dagsins: Lækningin við aðdá- un á lávarðadeildinni er að fara og horfa á hana — Walter Bagehot, enskur hagfræðingur (1826-1877).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.