Morgunblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979 1 Hnrgaji Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fróttaatjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla Sími 83033 Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakiö. Slíðrum sverðin — semjum frið Sjaldan, ef nokkru sinni í sögu lýðveldisins, hefur verið dekkra í álinn í þjóðarbúskap Islendinga. Engu er líkara en atburðarás líðandi stundar leggi stein við stein í vegartálma á lífskjaraleið þjóðarinnar. Farmannaverkfallið hefur staðið á annan mánuð með óhjákvæmilegum afleiðingum vegna stöðvunar á flutningi aðfanga til atvinnugreina og afsetningu framleiðslu okkar. Þessar afleiðingar segja til sín í öllum landshlutum og flestum atvinnuþáttum þjóðfélagsins. Verðþróun olíu á heimsmarkaði og óhagstæð verðviðmiðun olíuinnflutnings frá Sovétríkjunum hefur komið sem reiðarslag yfir undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn, og valdið því, að fiskiflotanum hefur verið stefnt til hafnar. Langvarandi stöðvun fiskveiðiflotans og þar með fiskvinnslunn- ar þýðir hrun í íslenzku þjóðfélagi og stefnir þjóðarbúskap okkar, atvinnuöryggi og lífskjörum í bráða hættu. Vorharðindi hafa komið illa niður á landbúnaði, einkum sauðfjárbúskap. Þegar afleiðingar þeirra bætast við þann vanda, sem fyrir er, vegna umframframleiðslu og útflutnings- bóta, sem fyrst og fremst á rætur í langtum örari verðbólguþró- un hér á landi en í markaðslöndum, blæs ekki byrlega fyrir bændum. Ástæða er til að óttast, að afleiðingar leiði til þess að mun fleiri bændur flosni upp en verið hefur á undanförnum árum. í því sambandi er skylt að minna á, að vel flestir þéttbýlisstaðir á íslandi byggja helft atvinnutækifæra og afkomumöguleika á aðliggjandi landbúnaðarhéruðum: úr- vinnslu búvara og verzlunar- og iðnaðarþjónustu við bændur. Verkbann, sem boðað hefur verið til sem mótaðgerð vinnuveitenda vegna verkfalla, getur, ef framkvæmt verður, haft mjög víðtæk áhrif í íslenzku atvinnulífi og stöðvað starfsemi langt út fyrir þann ramma, sem því í fljótu bragði virðist settur. Einstakir starfshópar í atvinnurekstri utan þessa ramma kunna að grípa til „samúðaraðgerða“, er stöðva margs konar fyrirtæki og um leið vinnu annarra starfsmanna þeirra. Keðjuáhrif þessarar aðgerðar, ef til kemur, verða ekki séð fyrir, en skylt er að horfast í augu við afleiðingar hennar sem annarra uppákomna í þjóðfélaginu. Loks verður að nefna það ráðleysi og samstöðuleysi, sem einkennt hefur stjórnarsamstarfið frá upphafi þess. Óttinn við kosningar, og hann einn, heldur ríkisstjórninni saman, en samstaða innan stjórnarliðsins er ekki fyrir hendi, hvorki um eitt né neitt. Við ríkjandi aðstæður er sýndarstjórn af þessu tagi verri en engin, enda er traust þjóðarinnar á stjórninni hið sama og traust stjórnarflokkanna hvers í annars garð. Dæmigerð er sú uppljóstrun Tímans, málgagns forsætisráðherra, í gær, að framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins hafi sent trúnaðar- mönnum sínum herhvöt, þar sem menn eru beðnir að setja sig í stríðsstellingar vegna gliðnunar milli stjórnarflokka. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu er ekki að undra að ugg setji að mönnum. Þessi uggur spannar allt þjóðlífið, er hinn sami í röðum launþega og vinnuveitenda. Forystumenn fyrirtækja og atvinnugreina horfa fram á meiri óvissu um rekstrarafkomu og starfsmöguleika en um langt árabil. Stjórnendur launþegafélaga horfa.fram á samdrátt í atvinnu- rekstri, sem þegar er tekið að gæta, ekki sízt í byggingariðnaði, en getur breiðst út til allra atvinnugreina þjóðfélagsins, ef fram heldur sem horfir. — Samdráttur, að ekki sé talað um langtíma stöðvun í verðmætasköpun í þjóðarbúinu, hlýtur fyrr en síðar að setja sín mörk á lífskjör þjóðarinnar, bæði sem heildar og einstaklinga. Svo langt er gengið að gam'alt óyndisúrræði, landflóttinn, er ekki fátítt umræðuefni meðal almennings í landinu. Við þær aðstæður, sem nú hafa skapast í þjóðfélaginu, felst lítil lækning í bræðravígum. Hrikaleg stéttaátök, nokkurs konar ný Sturlungaöld, verður ekki leið til farsældar. Vandamál verða sjaldan leyst með kröftunum einum, ef hyggindi eru lögð til hliðar. Þvert á móti verður nú að höfða til sáttfýsi þegna og þjóðar; samstarfs skipshafnarinnar, ef skútunni á að bjarga til hafnar. — Víðast í þjóðfélaginu, í hverri starfsstétt, búa öfl sáttfýsi og samstöðu. Það eru þessi öfl sem þarf að virkja til samstöðu og samstarfs. Það er hinn þögli meirihluti þjóðarinnar sem þarf að rísa upp og segja: hingað og ekki lengra — það má leiða okkur fram á hengiflugið, en ekki fram af því. Morgunblaðið hvetur alla góða þjóðfélagsþegna, ábyrga forystumenn launþegasamtaka og vinnuveitenda, öll ábyrg þjóðfélagsöfl, til samstöðu um að leysa þá alvarlegu vá, sem nú ógnar þjóðarbúskap okkar, efnahagslegu sjálfstæði, atvinnu- öryggi og lífskjörum. „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast." A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: Austurríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlauna- hafinn Friedrich A. Hayek, sem er líklega fremsti hugsuður frjálshyggjunnar á tuttugustu öldinni, gaf snemma á þessu ári — áttræður að aldri — út þriðja og síðasta bindi ritsins Frelsis, laga og lagasetningar (Law, Legislation and Liberty, Routledge and Kegan Paul 1979), sem hann hefur unnið að síðustu árin. Mér barst það fyrir skömmu og ætla að segja örfá orð um það í þessari grein, með því að Þjóðviljaritstjór- inn Árni Bergmann hefur þegar ráðizt nokkrum sinnum á það, þótt hann hafi ekki lesið það, heldur aðeins ritdóma í brezkum blöðum („ólyginn sagði mér...“). En rækilegri umsögn um þetta merka rit allt bíður betri tíma. Hayek nefnir þetta bindi: „Stjórnskipulag frjálsra manna" — og má skipta því í þrjá hluta. í fyrsta hlutanum ræðir hann um vanda vestræns fulltrúalýð- ræðis. Hann er sá, að hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar, þingmennirnir eða stjórnmála- mennirnir, sem hafa (og geta ekki haft annað en) endurkjörið að viðmiði, kaupa sér það með aukinni þjónustu ríkisins við þrýstihópana svonefndu. Vald- svið ríkisins þenst þannig út, en valdsvið einstaklingsins dregst saman — þangað til einstakl- ingsfrelsið verður að engu og réttarríkið fellur. Með öðrum orðum útrýmir samkeppni stjórnmálamannanna um at- kvæðin þeirri samkeppni fram- leiðendanna um hylli neytend- Friedrich A. Hayek NÝ BÓK FRIEDRICHS A. HAYEKS anna, sem er forsenda góðra lífskjara. Stjórnmálin útrýma framleiðslunni. Stjórnarfarið í ríki fulltrúalýðræðisins felst í samkomulagi þrýstihópanna um að sinna kröfum hver annars á kostnað ríkisins — það er: alls almennings, þegar til lengdar lætur. Hayek deilir á fulltrúalýðræði í venjulegri, vestrænni mynd þess. Hann er þó Iýðræðissinni og hefur miklar áhyggjur af því, að menn hafni lýðræði vegna galla fulltrúalýðræðis. En hvaða lýðræði velur hann? Hann segir, ?? lýðræði sé bezta tækið, sem menn hafi fundið, til að varð- veita einstaklingsfrelsið. Aðal- kostur lýðræðis er auðvitað sá, að valdsmennirnir missa ríkis- valdið, ef þeir misnota það. Lýðræðið, sem Hayek velur, er þannig ekki ótakmarkað meiri- hlutaræði — sem á sér ekki aðra talsmenn en lýðskrumarana og Árna Bergmann — heldur um- fram allt tæki til að skipta friðsamlega um valdsmenn. En kostur getur verið galli, ef hann er í óhófi. Endurkjörslöng- unin, sem rekur stjórnmála- mennina til þess að fullnægja þörfum almennings, getur líka rekið þá af hinum gullna meðal- vegi einkaframtaks og ríkis- valds, þannig að þeir fullnægi öðrum þörfum þeirra en þeim, sem ríkið á að réttu lagi að fullnægja, brjóti markaðslög- málin, en refsingin fyrir það sé kreppan, sem sé á Vesturlönd- um, þar sem saman fara at- vinnuleysi og verðbólga. Megin- reglan eigi að vera sú, að ríkið fari ekki með vald sitt inn á þau svið, þar sem frjáls samkeppni framleiðenda sé eða geti verið í reynd. í öðrum hluta bókarinnar bendir Hayek á eina lausn þessa vanda fulltrúalýðræðisins, og sneri Árni Bergmann mjög út úr ábendingu hans. Hayek dregur upp mynd af stjórnskipulagi, þar sem framkvæmdarvaldið og lagasetningarvaldið er skilið miklu betur að en er í vestræn- um lýðræðisríkjum. Lagasetn- ingarvaldið verði hjá samkomu, sem setji keppni borgaranna að markmiðum þeirra þær almennu leikreglur, sem lög eru, svo sem hegningarlög. Til þessarar sam- komu verði ekki kjörnir fulltrú- ar flokka eða hagsmunahópa, heidur einstaklingar. Því leggur Hayek til, að árlega kjósi þeir, sem séu 45 ára það árið, nokkra einstaklinga á samkomuna til 15 ára úr hópi jafnaldra sinna, og séu hinir kjörnu aðeins kjör- gengir einu sinni. Samkomu- mennirnir hafi þannig ekki endurkjörið að viðmiði (og reyndar er meðalaldurinn 52 V2 ár, lægri en á flestum þingum lýðræðisríkjanna). En fram- kvæmdarvaldið verði hjá venju- legu þingi og þeirri ríkisstjórn, sem það velji. Það þing taki þær einstöku ákvarðanir, setji ein- stakar reglugerðir og semji fjárlög, sem þingmenn (og ráð- herrar í umboði þeirra) taka nú á tímum, stjórni með öðrum orðum rekstri ríkisins, en vald þess takmarkist bæði af stjórn- arskrá og settum lögum. Til þessa þings verði kjörnir fulltrú- ar flokka í almennum kosning- um með nokkurra ára millibili, en Hayek telur mjög koma til mála, að þeir, sem þiggi laun hjá ríkinu, hafi ekki kosningarrétt til þessa þings — fái ekki að semja við sjálfa sig. Tillögur Hayeks eru óvenju- legar og koma illa við „hina nýju stétt" atvinnustjórnmálamanna og aðstöðubraskara, sem starfar í skriffinnskubákninu og nýtur skömmtunarvalds síns. Hún ótt- ast auðvitað ekkert fremur en aðhald frjálsrar samkeppni, því að hún er sjálf ekki samkeppnis- hæf á markaðnum. Ég er þó ekki viss um, að lausn Hayeks sé heppileg, og held, að einkum verði að reyna að leysa vanda vestræns fulltrúalýðræðis með betri og almennari skilningi á eðlilegri verkaskiptingu ríkis, frjálsra samtaka og einkafram- taks — með gagnbyltingu í hug- myndaheiminum, þannig að ríkisafskiptasinnar séu hraktir úr vígjum sínum með röksemd- um, því að þær eru nægar. Það breytir því þó ekki, að vandinn er mikill og krefst lausnar. I þriðja og siðasta hluta bókarinnar ræðir Hayek um tortímingaröflin, sem séu að verki í hugmyndaheimi vest- rænna manna. Hann segir, að reglur séu ekki annaðhvort sett- ar eða náttúrlegar, heldur einnig þróaðar, þær geti verið hefðir. Menningin hafi orðið til við langa þróun, víxlverkun mann- legra vitunda, samkeppni hug- mynda, sífellda ögun þeirra til- hneiginga, sem fylgja manninum úr dýraríkinu. Oftrú samhyggju- manna (sósíalista) á skipulagn- ingu sé vegna ofmats á mætti einstakra mannshuga og blindr- ar dýrkunar náttúruvísindanna. Menningin skapi eins manns- hugann og hann menninguna. Hayek telur, að einstaklings- frelsið sé skilyrði fyrir fram- þróuninni, en það verði að vera innan takmarka laga og siða — þeirrar menningar, sem orðið hafi til við sífellda samkeppni mannanna um að ná sem beztum árangri. Tveir spámenn tuttug- ustu aldar séu spellvirkjar. Karl Marx skildi ekki þróun markaðs- skipulagsins. Og Sigmund Freud skildi ekki, að menningin fælist í ögun, jafnvel bælingu, tilfinn- inga og tilhneiginga. Sálfræð- ingar, sem vinni í anda Freuds, ætli að frelsa menn frá almennu siðferði, en sleppi reyndar villi- manninum lausum í manninum. (Hayek segir, að sér komi ekki á óvart, að margir afkastamestu hryðjuverkamenn síðustu ára hafi numið félagsfræði eða sál- fræði í háskólum.). Hayek berst gegn hjátrú tutt- ugustu aldarinnar, gegn tilraun samhyggjumanna og hjáfræð- inga til þess að snúa mannkyn- inu af þeirri leið út úr ánauðinni, sem það lagði á fyrir mörgum árþúsundum. Sú barátta er ekki einungis þörf, heldur einnig lífs- nauðsynleg. Hayek gegnir ekki sama hlutverkinu með frjáls- hyggjumönnum og Marx með róttæklingum, hann er ekki spá- maður þeirra, því að þeir, sem eru sjálfstæðir í hugsun, þurfa enga spámenn, heldur umfram allt snjall hagfræðingur og heimspekingur. Og hið nýja og merka þriggja binda rit hans verða allir þeir að lesa, sem hafa áhuga á stjórnmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.