Morgunblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979
21
/
Birgir Isl. Gunnarsson:
r ---------------------
A sundlaugarbarm-
inum í Breiðholti
S.l. þriðjudag lenti ég ásamt
tveimur borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins í dálítið ein-
kennilegu hlutverki. Nokkur fél-
ög, sem starfa meðal íbúa
Breiðholtshverfa höfðu boðað til
fundar við Fjölbrautarskólann
þar efra til að ræða um sund-
laugina, sem þar er í byggingu.
Þessi félög voru: Framfarafélag
Breiðholts, íþróttafélagið Leikn-
ir, Kvenfélagið Fjallkonan, J.C.
Breiðholt, Skátafélagið Haf-
ernir, Nemendafélag Fjölbraut-
arskólans og Félag áhugamanna
um Fjölbrautarskólann.
Áhugasamir
íbúar
Innan þessara félaga starfa
þúsundir Breiðholtsbúa, sem
sýnt hafa málefnum hverfisins
mikinn áhuga og jafnan verið
reiðubúnir að leggja sitt af
mörkum í þágu hverfisins. Sem
dæmi um það má nefna að fyrir
hálfum mánuði síðan stóðu þessi
félög fyrir mikilli hreinsun í
hverfinu og tók mikill mann-
fjöldi þátt í því starfi og tók
hverfið stakkaskiptum við það
átak.
Að undanförnu hafa þessi fél-
ög beitt sér fyrir undirskriftar-
söfnun, þar sem mótmælt er
frestun á byggingu útisundlaug-
ar við Fjölbrautarskólann.
Nokkur þúsund manns hafa rit-
að undir mótmælaskjal þetta.
Öllum borgarfulltrúm var boðið
að sækja fund þennan, enda
upplýst í fundarboði að afhenda
ætti fulltrúum borgarstjórnar
þessi gögn.
Vinstri menn
létu ekki
sjá sig
Sól skein í heiði þennan dag og
allar aðstæður því í bezta lagi
fyrir smá uppákomu á sundlaug-
arbarminum. Allmargt fólk var
þarna samankomið, þ.á m.
forystumenn ofangreindra fél-
aga. Biðu menn nú spenntir eftir
því, að einhverjir af þeim, sem
ábyrgð bera á stjórn borgarinn-
ar kæmu til að ræða við þessa
fulltrúa íbúa hverfisins.
Þá brá svo við að enginn
þeirra lét sjá sig. Við borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lentum því í því einkennilega
hlutverki að taka við þessum
gögnum fyrir hönd vinstri meiri-
hlutans og koma þeim til skila.
Það gerðum við með glöðu geði,
enda ávallt haft gott samstarf
við þetta fólk í Breiðholtshverf-
unum á síðasta kjörtímabili.
Fyrirheitin
um samráð
hafa gleymst
Ekki efast ég um að í mörg
horn er að líta varðandi stjórn
borgarmála hjá þeim vinstri
mönnum, en óneitanlega rifjast
upp fögur fyrirheit fyrir borgar-
stjórnarkosningar um nauðsyn-
samráðs við Reykvíkinga. Þessi
fyrirheit fengu farveg inn í
samstarfssamning flokkanna,
sem kynntur var borgarbúum
eftir kosningar, með þessum
orðum: „Flokkarnir munu beita
sér fyrir því að borgaryfirvöld
hafi samráð og samvinnu við
borgarbúa og starfsfólk borgar-
innar".
Þessi góðu orð gufuðu upp eins
og dögg fyrir sólu á sundlaug-
arbarminum í Breiðholti þennan
fagra júnídag fyrr í vikunni.
Hvað með
sundlaugina?
En hvað með þessa sundlaug,
sem íbúarnir hafa svo mikinn
áhuga á? Það var fyrir löngu
ljóst, að nauðsynlegt væri að
koma upp sundlaug í Breið-
holtshverfum, enda hverfin fjöl-
menn og langt að fara i næstu
laug. Því var á sínum tíma
ákveðið að byggja tvær sund-
laugar við Fjölbrautaskólann,
aðra innilaug fyrir kennslu, en
hina útilaug 12,5x25 m, sem gæti
verið almenn hverfislaug.
Innilaugin ásamt böðum og
búningskiefum var tekin í notk-
un í janúar 1977, en vonir stóðu
þá til að hægt yrði að taka
útilaugina í notkun á miðju ári
1978. Við endurskoðun fjárhags-
áætlunar á miðju ári 1977 var
dregið nokkuð úr fjárveitingum,
en þó talið að unnt yrði að taka
iaugina í notkun í árslok 1978.
Voru fjárveitingar í fjárhags-
áætlun 1978 við það miðaðar.
Fyrst eftir
2-3 ár
Eftir borgarstjórnarkosningar
á s.l. vori var fjárhagsáætlun
tekin til endurskoðunar og þá
dregið úr fjárveitingum til laug-
arinnar og við samþykkt fjár-
hagsáætlunar fyrir þetta ár voru
fjárveitingar ekki meiri en svo,
að nú er stefnt að því að ljúka
framkvæmdum fyrst á miðju ári
1982 með möguleikum á að taka
laugina þó í notkun í árslok 1981.
Þessum mikla drætti voru
íbúar Breiðholtshverfa að mót-
mæla og er það skiljanlegt að
íbúar hverfisins telji það of
langt að þurfa að bíða í 2—3 ár
enn eftir því að fá laugina í
notkun.
Af hverju ekki hægri st jórn
eftir hægri sigur í Finnlandi?
DAGINN eftir að ný meirihlut-
astjórn var mynduð í kjölfar
kosninganna í Finnlandi var leið-
ari í Dagens nyheter þar sem því
er meðal annars haldið fram að
langar og strángar stjórnarmynd-
unarviðræður hafi meðal annars
miðað að því að koma í veg fyrir
þátttöku hægri flokksins, Sam-
lingspartiet, í stjórninni, þrátt
fyrir að flokkurinn væri óumdeil-
anlegur sigurvegari kosninganna í
marz s.l. Leiðtogum Samlingsp-
artiet var raunar falið að reyna
Mauno Koivisto, forsætisráð-
herra finnsku stjórnarinnar.
fyrst stjórnarmyndun, en enginn
virðist hafa gert ráð fyrir því að af
stjórnarmyndun þess flokks gæti
orðið. Erlendis, segir Dagens nyh-
eter, telja flestir að ástæðan fyrir
þessu sé sú, að hvorki Kekkonen
forseti né Sovétstjórnin gætu fa-
llizt á stjórnarmyndun þessa
flokks. I Finnlandi halda þó marg-
ir því fram að ástæðan sé sú að
borgaraflokkarnir séu svo sund-
urleitir að samsteypustjórn
finnsku borgaraflokkanna sé útil-
okuö. Hvort sjónarmiðið sem er á
nokkurn rétt á sér.
Kosningaúrlist hljóta þó að
einhverju leyti að endurspeglast í
því hvernig stjórn er mynduð.
Þess vegna hafa borgaraflokkarn-
ir, samkvæmt þeirri hefð, sem
skapazt hefur á síðasta áratug,
fengið meirihluta ráðherraemþ-
ætta í þeirri samsteypustjórn
mið- og vinstriflokka, sem nú
hefur verið mynduð. Kalevi Sorsa,
formaður jafnaðarmannaflokk-
sins og fyrrum forsætisráðherra,
á ekki sæti í stjórninni, en í hans
stað er kominn Mauno Koivisto,
seðlabankastjóri. Koivisto er
jafnaðarmaður, sem hann nýtu
mjög mikilla vinsælda meðal
almennings, og raunar má segja
að hann sé á sama hátt og
Kekkonen forseti hafinn yfir
stjórnmálaflokka.
Dagens nyheter telur ástæðu til
að gefa sérstakan gaum tveimur
ungum ráðherrum, þeim Paavo
Váyrynen úr Miðflokknum, sem er
32 ára að aldri, og Ulf Sundkvist,
34 ára úr Jafnaðarmannflokknum,
en báðir hafa verulega stjórn-
málareynslu þótt ungir séu. Dag-
ens Nyheter vekur á því athygli að
menn þurfi helzt að vera annað
hvort mjög ungir eða mjög aldrað-
ir til að hljóta frama í finnskum
stjórnmálum.
Dagens Nyheter telur ástæðu
til að hafa áhyggjur af því að
Koivisto kunni fremur að reynast
istöðulaus en þessir ungu menn,
og bendir á að í fyrri forsætisr-
áðherratíð sinni, á síðasta áratug,
hafi Koivisto átt það til að tvístíga
nokkuð. Hins vegar bendir blaöið
á að Koivisto hafi ótvírætt sýnt af
sér röggsemi í seðlabankastjór-
aembættinu.
Þrátt fyrir það að Samlingsp-
artiet sé utan stjórnar telur Dag-
ens nytheter að flokkurinn muni
hafa veruleg óbein áhrif á störf og
stefnu nýju stjórnarinnar, enda sé
ástæðan fyrir því að Frjálslyndi
flokkurinn hafi á síðustu stundu
hætt við þátttöku í stjórninni án
efa verið ótti við að skilja Sam-
lingspartiet einn eftir utan
stjórnar og gefa flokknum þannig
kost á að auka fylgi sitt um of.
Þá segir að lokum: Sjaldan
hefur svo marga utan lands og
innan með hinar ólíkustu skoðan-
ir, langað til að sjá íhaldssaman
flokk taka þátt í ríkisstjórn í
Finnlandi og nú. Ekki leikur vafi á
því að þingræði og lýðræði í
Finnlandi bíða tjón af því að
kosningaúrslit skuli ekki fá að
hafa beinni áhrif á stjórnarmynd-
unina.
Þegar eftir kosningarnar í marz
var rætt um möguleika á víðtæku
stjórnarsamstarfi, með þátttöku
bæði Samlingspartiet og kommún-
ista. Sá valkostur ætti að koma
mjög til greina næst og ráðherr-
astólar í Finnlandi koma til skipt-
anna.
Kekkonen forseti í „vináttuheimsókn" í Moskvu fyrir nokkrum árum.