Morgunblaðið - 09.06.1979, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979
Skála-
túns-
heimilið
25 ára
í tilefni af því að 25 ár eru liðin
frá því að Skálatúnsheimilið í
Mosfellssveit tók til starfa hélt
stjórn heimilisins 26. maí kaffi-
samsæti fyrir velunnara þess og
aðra gesti. Sátu það m.a. heil-
brigðis og félagsmálaráðherra,
Magnús H. Magnússon og frú,
formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar, frú Margrét
Magnúsdóttir, Jón Guðmundsson
oddviti og frú og Jón Gunnlaugs-
son, aðalstofnandi heimiiisins,
þáverandi stjórnarráðsfulltrúi,
en með honum sem stofnendur
voru nokkrir templarar í Um-
dæmisstúkunni nr. 1. Árið 1960
gerðist Styrktarfélag vangefinna
eignar- og rekstraraðili að
heimilinu, (sem er sjáifseignar-
stofnun) ásamt Umdæmisstúk-
unni. Tilnefnir hvor aðili tvo
menn í stjórn, en landlæknir
oddamann.
Fyrstu árin voru ákaflega erfið,
en með tilkomu Styrktarsjóðs
vangefinna og daggjöldum heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins léttist róðurinn til upp-
byggingar á staðnum og með
daglegan rekstur. Hvorugt hefði
þó heppnast eins og raun er á
orðin, ef heimilið hefði ekki átt
marga og fórnfúsa velunnara.
Síðan árið 1960 hafa bygginga-
framkvæmdir verið s.a.s. stöðugt í
gangi, þó með misjafnlega miklum
hraða. Nú eru þar tvö vistmanna-
hús, annað er hið upprunalega,
lagfært 1968—’69, hið síðara
byggt 1963—’67, ennfremur hafa
verið byggð tvö starfsmannahús,
byggð 1961—’63 og 1971-’73, og
loks vinnu- og þjálfunarhús, reist
1978—’79. Þá var komið upp gróð-
urhúsi fyrir heimilið 1975—’76, og
myndarlegur búrekstur er á
staönum. Nokkrir aðstandendur
vistmanna reistu og gáfu heimil-
inu vandaða og fallega sundlaug,
sem er vistmönnum til mikillar
ánægju og heilsubótar allan árs-
ins hring.
Tannlæknastofu hefur nýlega
verið komið upp með fullkomnum
búnaði, sem Lionsmenn hafa gef-
ið.
Ymsir aðrir velunnarar
heimilisins hafa hjálpað til með
lagfæringu á lóð, myndun leik-
valla, fegrun híbýla vistmanna og
gefið margvísleg tæki þeim til
skemmtunar.
Nú dveljast að Skálatúni 57
vistmenn, voru í upphafi 17. Þeir
eru á aldrinum 5—51 árs, af
báðum kynjum og af öllum stigum
þroskaheftunar. Heimilinu er
skipt eftir þroska vistmanna í
þrjár vistir og í hverri fyrir sig
búa bæði piltar og stúlkur.
Reynt er með stöðugri kennslu
og þjálfun í skóla og á heimilis-
einingum að gera vistmenn eins
sjálfbjarga og unnt er, þ.e. að
halda sér þurrum og hreinum,
klæðast sjálfir, matast hjálpar-
laust o.s.frv.
Daglega koma 46 manns til
þjálfunar og kennslu í hið nýja
vinnu- og þjálfunarhús. Um þenn-
an þátt starfsins sjá 16 manns.
Vinnustofur og skóli starfa frá
9—15 virka daga. Er reynt að raða
nemendum í hópa eftir getu og
þroska, en veitt er einstaklings-
meðferð eftir því, sem hægt er.
Talkennari veitir talkennslu og
sumir nemendur fá bóklega
kennslu, m.a. í meðferð peninga.
Handavinnukennsla er ríkur þátt-
ur í starfinu og smíðakennsla
hefur verið frá s.l. hausti. í vinnu-
stofu eru unnin ýmis verkefni
fyrir fyrirtæki. Þá hefur kennsla í
matreiðslu einnig verið nokkur.
Ástand þriggja vistmanna er
það slæmt, að þeir verða að fá alla
þjálfun og aðhlynningu á sinni
heimiliseiningu.
■Átta manns fara daglega til
Reykjavíkur í skóla og vinnu og
haf verið þjálfaðir sérstaklega til
að ferðast sjálfbjarga með
almenningsvögnum.
Á sumrum er reynt að njóta
útivistar, garðrækt stunduð, lóð
hirt, farið í leiki, gönguferðir og
sund og ferðir farnar í bæinn og í
stuttar ferðir og langar út á land,
og hver vistmaður fær einnar viku
sumardvöl í sumarbústað Styrkt-
arfélags vangefinna.
Reynt er að glæða líf hvers
einstaklings þeirri fyllingu, sem
auðið er, og unnið er að því að
opna þeim, sem til þess hafa getu,
leið úr Skálatúni út í þjóðfélagið.
í áður nefndu samsæti afhenti
Magnús Kristinsson og dætur
hans, Ágústa Kristín og Soffía,
heimilinu mjög fagra höggmynd,
„Samspil", sem Helgi Gíslason,
myndhöggvari gerði. Stendur hún
við aðalinngang í nýrra vist-
mannahúsið. Einnig bárust
heimilinu góðar peningagjafir.
Stjórn undanfarin ár hafa skip-
að: Frú Helga Hobbs og Páll
Kolbeins, fv. aðalgjaldkeri, til-
nefnd af templurum, Magnús
Kristinsson forstjóri og Vilhjálm-
ur Árnason hrl., tilnefndir af
Styrktarfélagi vangefinna, og Jón
Sigurðsson, fv. borgarlæknir, til-
nefndur af landlækni, formaður.
Forstöðumaður er Einar Hólm
Olafsson yfirkennari.
Við afhendingu höggmyndar Heiga Gíslasonar mynd-
höggvara, „Samspil“. Frá vinstri: Páll Kolbeins stjórar-
maður, Jón Sigurðsson stjórnarformaður, frú Ágústa
Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Jónsson eiginmaður henn-
ar, frú Soffía Magnúsdóttir. Einar Hólm Ólafsson forstöðu-
maður og Magnús Kristinsson stjórnarmaður, sem ásamt
dætrum sínum gaf höggmyndina.
Við vefnað í vinnu og þjálfunarhúsi.
Ilandavinna.
Eitt af herbergjum vistmanna,
radauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar
kennsla bátar — skip veiöi
Framhaldsnám á Sauðárkróki Á komandi vetri verður kennsla á eftirtöldum námsbrautum viö framhaldsdeildirnar á Sauðárkróki: 1. ár Almennt bóknám Viðskiptabraut Uppeldisbraut Heilsugæslubraut 2. ár Viðskiptabraut Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Gagn- fræöaskólans, Friðrik Margeirsson, í síma 95-5219. e. . .. Skolanefndm. Skip til sölu 6 — 7 — 8 — 9—10—11 — 12—15 — 17 _ 26 — 29 — 30 — 45 — 53 — 55 — 61 — 62 — 64 — 65 — 66 — 81 — 85 — 86 — 87 — 88 — 92 — 120 — 140 — 230 tn. Einnig opnir bátar af ýmsum stærðum. Aðalskipasalan Vesturgötu 17 símar 26560 og 28888 Heimasími 51119. Mjgggp Ásgarðsveiöar SVTR 1 Sogi Stangaveiöifélag Reykjavíkur hefur tekiö á leigu nýtt veiðisvæði fyrir félagsmenn sína, sem er Sogiö, fyrir landi Ásgarös. Veiöitími 21.6.—20.9. 1979. Stangir eru þrjár og verða seldar saman. Veiðihús er við ána. Umsóknir um veiðileyfi berist skrifstofu SVFR aö Háaleitisbraut 68 (Austurveri) fyrir 16. júní. Stanga veiðifélag Reykja víkur.