Morgunblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 27 Hrossagaukur Pétur Pétursson þulur — Hveragerðispistill: Unaðsgaukur og dægurfluga Unaðsgaukurinn hefir ekki gert það endasleppt við okkur í dag. Það er tæpast að ég hafi tölu á því hve oft hann hefir hneggjað í austri á þessum blessaða sólskins- degi. Og meðan hann hefir steypt sér úr háalofti í glæfralegum loftfimleikum sínum líkt og hol- lensku flugmennirnir í Vatnsmýr- inni í æfingaflugi sínu, sællar minningar, þá naut hann dyggi- legrar aðstoðar spóans, sem lang- vall guðspjall sitt um að einmitt nú væri úti vetrarþraut. Og fyrr en nokkurn varði var dúett hrossagauks og spóa orðinn að kammertríói, því einnig lóan hafði sitt að ieggja til málanna og vildi bleyta dáldið í þeim bræðrum og söng sitt spítý, spítý hvað sem leið veðurfræði og háloftabelgjum vindfræðinga og spákortum þeirra. Svo bættist maríuerlan í hóp söngfugla. Hún settist sekúndubrot á húsburstina og skalf eins og leikari á frumsýn- ingu, sem á að segja já í fyrsta þætti og nei í lokaþættinum. Eða var það kannski öfugt. Mér er nær að halda að hvorugt okkar hafi vitað það. Þar af kom skjálftinn — og öryggisleysið. Maríuerla, eða máríátla heitir þessi undurfagri örsmái fugl. Smágerð silfursmíð skaparans með hverja taug þanda og eggin smá eins og títuprjóns- hausar í skotthúfu. í fuglabók þykist ég einhverntíma hafa orðið þess vísari að bæði Danir og Bretar eigi sér gleggri lýsingu á hegðan hennar. Vipstjært segja Danir og höfða þá til óróans er einkennir hætti hennar. Hún veif- ar löngu stéli í sífellu. Það nefna Bretar Wagtail. En það var gaukurinn sem þandi væng sinn í austri og lék listir sínar í grennd við sólbaðs- skýlið í Hveragerði sem vakti okkur með glöðu hjali sínu. Hneggjar loft af hrossagauki, sagði Sveinbjörn Egilsson á sinni tíð og enn eru þau orð í fullu gildi. Hrossagaukurinn hlýtur að eiga sér dvalarstað í grennd við lækinn er skilur lönd milli Ölfusborga og Heilsuhælis náttúrulækninga- manna. Svíar kenna hann líka við lind og læki, báckasin. Þannig söng Bellmann sjálfur lífsnautna- maðurinn og lútuspilarinn um hrossagaukinn. En sá söngfugl er hann var sjálfur hefði hann átt að láta sér nægja að hlýða á gaukinn gala í austri. Varð sælkerinn söngvaranum ofjarl, svo að Bell- mann varð söngbróður sínum einskonar nágaukur í norðri. „Ný- skotinn hrossagauk" syngur hann um í ljóði sínu og lagi: Hvila vid denna Kálla vár lilla frukost vi framstálla, rött vin och pi pinella och en nyskjuten báckasin. Bellman syngur um áningar- staðinn þar sem hvíldin bíður hans og dúkað morgunverðarborð: Kálla segja Svíarnir. Lind mun það þýða. Eldri merking mun þó vera kelda. Þá merkingu höfum við enn í ölkeldu. Og ekki má gleyma Keldum á Rangárvöllum, þeim sagnfræga stað. Skálinn frá þjóðveldisöld er þess virði að hann sé heimsóttur. Og tær lind rennur þar um túnfótinn. Það vissi líka Jón Ólafsson alþingismaður þeirra Rangæinga. Því nefni ég hann hér, að hann kemur ævin- lega í hug minn þá er mér verður hugsað til Keldna á Rangárvöll- um. Þeir báðir, Jón og Bellman. Við geymum að ræða um Jón þar til síðar. Það fer ekki milli mála, að Bellman hefir valið sér hrossa- gaukinn til morgunverðar. Og svo ætlar hann að skola niður herleg- heitunum með rauðvíni. Enginn vafi er á því að íslenskir Hafnarstúdentar hafa sungið ljóð Bellmans um hrossagauks- morgunverðinn og tilheyrandi rauðvínsdrykkju. Sjálfur braut- ryðjandi íslenskra skáldsagna seinni alda, Jón Thoroddsen, hefir raulað lag Bellmans fyrir munni sér og sett við það texta. En fjarri er sagna- og ljóðskáldi er lofsöng sveitasælu „í fögrum dal með fjallabláum straumi ég fríða meyju leit í sætum draumi" að vekja lesendur ljóða sinna með þess háttar rúmruski að bera þeim steiktan, nýskotinn hrossagauk í morgunverð. í þess stað gæti frómur lesandi freistast til þess að halda að Álafoss, Ullarverksmiðjan Fram- tíðin eða Gefjun hafi efnt til verð- launasamkeppni um spuna- ljóð, ef tíminn sjálfur útilokad ekki þá skýringu. Að vísu kynni av- gæta áhrifa Grétu við rokkinn á innihald ljóðsins, ef frá er talinn tregablær þess ljóðs. Jón Thorodd- sen kveður: „Ur þeli þráð að spinna, mér þykir næsta indæl vinna, ég enga iðn kann finna sem öllu betur skemmtir mér.“ Og er ekki eins og andi Máls og menn- ingar, Helgafells eða Almenna bókafélagsins svífi yfir vötnum í framhaldinu: „Og kvæðakver, í skauti skikkju minnar æ opið er.“ I ljóðalok fer líka þannig að skáldið yfirbugar rokkadreiarann velkominn hvort sem við nefnum hann hrossagauk eða mýrissnípu eða jafnvel mýrispýtu, eins og stundum hendir. Stélfjaðrahnegg hans er ævinlega jafn kærkomið innlegg í sumarsinfóníu sólskins- daganna. Að hugsa sér. Nú höfum við hlustað á morgunkonsert fugl- anna. Ótal tegúndir hafa fallið inn í hljómkviðuna og impróviserað í Es-dúr eins og Bjarni Böðvars sagði á torginu 17. júní þegar allar nótur voru foknar út í veður og vind og helmingur hljóðfæraleik- ara horfinn á vit áheyrenda með falsettusöng og flöskuspil í nær- liggjandi húsasundum. En hvar eru flugurnar? Ekki ein einasta fluga hefir látið til sín heyra. Ég tek ekkert mark á því þótt mér sé sagt að sumarið sé komið. Komi allir fuglar himins, láðs og lofts og lagar. Ég tek mátulega mark á þeim ef flugurnar taka ekki undir með suði sínu og framhaldi á næstu blaðsíðu. En hvað skeður? Naumast hefi ég sleppt orðinu en þessi líka dægilega fluga birtist og sest á fótlegg og uppbyrjar sína náttúruskoðun. Nú vantar bara Óskar Ingimarsson til þess að þýða textann er hún suðar meðan hún fetar sig lestagang sinn um frumskóg háranna á þrútnum gangvöðva kálfans. Kannski það sé ljóð Einars Benediktssonar: Líð unaðsdagur hægt og kenn mér kyrrð. í stað þess að slæma til hennar hendi, eins og ég hefði trúlega gert ef lengra hefði verið Iiðið á sumar heilsa ég henni með glöðum ávarpsorðum: Komdu fagnandi. Þótt aðrir biðji þig aldrei þrífast fari um þig niðrandi orðum, eða nefni þig dægurflugu þá skal þér heilsað með rausn og reverensíu. Þú ert hinn sanni sumarboði. Suðaðu nú fyrir mig sólskins- söngva þína og berðu blómkrón- um kveðju. Það eru hvort sem er þær einu krónur sem standast skráningu og falla aldrei úr gildi. Jón Thoroddsen Carl Michael Bellmann þrátt fyrir tilraun til þess að sameina hið nytsama og þægilega, iðju og ánægju. „Því verð ég brátt að sinna, rokkurinn meðan suðar sér.“ Við hér á frostköldu Fróni ætlum ekki að láta slíkt hneyksli viðgangast. Að éta sjálfan sumar- boðann !!! Því skal hann boðinn og U 6 I og dásemdir Rínaiúals Dusseldorf stendur viö eina af þjóöbrautum Þýskalands-ána Rín. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruö Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem feröamaöur þræöir á leiö sinni. Þar er t. d. Köln, sú sögufræga borg sem kölluö hefur veriö drottning Rínar. Skoöunarferöir meö fljótabátum Rínareru stundir sem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallarmenningararfleiföar, og feguröin heillar líkt og Lorelei foröum. DÚSSELDORF-EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.