Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 30

Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 + Eiginmaöur minn, ALEXANDERMAGNÚSSON, Faxabraut 1, Keflavík, lézt á heimili sínu 7. júní. F.h. barna tengdabarna og barnabarna, Olatía Haraldsdóttir. t Frú HILDUR BLÖNDAL ekkja dr. Sigfúsar Blöndal er látin. Fyrir hönd fjöiskyldunnar, vjctoría B|öndaL Eiginmaöur minn og faöir, SÍMON SÍMONARSON Austurbrún 6, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju mánud. 11. júní kl. 3 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands. F.h. vandamanna, Guðmundína Friðriksdóttir, Björgvin Símonarson. t Móöir mín, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍDUR JÓHANNA ÞORKELSDÓTTIR, Blönduhlíð 3, er lézt þ. 31. maí s.l. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 11. júní kl. 13.30. F.h. vandamanna, Guðríður Axelsdóttir, Friörik Kárason, barnabörn og systkini. Konan mín, VILBORG ÞÓRARINSDÓTTIR, Flókagötu 1, Hafnarfirði, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram. Siguröur L. Eiríksson. + Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB EINARSSON, bólstrari, Hátúni 8, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 11. júní kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Ingvi Br. Jakobsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Hólmfríöur Jakobsdóttir, Þorsteinn S. Jónsson, Sveinn H. Jakobsson, Margrét Jónsdóttir, Þórdís Baldvinsdóttir, Einar Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum sýnda samúð vegna andláts og útfarar, PÁLS GEIRS ÞORBERGSSONAR Anna Árnadóttir Bergur P. Jónsson Árni Pálsson Rósa Björk Þorbjarnardóttir Bjarni Pálsson Valborg Þorleifsdóttir + Innilegar þakkir fyrir ómetanlegan hlýhug og hluttekningu, vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, HALLGRÍMS TH. BJÖRNSSONAR. Lóa Þorkelsdóttir, Heiðar Þ. Hallgrímsson, Halldóra M. Halldórsdóttir, Björn Ól. Hallgrímsson, Helga M. Bjárnadóttir. + Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og sonar, HELGA SIGURÐAR PÁLSSONAR, lögreglubjóns, Hjarðarhóli 2, Húsavík. Sérstakar þakkir færum við Lionsklúbbi Húsavíkur. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Hólmgrímsdóttír, Ingibjörg S. Helgadóttir, Atli B. Unnsteinsson, Páll Helgason (yngri), Svanhvít Helgadóttir, Elfa Huld Helgadóttir, Hólmfríður Soffía Helgadóttir, Hólmgrímur Helgason, Helga Dóra Helgadóttir, Páll Helgason (eldrí). VUhebmm Baldvinsdölt- ir Túni—Minningarorð Að morgni annars hvítasunnu- dags síðastliðinn lést á heimili sínu í Innri-Njarðvík frú Vilhelm- ína Baldvinsdóttir, ekkja Kristins Pálssonar verkstjóra. Útför henn- ar verður gerð frá Innri-Njarðvík- urkirkju kl. 2 í dag. Vilhelmína var fædd að Stóru-Hámundar- stöðum á Árskóksströnd 24. sept- ember 1899. Foreldrar hennar voru hjónin Snjólaug Þorsteins- dóttir og Baldvin Þorvaldsson, er þar bjuggu. Var Vilhelmína eitt af 12 börnum foreldra sinna, 10 þeirra komust upp til fullorðins aldurs, eru nú tvær systur eftir hér lifandi, Svanbjörg, búsett á Akureyri og Hanna, búsett í Hrísey. Ung að árum hinn 1. október 1925, giftist Vilhelmína Kristni Pálssyni, ættuðum frá Borgar- gerði í Grýtubakkahreppi. Bjuggu þau hjón um 20 ára skeið í Hrísey. Þar eignuðust þau tvö börn, dóttur er hét Margrét Þorbjörg, hún dó tæplega eins árs að aldri og soninn Pál er síðan hefur verið þeirra einkabarn. Árið 1945 flytjast þau Kristinn og Vilhelmína suður í Innri-Njarðvík með fjölskyldu sína er þá var, auk þeirra hjóna, Páll, einkasonurinn og kærasta hans, Sigrún Óladóttir frá Grímsey. Fóru þau að búa í húsi því er þá hét Tún, seinna Njarðvíkurbraut 32. Þar hefur fjölskyldan alla tíð búið. Þar hjá góðum syni og góðri tengdadóttur meðal elskulegra barnabarna og barna þeirra dóu þau sæmdar- hjónin með 16 vikna millibili, bæði á helgum dögum, Kristinn á sunnudagskvöldi hinn 11. febrúar s.l. og Vilhelmína að morgni annars hvítasunnudags s.l. í góðra vina höndum til hins síðasta, við frábæra umhyggju og aðbúð hjá syni, tengdadóttur og barnabörn- um. Þegar fjölskyldan var sest að í byggðarlaginu, kom fljótt í ljós hver hún var. Hér var á ferð fólk sem vildi vera fólk síns staðar og félagar þeirra sem þar bjuggu til alls þess sem best mátti vera. Reis þar hátt velvild og umhyggja fyrir kirkjunni okkar og allri hennar starfsemi. Hefur svo verið alla tíð síðan. Það er margs góðs að minnast þegar þessi elskulega gæða- og sómakona hún Villa í Túni, eins og vinir hennar kölluðu hana, er kvödd hinstu kveðju. Hvar sem hún var, heima eða að heiman, var hún hin sama glað- lynda og bjartsýna kona, er fagn- aði innilega öllu því sem til bóta horfði og þegar eitthvað átti að gera á vegum kirkjunnar, voru þau hjón óspör á sitt framlag, meðan getan leyfði. Svo til strax eftir að Vilhelmína kom í hverfið, gerðist hún söngfé- lagi í kirkjukórnum, þar var hún sannarlega af lífi og sál góður félagi í heilan aldarfjórðung og söng þar alt-rödd við hlið söng- systra sinna. Var kirkjusöngurinn hennar yndi, er ljómaði upp sál hennar og mál, við þá Guðstrú, er hún fékk í vöggugjöf og var hennar helgidómur alla tíð. Vilhelmína var í sóknarnefnd kirkjunnar nokkuð á fjórtánda ár. Þar var hún söm við sig til alls hins besta, og margar voru þær ferðirnar er hún fór með vinkon- um og starfssystrum sínum í sóknarnefndinni til að hreinsa og fegra kirkjuna, brosandi fór hún þangað og brosandi kom hún heim aftur. Núverandi sóknarnefnd færir hinni látnu heiðurskonu innilegar þakkir fyrir allt hennar mikla og óeigingjarna starf og framlag til kirkjunnar okkar. Bygging safn- aðarheimilis kirkjunnar var Vil- helmínu mikið áhugamál. Þar lagði hún til ásamt fjölskyldu sinni allt sem bezt hún gat, bæði í orði og verki. Var það henni mikill fögnuður er það hús reis af grunni. — Og þá ekki síður er þar var hægt að koma saman til mannfunda og fagnaðar. — Þegar Systrafél. Innri Njarðvíkurkirkju var stofnað var Vilhelmína einn af stofnendum þess. Fylgdi jafnan hugur máli hjá henni sem og á öðrum vettvangi kirkjustarfsins. Eftir að Vilhelmína komst ekki hjálparlaust um, var hugurinn enn óbugaður og hún brennandi af áhuga á að fylgjast með öllu sem gerðist. Hugurinn bar hana hálfa leið. En á móti komu hennar nánustu ættingjar og vinir til að styðja og leiða, því í kirkjuna sína vildi Vilhelmína fara ef nokkur tök voru á, þegar eitthvað var þar um að vera. Sama máli gegndi er um var að ræða einhvern mann- fagnað í safnaðarheimilinu hjá okkur. Það var gott að koma á heimili þeirra Villu og Kristins í Túni. Gestrisnin og góðvildin fóru þar saman. Eins var gott að fá þau í heimsókn, þegar það var hægt. Oft á árunum áður, kom Villa að Hvoli með sínum göngufélögum. Var þá einatt gert að gamni og mikið hlegið. Á síðustu árum þegar heilsa leyfði ekki lengur, fór það af sem annað, er áður var gott, en minningarnar geyma gullið. Mörg síðustu árin var Vilhelm- ína meira og minna vanheil og þau allra síðustu þurfti hún á góðri hjálp að halda, er hún fékk í ríkum mæli, sem áður segir frá og meðan að tungan mátti mæla, var hugurinn ávallt hinn sami og þótt hold væri horfið var brosið hennar sem áður. Eg vil þakka minni kæru vin- konu og starfssystur Vilhelmínu fyrir alla hennar góðvild, bjart- sýni og uppörvun er hún veitti mér þegar mest á reyndi og allra minnst var til af veraldarauði til framkvæmda, lagfæringar og fegrunar á kirkjunni. Þá var hún sannur sólargeisli, er gaf styrk og lýsti fram á veginn. Eins vil ég þakka alla hennar tryggð og vináttu við konu mína frá fyrstu tíð, fjölskyldu okkar, foreldra minna og systra, hjartans þakkir. Blessuð sé minning hinnar mætu konu. Á landi Guðs lifenda lifi hún sæl. Innilegar samúðar- og blessun- arkveðjur til ættingja hennar og vina. Guðmundur A. Finnbogason. Minning: Stefán Jens Sig- urðsson—Sverrir Jón Magnússon Stefán Jens Fæddur 1. október 1963 Dáinn 20. maí 1979 Sverrir Jón Fæddur 21. desember 1963 Dáinn 2. júní 1979. Stórt þykir okkur nú höggvið skarð í einn og sama árgang ungra Keflvíkinga. I dag kveðjum við þriðja piltinn fæddan árið 1963. Hversu erfitt er ekki að skilja tilganginn með tilveru okkar hér á jörð þegar tveir ungir og elskuleg- ir drengir í blóma lífsins, þeir Stefán Jens og Sverrir Jón eru kvaddir burtu svo skyndilega, löngu fyrir aldur fram. Hvers mega fátækleg orð að lýsa tilfinn- ingum okkar, þegar við horfum á eftir nemendum okkar hverjum á fætur öðrum yfir landamæri lífs og dauða. Haustið 1977 lést skólabróðir þeirra Magnús Garðarsson eftir langt sjúkdómsstríð. Skólaárið 1978—1979 sátu síðan þeir Stefán og Sverrir í 9. bekk Gagnfræða- skólans í Keflavík. Lokatakmarkið var innan seil- ingar þegar hinn hrausti og lífs- glaði piltur Stefán Jens lést á svo sviplegan hátt. Hálfum mánuði síðar, er nemendur höfðu kvatt skólann og haldið í skólaferðalag veiktist Sverrir Jón skyndilega og lést samdægurs á Sjúkrahúsi Akureyrar. Hann hafði ekki gengið heill til skógar frá fæðingu en sótti skól- ann af dugnaði og var farinn að gera sínar framtíðaráætlanir. En eigi má sköpum renna. Biðjum við nú algóðan Guð að láta linna höggum hins miskunnar- lausa sláttumanns í raðir nem- enda okkar. Við vottum fjölskyldum, skóla- systkinum og öllum aðstandend- um þessara nemenda okkar, inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Kennarar við Gagnfræða- skólann í Keflavík. Sverrir Jón Magnússon Dimmur skuggi grúfir yfir ár- gangi þeim sem lauk prófi úr 9. bekk Grunnskóla Keflavíkur á þessu vori. Tveir félagar okkar hafa nú fallið í valinn með aðeins fárra daga miilibili. Þrátt fyrir það áfall að félagi okkar Stefán Sigurðsson skyldi látast svo sviplega, og vegna þeirrar staðreyndar að lífið verður að halda áfram, fórum við í skólaferðalag til Ákureyrar þann 1. júní s.l. En snöggur endir var bundinn á þá ferð. Einn úr okkar hópi, Sverrir Jón Magnússon lifði þar sínu síðustu æfidaga. Sverrir hafði frá fæðingu barist við erfiðan sjúkdóm og á öðrum degi ferðarinnar veiktist hann skyndilega. Hann var látinn áður en dagur var allur. Vegna sjúkdóms síns hafði Sverrir þurft að gangast undir erfiðar og tvísýnar aðgerðir. Sjúk- dómurinn hindraði hann líka í að taka þátt í ýmsum þeim leikjum sem æskufólk hefur mestan áhuga á. íþróttir voru t.d. áhugamál hans, en þar varð hann að láta sér nægja að vera áhorfandi. Hann lét sig ekki vanta. Hann fylgdist vel með. Þrátt fyrir veikindi Sverris kynntumst við honum sem kátum og glöðum félaga, sem gerði sér far um að láta sem minnst á veikindum sínum bera. Nú er skarð fyrir skildi hjá árgangi ’63. Á einu og hálfu ári höfum við orðið að sjá á bak þrem félögum okkar. Það minnir okkur svo sannarlega á fallvaltleika lífsins. Enginn má sköpum renna. Við vottum foreldrum Sverris og systkinum hans okkar innileg- ustu samúð. Skólasystkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.