Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 40
Síminn á afgreiðslunni er
83033
2R«r0unl>Int>ib
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
JHor0un&Iabit>
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979
IIARÐUR árekstur varð um kl. 21. í gærkvöldi á Vesturlandsvegi við vegamót
Úlíarsfellsvegar skammt frá Korpu. Þar rákust á tveir fólksbílar og köstuðust
báðir bílarnir út af veginum. Þrennt var flutt á slysadeild Borgarspítalans og
þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um líðan hinna slösuðu seint í gærkvöldi, var
fólkið enn í rannsókn og ekki ljóst hvesu alvarleg meiðsli þess voru. Báðir
bílarnir eru taldir gjörónýtir. Ljósm. mm.
Hækkar bú-
vöruverd
aftur 1. júlí?
Farmenn
vinnu við
neita sam-
sáttanefnd
viðræður í strandi
SAMNINGAVIÐRÆÐUR yíirmanna á farskipum og vinnuveitenda
þeirra eru nú allar í uppnámi. Farmenn neita að ræða við
viðsemjendur sína í viðurvist sáttanefndar ríkisins og vilja aðeins
hafa sáttasemjara ríkisins þar einan viðstaddan, en vinnuveitendur
vilja að sáttanefnd sinni störfum sfnum. Sáttafundur var boðaður f
gær klukkan 15 og stóð f þrjár klukkustundir og stóð allan tímann f
þessu stappi án þess að deiluaðilar ræddust við. Fyrr um morguninn
hafði verið haldinn sáttafundur með undirmönnum og matsveinum.
Samkvæmt upplýsingurn
Ingólfs Ingólfssonar er riú sátta-
nefndin, „sem átti að vera til hins
mesta gagns, orðin til hins mesta
ógagns, því að hún hindraði það að
viðræður gætu hafizt, enda þótt
báðir aðilar væri reiðubúnir og
allar líkur væru á að hægt hafi
verið að koma málum nokkuð
áleiðis erin.“ Ingólfur kvað sátta-
nefndina hindra framgang máls-
ins með kröfu sim í um að fá að
verða vitni að samtölum aðila.
Ingólfur Ingólfsson sagði: „Við
héldum fast við það að við ynnum
ekki með þeirri sáttanefnd, sem
sýnilega væri send út af örkinni af
félagsmálaráðherra til þess að
halda uppi njósnum, svo að hún
gæti auðveldað honum eða þeim
ráðherrum, sem berja vildu á
farmönnum, að setja bráðabirgða-
lög. Hins vegar lýstum við því yfir
að við værum reiðubúnir að vinna
undir handleiðslu ríkissáttasemj-
ara og höfðum við raunar ekkert
við það að athuga, þótt þessi
sáttanefnd sæti einhvers staðar í
húsinu, en hún yrði ekki vitni að
þeim samtölum, sem við ættum
við okkar viðsemjendur. Hins
vegar væri sáttasemjari sá sem
umræðum ætti að stýra. Því er
þrátefli í þessu og enginn fundur
boðaður. Erum við samt reiðubún-
ir til viðræðna og höfum á reiðum
höndum efni í samtöl og á sama
hátt held ég að það sé mikið til í
skreppu viðsemjenda okkar. Því
eru það ill tíðindi, þegar valda-
menn standa þannig að verki. Það
er ljóst að innan ríkisstjórnarinn-
ar eru menn, sem berjast fyrir því
einu að fá að berja á okkur, en það
er ljóst að enginn hefur selt þeim
meira vald en þeir eru menn til að
bera.“
Torfi Hjartarson ríkissátta-
semjari sagði í gær að sáttanefnd-
in kæmi saman til fundar í dag
klukkan 14 til þess að ræða stöðu
mála.
„EFTIR þvf sem ég þesf
veit á að lækka niður-
greiðslurnar í áföngum og
stefnt er að því að byrja
um næstu, mánaðamót,
júní—júlí. Ég held að þá
sé miðað við að draga úr
þeim um 1 milljarða en
samkvæmt forsendum
fjárlaga fyrir þetta ár var
reiknað með að þær
lækkuðu alls um 3.1
milljarð á árinu,“ sagði
Ilöskuldur Jónsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, í samtali við
Mbl. í gær.
Samkvæmt fjárlögum er gert
ráð fyrir að um 19 milljarðar
króna fari til niðurgreiðslna og
til Lífeyrissjóðs bænda en að
óbreyttum niðurgreiðslum hefði
þessi tala þurft að vera 22
milljarðar. Fjárlögin gera því ráð
fyrir að dregið verði úr niður-
greiðslunum sem þessu nemur. Ef
niðurgreiðslur verða lækkaðar
um 1 milljarð við næstu
mánaðarmót hækkar verð á bú-
vöru en þó mismunandi éftir
hlutfalli niðurgreiðslna og yrði
hækkunin á bilinu 1,2 til 10% og
svo dæmi sé tekið af mjólkinni,
þá hækkar hún samkvæmt þessu
um milli 5 og 6%.
Höskuldur sagði að vitanlega
væri óvíst með hvaða hætti yrði
dregið úr niðurgreiðslunum,
hvort það yrði jafnt á öllum
vörutegundum eða niðurgreiðslur
yrðu óbreyttar á sumum vöruteg-
undum. Miðað við þennan 1
milljarð sem niðurgreiðslur
lækka, hækkar verð á hverju kílói
af smjöri um 190 kr., um 52
krónur á hverju kílói af nauta-
kjöti, 77 krónur á dilkakjötskíló-
inu, 11 krónur á mjólkurlítranum
og 14 krónur á ostinum. Minnst
yrði hækkunin hlutfallslega á
osti eða um 1,2% en mest á
smjöri eða um 10% en ýmsir telja
að ekki komi til þess að niður-
greiðslur verði lækkaðar á smjöri
og þar með lækka niðurgreiðslur
á öðrum tegundum meira. Ráð-
gert er að niðurgreiðslurnar
hækki enn síðar á árinu, eða sem
nemur um 2 milljörðum, þannig
að 3,1 milljarðs markinu verði
náð.
Grafíska
sveinafé-
lagið boðar
verkfall
GRAFÍSKA sveinafélagið
ákvað í gær verkfallsboðun frá
og með 18. júní, þ.e.a.s. verk-
fallið gengur í giidi klukkan 24
hinn 17. júní. Stjórn félagsins
hafði áður fengið verkfalls-
heimild, sem hún hafði ekki
nýtt.
Verkfallsboðunin var sam-
þykkt á félagsfundi í gær, þar
sem staddur var um 20% félags-
manna. Eins og segir í samþykkt
fundarins var boðað til verk-
fallsins „vegna verkbanns vinnu-
veitenda" og nær það til allra
umbjóðenda félagsins, nema
þeirra, er vinna í Ríkisprent-
smiðjunni Gutenberg, sem er
ekki þátttakandi í verkbanns-
aðgerðum vinnuveitenda.
Komi til þessarar vinnu-
stöðvunar, munu dagblöðin öll
stöðvast, en Vinnuveitendasam-
band íslands hafði í verkbanns-
boðun sinni undanþegið vinnu
við útgáfu dagblaða á þeim
forsendum, að óeðlilegt væri að
hefta tjáningarfrelsi í
blöðunum.
Kemur fiskverdsákvördun í dag?
Fiskverðs- og olíu-
gjaldshækkun um 20%
Útlit fyrir 30% sam-
drátt í bflainnflutnmgi
„VIÐ erum ekki búnir að gera
upp ondanlegar tölur varðandi
þann bílainnflutning. sem
rcikna má með fyrstu níu
mánuði þessa árs, en okkur
sýnist allt útlit fyrir, að á þessu
tímabili verði 30% minni bíla-
innfiutningur en á sama tíma í
fyrra,“ sagði Jónas Þór Steinars-
son, íramkvæmdastjóri Bíl-
grcinasambandsins, í samtali
við Mbl. í gær.
Jónas sagði að á þremur fyrstu
mánuðum þessa árs hefði verið
flutt inn 20% minna af nýjum
fólksbílum en á sama tíma árið
1978. Sér virtist eins og áður
sagði, að enn yrði um aukinn
samdrátt að ræða en hafa þyrfti í
huga, að árið 1978 hefði varla
verið meðalár í innflutningi
bifreiða, þannig að ekki hefði
verið eðlileg endurnýjun í
bifreiðaeign landsmanna.
Fram kom hjá Jónasi, að á
árinu 1978 voru fluttar inn um
7700 bifreiðar og samkvæmt fyrr-
nefndum tölum er því gert ráð
fyrir, að bifreiðainnflutningurinn
í ár verði um 5500 bifreiðar og
samdrátturinn er því um 2200
bifreiðar.
ALLAR líkur voru á því í gær-
kveldi, að fiskverðsákvörðun yrði
tekin í dag, en yfirnefnd Verð-
lag-'*áðs sjávarútvegsins hefur
verið kölluð saman árdegis f dag
klukkan 09. Fiskverðsákvörðun
er mjög erfið vegna hinna gífur-
legu olíuhækkana og var sá
möguleiki alls ekki útilokaður í
gærkveldi, að lokaákvörðun yrði
frestað fram yfir helgi. Sú
hækkun, sem útvegsmenn þurfa,
er að minnsta kosti 20% og munu
þá fiskvinnslustöðvarnar þurfa
eitthvert gengissig eða gengis-
fellingu á móti, í áföngum, sem
gæti, þegar allt er talið náð um
10 prósentustigum.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér,
Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins á fundi í gær. Vinstra megin
sitja fulltrúar fiskkaupenda, Árni Benediktsson og Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson, við borðsendann er Jón Sigurðsson, formaður nefndarinn-
ar. og hægra megin sitja fulltrúar fiskseljenda, Óskar Vigfússon og
Kristján Ragnarsson. Ljósm. Mbi: Emiiía.
liggja ýmsir valkostir á borði
yfirnefndar, að því er varðar
skiptingu milli eiginlegrar fisk-
verðshækkunar og hækkunar olíu-
gjalds, sem tekið er af óskiptum
hlut, þ.e.a.s. kemur eingöngu út-
gerðinni til góða. Talið er að þær
upphæðir, sem um ræðir, séu um
10 milljarðar króna, sem
kaupendur fiskvinnslustöðvarinn-
ar, þurfa að axla og geta ekki
nema með breytingu á skráðu
gengi krónunnar. Sá hængur er þó
á gengissigi, miðað við óbreytt
verðlag á sölumörkuðum okkar
erlendis, að þungi vandamálsins
færist þá á ný yfir til útgerðarinn-
ar.
Eftir því, sem Morgunblaðið
komst næst í gærkveldi, er rætt
um valkosti á skiptingu olíugjalds
og fiskverðshækkunar. Miðað við
að heildarútkoman yrði 20%
hækkun hafa þar einkum tveir
valkostir komið til greina, 12%
fiskverðshækkun og 8% hækkun
olíugjalds og 13% fiskverðs-
hækkun og 7% hækkun olíugjalds.