Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979
5
Sigurjón forseti
I>jódviljinn vildi s.l. vor að fulltrú-
um hreinsunardeildar borgarinn-
ar yrði boðið að opna árnar
SIGURJÓN Pétursson forseti borgarstjórnar opnaði
Elliðaárnar í gær fyrir laxveiði í sumar ásamt þeim
Aðalsteini Guðjohnsen rafveitustjóra og Birni Frið-
finnssyni fjármálastjóra borgarinnar. Það er stjórn
Stangveiðifélags Reykjavíkur sem býður til opnunar-
innar. Enginn lax var dreginn á land, en Sigurjón
mun hafa fest í fisk sem hann missti áður en hann
kom honum á land.
Ljósmynd Mbl. Kristján
Sigurjón Pétursson við opnun Elliðaánna s.l. sunnudag.
Þjóðviljinn reiddist mjög yfir
því vorið 1978 að Sigurjóni
Péturssyni, þá nýkjörnum for-
seta borgarstjórnar, skyldi ekki
hafa verið boðið að opna Elliða-
árnar, en þá var boðið þremur
embættismönnum Reykjavík-
urborgar, þeim Gunnlaugi Pét-
urssyni, Jóni Tómassyni og
Aðalsteini Guðjohnsen. í skrif-
um Þjóðviljans um málið 13.
júní 1978 vekur blaðið rækilega
athygli á því að meirihluta-
flokkarnir í borgarstjórn hafi
komið sér saman um það að
forseti borgarstjórnar skuli
koma fram fyrir hönd borgar-
innar út á við. Síðan segir
Þjóðviljinn: „Stangaveiðifélag
Reykjavíkur ræður því að
sjálfsögðu sjálft hverjum það
býður að opna veiði í Elliðaán-
um 10. júní. Stjórn þess sá ekki
ástæðu til þess að bjóða Siugr-
jóni Péturssyni forseta borgar-
stjórnar eða nokkrum öðrum
við þetta hefðbundna tækifæri
að þessu sinni. Þess í stað lét
stjórnin boðið ganga til em-
bættismannanna áðurnefndu
sem létu ekki á sér standa að
koma fram fyrir hönd borgar-
innar við hátíðlegt tækifæri,
enda þótt þeim ætti að hafa
verið ljóst að með því voru þeir
að brjóta fyrirmæli meirihluta-
flokkanna."
Segir blaðið síðan að þótt
Sigurjóni hafi verið sýnd þessi
svívirðing þá hafi hann staðið
sig vel í Keflavíkurgöngu þenn-
an sama dag, enda ugglaust
talið það merkilegra en „laxa-
leik við Elliðaárnar."
Blaðið áréttar að lokum að
þessi boðleysa sé frekleg móðg-
un við forseta borgarstjórnar,
bæði af hálfu Stangveiðifélags-
ins og þeirra embættismanna
sem leyfðu sér að þiggja boðið
um laxveiðina.
Stakk blaðið síðan upp á því
að vorið 1979 yrði fulltrúum
hreinsunardeildar borgarinnar
boðið að renna fyrir fyrsta
laxinn 10. júní.
Geithellnahreppur:
Fyrrverandi meirihluti
fékk ekkert atkvæði
KOSNINGAR til hreppsnefndar
og sýslunefndar fóru fram f
Geithellnahreppi í Suður-Múla-
sýslu sl. sunnudag og var þar um
að ræða uppkosningu, því sveit-
arstjórnarkosning í hreppnum í
vor var úrskurðuð ógild. Tveir
listar voru ( kjöri og fékk I-listi,
sem fyrrverandi minnihluti
hreppsnefndarinnar stóð að, öll
greidd atkvæði eða 31 en alls
voru 66 á kjörskrá. H-listi, sem
fyrrverandi meirihluti hrepps-
nefndar stóð að, fékk ekkert
atkvæði.
Hreppsnefnd Geithellnahrepps
er því skipuð fimm efstu mönnum
I-listans en það eru: Flosi Ingólfs-
son, Ragnar Eiðsson, Guðmundur
Björnsson, Ástríður Baldursdóttir
og Snorri Guðlaugsson. Til sýslu-
nefndar var kjörinn Guðmundur
Björnsson af I-lista.
Undanþága veitt til að vinna
fisk sem berst fyrir 18. júní
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands hefur móttekið óskir um
að undanþága verði veitt til að
vinna þann fisk, sem berst að
landi fyrir 18. júní n.k., þegar
boðað samúðarverkbann kemur til
framkvæmda. Með tilvísun til 9.
töluliðar í verkbannsboðun VSÍ
frá 5. júní sl., hefur verið ákveðið
að verða við þessari beiðni, þannig
að heimilt verður að vinna fisk,
sem berst að landi fyrir 18. júní.
Jafnframt hefur verið aflýst
verkbanni á hvers konar starfsemi
við flutninga, vinnslu og sölu
mjólkur, þar sem samningar hafa
tekist við mjólkurfræðinga.
(fréttatilk. frá VSÍ).
40 ára afmælistón-
leikar Lúðrasveit-
ar Vestmannaeyja
Lúðrasveit Vestmanna-
eyja og Samkór Vest-
mannaeyja halda sam-
eiginlega tónleika í Sam-
komuhúsinu í Eyjum kl.
20,30 þriðjudagskvöldið
12. júní. Hér er um að
ræða 40 ára afmælistón-
leika Lúðrasveitarinnar
sem hefur fengið Samkór-
inn til liðs við sig. Á
efnisskránni eru bæði
innlend og erlend lög, þar
á meðal mörg lög eftir
Oddgeir Kristjánsson tón-
skáld. Aðeins er gert ráð
fyrir einum tónleikum.
Lúðrasveitin leikur undir
stjórn Hjálmars Guðna-
sonar og stjórnandi Sam-
kórsins er Sigursveinn K.
Magnússon. Einsöngvari
er Sigrún V. Geirsdóttir.
A/klæðning er rétta klæðningin á gömul hús, sem eru farin að láta á sjá,
hvort heldur um er að ræða timbur-, bárujárns- eða steinhús.
Þau verða sem ný á eftir, en halda samt upprunalegum svip. En það
er ekki bara údlitið sem skiptir máli, heldur er hægt að einangra húsin
bctur og koma í veg fyrir hitatap um leið og leka eða raka.
OII slík vandamál verða úr sögunni.
A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir
og þarf því aldrei að mála. Allir fylgihlutir fást með A 'klæðningu
sem er mjög auðveld í uppsetningu, afgreiðslufrestur er stuttur.
Komið í veg fyrir vandamálin í eitt skipti fyrir öll og klæðið húsið
váranlegri álklæðningu, það er ódýrara en margir halda.
Sendið teikningu og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð
yður að kostnaðarlausu. _____ _____
7 -- FULLKOMIÐ KERFI TIL SIÐASTA NAGLA
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVfK - SÍMI 22000