Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 27 Júlíus Hafstein formaður HSÍ „íslenzkur handknattleikur stendur íþróttalega mjög vel“ í lok handknattleiksþingsins ræddi Mbl. við formann HSÍ um þau málefni sem voru efst á baugi á þinginu og hvað fram- undan væri í störfum HSÍ. Júlíus, hvert var stærsta málið á þinginu? — Stærstu málin voru breyt- ingar á reglugerð um handknatt- leiksmót og fjármálin. Nú var tillagan um úrvalsdeild felld, olli það þér vonbrigðum að sú tillaga skyldi ekki ná fram að ganga? — Já, það olli mér vonbrigðum að ekki skyldi vera stofnuð úrvals- deild. Ég hefði talið það skref í rétta átt. Þá hefðu verið sex lið í deildinni og leikin fjórföld umferð. Það hefði orðið meiri keppni og í kjölfar þess hefði væntanlega aukist aðsókn. Að öðru leyti var ég ánægður með þær breytingar sem gerðar voru á mótafyrirkomulagi yngri flokkanna. Hvernig er staðan í fjármálum og stefnir í samdrátt í starfi HSÍ? — Staðan er mjög slæm hvað fjármálin varðar. Skuldir umfram eignir eru 11 og '/2 milljón. Þetta verður að breytast. Samdráttur verður í erlendum samskiptum. A þinginu var samþykkt að hætta við fyrirhugaða Ungverjalands- ferð með landsliðinu sem er ekki gott. En varla var um annað að ræða. Við skerum ýmislegt niður í almennum rekstri HSI þar á meðal ýmis útgjöld sem hefði getað komið sér vel við mótahald. Tekjur dómaranefndar eru mjög óljósar sem leiðir til þess að sú uppbygging sem við teljum nauð- synlega í dómaramálum getur dregist á langinn. Verður landsliðsþjálfarinn áfram í fullu starfi? — Já, ég reikna með því. Það mál, sem hefur forgang hjá Jó- hanni, er þjálfun unglingalands- liðsins sem tekur þátt í heims- meistarakeppni unglinga 21 árs og yngri í Danmörku í haust. Hvert er stærsta verkefnið sem framundan er á starfsárinu? — Stærsta verkefnið er tví- mælalaust heimsmeistarakeppni unglinga. Það er skoðun mín að sú keppni muni hafa meiri áhrif á skipan landslið framtíðarinnar heldur en önnur verkefni til þessa. Þá er Baltic-Cup ferðin alltaf mikil keppni og við tökum þátt í henni í annað skiptið í röð. Og vonandi verður framhald á því að íslenska landsliðið verði með í þeirri keppni. Þetta er með sterk- ustu landsliðakeppnum í hand- knattleik sem haldnar eru ár hvert. Hvað með landsleiki hér heima? — Það er ákveðið að Tékkar komi í október og leiki hér þrjá leiki. Pólverjar eru tilbúnir að koma í janúar og ég reikna með að af því verði. Frakkar eru væntan- legir um mánaðamótin janúar-febrúar. Þetta er það eina sem er nokkuð ákveðið. Þá gæti orðið að Danir kæmu hér í september á leið sinni til Banda- ríkjanna og reynt verður að fá lið hingað í lok marz. Og svo verður farið á NM pilta í aprílmánuði eins og venjulega. Mikill áhugi er hjá stjórn HSÍ á að bæta mótahald og dómaramál. Hafa mótin í fastari skorðum og reyna að koma í veg fyrir frestan- ir og tafir á mptunum þar af leiðandi. Reynt verður að slíta mótið ekki í sundur, þó óhjá- kvæmilegt sé að landsliðin taki sinn tíma og að smáhlé komi. Ilver er staða fslensks handknatt- leiks í dag? — íslenskur handknattleikur stendur íþróttalega mjög vel í dag. Það er mikil gróska í íþróttinni, iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt og landsliðið hefur haldið sínum hlut í keppni við erlendar þjóðir og vel það. Og sérstaklega nú síðari hluta keppnistímabils- ins. Ertu bjartsýnn á framtíð hand- knattleiksins? — Ég er sæmilega bjartsýnn. Þaö er ekki hægt aö vera mjög bjartsýnn þegar fjármálin eru jafn erfið og raun ber vitni. Ef það tekst að rétta úr kútnum hvað þau varðar þá er ég ekki hræddur um framtíð Handknattleikssam- bandsins og störf þess. — þr Erfiö fjárhagsstaða H.S.I. Á þingi Handknattleikssam- bands íslands sem fram fór um helgina kom f ljós að enn sem fyrr hefur erfið fjárhagsstaða lamandi áhrif á allt starf sam- bandsins og ljóst er að draga verður úr samskiptum við erlend- ar þjóðir til að létta á skulda- byrðinni. Þegar litið er á tekju- hlið rekstrarreiknings kemur í ljós, að tapið á rekstri H.S.Í. undanfarna fimm mánuði nemur sem svarar rúmum 1,4 milljónum króna á mánuði. Þá eru lausa- skuldir upp á tæpar 19 milljónir. Skuldir umfram eignir eru hins vegar 11 og '/2 milljón króna. Af gjöldum sambandsins eru utanferðir landsliða langstærsti liðurinn, en þær eru nauðsynlegar ef hægt á að vera að fá þjóðir í landsleiki hingað og jafnframt ef framfarir eiga að nást í íþróttinni. Svo slæmt er ástandið að stjórnarmeðlimir hafa skotið saman um sex milljónum króna í reksturinn frá áramótum. Sýnir það glöggt hversu ástand- ið er slæmt. Stjórnarmenn fórna ekki eingöngu dýrmætum tíma í starfið heldur lána líka fé til þess að halda starfseminni gangandi. Á því stutta starfstímabili sem stjórnin skilaði af sér bar hæst árangur A-landsliðs karla í for- keppni Ólympíuleikanna á Spáni í feþrúar og marz s.l. en þar hafnaði liðið í 4. sæti. Þá náði landsliðið ágætis árangri í Baltic-keppninni, og vann meðal annars sigur á Dönum á útivelli í fyrsta sinn. Stjórn H.S.Í. skipa nú Júlíus Hafstein formaður, Gunnar Torfason, Svana Jörgensdóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Jón Óskarsson og Hilmar Sigurðsson sem kjörinn var í stað Jóns Magnússonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. - þr. Júlíus Hafstein formaður HSÍ, ásamt Sigurði Jónssyni formanni HSÍ síðustu árin og Sveini Ragnarssyni sem var þingfroseti. Ljósm. Rax. Tillaga um úrvalsdeild var lettd — ÞAÐ er skref afturábak að fella þess tillögu, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari og einvaldur, þegar tillaga um úrvalsdeild hafði verið felld á handknattleiksþinginu. 35 greiddu atkvæði á móti tillögunni en 33 með. 1 seðill var auður. Breyting verður hins vegar á niðurröðun í mót yngri flokkanna. Svæðaskipt- ingin heldur sér, en leikið verður í formi skyndimóta. Þá var rætt um að reyna að veita landsbyggðinni fleiri verkefni fyrir unga fólkið. Tekjuskipting var samþykkt á þinginu, þess efnis að leikaðilar skipti með sér tekjunum eða tapi af leikkvöldinu. Af brúttótekjum leikja hækkar hlutur HSÍ úr 5% í 7% og hlutur HKRR lækkar úr 10% í 7%. Þannig verður hlutur félaganna 1% meiri en verið hefur. Sundlandslið á faraldsfæti DAGANA 17. júní til 6. júlí fer landslið íslands í sundi í keppni- og æfingaferð til þriggja landa, Skotlands, Belgíu og írlands. í Skotlandi vcrður dvalið í átta daga og tekið þátt í skoska meistaramótinu, sem háð er í Édinborg 20., 21. og 23. júní. Þá verður haldið til Belgíu og tiar tckið þátt í keppni landsliða átta þjóða, Belgíu, Skotlands, Wales, sraels, Sviss, Noregs og Spánar. Þetta er tvcggja daga mót. Síðan er landsliðinu svo boðið til írlands og fjögurra daga sjónvarpssundmót, sem haldið er dagana 4.-5. júlí, og sjónvarpað um allt írland og víðar. Þær þjóðir sem taka þátt í þessu móti eru ísraelar, Portúgalir, írar og íslendingar en keppnin fer fram í Dublin. Ileim kemur svo liðið 6. júlí. Þetta er einn liður í undirbúningi og skipulagðri sundþjálfun fyrir næstu Ólympíuleika. En alls taka 14 sundmenn þátt í þessari för. Endanlegt val landsliðsins fcr ekki fram fyrr en eftir Reykjavíkur- meistaramótið í sundi. Aðalfararstjóri í ferðinni fer formaður Sundsambands íslands, Hörður Óskarsson, Landsliðsþjálfari er Guðmundur Iiarðarson og Þórður Gunnarsson liðstjóri. — þr. í viðamikilli skýrslu HSÍ er birt skipting á útbreiðslustyrk ÍSÍ og fer sú tafla hér á eftir. Sérsamböndin: Iðkenda- fjöldi 1977 50% 30% 20% Samtals: Blaksamband íslands 2257 800.000.- 267.550,- 1.067.550.- Badmintonsamband íslands 3280 800.000,- 388.820.- 100.000,- 1.288.820,- Borðtennissamband íslands 1739 800.000,- 206.150,- 1.006.150,- Frjálsíþróttasamb. íslands 7100 800.000.- 841.640.- 900.000,- 2.541.640,- Fimleikasamband íslands 3277 800.000.- 388.460.- 300.000,- 1.488.460,- Glímusamband Islands 255 800.000.- 30.240,- 830.240,- Golfsamband íslands 1164 800.000.- 137.980,- 937.980.- Handknattleikssamb.íslands 9363 800.000.- 1.109.890,- 700.000.- 2.609.890,- Judosamband íslands 646 800.000.- 76.590.- 150.000.- 1.026.590,- Körfuknattleikssamb. Isl. 4055 800.000,- 480.680.- 500.000.- 1.780.680,- Knattspyrnusamb. Íslands 14629 800.000,- 1.734.140- 1.000.000,- 3.534.140,- Lyftingasamband íslands 598 800.000,- 70.900,- 870.900,- Siglingasamband íslands 310 800.000.- 36.760.- 836.760,- Skíðasamband íslands 6702 800.000.- 794.450,- 500.000,- 2.094.450,- Sundsamband íslands 4898 800.000.- 580.620,- 500.000,- 1.880.620.- Skotsamband íslands 465 55.130,- 150.000.- 205.130,- SAMTALS: 60738 12.000.000.- 7.200.000.[ 4.800.000.- 24.000.000.- Hugi sigursæll ■ Eðvarð með sveinamet OPIÐ sundmót fór fram á Selfossi í leiðindaveðri á laugar- daginn. Keppt var í 9 greinum. Hæst bar árangur Huga S. Harðarsonar, sem sigraði í 3 greinum. Eðvarð Þ. Eðvarðsson úr ÍBK kom einnig með sögu, en hann setti eina metið á mótinu, sveinamet í 200 metra fjórsundi karla, synti á 2:55,2 minútum. Efstu menn í hverri grein voru 1:23,5 57,8 sek Sonja Hreiðarsd. Æ 100 m skriðsund karla: Bjarni Björnsson Æ 100 m skriðsund stúlkna: Margrét M. Sigurðard. UBK 1:06,2 100 m flugsund pilta: Hugi S. Harðarson Self. 1:11,2 50 m bringusund meyja: Guðrún F. Ágústsd. Æ 42,6 sek 50 m skriðsund sveina: Eðvarð Þ. Eðvarðss. ÍBK 31,6 sek. 200 m fjórsund kvenna: sem hér segir: mín. Sonja Hreiðarsd. Æ 200 m fjórsund karla: 2:40,1 200 m skriðsund kvenna: Hugi S. Haröars. Self. 2:25,4 Ólöf Sigurðard. 2:20,2 4x100 m skriðsund kvenna: 200 m baksund karla: Sveit Ægis 4:37,7 Hugi S. Harðars. Self. 2:19,7 4x100 bringusund karla: 100 m bringusund kvenna: Sveit Selfoss 5:27,0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.