Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979
Ingibjörg Bjamadóttir
Sólvöllum — Minning
Fædd 23. ágúst 1901.
Dáin 1. júní 1979.
Bjarni faðir Ingibjargar var
tvíkvæntur og bjó með fyrri konu
sinni, Ingibjörgu Þóru, að Hvoli í
Vesturhópi í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Konu sína missti Bjarni frá
tveim börnum ungum, Skarphéðni
og Herdísi. Síðar fluttist hann að
Neðra-Vatnshorni í sömu sveit.
Seinni kona hans var Soffía
Jóhannsdóttir úr austursýslunni.
Elst barna þeirra var Kári (hann
fór til Vesturheims) annað Ingi-
björg, þriðja Björn er lengst bjó í
Ilafnarfirði, málaram., og sú
yngst sem hér er kvödd.
Steingrímur trésm.m. einnig í
Hafnarfirði.
Ég man allvel
Vatnshorns-heimilið í tíð Bjarna
sáluga föðurbróður míns. Þar var
oft mannmargt og gestrisni við
brugðið. Að vísu var ekki jafn
fjölferðugt þá sem nú, en ég held
að engum kunnugum hafi dottið í
hug að fara þar framhjá í venju-
legum ferðum. Fyrir utan góðar
veitingar, var Bjarni fróður og
skemmtinn, fljúgandi hagmæltur
og minnugur vel.
Eina grein hagmælskunnar,
sem allvinsæl hefur löngum verið
hér á landi, stundaði hann þó alls
ekki, last og níðvísur voru honum
fjarri skapi, gerði þó tilneyddur
eftir harða áskorun eins
hófs-félaga eina skammvísu um
hann, sem héraðsfleyg varð, og
hann sá alla tíð eftir. Lífsfegurðin
var honum betur að geði, eins og
hann raulaði við sitt fríða barn,
Steingrím:
Þckkir hvurki norg ní Hynd
sáiin barnHÍnH hrcina.
ÞaA t r cíiih ot? entdÍHmynd
andlitið á Steina.
Að vonum var enginn auður
gulls á þessu risnuheimili, en
greindur sveitungi sagði mér
löngu eftir daga Bjarna: Bjarni
frændi þinn var sannkallaður
höfðingi sveitarinnar þó hann
væri ekki ríkur, en risna og reisn
heimilisins var sérstök.
Soffía var glæsileg kona, stór
vexti og gerðarleg og drottning
alls fagnaðar er svo bar undir.
Báðar voru eiginkonurnar, frænd-
konur hans. Upp úr þessum jarð-
vegi var Ingibjörg sprottin og
þótti snemma bera merki þess,
enda lík móður sinni. Nokkuð
stórt skap áttu þau hjón bæði og
nokkuð vonlegt að Ingibjörg hafi
notið nokkuð erfða þar af. Þótt ég
hefði ekki náð að fylla fyrsta
áratuginn 1917, er faðir minn kom
heim frá dánarbeði Bjarna bróður
síns, hefur mér aldrei gleymst
stakan er hann nam af vörum
Bjarna á síðustu stundunum
Lækka buðar Kíh á drofn
Kkn hvar veitÍHt þjáðum.
Bla-sir við mér heiíöK höfn.
hliðið opnast bráðum.
Gott væri að sem flestir gætu
orðið svo rólega við dauða sínum.
Soffía lifði mann sinn mörg ár,
var síðast í Hafnarfirði hjá sonum
sínum og lést þar.
Leiðir okkar, barna þessara
bræðraheimila skildust um skeið
eins og gengur, en er leiðir okkar
Ingibjargar lágu næst saman,
hitti ég hana að Reykjahvoli í
Mosfellssveit.
Þar átti hún ungan dreng,
Braga Friðriksson, Guðjónssonar
úr heimasveit hennar (hann er
kvæntur Katrínu Eyjólfsdóttur).
Var fyrsti framkv.stj. Æskulýðs-
ráðs, nú prestur Garðasóknar og
prófastur.
skapað hlýlegt og snoturt heimili í
litlu plássi.
Já, það sannast oft að auðæfin
mestu er manngildið sjálft en
hvorki varan né gullið.
Ungur að árum mun Magnús
hafa þráð meiri menntun í sinni
starfsgrein. Það urðu — eins og
hjá fieirum á fyrri árum — að
nægja námskeið til að ná starfs-
réttindum. Hins vegar tókst hon-
um á fjórða tug ára að vinna hin
mikilsverðu þjónustustörf á veg-
um Rafmagnsveitu Reykjavíkur-
borgar með þeim hætti að hann
hlaut traust og virðingu sinna
samstarfsmanna.
Nú við leiðarlok vil ég fyrir
hönd fjölskyldu minnar þakka
honum hjartanlega samfylgdina.
Við vottum eftirlifandi eigin-
konu hans og börnum þeirra inni-
lega samúð okkar og biðjum þeim
allrar blessunar.
Hvað er Horg — hvað er tfleði á lífnandans
leið?
Er ei Iíf vort «em veikhyKKÖust rós?
— Eitt er víst — þegar dimmir og dagsljós
vort þver
dvín ei eiíffa Guð.xneistans Ijós.
Einar Kristjánsson.
Það er ekki ætlun okkar að
skrifa langa grein, heldur aðeins
að minnast elsku Magga í nokkr-
um orðum, sem var börnum sínum
og tengdabörnum ekki aðeins góð-
ur faðir, heldur einnig mætur
félagi.
Vandamál okkar barnanna voru
einnig hans vandamál, alltaf var
hann reiðubúinn að hjálpa og
veita leiðsögn. Við munum seint
Sérstæð varð í mínum huga
Ingunn húsfreyja á Reykjahvoli er
mér heyrðist hver maður dá og
virða vegna sérstakra mannkosta.
Helga bónda kynntist ég lítið.
Þessi merku hjón voru að verða
tengdaforeldrar Ingibjargar. Þau
Finnbogi Helgason og Ingibjörg
reistu nokkru neðar með læknum
býlið Sólvelli og hafa búið þar alla
tíð síðan.
Þeim fæddust þrjár dætur:
Ingunn gift Ásbirni Sigurjónssyni,
Álafossi; Aðalheiður Auður, gift
Ingþóri Þórðarsyni, byggðu og búa
gleyma því liðsinni sem hann
veitti okkur, þegar við vorum að
byrja búskap.
Sú einlæga ást sem hann sýndi
barnabörnum sínum þegar þau
fæddust og uxu úr grasi, verður til
þess að það er okkur foreldrunum
erfitt að útskýra fyrir þeim hvers
vegna afa Magga nýtur ekki leng-
ur við. Þau munu eiga í framtíð-
inni óljósa mynd af manni sem tók
þau á kné sér og hampaði þeim og
átti þá huggun sem afanum er
einum lagið.
En við eigum margar dýrmætar
minningar um þennan mæta
mann, og við trúum því að Guð
gefi honum styrk og ljós í hjarta
til þess að mæta nýjum heim-
kynnum.
I.K.E. S.R.M. G.Þ.M. Ö.í.
í næsta húsi við foreldra hennar,
Soffía er ógift símamær í Reykja-
vík.
Öllum sem að Sólvöllum komu,
bar saman um að lofa myndarskap
Ingibjargar og reisn og risnu
heimilisins og hið ljúfa viðmót
Finnboga. Hann óvenjulega orð-
var maður, sgm aldrei lætur stór-
yrði né lastmæli af vörum sér.
Einn nágranni þeirra nú löngu
horfinn til Danmerkur sagði við
mig eitt sinn: Það sópar af henni
frænku þinni. Helst mundi hún
aldrei vilja þurfa að fá neitt lánað
hjá öðrum, en eiga sjálf allt til að
lána, sem aðra kynni að vanta.
Hún hefur sérstaka ánægju af að
gefa.“ Áratuga kynni mín og ekki
síst nú þau síðustu hafa stutt vel
þessa lýsingu.
Ingibjörg var orðin sjúk og
þreytt og farin að búa sig til farar
svo sem faðir hennar, og sagði er
hún fór í sitt síðasta ferðalag: Ef
ég kem ekki aftur, þá lætur þú
þetta til einhverrar líknarstofn-
unar.
Hún minntist með virðingu,
þökk og aðdáun heimamundar
föður síns til barna sinna, að sýna
lífi sínú þá trúmennsku er hann
kenndi og hafa að leiðarljósi
heilræði Hallgríms Péturssonar
sálmaskálds:
Aldrei finnur maður eins til
vanmáttar síns og smæðar, og
aldrei verður eins erfitt að átta sig
á lögmálum lífsins eins og þegar
menn, sem maður telur að enn eigi
mikið dagsverk eftir, eru skyndi-
lega í burtu kallaðir.
Þannig er okkur vinnufélögum
Magnúsar Gísla Þórðarsonar
innanbrjósts þegar við kveðjum
hann nú í dag.
Magnús hóf störf hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur í
jarðlínudeild árið 1945. Árið 1974
var hann ráðinn sem vaktmaður
við húsveituvaktina, og sem varð-
stjóri var hann ráðinn 1977.
Öll störf sín vann hann með
stakri prýði og samviskusemi,
hver sem þau voru. Það er skarð
fyrir skildi, þegar slíkir menn
falla frá fyrir aldur fram.
Magnús hafði átt við vanheilsu
að stríða að undanförnu, en fáir
hafa sjálfsagt gert sér grein fyrir
því, hversu alvarleg eðlis veikindi
hans voru, þar sem Magnús var
ekki sá, sem kveinkaði sér við
aðra, en bar sig alltaf jafnvel og
var alltaf sama prúðmennið á
hverju sem gekk.
Við vinnufélagar Magnúsar vilj-
um með þessum fátæklegu orðum
þakka honum samfylgdina, sem
hvergi bar skugga á.
Fjölskyldu hans sendum við
okkar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Kveðja frá vinnufélögum.
Magnús G. Þórðarson
varðstjóri — Minning
Fæddur 25. júní 1929.
Dáinn 1. júní 1979.
„Menn halda stundum skammt á ieikinn
liðið.
oií Kfið dreKUr tjaidið fyrir sviðið.
ok drottnar þar hin djúpa þöKn.~
D. St.
Fyrir rúmri viku síðan, þegar
vorið fór að taka völdin, kom
kaldur gustur dauðans skyndilega
inn á heimili fjölskyldunnar að
Efstasundi 79 hér i borg. Hús-
bóndinn, Magnús Gísli Þórðarson,
varð bráðkvaddur að kvöldi 1. þ.m.
Þannig er líf vort. Fáir vita
hvenær tjald lífsins fellur.
Magnús var fæddur á Grænu-
mýri á Seltjarnarnesi 25. júní
1929. Foreldrar hans voru þau
Guðrún Gísladóttir og Þórður
Magnússon sjómaður og vélstjóri.
Magnús kynntist snemma
harðri vinnu foreldranna og þeim
kjörum, sem fátækt verkafólk bjó
við á fyrri helmingi þessarar
aldar.
Á sextánda ári byrjar hann að
vinna hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur og er stuttu síðar orðinn
fastráðinn starfsmaður. Hjá
þeirri stofnun vann hann síðan
alla tíð til dauðadags.
Magnús kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Erlu Guðrúnu
Sigurðardóttur, pípulagninga-
meistara Jóhannssonar, 17. nóv-
ember 1951. Þeim varð fjögurra
barna auðið. Þau eru:
Sigurður Rúnar, póstbifreiða-
stjóri, kvæntur Ingibjörgu Kr.
Einarsdóttur ritara; Guðrún Þóra,
bankaritari, gift Erni ísleifssyni
sölumanni; Þórður Axel, vinnur
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur-
borgar, Guðni Karl, nemandi í
skóla.
Þannig er í örstuttu máli lífs-
ferill Magnúsar G. Þórðarsonar.
Þegar fjölskyldur okkar tengd-
ust fyrir fimm árum síðan, kom
hann mér fyrir sjónir sem hlé-
drægt prúðmenni. Sú mynd
breyttist ekki við nánari kynni, en
við bættust ýmsir aðrir eiginleik-
ar, sem ég mat mikils, svo sem
glaðværð, hjálpsemi og traust-
leiki.
Sambúð þeirra hjóna var með
því fegursta og besta, sem ég hefi
kynnst og var í hvívetna til fyrir-
myndar. Ung að árum bundust
þau þeim tryggðum, sem aldrei
síðar bar skugga á. Um það bar
heimili þeirra fagurt vitni.
Áður en þau eignuðust húsnæð-
ið að Efstasundi 79 áttu þau lítið
hús inn í Blesugróf. Þar mun
margur gestur hafa glaðst við
komu sína, er hann sá hversu
hagar hendur húsbændanna og
meðfædd snyrtimennska höfðu
Vilborg Guðrún Gísla
dóttir — Minning
Fædd lfi. júlí 1927.
Dáin 2. júní 1979.
Vilborg kom til Grundarfjarðar
ásamt manni sínum og tveim
yngstu sonum þeirra til þess að
gleðjast með systur sinni og fjöl-
skyldu hennar vegna fermingar á
hvítasunnudag — en tími hennar
var útrunninn — því að kvöldi 2.
júní varð hún bráðkvödd. Þetta
varð hennar síðasta ferð á æsku-
stöðvarnar en alltaf hélt hún
mikla tryggð við fæðingarsveit
sína og skyldfólk og vini þar.
Vilborg var fædd 16. júlí 1927 að
Skallabúðum í Eyrarsveit, dóttir
hjónanna Gísla Karels Elíssonar
bónda þar og Jóhönnu Hallgerðar
Jónsdóttur. Hún var elst fjögurra
systkina. Móðir þeirra dó aðeins
31 árs — eða þegar Vilborg var
tæpra 10 ára og varð hún því
snemma að taka mikla ábyrgð á
sínar ungu herðar, með því að
hjálpa föður sínum ásamt yngri
systkinum að halda saman heimil-
inu og fjölskyldunni eftir því sem
tök voru á.
Fermingarárið fer Vilborg í vist
til presthjónanna á Setbergi og er
þar í fjögur ár. Mun það hafa verið
henni góður skóli. Vilborg stofnar
sitt eigið heimili í Grundarfirði
með manni sínum, Haraldi Breið-
fjörð Þorsteinssyni, 1946. Fluttust
þau til Reykjavíkur í ársbyrjun
1950. Vilborg og Haraldur eignuð-
ust sjö börn sem öll eru á lífi. Þau
eru Jóhanna, gift Gunnlaugi Val-
týssyni, og eiga þau þrjá syni;
Helga, gift Jóni Sveinssyni, og
eiga þau tvo syni; Ásgerður, gift
Sölmundi Kárasyni eiga þau tvö
börn; Kristín, gift Birgi Þór Sigur-
björnssyni og eiga þau einn son;
Gísli, kvæntur Bergdísi Guðna-
dóttur, og eiga þau þrjár dætur;
Sævar, 15 ára; Haraldur Vilberg, 9
ára.
Vilborg var ein af þeim mann-
eskjum sem fólk hændist ósjálf-
rátt að vegna léttrar lundar og
hlýrrar framkomu. Leið manni
alltf vel í návist hennar. Blíðlyndi
Vilborgar varð til þess að hún
varð ósjálfrátt tengiliður milli
fjölda fólks, og höfðu allir ánægju
af. Það var því ekki af tilviljun að
gestkvæmt var oft hjá þeim hjón-
um, enda samtaka í því að taka vel
á móti fólki. Heimili þeirra var
ætíð opið frændum og vinafólki.
Aldrei var svo mannmargt á
hennar heimili að ekki væri rúm
fyrir systkin og systkinabörn sem
voru á ferð í Reykjavík. Vilborg
var dugleg með afbrigðum. Heim-
ili hennar var ætíð til fyrirmynd-
ar. Henni var lagið að láta allt
ganga vel, og afköstin voru svo
mikil að undrum sætti. Það var
sama hvort það var á hennar
heimili, við hreingerningar í
Breiðagerðisskóla eða við garðinn
þeirra. Vilborg og Haraldur höfðu
komið sér upp snyrtilegu smáhýsi
í Skammadal. Vilborg naut þess
að skreppa þangað og komast í
snertingu við náttúruna og njóta
útiverunnar. Venjulega var margt
fólk í kringum Vilborgu, því
barnabörnin höfðu gaman af að
heimsækja ömmu þegar hún var í
matjurtargarðinum í Skarnmadal.
Ég vil ljúka þessum skrifum
með vísu eftir föður Vilborgar og
afa minn.
Til hvers er að safna aeim
kú er spurninK vakin.
Fáklæddur ík fer úr heim,
fæddÍHt f hann nakinn.
Ég vil senda eiginmanni, börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um hinar innilegustu samúðar-
kveðjur og bið Guð að styrkja þau
í þeirra mikla missi.
Gísli Karel Halldórsson.
Hún Vilborg er dáin. Skyldi
nokkur af okkur samstarfskonum
hennar í Breiðagerðisskóla hafa
dottið í hug að við ættum ekki
eftir að sjá hana aftur, þegar við
hættum að starfa þar 31. maí og
aldrei aftur ættum við eftir að