Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 19 meðferð gúmbjörgunarbáta og fór í tunnuhlaup og koddaslag, en endaði í reiptogi við skipshöfnina á Páli Pálssyni, sem reyndist ofjarl hennar og dró björgunar- sveitarmenn í sjóinn. Kristján J. Jónsson lét þau orð falla að hátíðin hafi tekist með ágætum enda hafi verið óvenjugott sjó- mannadagsveður, miðað við það sem ísfirðingar eiga að venjast. Allur ísfirski fiskiskipaflotinn var í höfn á sjómannadaginn. Akureyri: Verðlaun fyrir bestu fiskverkun Ilátíðahöld sjómannadagsins á Akureyri íóru fram í góðu veðri á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn fór fram kappróð- ur, og í flokki skipshafna sigraði áhöfn bv. Sléttbaks, í öðru sæti var skipshöfnin á Þórði Jónssyni, og í 3. til 4. sæti voru skipshafn- irnar á Súlunni og Kaldbak. Kappróðri landmanna lauk þannig að Slippstöðin- véladeild var í fyrsta sæti, Útgerðarfélag Akureyringa í öðru sæti og sveit Iðnskólans í þriðja sæti.. í Kvennaflokki voru starfsstúlkur á Sólborg fyrstar að skila sér í markið, Sveit Kjötiðnaðarstöðvar KEA í öðru sæti og kvenþjóðin í Útgerðarfélagi Akureyrar í þriðja sæti. Þá hófst reiptog og var togast á milli tveggja bryggja. Starfsmenn Slippstöðvarinnar drógu plötu- smiði í sjóinn. Á sunnudeginum var messa í Akureyrarkirkju kl. 11. Úti- skemmtun hófst við sundlaugina kl. hálf tvö og voru þar heiðraðir tveir aldraðir sjómenn, Jakob Jónsson, skipsstjóri og Óli Magnússon, sjómaður. Sigurveg- ari í stakkasundi var Sigvaldi Torfason, skipverji á Drangi, ann- ar var Vernharður Jónsson á bv. Sléttbak, og þriðji var Árni Ingólfsson bv, Sólbak. í björgun- arsundi var Kristján Þorvaldsson á Harðbak fyrstur í mark, Sig- valdi Torfason á Drangi var annar og Haraldur Ottósson á Kaldbak var þriðji. Síðan fór fram verðlaunaaf- hending fyrir best verkaða fiskinn árið 1978. Skipshöfnin bv. Sólbak fékk fagran farandbikar til varð- veislu og skrautritað skjal að auki. Þetta fengu þeir fyrir að skila 96% af afla sínum árið 1978 í fyrsta flokk. Fréttaritari, Stefán Eiríksson. Húsavík: Hátíðahöld með hefð- bundnum hætti IIÚHavík, 11. júnl. Sjómannadagshátíðahöldin fóru fram með hefðbundnum hætti á Húsavík. Klukkan 9 á sunnudagsmorgninum messaði sr. Sigurður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað. Síð- ar um daginn fór fram kappróð- ur, ýmsar íþróttir og leikir og um kvöldið var stiginn dans í félagsheimilinu. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, þeir Jósteinn Finnbogason og Þórar- inn Vigfússon. Slysavarnar- félagskonur höfðu kaffisölu í félagsheimilinu. — Fréttarltarl. Neskaupsstaður: Hátíðahöld í 20 stiga hita Á NESKAUPSTAÐ hófust hátiðahöld Sjómannadagsins kl. 8 á sunnudag með hópsigl- ingu og björgunaræfingu. Að sögn Ásgeirs Lárussonar fréttaritara Mbl. var mjög gott veður og 20 stiga hiti, en sólarlaust þegar líða tók á daginn. Messað var í kirkjunni kl. 2 og blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Síðan hófst skemmtun við sundlaug- ina og var þar samankominn mikill mannfjöldi. Dr. Björn Dagbjartsson flutti ræðu í til- efni dagsins, en einnig fóru menn þarna í reiptog, stakka- sund og gerðu ýmislegt fleira sér til gamans. Fjórir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, Sigurð- ur Halldórsson, Gunnar Magnússon, Ársæll Jónsson og Sigurður Hinriksson. Kappróður fór fram á laugar- dagskvöldið í logni og blíðu. Sigurvegarar í karlaflokki voru skipverjar á Berki en stúlkur úr íþróttafélaginu Þrótti sigruðu í kvennaflokki. Þess má geta að meðal keppenda í kappróðri kvenna voru stúlkur frá Ástra- líu sem þarna stunda vinnu. Vestmannaeyjar: Minnisvarði um fyrsta björgunár- skip fs- lendinga af- hjúpaður SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Vest- mannaeyjum baeði laugardag og sunnudag. Á laugardag- inn íór íram kappróður í Friðarhöfn í ágætu veðri. Keppendum var skipt í 8 riðla, 2 riðla kvenna og 6 riðla karla og brá svo við í fyrsta skipti í langan tíma að engin skipshöfn var skráð til leiks. í flokki kvenna sigraði sveit frá Eyjabergi, en karl- arnir úr Fiskiðjunni voru hlutskarpastir í karlaflokki. Innanhússskemmtun í íþróttahúsinu raskaðist vegna þess að skemmtikraftar frá Reykjavík komust ekki með flugi og Herjólfur siglir ekki um helgar í farmannaverkfallinu. Afhent voru margs kyns verð- laun til þeirra sem vel höfðu aflað úr sjó frá síðasta sjómannadegi. Aflakóngar urðu skipverjar á Gullberginu,sem öfluðu fyrir tæplega 400 millj- ónir króna. Fiskikóngar urðu skipverjar á Þórunni Sveins- dóttur, sem drógu úr sjó 976 tonn. Af togurum aflaði Sindri mestra verðmæta og það gerði Surtsey sömuleiðis meðal troll- báta, sem eru minni en 200 tonn. Á sunnudeginum var safnast saman við samkomuhúsið og var gengið fylktu liði til Landa- kirkju. Þar var lagður bóm- sveigur að minnismerki um þá, sem hafa hrapað eða drukknað. Aldnir sjómenn voru heiðrað- ir í tilefni sjómannadagsins, og ennfremur voru veittar átta viðurkenningar fyrir unnin björgunarafrek. Afhjúpað var minnismerki um Þór, fyrsta björgunarskip okkar íslendinga. Skip þetta var fyrstu 7 árin í eigu Vestmanna- eyinga, þar til það var tekið í notkun sem fyrsta íslenska varðskipið. Þorlákshöfn: Rigningin setti svip á daginn Þorlákshöfn, 11. júnf. AÐALHÁTÍÐAHÖLD sjómanna- dagsins hér hófust kl. 13 laugar- daginn 9.6. með björgunaræfingu Slysavarnardeildarinnar Mann- bjargar, Þorlákshöfn. Þá var kappróðrakeppni, stakkasund og tunnurali á sjó og á Sjómanna- daginn. sunnudaginn 10.6 var hátíðarguðsþjónusta í barna- skólanum kl. 11. Sr. Tómas Guð- mundsson, sóknarprestur, predikaði og söngfélag Þorláks- hafnar söng, söngstjóri Ingimar Guðjónsson. Klukkan 13 var svo skemmti- sigling fyrir börn og var það atriði mjög vinsælt hjá ungu kynslóð- inni. Þá var gengið á hátíðarsvæð- ið, þar flutti Þórður Ólafsson ræðu dagsins. Þá fór fram verð- launaafhending, heiðraður var aldraður sjómaður, Óskar Snorra- son, Eyjahrauni 41, Þorlákshöfn, skipshöfnin á aflahæsta vertíðar- bátnum, en hann var sem kunnugt er Jón á Hofi, og skipstjórinn Jón Björgvinsson, Hjallabraut 18, Þor- lákshöfn. Þá kom Jörundur í heimsókn, slysavarnarkonur seldu kaffi í félagsheimilinu eins og venjulega þennan dag og það var sannarlega gott að koma til þeirra úr rigningunni sem sannarlega setti svip sinn heldur mikið á þennan annars ánægjulega dag. Um kvöldið var svo dansleikur í félagsheimilinu þar sem hljóm- sveitin Kaktus lék fyrir dansi og Baldur Brjánsson skemmti. Fpr- maður sjómannadagsráðs var Ás- berg Lárentíusson, Eyjahrauni 18. Höfn í Hornafirði: Ýmislegt til gamans gert Á HÖFN í Ilornafirði var kapp- róður á laugardeginum og urðu skipverjar á Hvanney fyrstir á sprettinum en skrifstofustúlkur f Kaupfélaginu héldu uppi heiðri þess í kvennaflokki. Á sunnudeginum klukkan 10 var bátasigling út í Hornafjarðarós líkt og verið hefur undanfarin ár. Sólarlaust var og suðvestanátt, en rigningárlaust. Við hátíðahöld voru aldnir sjó- menn heiðraðir, Garðar Sigjóns- son og Stefán Höskuldsson. Verð- laun fyrir að vera aflahæstir hlutu skipverjar á Hvanney og skipverj- ar á Æskunni voru aflahæstir af humarbátunum. Síðan gerðu menn sér margt til gamans á Hornafirði, s.s. reiptog, þrífótahlaup og tunnuhlaup og um kvöldiö var síðan stiginn dans. íslensku keppendurnir með fararstjórum. Frá vinstri: Baldvin Ottósson lögregluvarðstjóri, Þorsteinn Gunnlaugsson Hafnarfirði og Þórður Pálsson (Keílavík (aftast) vélhjólakeppendur, Bergþór Gunnlaugsson Þingeyri, Helgi Laxdal Kópavogi, Guðmundur Þor- steinsson námsstjóri umferðarfræðslu, Andri Teitsson Akureyri og Böðvar Þórisson Kópavogi. íslendingar stóðu sig með ágætum í h jólaíþróttum á Spáni ALÞJÓÐLEGA hjólreiðakeppnin í Madrid á Spáni hin 17. í röðinni var haldin í lok maí mánaðar. Fyrir íslands hönd tóku þátt í keppninni þeir Böðvar Þórisson og Helgi Laxdal, báðir úr Kópa- vogi, Bergþór Gunnlaugsson frá Þingeyri og Andri Teitsson frá Akureyri. jafnframt hjólreiða- keppninni fór fram 4. alþjóðlega vélhjólakeppnin en í henni tóku tveir íslenskir þátt, þeir Þor- steinn Gunnlaugsson úr Ilafnar- firði og Þórður Pálsson frá Keflavík. Allir stóðu piltarnir sig með ágætum, í reiðhjólakeppninni urðu Islendingar í 9. sæti, af fjórtán þjóðum, fremstir Norður- landabúa, en fyrsta sætið í þeirri keppni hlutu Spánverjar. I ein- staklingskeppni varð Böðvar Þór- isson í 19. sæti af 56 einstakling- um og hlýtur það að teljast allgóður árangur. I vélhjólakeppn- inni urðu piltarnir í 11. sæti en í einstaklingskeppninni varð Þor- steinn í 14. sæti af 26 keppendum. Fararstjórn og þjálfun önnuð- ust Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri í umferðarfræðslu og Baldvin Ottósson lögregluvarð- stjóri. Böðvar Þórisson úr Kópavogi en hann stóð sig mjög vel og varð 19. af 56 keppendum í Madrid. Bæjarstjórn Kópa- vogs felldi að rýmka reglur um hundahald BÆJARSTJÓRN Kópavogs felldi á fundi sínum á föstudag tillögu um að rýmka reglur um hunda- hald 1 bænum. Var tillaga um þetta efni felld með 7 atkvæðum gegn 4. Tillagan, sem var felld, gerði ráð fyrir að hundahald yrði heimilt hverjum þeim, sem upp- fyllti ákveðin skilyrði en þau voru helst, að hundurinn væri skráður, greitt væri sérstakt gjald fyrir leyfið og hundurinn væri tryggður með ábyrgðar- tryggingu. Að sögn Björgvins Sæmunds- sonar, bæjarstjóra í Kópavogi, verður því áfram farið eftir gömlu reglugerðinni um hundahald í bænum en hún gerir ráð fyrir að leyfi til að halda hund fáist í þremur tilvikum. Lögreglunni er heimilt að hafa hunda til lög- gæslu, blindir geta fengið leyfi fyrir leiðsöguhundum og hægt er að leyfa manni að hafa hund, ef félagsráðgjafi og læknir mæla með honum sem gæludýri fyrir fólk, sem á við sálræn vandamál að stríða. Norski varnamála- ráðherrann íheimsókn NORSKI varnarmálaráðherrann Rolf Hansen er væntanlegur hing- að til lands í dag í boði Benedikts Gröndals utanríkisráðherra. Ráð- herrann mun eiga viðræður við íslenzka ráðamenn auk þess sem hann heimsækir Landhelgisgæzl- una og varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.