Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979 JARÐSKJÁLFTAR og eldgos hafa á umliðnum öldum Þjakað okkar þjóð. Með aukinni tækni hefur aukist þekking á þessum fyrirbrigðum og skilningur á því við hverju má búast. Eftir langt hlé hefur hvert gosið rekið annað — Heklugos, Öskjugos, Surtseyjargos, Skjólkvíagos og Heimaeyjargos, að ógleymdum gostilburðum viö Kröflu. Þessi gos hafa verið mjög fjölbreytt og sum þeirra, svo sem Surtseyjargosið og nú síðast umbrotin við Kröflu með kvikuhlaupi, mest líkst endurteknum tilraunum í rannsóknastofu, til þess fallin að gefa jarðvísindamönnum okkar tækifæri til próunar á nýrri rannsóknatækni og möguleika á að endurmeta milli hrina fyrri pekkingu og endurbæta mælitæki sín. Fyrir pá lukku, eða ólukku, að yffír miðjum umbrotunum fyrir norðan var verið að byggja stöðvarhús, er þar kominn einn dýrasti hallamælir veraldar og getur fyrir bragðið mælt hverja smáhreyfingu í skorpunni. Þetta allt hefur skýrt mjög myndina af því sem er að gerast, hefur verið aö gerast í iðrum jaröar og mun gerast. þessu varð samvinnuverkefni Orku- stofunnar og Raunvísindastofnunar Háskólans og maelingar gerðar á svæðinu á árunum 1971 —1976. Kom þá í Ijós að uþþtök jarðskjálft- anna voru á mjög ákveöinni skarþri línu frá austri til vesturs. Miklu skýrari en nokkurn haföi grunaö, að því er Sveinbjörn sagði. Uþptökin eru öll á 5 km breiðri og 40 km langri ræmu, sem liggur frá Reykjanestá að Kleifarvatni. Jarðskjálftarnir þarna hafa ekki verið stórir að undanförnu, Bærinn í Arnarbæli í Ölfuai eftir landakjálftann 1896. Næst bæjardyr, bá baöstofa og skemma. Sjá má hvernig veggirnir milli þeirra hafa kastast fram á hlaöiö. Þótt þekjur og stafnar séu uppistandandi, pá voru allir veggir hrundir svo aö ekki var hægt aö komast um bæinn. ekki þurfa aö byggja upp hjá sjálfum sér, fara eða leggja mann útbúinn mat til aö byggja þar upp baöstofuna aftur hið snarasta. Einnig umbiðjast þeir, sem geta lagt til einn staur, að hafa hann með sér, þar sem öll tré í þeim kofum tjást brotin. Þetta nauð- synjavérk óska ég væri byrjað strax í dag, svo þær manneskjur, sem þar eru lifandi, þurfi ekki að ráðstafast burt.“ Gefið er í skyn að þar í Haukadal lifi ekki allir. Tveim dögub síöar 24.2. ritar Kolbeinn bóndi Bjarnason í Haukadal þessa til- kynningu til Bonnesens sýslumanns og er stafsetningu haldiö: „Hier með giefst yður Welbiröigheitum til vitundar að nóttina milli þess 21. og 22. yfirstandandi mánaðar sálaöist barn mitt Sigríöur aö nafni 6 ára gömul, undir baðstofuhruni, auö- mjúkast Kolbeinn Bjarnason." Miklar heimildir eru til um jarð- skjálfta, aö því er Sveinbjörn segir, bæði samantekt úr annálum og rannsóknir manna eins og Þorvalds Thoroddsens. Sigurðar Þórarins- sonar og fleiri vísindamanna, svo sem Eysteins Tryggvasonar, Ragnars Stefánssonar og Þorleifs Einars- sonar, á áhrifum jarðskjálfta hér. Hafi Siguröur Þórarinsson til dæmis lagt mikla vinnu í leit í annálum og gert töflu um alla þekkta jarðskjálfta og afleiðingar þeirra fyrr á öldum, vegna nefndar er vann á vegum Rann- sóknarráös í því skyni að meta jarðskjálftahættu 1958. — Af heimildum er vitaö að þessir jaröskjálftar hafa orðið á Suðurlandi, segir Sveinbjörn. Annálar sýna aö sagan hefur endurtekiö sig með vissu millibili. Spenna safnast upp í berginu og losnar úr læöingi þegar brotmarki er náð. Meöaltími milli skjálfta hefur verið um 20 ár, en nú eru liðin 83 ár síöan landskjálftarnir gengu yfir Suðurland 1896 og 62 ár frá síöasta stóra skjálftanum 1912, sem varö austast á svæðinu næst Heklu. Þetta gerist ekki nægilega reglulega til að hægt sé að beita tölfræði við aö segja fyrir um það hvenær sá næsti veröur. Við vitum Gostilburðir við Kröflu varpa nýju liósi á eldri utan tveir sem urðu í september 1973, þegar fólk flúði m.a. úr bænum í Krísuvík. Austan við Kleifvarvatn virðist bergið veröa eitthvað sterk- ara, aö því er Sveinbjörn segir. Þar eru skjálftar sjaldgæfari en stærri. Síðan tekur við í beinu framhaldi upptakalína, sem allir stóru Suöur- landsskjálftarnir raöa sér á, allt austur aö Heklu. Hún liggur í austur-vestur stefnu, allt frá Hjalla í Ölfusi og austur undir Selsund. Hafa nýjar upplýsingar um fyrri alda jarð- skjálfta á svæðinu meira að segja fært frávik á upptökum inn á þessa línu. Hver leggi til einn staur Sem dæmi um slíkar villandi heimildir, sem nú hafa leiðrétzt, nefnir Sveinbjörn jarðskjálftann á þorraþræl 1828, sem Jón Espolín getur um og áttí að hafa fellt flesta bæi í Fljótshlíð og 8 í Landeyjum. Nákvæmlega ári síöar segja heimild- ir, að skjálftar hafi orðið kringum Heklu og þar skemmst 6—7 bæir. Eystein Tryggvasson hafði lengi grunað að hér væri um sama skjálfta að ræða og því leitaöi Björn Sigfús- son, faöir Sveinbjarnar, í bréfasöfn- um og komst að raun um, að þarna er um sama skjálfta að ræöa. Jón Espolín hefur frétt noröur í land af jarðskjálftanum. En nýja heimildin er bréf, sem Loftur Loftsson hreppstjóri hefur skrifað á Kaldbak morguninn eftir jaröskjálftann 22.2. 1829 og boðsendir á alla bæi í Gunnarsholts- sókn. Þar segir m.a.: „Þar eö Haukadals bær hrundi allur í grunn niöur í þeim mikla jarðskjálfta, er í nótt skeði, vildu þeir bændur í Gunnarsholtssókn, sem skjálfta og gos oyinw/ 10(km) Viö rannsóknir hefur komiö komiö í Ijós að upptök jarðskjálftanna á Reykjanesskaga eru á mjög ákveöinni skarpri línu frá austri til vesturs. Upptökin eru öll á 5 km breiðri og 40 km langri ræmu, sem liggur frá Reykjanestá að Kleifarvatni. að átök eru í jörðinni og hún brestur a.m.k. einu sinni til þrisvar sinnum á öld. Og að skjálftarnir verða stærri. eftir því sem lengra líöur frá síöasta landskjálfta. Kvikuhlaup á Þingvöllum Sú viöbótarþekking, sem umbrotin undir Kröflu veita og betri staösetning á upptökum Suðurlands- skjátftanna stóru, veitir nýja túlkunarmöguleika á því, sem áður hefur gerst. Sveinbjörn er inntur nánar eftir þessu og nefnir sem dæmi: — Á 18. öld voru miklir jarð- skjálftar á Suöurlandi. Jarö- skjálftarnir 1784 höföu mikil áhrif á sögu þjóðarinnar. Segir Sveinbjörn að þeir gætu hafa veriö afleiöing Skaftárelda, en gosiö úr Lakagígum var eitt mesta eldgos, er hér hefur orðiö. Fyrst hefur þá losnað um í eystri gosbeltinu og Skaftáreldar brotist út. Það hafi svo haft áhrif á jaröskjálftabeltið á Suöurlandi og sett jarðskjálftana á staö. í þessum jaröskjálftum féll mikiö af húsum, þar á meöal allur húsakostur í Skálholti, þótt kirkjan stæöi. Hannes biskup varö ásamt heimilisfólki aö liggja í tjöldum, en þá geröi rigningar miklar og illviðri, svo menn urðu undir veturinn að flytja sig af heimilinu. Biskup fór að Innra-Hólmi og síöar fluttist biskupsstóllinn til Reykja- víkur. Og Skálholtsskóli einnig. Um það leyti fórst undir Meðallandi kornskip, sem væntanlegt var á Eyrarbakka.En bændur gátu þá ekki boriö sig eftir björginni á aðra verzlunarstaði, því hestarnir voru dauðir úr eitrun, sem stafaði af Lakagosinu. Þannig rak hver óhamingjan aðra. Og aöeins fimm árum síöar gengur til sprungusvæði frá Þingvöllum og allt niöur í Selvog, líkt og nú gerist á Kröflusvæöinu. Eftir aö hafa séð hvaö gerist við Kröflu og áttað sig á kvikuhlaupinu þar, fer maöur aö velta Elin ú'álmadóttir ræóir við Sveinbjörn Biörnsson eðlisfræt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.