Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 25 ) í vítateig Sviss og skorar með þrumuskoti eina mark íslands í leiknum. Var vel að þessu marki staðið hjá Brechbuhl (nr. 2), einn besti leikmaður svissneska iiðsins. Ljósm. RAX. „Óhress yfir því að vera tekinn út af“ ÞAÐ vakti mikla athygli manna á landslciknum á laugardag er Teiti Þórðarsyni var skipt út af í leiknum. Teitur hafði verið einna frfskastur framlínumannanna og barist af miklum dugnaði og var í allflestum boltum sem komu fram. Landsliðsþjálfarinn hefði getað skipt Árna inn fyrir Trausta í bakvarðarstöðuna og látið Karl koma inn yfrir Guð- mund á miðjuna. Margir áttu reyndar von á því í upphafi leiksins, að félagarnir þrír, Árni, Karl og Pétur, sem þekkja vel hver á annan, myndu hefja leik- inn allir þrír og verða þá á vinstri vængnum. Svo ekki sé nú talað um að sóknarleikur hafði verið ákveðinn. í spjalli eftir leikinn sagði Teitur: — Ég er mjög óhress yfir að vera tekinn út af í leiknum. Og skil ekki þá ákvörðun þjálfarans. Ég fann mig virkilega vel í leikn- um. Það er nóg af leikmönnum hér heima sem geta leikið einn half- leik og það þarf ekki að vera að ná í leikmenn til Svíþjóðar til þess. Mér fannst lið Sviss vera ágætt. Við reyndum og mikið af lang- spyrnum fram völlinn, það var erfitt að vinna úr þeim. Við hefðum betur reynt að leika betur dagsmorgun til Svíþjóðar en hann saman og nota breiddina. leikur með liði sínu Öster á móti Teitur hélt út strax á sunnu- Malmö FF á miðvikudag. — Þr- • Teitur Þórðarson í baráttu við svissneskan leikmann. Teitur átti sérlega góðan leik og það kom á óvart er honum var kippt út af f sfðari hálfleik. Ljósm. Kristján. Sagt eftír leikinn Sagt eftir leikinn: Ellert B. Schram formaður KSÍ: — Ég er dapur yfir því að leikur- inn skyldi tapast. Við vorum áberandi betri í fyrri hálfleiknum og áttum þá að geta gert út um leikinn. En það var of mikið kapp í sókninni og átti að skora tvö mörk í hverri sókn. Það var ekki rétt aðferð að mínu mati að vera með þessa háu bolta upp miðjuna, það átti að reyna að nota meira jarð- arbolta og samleik og nota breidd vallarins betur. Eftir að hafa skorað markið í siðari hálfleikn- um var slakað á og það lá í loftinu að það yrði jafnað. Við höfðum alla tilburði að þessu sinni til þess að sigra. Atli Eðvaldsson — Það er ekki hægt að sigra í leik ef dómarinn er á móti liðinu sem og var í þessum leik. Ég sá nákvæmlega hvernig staðið var að fyrra markinu og það var löglegt í alla staði. Dómarinn gerði stór mistök. Nú, við sóttum í fyrri hálfleiknum oft af meira kappi en forsjá. Og ég þarf varla að taka fram, að ég er dauðsvekktur yfir að hafa tapað leiknum. v.#' Jóhannes Eðvaldsson fyrirliði — Að mínum dómi lékum við vel og mun betur en úti í Sviss á dögunum. Sérstaklega þó í fyrri hálfleiknum. Mér er alveg óskiljanlegt af hverju fyrsta markið var dæmt af okkur. Það kom illa við liðið og var mjög afdrifarikt. # ' Dr. Youri þjálfari — Liðið lék betur núna en úti í Sviss. En leikmennirnir gátu ekki framkvæmt það sem fyrir þá var lagt að mínum dómi. Þeir léku ekki nægilega yfirvegað og skyn- samlega. Þá er rétt að það komi fram, að íslenska landsliðiö er ekki tilbúið til að leika með þrjá miðvallarleikmenn og þrjá fram- línuleikmenn í svona leikjum. Walker þjálfari Sviss — Að sjálfsögðu er ég ánægður með leikinn að hálfu minna leik- manna og sigurinn. Ég var smeyk- ur við þennan leik, og hafði rætt vel við Derwall þjálfara V-Þjóð- verja sem var með lið sitt hér á dögunum. Hann gaf mér ýmsar gagnlegar upplýsingar. Við vorum hræddir við vindinn, þar sem við erum siakir í skallaeinvígjum, en þar eru íslensku leikmennirnir sterkir. Við reyndum því eftir fremsta megni að nota jarðarspil og forðast háar sendingar. Það tókst. Nú, að ná sigri á útivelli eftir að vera marki undir í síðari hálfleik er mjög gott. íslenska liðið var betra hér en úti í Sviss og mun hættulegra í sóknaraðgerð- um sínum. Bestu leikmenn að mínum dómi í íslenska liðinu voru þeir Atli, Arnór og Teitur þar til hann var tekinn út af. #' v,#' Helgi Daníelsson formaóur landsliósnelndar KSÍ — Ég er sáróánægður með að leikurinn skyldi tapast. En oft er það nú svo, að þegar búist er við of miklu verða margir fyrir von- brigðum. Það var ekki óraunhæft að ætla, að við gætum sigrað Sviss í þessum leik. Það var ýmislegt á móti okkur, og það fer ekki milli mála að löglega skorað mark var dæmt af okkur. Mér fannst vanta neista í íslenska liðið. Meiri leik- gleði. Það voru allir leikmennirnir vel á sig komnir fyrir leikinn, engin meiösli, andinn var mjög góður svo og allur undirbúningur. En svo þegar komið var í sjálfan leikinn var eins og eitthvað vant- aði. Við hefðum átt að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, svo vel lék íslenska liðið þá. Bergþór Jónsson í landsliðsneínd — Það vantaði leikgleðina. Það voru góðir kaflar í leiknum, það vantaði ekki, og við áttum að geta sigrað. En einhverra hluta vegna gekk dæmið ekki upp. - þr. • iiaymondu Ponte hcfur snúift á eist ieerri en þrjá íslenska varnarmenn on spyrnir knettinum af afli og öryKKÍ upp í þaknetið. jtífnunarmark Sviss. Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.