Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 Mohammed Reza og Farah Diba: Hvergi eru þau velkomin. íranskeisari er kominn til Mexikó Mexikó-borg 10. júní Reuter. MOHAMMED Reza, fyrrverandi keisari í íran, kom á sunnudags- kvöldið til Mexikó. Með í förinni var Farah Diba, eiginkona hans, nokkrir samstarfsmenn og öryggisverðir. Keisarinn sagði við fréttamenn að hann hefði ferðamannavegabréfsáritun til sex mánaða og að hann hlakkaði til að dvelja f þvi landi sem jafnan hefði verið rómað fyrir gestrisni. Mexikönsk stjórnvöld hafa látið að þvf liggja að keisarinn sé langt frá því velkominn gestur og þau muni ekki taka að sér að ábyrgjast öryggi hans meðan hann er í landinu. Um svipað leyti og Iranskeisari kom til Mexikó hélt sendiherra írans í Mexikó í skyndingu á brott og er litið á það sem mótmæli íransstjórnar vegna þess að keisararanum skyldi leyft að koma til Mexikó. Mikil leynd var yfir brottför samstundis fylgt inn í nokkrar keisarahjónanna frá Nassau á Bahamaeyjum, þar sem þau hafa dvalið síðan í marzlok í húsnæði bandarísks milljarðamærings, James Crosby, á Paradísareyj- um. Fyrstu fregnir hermdu að Farah Diba ein hefði haldið á brott og voru fréttamenn í þann veginn að hefja djúphyglislegar bollaleggingar um að skilnaður hjónanna væri í vændum, þegar það upplýstist að keisarinn var einnig í einkaþotu þeirri sem þarna var um að ræða. Við komuna til Mexikó var hjónunum og fylgdarliði þeirra bifreiðar og ekið á ótiltekinn ákvörðunarstað. Búizt er við að þau muni dvelja í húsi Shams systur keisara í Acapulco, en hún keypti það fyrir fjórum árum og um svipað leyti og keisari hrökklaðist frá íran voru hafnar endurbætur á húsinu. Nokkrir embættismenn tóku á móti keisarahjónunum en þó svo að utanríkisráðherra landsins hafi sagt að Mexikó láti Irans- stjórn ekki hóta sér, er flest sem bendir til þess að Mexikó stjórn vilji helzt að dvöl þeirra hjóna verði sem allra stytzt. Öllum breiðþotum skip- að til skoðunar til könn- unar á hreyfilfestingum Washintrton 10. júní & AP, Reuter. Bandaríska flugmálastjórnin fyrirskipaði í dag skoðun á fest- ingum hreyfla á öllum breiðþotum í eigu bandarfskra flugfélaga. Þessi tilskipun á við DC-10 þotur Douglas-McDonnes verksmiðj- anna, Boeing 747, Tristarþotur Lockheed vewrksmiðjanna og A- 300 Airbus, evrópsku breiðþoturn- ar. „Við teljum ekki hundrað í hættunni en með tilliti til flug- slyssins f Chicago viljum við bera nauðsynlegar. varúðarráðstafan- ir,“ sagði talsmaður FAA, banda- rfsku flugmálastjórnarinnar f Washington f dag. Langhorne Bond, flugmálastjóri Bandaríkjanna, mun koma fyrir þingnefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings. Þar er búist við að gerð verði hörð hríð að honum og honum verði gert að gera grein fyrir eftirlitskerfi FAA. Hvers vegna FAA hafi ekki fundið gall- ana á DC-10 þotunum og hvort DC-10 hafi nokkurn tíma átt að fara í loftið. Bandaríska flugmála- stjórnin gerir nú umfangsmiklar rannsóknir á hreyfilsfestingum á DC-10 þotum. Vitni af flugslysinu í Chicago hafa sagt, að gusustrókur hafi staðið aftur úr væng DC-10 þotunnar eftir að hreyfillinn hafi fallið af. FAA rannsakar nú þann möguleika að háþrýstikerfið í vængnum hafi farið í sundur, og glussinn hafi sprautast aftur úr vængnum. Við það hafi vængurinn orðið stjórnlaus, vélin misst jafn- vægið og hrapað. McDonnel Douglas verksmiðj- urnar taka nú þátt í flugsýning- unni í París og þær gáfu út þá tilkynningu í dag, áð sala á og eftirspurn eftir DC-10 þotum hafi ekki minnkað. „Viðskiptavinir okk- ar hafa sýnt okkur samúð sína. Þeir líta svo á, að þær ráðstafanir, sem FAA hafi gert sé vegna pólitísks þrýstings í Bandaríkjun- um. Að allt málið sé orðið póli- tískt,„ sagði talsmaður verksmiðj- anna. Þá gagnrýndi hann þá ákvörðun FAA að kyrrsetja allar DC-10 þotur af gerðinni 30 og 40. Þar hafa engir gallar komið frarn." Framleiðandi Airbus breiðþotn- anna sagði í dag, að hreyfiltenging- ar Airbusþotna væri í grundvallar- atriðum frábrugðnar festingum DC-10 þotnanna. Stjómarflokkamir töpuðu í Luxembourg LuxembourK 11. júní. — Reuter, AP GASTON Thorn, forsætisráðherra Luxembourg sagði af sér embætti í dag eftir kosningaósigur stjórnarflokkanna í Luxembourg, sósíalista og frjálslyndra, á sunnudag. Þrátt fyrir ósigur stjórnarflokkanna tveggja unnu frjálslyndir, flokkur Thorns, einn mann á þingi. Sósíalistar misstu þrjá menn og þar með var hinn naumi meirihluti stjórnarflokkanna úr sögunni. Kristilegir sósíalistar voru sigurvegarar kosninganna í Lux- embourg. Þeir hafa nú 24 þingsæti af 59. Unnu sex þingmenn og eru nú langstærsti flokkurinn í Luxembourg. Leiðtoga kristilegra sósíalista, Pierre Werner, verður væntanlega falin stjórnarmyndun. Hann er 65 ára gamall en hann þarf stuðning annars flokks og væntanlega verða það annað hvort sósíalistar eða frjálslyndir, flokk- ur Thorns. Skipting þingsæta í Luxem- bourg verður: Kristilegir sósíalist- ar 24 — unnu 6. Frjálslyndir 15 — unnu 1. Sósíalistar 14 — misstu 3. Kommúnistar 2 — misstu þrjá. Sósíal demókratar 2 — misstu 3. Óháðir sósíalistar 1, unnu það þingsæti. Sameiningarflokkurinn fékk eitt þingsæti en hann hefur það meðal annars á stefnuskrá að krefja Þjóðverja um stríðsskaða- bætur frá síðari heimsstyrjöld- inni. Gaston Thorn hefur verið for- sætisráðherra Luxembourg síð- ustu fimm árin, komst til valda 1974. Frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar til 1974 höfðu Kristi- legir sósíalistar verið við völd. Aðeins nú Jimmy Meirihluti kjósenda vill Kennedy 30% styðja Carter New York, London, 11. júní. Reuter, AP. SKOÐANAKÖNNUN, sem banda- ríska stórblaðið Ncw York Times og sjónvarpstöðin CBS lefu gera ,JVjósnari aldarinnar 99 látinn Starnberg. V-býzkalandi, 11. júní—Reut- er. AP. REINIIARD Gehlen, oft nefndur „njósnari aldarinnar,” lést á föstu- dag úr krabbameini í V-Þýzkalandi. Gehlcn vann að njósnum fyrir Þýzkaland í 36 ár en ákaflcga lítið var vitað um hann á meðan hann starfaði. Hann hóf störf við varnar- málaráðuneytið í Berlín árið 1932 en árið 1942 var hann gcrður af yfirmanni njósna Þjóðverja á aust- urvígstöðvunum. Reinhard Gehlen dró sig í hlé árið 1968, þá umvafinn goðsögnum sem „njósnari aldarinn- ar“. Svo mikil leynd hvfldi yfir honum, að engum tókst að ná mynd af honum frá 1945 til 1968 að hann dró sig í hlé. Hann gaf út æviminningar sínar 1971. Þær urðu metsölubók í V-Þýzkalandi en í raun sögðu þær ákaflega lítið. Þar hélt Gehlen því fram að Martin Bormann, einn af nánustu foringjum Hitlers, hafi starfað fyrir Sovétmenn eftir heims- styrjöldina og látist í Sovétríkjunum. En síðar þótti sannað að höfuðkúpa Bormanns hafi fundist í húsarústum í Berlín. Gehlen gaf sig fram við Banda- ríkjamenn skömmu fyrir endanlega uppgjöf nazista. Þá hafði hann með sér mikið af upplýsingum um Sovét- menn, sem hann hafði falið í helli í Bæheimi. Eftir heimsstyrjöldina setti Gehlen á stofn v-þýzku Ieyni- þjónustuna, kölluð „Gehlen stofnun- in“. Árið 1955 var gerð breyting á leyniþjónustu Gehlens og hann var einungis ábyrgur gagnvart kanslar- anum. Bandaríkjamenn veittu rausn- arlega fé til leyniþjónustu hans. Og hún þótti vinna mörg frækileg afrek. Frægast var þegar menn Gehlens grófu göng undir A-Berlín og hleruðu öll samtöl í borginni. Stofnun Gehlen sagði fyrir um innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu árið 1968 og eins um það, hvenær sex daga stríð ísraels- manna og Araba yrði. Eftir að Konrad Adenauer lést, minnkuðu áhrif Gehlen mjög og hann var gagnrýndur óspart vegna andúðar sinnar í garð Sovétmanna, en draum- ur hans var að koma kommúnisma í Sovétríkjunum á kné. fyrir sig sýndu að fylgi Jimmy Carters, Bandarikjaforseta, hefur aldrei verið minna. Hann hefur nú stuðning aðeins 30% kjósenda en hafði fyrir þremur mánuðum fylgi 42% kjósenda en hafði fyrir þremur mánuðum fylgi 42% kjósenda. Þessi skoðanakönnun sýndi, að fylgi Jimmy Carters cr nú minna en þeirra Gerald Fords og Lyndon Johnsons þcgar það var minnst. Aðeins tveir forsetar Bandaríkj- anna hafa haft minni stuðning bandarisku þjóðarinnar. Það voru þeir Richard Nixon og Harry Truman. Þá sýndu niðurstöður könnunarinnar, að aðeins 23% kjós- enda vildu að Carter byði sig fram 1980 en hins vegar vildu 52% að Edward Kennedy færi í framboð. Leiðari The Financial Times fjall- ar í dag um stöðu Jimmy Carters. Edward Kennedy — fyllö hans er nú mun melra en foraetans. Jtmmy Carter - fylld hans er nú lígmarki. Þetta gerðist 1964 — Nelson Mandela og sjö aðrir dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir skemmdarverk í Rivonia- réttarhöldunum í Pretoriu. 1944 — Þjóðverjar hefja flug- spengjuárásir á Bretland. 1940 — Japanir gera loftárás á Chungking, Kína. 1937 — Hreinsun rússneskra hershöfðingja hefst. 1917 — Konstantín Grikkjakon- ungur leggur niður völd. 1901 — Kúba verður raunveru- legt bandariskt verndarríki sam- kvæmt samningi. 1900 — Onnur þýzku flotalögin (stefnt að smíði 38 herskipa á 20 árum). 1882 — Óeirðir gegn útlending- um brjótast út í Alexandríu. 1798 — Frakkar taka Möltu. 1691 — Ahmed II verður Tyrkjasoldán í stað Suleimans III. 1683 — Samsæri um að myrða Karl II og bróður hans Jakob, hertoga af York, afhjúpaö (Ry House Plot). 1672 — Franskur her sækir yfir Rín við Tolhoys. Afmæli. Charles Kingsley, brezkur rithöfundur (1819— 1875) — Sir Anthony Eden brezkur stjórnmálaleiðtogi (1897-1977). Andlát. Thomas Arnold, skólastjóri, 1842. Innlent. Fánatakan í Reykja- víkurhöfn 1913 — Kristján X heimsækir ísland 1926 — Ai- þingiskosningar 1931 — Brott- rekstur 20 manna úr kommún- istaflokknum kunngerður 1934 — Jónas Halldórsson setur 50. sundmetið á 10 árum 1939 — Hótel Borg tekin leigunámi eitt kvöld til veizlufagnaðar 1944 — „Brúðkaup Fígarós" flutt 1950 — f. Kristinn E. Andrésson 1901 — Bjarni Vilhjálmsson þjskjv. 1915. Orð dagsins. Lífið er byrði sem er undanfari dauða — Henry James, ensk-bandarískur rithöfundur (1843—1916). • Þar segir að „bandamenn Bandaríkj- anna í NATO yrðu nú að taka meiri ábyrgð á alþjóðavettvangi vegna hinnar veiku stöðu Carters. Helsti veikleiki Jimmy Carters er hve staða hans gagnvart þinginu er veik og hve fáum málum hann kemur þar í gegn. Líklegt er að hann muni áfram eiga í erfiðleikum og þegar upp verði staðið teljist það Akkilesarhæll Carters að hafa ekki tekist betur í baráttunni við verðbólguna. Bandamenn Bandaríkjamanna verða að horfast í augu við það ,að forusta Bandaríkjanna er ekki sem hún var. Það gæti breyst eftir 1980, en óráðlegt væri að treysta á það,“ sagði hið virta blað Fincancial Times í leiðara í dag. í Moskvu er nú komið fram af meiri virðingu við Bandarikjaforseta en áður, en fyrir aðeins ári síðan var Jimmy Carter borinn þeim sökum að stefna „Detente" í voða. Eftir SALT 2 samkomulagið hefur afstaða Sov- étmanna gagnvart Carter verið í mun mildari en áður. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.