Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 1V2 milljón hlýddi á messu páfa íKraká Kraká, Róm 10. Júní - AP. Reuter „Þið verðið að vera trúföst. í dag meir en nokkru sinni fyrr,“ sagði Jóhannes Páll 2. páfi þegar hann messaði yfir um einni og hálfri milljón manna í Kraká. Þar var páfi erkibiskup áður en hann var kjörinn páfi. íbúar Kraká eru um milljón. Þegar við sólarupprás var mannfjöldinn tekinn að streyma að messustaðnum. „Við erum mjög tengd þjóðum, sem tala skyld mál,„ sagði páfi og var þá að vitna til Hvít-Rússa og Úkraníumanna. „Biðjum fyrir þeim, þar sem þeir gátu ekki komið hingað." Kirkjunnar menn frá Rúmeníu, Ungverja- landi, Tékkóslóvakíu og Júgó- slavíu tóku þátt í athöfninni í Kraká. Og nokkrir Tékkar reistu upp borða, þar sem sagði. „heil- agur faðir, komdu og vektu okkur í Tékkóslóvakíu." Mikil trúarbylgja hefur fylgt í kjölfar páfa til Póllands og staðfest enn hver kaþólsk trú á sterk ítök með þjóðinni. Hvar sem páfi fór um var honum fagnað innilega og hvatningar hans um aukið frelsi pólsku þjóðarinnar féllu greinilega í góðan jarðveg. „Trúin lifir í Póllandi og hefur í sér fögnuð, von og bjartsýni," sagði Jóhannes Páll páfi II við komuna til Ciampinoflugvallar við Rómaborg á sunnudagskvöld. Páfi átti erfitt um mál og gerði að því gaman og sagði að nokkr- um árangri hefði verið náð í förinni: „páfinn hefur misst röddina". Síðan bætti hann því við að hann þakkaði guði fyrir þá örvandi reynslu sem hann hefði orðið fyrir í þessari heim- sókn sinni. Frétta skýrendur telja að enda þótt pólsk stjórnvöld hafi reynt að gera eins lítið úr mikilvægi páfaheimsóknarinnar þangað og unnt er, leiki ekki á tveimur tungum að koma páfa og þær móttökur sem hann hlaut hjá öllum þorra manna eigi eftir að marka djúp spor í Póllandi. í gærkvöldi voru á kreiki óstaðfestar fregnir þess efnis að páfi hygði á meiriháttar ferða- lag um Bandaríkin í október. Páll páfi sjötti fór til Bandaríkj- anna meðan hann var páfi en ekki víðar um en til New York. Sérfræðingar um málefni Páfa- garðs segja að einnig hafi komið til tals að Jóhannes Páll fari í stuttar ferðir til Austurríkis, Spánar og írlands á næstunni. Brezka blaðið Daily Telegraph fjallaði um það í forystugrein í dag að sú stórkostlega fagnaðar- alda sem farið hefði um gervallt Pólland í tilefni heimsóknar páfa væri mikil auðmýking fyrir stjórnmálaleiðtoga landsins og ekki sé vafi á því að stjórnmála- forystan muni ekki gleyma þeirri auðmýkingu um sinn. Mannf jöldi hyllir Jóhannes Pál páfa f bænum Czestochowa í Póllandi. Bella Kor chnoi leitar h jálpar að komast úr landi Mowkva, 11. júní. AP. BELLA Korchnoi, eigin- kona skákmannsins Viktors Korchnoi, hefur sent beiðni til Rosalynn Carter forsetafrúar Bandaríkjamanna, Marga- ret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands og vest- rænna fréttamanna í Sovétríkjunum, um að sér verði lagt lið í því að fá að flytjast úr landi ásamt syni sínum Igor, sem er tvítugur. í ákalli sínu sagðist Bella Korchnoi nú ekki eiga annarra kosta völ en reyna með þessum hætti að vekja samúð og stuðning með beiðni sinni. Hún sagði að síðan eiginmað- ur hennar neitaði að hverfa aftur til Sovétríkjanna árið 1976 hefði verið reynt að ala á hatri á henni og syni hennar og öllum óskum þeirra um að fá að fara til Vesturlanda til Korchnois hefði annað tveggja verið synjað ellegar ekki sinnt í neinu. Bella Korchnoi sagði að skömmu eftir að fyrsta beiðiii þessarar gjörðar var send yfirvöldum hefði Igor sonur hennar verið kvaddur til her- þjónustu, hann hefði neitað og undanfarið ár hefði hann orðið að vera meira og minna í felum. Igor Korchnoi vill ekki ganga í herinn vegna þess að litið er svo á að þeir sem hafa verið í herþjónustu búi yfir ákveðnum hernaðarleyndar- málum og minnka þá enn líkur á að hann fái að fara úr landi, að því er móðir hans sagði við vestræna fréttamenn um helg- ina er hún afhenti þeim afrit af bænarskjölum þeim sem hún hefur nú sent. Heissler gripinn Frankfurt. V-Þýzkalandi 11. júnf Reuter UM HELGINA hafði vestur-þýzka lögreglan hendur í hári hins eftir- lýsta Baader Meinhof skæruliða, Rolf Heissler. Hefur hann nú verið færð- ur á ný í fangelsi það í Frankfurt sem hann sat í áður en hann var látinn laus í skiptum fyrir Peter Lorenz árið 1975. Heissler er grunaður um að vera viðriðinn mannránið og morðið á Hans Martin Schleyer fyrir tveim- ur árum, svo og að hafa átt aðild að morðinu á Jurgen Ponto banka- stjóra í Frankfurt árið 1977. Vedur vída um heim Akureyri 13 alskýjaó Madrid 23 sól Amsterdam 22 úrkoma Malaga 26 skýjaö í grennd Majorka 25 léttskýjað Apena 33 bjart Miami 27 skýjað Barcelona 24 skýjaA Montreal 28 skýjað Berlín 26 skýjaö Moskva 22 skýjað BrUssel 22 skýjað Nýja Delhi 42 bjart Chicago 23 skýjað New York 25 rigning Denpasar 32 hólfskýjað Ósló 20 skýjaö Feneyjar 27 lóttskýjað Parí8 20 skýjað Frankfurt 26 sól Reykjavík 10 rigning Genf 27 mistur Rio de Janeiro 25 skýjað Helsinki 18 bjart Rómaborg 28 8ÓI Hong Kong 29 rigning San Francisco 22 bjart Jerúsalem 37 8ÓI Stokkhólmur 18 skýjað Jóhannesarb. 22 bjart Sydney 19 bjart Kaupmannah. 14 skýjaö Teheran 32 bjart Las Palmas 29 alskýjað Tel Aviv 30 sól Lissabon 21 sól Tókíó 26 akýjað London 18 rigning Vancouver 21 sól Los Angeles 38 skýjað Vinarborg 27 skýjaö Hitlers- varningur seldist vel MUnchen V-Þýzkalandl 11. júnf AP. TVÆR vatnslitamyndir eftir Adolf Hitler voru seldar á upp- boði um helgina íyrir sem svar- ar 4.6 milljónum íslenzkra króna. Á uppboðinu var verið að selja ýmsa gripi sem tengdir voru stjórnartíma nazista og sagði uppboðshaldarinn að gott verð hefði fengizt fyrir suma þeirra. Myndir Hitlers voru frá náms- árum hans í Austurríki, merktar árið 1904 og 1907. Kaupandinn var útlendingur og nafn hans ekki birt. Mjög margir útlend- ingar sóttu uppboðið eða létu bjóða í fyrir sína hönd og eink- um Bandaríkjamenn. Ræða handskrifuð af Hitler frá því upp úr 1920 var seld fyrir 6.200 þýzk mörk og bjórkolla með nafni Hitlers máluðu á seldist fyrir 3500 mörk, gestabók sem Hitler og Göring höfðu ritað nöfn sín í fór á 6.200 mörk, tvö sérstæð krystalglös úr búi Her- manns Göring fóru á 2.700 mörk. Amin Amin upp á náð og miskunn Gaddafis kominn Hamborg, 11. júní. AP. Reuter. VESTUR-þýzka blaðið Der Spiegel sagði frá því um helg- ina að einn blaðamanna þess, Wiedemann, hefði haft upp á felustað Amins fyrrverandi Úgandaforseta í Tripoli, og orðið að sitja fyrir vikið í fangelsi í átta daga. ( grcin blaðsins segir að Amin dvelji í húsi ( eigu stjórnarinnar skammt frá Tripoli en hann skipti þó oft um dvalarstað af öryggisástæðum. Sagt er að hann heimsæki öðru hverju tvær af eiginkonum sínum sem eru í íbúð í Shati Andalus hótelinu en þar búa þær ásamt tuttugu af börnum hans. í fréttum af máli þessu segir að Amin hafi ekki tekizt að hafa neina fjármuni með sér út úr Úganda og sé hann algerlega upp á náð og rausn Gaddafis Libyuforseta kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.