Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 3 Feðgar biðu bana Ólafsflrði II. júnf Á laugardaginn um kl. 19 voru þrír feðgar frá ólafsfirði á leið frá Dalvík þegar bifreið þeirra fór út af veginum í Ólafsfjarðarmúla og biðu tveir feðganna bana. Þeir sem létuzt voru Guðmundur Willíamsson 49 ára. Brekkugötu 23, og sonur hans Guðmundur Guðmundsson, 19 ára menntaskólanemi. Arnar Guðmundsson 7 ára komst hins vegar lífs af. Engar skýringar eru á tildrögum unni fyrir neðan veginn og voru þegar slyssins sem varð við svokallað Syðra-Drangsgil, en hins vegar var talsvert grjóthröngl á veginum, svo sem títt er í leysingum eins og nú eru. Annar bíll frá Ólafsfirði var rétt á eftir þeim feðgum og voru farþegar í honum vitni að því er bíllinn steyptist fram af vegbrúninni. Var þegar gert viðvart og fór björgunarsveitin á staðinn. Bræðurnir fundust í skrið- fluttir til Akureyrar þar sem Guð- mundur lézt. Föðurnum varð hins vegar að ná frá sjó þar sem bifreiðin hafði farið alveg niður í fjöru og var hann látinn þegar að var komið. Um 100—150 metrar eru þarna frá vegi niður á sjó. Arnar er á batavegi þar sem hann liggur í sjúkrahúsi Akureyrar. — freftaritari. Lósmynd Brynjólfur Sveinsson. Guðmundur Willfamsson Guðmundur Guðmundsson Myndin er tekin af veginum í Ólafsfjarðarmúla þar sem bifreið feðganna fór út af. „Ekki komið vor í sjóinn 99 segir Ingvar Hallgrímsson, f iskif rædingur og telur að kaldur sjór geti valdið seiðadauða „SJÓR ÚTI fyrir Suð-Vesturlandi og Norðurlandi er nú mun kaidari en í meðalári. Á Norðursvæðinu er svo til enginn Atlantshafssjór, heldur pólsjór og hitinn þar er 2 til 4 gráðum lægri í efstu sjávarlögunum en um svipað leyti í fyrra. Þetta veldur því að allur gróður sjávarins er mjög seint á ferðinni og hætta er á að seyði á fyrsta ári hreinlega drepist. Við erum hræddir um að þetta geti sagt til sín í minni fiskafla eftir um það bil 5 ár en ástand seyðanna kemur þó betur í ljós eftir seiðarannsóknirnar, sem fram eiga að fara í ágúst,“ sagði Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðingur, í samtali við Mbl. í gær en hann er leiðangursstjóri í vorleiðangri Hafrannsóknarstofnunar sem nú gerir athuganir við Austurland. Ingvar sagði að djúpt úti af Suð-Vesturlandi væri sjórinn Vfe til 1 stigi kaldari en á sama tíma í fyrra og gróður í sjó væri aðeins á mjóu belti við Suð-Austurlandið. A svæðinu djúpt úti af Suð-Vestur- landi væri svo til vetrarástand enn og sagðist Ingvar gera ráð fyrir að vorkoma í sjó væri 2 til 3 vikum seinni en í meðalári. Ingvar sagði að svo til enginn Atlantshafssjór hefði enn gengið fyrir Horn, þannig að fyrir öllu Norður ,og Norð-Austurlandi ríkir kaldur pól- sjór. „Við teljum að þetta geti valdið því að það verði óskaplega lítið af þörungum í sjónum þegar líður á sumarið og þar með verri fæða fyrir dýrasvifið. Þetta kann að hafa áhrif á uppvaxandi seiði frá hrygning- unni í vor en ástand þeirra verður betur kannað seinna í sumar,“ sagði Ingvar. Fram kom hjá Ingvari að í hinum kalda pólsjó fyrir Norðurlandi væri norðlægari gróður en venja er til og áta er undir meðallagi í sjónum þarna og af annarri gerð en eðlilegt er á þessu hafsvæði, þegar Atlants- hafssjórinn ríkir þar. Ingvar sagði að þessi áta fyndist venjulega í pólsjónum langt norðan íslands en er nú ríkjandi á öllu norðursvæðinu og finnst meira að segja inni á höfninni á Akureyri. „Við erum hræddir við að þetta segi til sín í afla eftir um 5 ár. Það er ekki komið vor í sjóinn og ástandinu svipar til hafísáranna á síðasta áratug," sagði Ingvar. Breiðþota Flugleiða bíður enn lofthæfnis- skírteinis — ÞETTA gekk alveg sæmilega hjá okkur yfir helgina að koma farþegum á áfangastað, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða er hann var inntur eftir gangi mála hjá félaginu, en sem kunnugt er hefur lofthæfnis- skírteini ekki verið afhent DC-10 þotum í Bandaríkjunum að nýju. Sveinn sagði að þota Flugleiða biði enn síns skírteinis í New York og tíminn hefði verið notaður til að fjölga í henni sætum, en þau voru nokkru færri þegar þotan var í vetraráætlun. Verða þau nú 380 í stað 358 áður. Sveinn sagði að nú væri tilbúin áætlun fyrir þessa viku miðað við að tían væri enn ekki í flugi og það hefði kostað talsverðar tilfæring- ar og breytingar á notkun flug- flotans, sem hefði áhrif á alla starfsemina. Þá sagði Sveinn að þeir Flugleiðamenn hefðu orðið varir við að fólk t.d. á ferð um Bandaríkin hefði orðið af ferðum sínum vegna hinnar miklu röskun- ar á öllu flugi, sem flugbann á DC-10 hefði. Auövitaö n Benidoirn /X UJ o flilli Í)íírfi Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. Næsta brottför 20. júní. Seljum farseöla um allan heim á lægsta verði. Ferðamiðstöðin hf. AÐALSTRÆTI 9 — SIMI 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.