Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 2H*rgunl>labib ÞRIÐJUDAGUR 12. JtNÍ 1979 Síminn á afgreiðslunni er 83033 2n*r0unblnbib „Heldur góður andi yfir þessu núna” — segja farmenn / Stykkishólmi var dagskrá sjómannadagsins með hefðbundnum hætti. Koddaslagurinn vakti að venju óskipta athygli og ánægju þeirra er á horfðu, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þátttakendur báru sig karlmannlega, þó allir fengju þeir að lokum fskald sjóbað. — Sjá bls. 18. ljósdi. Fríða ProPPé. TVeir milljarðar í niðurgreiðsl- ur á olíu til fiskiskipaflotans? SAMKVÆMT samkomulagi því sem varð í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins á laugardag um nýtt skiptaverð hækkar þorskur um 15,5%, ýsa um 17%, steinbítur um 25% og lúða um 20%. Engin hækkun var sett á ufsa, karfa, keilu, löngu og grálúðu, en hins vegar er reiknað með sérstakri 25% verðuppbót á ufsa og 30% á karfa, sem greidd verður með tekjuafgangi úr aflatryggingasjóði og trygginga- sjóði fiskiskipa. Ríkisstjórnin hét bráðabirgðalögum um þessar sérstöku verðuppbætur og um hækkun olíugjalds til fiskiskipa um 4,5%, úr 2,5 í 7%, ennfremur að gera ráðstafanir til þess, að olíuverð til fiskiskipa haldist óbreytt út verðtfmabilið, en því lýkur 30. september n.k. Eftir þeim upplýsingum, sem Mbl. tókst að afla sér í gær þýðir óbreytt olíuverð til fiskiskipa um 500 milljónir kró^a á mánuði í niðurgreiðslur miðað við þá hækk- un, sem olíufélögin hafa beðið um. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær, að ekkert hefði enn verið um það fjallað í ríkisstjórninni með hverjum hætti hún myndi afla tekna til þessarar niðurgreiðslu á olíu til fiskiskipaflotans, en fyrir- heitið hefði verið nauðsynleg for- senda þess að fiskverðsákvörðun kæmi. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði í samtali við Mbl. í gær, að þessi nýja verðákvörðun færði halla útgerðarinnar að mati Þjóð- hagsstofnunar úr 21,4% af tekjum í 5,9% og að rekstrargrundvöllur útgerðarinnar væri nú 4% betri en eftir fiskverðsákvörðunina 1. marz sl. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for- stjóri SH sagði að samþykki fisk- kaupenda væri bundið vonum um að fiskvinnslunni yrði gert kleift að mæta hækkuninni með gengis- sigi án þess þó að hann vildi tiltaka neina tölu þar um. Hins vegar væri ljóst að fiskvinnslan í heild væri nú rekin á grundvelli um 14 milljarða króna taps og væri þá ekki innifalin 3% launa- hækkun, sem til umræðu hefur verið. Sjá: 6% gengissig i kjölfar fiskverðsins. Bls. 29. UNDIRNEFNDIR aðila í far- mannadeilunni sátu á fundum síðdegis í gær og þegar blaðið fór í prentun stóð yfir fundur undir- nefndanna með sáttasemjara en einnig sátu aðrir sáttanefndar- menn fundinn. Fullskipaðar samninganefndir aðila voru til staðar í tollstöðvarhúsinu í gær. Ingólfur Ingólfsson, formaður Farmanna- og fiskimanasam- bandins sagði í gærkvöldi að í stórum dráttum væri búið að ná samkomulagi um ramma yænt- anlegs kjarasamnings nema hvað í þessum ramma væru engar iaunatölur. „Að vísu eru viss atriði ekki frágengin hvað varð- ar þennan ramma en ég leyfi mef að vona að það skilji ekki annað á milli en þau atriði sem beinliúis tengjast launum. Ætlunin er að halda áfram fram eftir kvöldi og það er heldur góður andi yfir þessu núna,“ sagði Ingólfur. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjópri Vinnuveitendasambands íslands sagði seint í gærkvöldi að staðan væri erfið þessa stundina. Rétt væri að naðst hefði samkomu- lag um ýmis atriði varðandi ramma samningsins en hins vegar væru veigamikil atriði hans enn óleyst auk launakaflans. Þorsteinn sagði að ekkert væri enn farið að ræða launakaflann og þess væri ekki að vænta að vinnuveitendur legðu fram tilboð varðandi þann lið. „Við teljum," sagði Þorsteinn," að það sé svo langt bil á milli aðila að enginn grundvöllur sé fyrir því að því er kaupið varðar. Við teljum ekki óeðlilegt að sáttanefnd leggi fram hugmynd um þetta atriði á þessu stigi. t>orskblokk og ýsublokk hækka í Bandarík junum COLDWATER Seafood Corpor- ation, dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Bandarikjunum, hækkaði fyrir helgina verð á þorskblokk um 2,8% og verð á ýsublokk um 4,5%. Miðað við útflutning SII á þorskblokk og ýsublokk í fyrra og núverandi gengi bandaríska dollarans nemur hækkun þessi um 326 milljónum króna. Þorskblokkin hækkaði úr 105 í 108 sent pundið, en verðið 105 sent hafði haldizt óbreytt frá því í júní 1977. Ýsublokkin hækkaði úr 110 í 115 sent pundið, en í 110 sent fór verðið í apríl sl., þatuf 105 sentum, sem ýsublokkin hafði þá staðið í frá því í júní 1977. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar H. Garðarssonar, blaðafulltrúa SH, flutti SH á Bandaríkjamarkað um 9 þúsund tonn af þorskblokk í fyrra, eða rúmlega 20 milljónir punda, og rúmlega 3000 tonn af ýsublokk, eða rúmlega sjö milljónir punda. Miðað við heildarmagn þess út- flutnings þýðir hækkunin fyrir helgina um 326 milljónir króna á núverandi gengi. Steingrímur Hermannsson í gærkvöldi: RfkLsstjómin þegar beð- ið of lengi með aðgerðir STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins lýsti því yfir á almennum fundi á Hótel Sögu í gærkvöldi að ef deila farmanna yrði leyst á öðrum grundvelli en deila mjólkurfræðinga fyrir skömmu myndi það leiða til neyðarástands. Hann sagðist líta á verkfall farmanna og hugsanlega lausn á því sem fyrirboða þess hverjar kröfur annarra launþega yrðu þegar samningar verða lausir. Ef farmenn semdu um miklar hækkanir myndi það þýða sams konar hækkanir hjá öðrum launþegum. í þessu sambandi lýsti Stein- grímur því ennfremur yfir að það væri skylda stjórnvalda að grípa inn í ef í óefni stefndi — og svo væri nú. Það væri skoðun fram- sóknarmanna að beðið hefði ver- ið of lengi, en hann hefði það á tilfinningunni að hinir stjórnar- flokkarnir væru að verða sömu skoðunar og Framsóknarflokkurr inn um nauðsyn þess að grípa inn í deiluna. Steingrímur sagði að Framsókn- arflokkurinn væri reiðubúinn að setja þak á laun. Slíkt þak væri ekki liður í viðnámi gegn verð- bólgu en gæti haft góð sálfræði- leg áhrif á þá sem lægri laun hafa. Ráðherra nefndi það að sam- ráð ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins í núverandi formi hefði sýnt sig vera ófull- nægjandi. Þriggja manna ráð- herranefndin hefði ekki náð til- gangi sínum, þegar ráðherrar hefðu í mörgu öðru að snúast og tillögur launþega oftlega strand- að hjá nefndum og embættis- mönnum. Steingrímur sagði að til að sinna þessu samráði við laun- þega þyrfti að koma til nýtt embætti, einhvers konar aðstoð- armaður forsætisráðherra, sem hefði þetta hlutverk með hönd- Vegna útfarar Árna óla verða skrifstofur Morgunblaðsins lokað- ar kl. 13.30 til 16.00 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.