Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979
Árni Ola
Kveðja frá Morgunblaðinu
Það var táknrænt, þegar Árni
Óla kvaðst í samtali okkar,
þegar hann varð sjötugur, hafa
ætlað sér í upphafi að verða
bóndi og feta þannig í fótspor
föður síns. Hann var fæddur á
Víkingavatni í Kelduhverfi og
ólst upp á ýmsum bæjum þar í
sveit, því að foreldrar hans,
Hólmfríður Þórarinsdóttir og
Óli Jón Kristjánsson, skiptu oft
um jarðir. Hugðist Árni stofna
bú í Kelduhverfi. En forlögin
tóku í taumana. í stað þess að
rækta jörð sína, hefur Árni Óla
lagt hönd á annan plóg: hann
hefur ræktað umhverfi sitt með
bókum og blaðagreinum. Rækt-
unarstarf hans hefur verið fólgið
í því að bæta umhverfið og innra
mann heilla kynslóða, eins og
þeim einum er lagið, sem eru
góðir blaðamenn og rithöfundar
og vinna störf sín hægt og
bítandi, en af hógværð og þeirri
innri gleði, sem sprettur úr
fullnægju mikils lífsstarfs, án
sýndarmennsku eða kröfu um
stopula athygli eða „frægð“ —
hvað sem það er. En Árni Óla
gætti þess vandlega, eins og
sönnum húmanista sómir, að
hefja starfið á heimavígstöðv-
um, ef svo mætti segja; hann
ræktaði fyrst sinn eiginn garð,
aflaði sér menntunar og mikillar
reynslu og gerði strangar kröfur
til sjálfs sín, áður en hann taldi
sér unnt að miðla öðrum af
þroska sínum og hugsjónum.
Þær tengdust ekki sízt arfi
íslenzkrar menningar. Árni Óla
rétti stríðandi og einatt veg-
villtri samtíð fjársjóð gamals
tíma og átti þannig virkan þátt í
því að mennta og ala upp þær
kynslóðir, sem tóku ísland í arf á
þessari öld. Ritverk hans eru
hverjum manni hollt veganesti,
viðhorf hans og sú hófstillta
umgengni við samtíðina, sem var
honum í blóð borið. Slík afstaða
er ekki öllum blaðamönnum eins
eiginleg og Árna Óla, ekki held-
ur mörgu öðru fólki, sem nú
keppir um hylli og vinsældir.
Blaðamenn kynnast einatt
hégómagirnd og yfirborðs-
mennsku líðandi stundar og læra
af því lexíu, sem þeim er
nauðsynlegt, er vanda vilja líf
sitt og komast til þess þroska,
sem er ávöxtur mikilvægs lífs-
starfs og þeirrar innri gleði, sem
það hefur í för með sér. Árni Óla
átti þessa innri gleði í ríkum
mæli. Hann vissi vel, að starfs
hans sæi lengur stað en margs
þess, sem meir er hampað.
Það var í raun og veru mikill
lærdómur að kynnast jafnvægi
og hugarró þessa minnisstæða
samstarfsmanns okkar á
Morgunblaðinu, en hvorttveggja
óx úr þeirri fullnægðu starfsþrá,
sem honum var gefin í svo ríkum
mæli og var á vissan hátt ham-
ingja hans og farsæld. Hann
þurfti því aldrei að nota þau
tízkubrögð hroka og sjálfshælni,
sem eru að verða e.k. einkenni á
fjölmiðlahaug samtímans. Af
þeim sökum var ekki sízt gott og
gagnlegt að eiga Árna Óla að
vini og samstarfsmanni.
Þegar skýrt var frá andláti
Árna Óla hér í blaðinu, var sagt
frá uppruna hans og ævistarfi,
getið um ritstjórn hans á Lesbók
og minnst á ritverk hans, sem
eru mikil að vöxtum og vinsæl
með afbrigðum. Verður það ekki
enn einu sinni tíundað hér. Á
hitt er fremur ástæða að minn-
ast, að Valtýr Stefánsson sagði
um Árna sjötugan, að hann hefði
verið sér „ómetanlegur á ýmsa
lund“, enda störfuðu þeir saman
æðilengi og urðu nánir vinir.
Valtýr minnir á, að hvorugur
þeirra Árna hafi verið sérstak-
lega menntaður í blaðamennsku
og kvaðst vilja taka undir orð
Guðrúnar Jónasson, sem hún
hefði sagt í samtali við hann, en
ætti við þá báða: „Lífsstarf
manns kemur einhvern veginn
af sjálfu sér“. Þessi yfirlætis-
lausu orð eiga sennilega við þá
íslenzka blaðamenn flesta, sem
mestan skerf hafa lagt til þessa
tízkustarfs. Það er og mála
sannast, að enginn „lærir"
blaðamennsku, þó að undir-
stöðumenntun sé bæði góð og
nauðsynleg í þessu starfi sem
öðrum. Blaðamennsku verða
menn að hafa í sér, ekki síður en
ýmsar listgreinar. Menn geta
lært ýmis tæknileg atriði, agað
stíl sinn og lært að leika á
tímann, þegar allt er á síðasta
snúningi. En það, sem úrslitum
ræður, kemur innan frá, jafnvel
ómeðvitað. Þetta vissi Árni Óla
öðrum fremur og átti til að
minnast á þennan „galdur", sem
bæði getur orðið svartur eða
hvítur, eftir atvikum. En þó er
blaðamennska fyrst og síðast
kröfuhart starf, sem kallar á
góða heilsu og innra þrek, enda
púl, erill og vökur og lítill friður
og uppskeran einatt lítil sem
engin, stundum kannski óánægj-
an og gagnrýnin ein. Verk blaða-
mannsins á það a.m.k. ekki
sameiginlegt með koníakinu, að
það sé því betra sem það er
eldra. Þvert á móti eru kostir
þess fólgnir í ferskleika og þeim
eiginleikum einum, sem bezt
hæfa glatkistunni. En þó getur
starfið haft sömu áhrif og koní-
akið: það er áfengt og undan því
er erfitt að komast, þegar menn
hafa ánetjazt því á annað borð.
Blaðamenn hafa þó margvíslega
reynslu fyrir því, að þeir eigi
sem minnst um blaðamennsku
að segja, því að á henni hafi allir
meira vit en þeir; ekki sízt þeir,
sem nota hana óspart til að auka
hróður sinn, hvort sem er í
pólitík, listum eða öðrum
heimtufrekum greinum. Hinir
fyrst nefndu virðast jafnvel
stundum halda, að þeir einir séu
dómbærir á blaðamennsku. En
eitt er að stunda hana, en annað
að nota hana sér og sínum til
framdráttar. Allt þetta vissi
Árni Óla mætavel og brosti
góðlátlega, þegar hann virti
fyrir sér bægslagang framtón-
inga. Það gera blaðamenn einatt.
En stundum finnst þeim þessir
spekingar minna mest á heiti
fyrstu framhaldssögu Morgun-
blaðsins, Svörtu gammanna, en
þeirri sögu snaraði Árni Óla á
íslenzku og var það fyrsta verk
hans sem blaðamanns.
Það er engu líkara en blaða-
mennska fylgi sumum merkum
mönnum þeirrar stéttar frá
blautu barnsbeini. Þannig var
Valtýr Stefánsson farinn að
skrifa fréttabréf í æsku sinni
norður á Möðruvöllum og Árni
Óla handskrifaði heimilisblaðið
Fálka norður á Kelduhverfi og
hafði Þjóðólf og ísafold að fyrir-
mynd.
Ámi Óla hefur sagt, að blaða-
mennska sé þjónusta við land og
þjóð; hún sé veglegt og ábyrgðar-
mikið starf. Blöðin eigi að vera
andlegir leiðtogar, en ekki trúð-
ar, eins og oft vill brenna við —
ekki sízt nú um stundir. Þau séu
nokkurs konar háskóli daglegs
lífs, eins og hann komst að orði.
„Þau eiga að vera sem brim-
brjótur gegn aðvífandi öldu laus-
ungar og ómenningar, sem alls-
staðar leitar á. En jafnframt
eiga þau að vera verndarar eigin
þjóðmenningar og fella við hana
það bezta, sem hægt er að fá frá
öðrum þjóðurn".
Einhverju sinni fyrir margt
löngu skrifaði Valtýr Stefánsson
afmælisgrein um Árna Óla, en
varaðisteinsog Reitan eldinn að
hlaða hann oflofi. í litlu hófi,
sem starfssystkin hans héldu í
Hótel íslandi, sagði Árni við
Valtý: „Þegar mér barst
Morgunblaðið í hendur og las
greinina um mig, tók ég blaðið
og festi það upp á vegg, hneigði
mig og sagði: „Mér þykir afskap-
lega skemmtilegt að kynnast
þessum manni".
Þessi orð lýsa vel eðlislægri
hógværð og hlédrægni Árna Óla.
Kynslóð hans var þessu marki
brennd. Það hefur verið ómetan-
leg reynsla að kynnast henni —
og vonandi tekst okkur einhvern
tíma í framtíðinni að koma þeim
kyndli í mark, sem hún rétti
okkur í nafni þessarar seigu og
hólmföstu þjóðar, sem hefur
kallað okkur til trúnaðar við
land og sögu. Við, sem nú erum
ung eða á miðjum aldri, þykj-
umst allt vita og flest geta. Við
eigum því margt ólært og mætt-
um hafa hugann við lífsstarf
þeirra, sem liðnir eru. Þeir voru
heimsborgarar í hugsun, í
fátæklegu umhverfi. Þeir höfðu
hvorki asklok né skráargat fyrir
himin. Líf þeirra og störf voru í
ætt við gróandann; þrek þeirra
og gleði eins og grös á vori.
Við útför Árna Óla minnumst
við þeirra, sem gengnir eru. Á
Morgunblaðinu hefur ávallt ríkt
góður andi, vinátta og tryggð,
sem við hlutum í arf frá ómetan-
legum vinum. Megi kyndill
þeirra lýsa okkur á villugjarnri
leið.
Fyrir hönd stjórnenda
Morgunblaðsins og starfsfólks
þakka ég Árna Öla lífsstarf
hans, vináttu og góðvild. Við
minnumst hans, þegar við heyr-
um góðs blaðamanns getið.
M.
Langur og merkur ritferill
»ÉG ÞARF að fá duglegan mann
og vel ritfæran, mann, sem getur
skrifað um allt milli himins og
jarðar,« sagði Vilhjálmur Finsen
þegar hann réð Árna Óla til
blaðamannsstarfa 1913. Árni Óla
uppfyllti þessi skilyrði í bókstaf-
legasta skilningi orðanna. Hann
varð fyrsti blaðamaður á íslandi,
það er að segja fyrstur til að
starfa á ritstjórn án þess að vera
ritstjóri. Fyrstu árin sinnti hann
venjulegri blaðamennsku, síðan
var hann nokkur ár auglýsinga-
stjóri Morgunblaðsins eða þar til
hann varð alfarið umsjónarmaður
Lesbókar Morgunblaðsins sem
hann mótaði eftir sínu höfði og
gerði að einu víðlesnasta og vin-
sælasta vikuriti landsins.Það var
svo ekki fyrr en Árni Óla var
kominn á sjötugsaldur að honum
gafst verulegur tími til sjálf-
stæðra ritstarfa en eftir það sendi
hann frá sér bók á hverju ári að
kalla. Urðu þær alls á fjórða tug
talsins. Enginn Islendingur hefur
unnið lengur að ritstörfum og fáir
fengist við fjölbreytilegri efni né
heldur hafa aðrir kynnst því gerr
hvað dagblað í raun og veru er.
Bókum Árna Óla má í stórum
dráttum skipa niður í þrjá flokka:
1. Bækur um þjóðlegan fróðleik
ýmiss konar.
2. Bækur um sögu Reykjavikur.
3. Ritið Erill og ferill blaðamanns
sem er ekki aðeins ævisaga að því
er tekur til blaðamannsferils höf-
undarins heldur líka gagngerð
lýsing á íslenskri blaðamennsku
fyrstu áratugina sem hér voru
gefin út dagblöð.
Finsen tók fram að blaðamaður
þyrfti að vera »ritfær«. Sú krafa
var þá óumdeilanlega gerð til
sérhvers sem skrifaði fyrir blað
eða tímarit. Virðing fyrir móður-
máliriu hafði verið liður í sjálf-
stæðisbaráttunni sem var raunar
ólokið þegar Árni Óla gerðist
blaðamaður. Skemmst er frá að
segja að blaðamaðurinn ungi
reyndist meir en lítið liðtækur
penni — án þess þó að slá um sig
eða beinlínis að auglýsa hæfileika
sína, enda var naumast til þess
ætlast. Blaðamaður skyldi skrifa á
venjulegu máli og ekki trana sér
fram fyrir blaðið heldur vera hluti
af því. Stíll Árna Óla mótaðist því
af tvennu: annars vegar af þeim
skýra og gagnorða stíl sem
fréttamaður verður að temja sér;
hins vegar af þeim þjóðlegu fræð-
um sem urðu með tímanum kjör-
svið hans sem blaðamanns og
síðar sem rithöfundar. Alþýðleg
íslensk frásagnarhefð var líka
runnin honum í merg og bein, það
veganesti hafði hann með sér
norðan úr Kelduhverfi, þess minn-
ast þeir mörgu sem nutu leiðsagn-
ar hans um borg eða byggð og
hlýddu á hann rekja saman stað-
fræði og sögu í mæltu máli.
Fordildar eða sérvisku gætir hins
vegar hvergi í stíl hans né heldur
mun hann nokkru sinni hafa
tamið sér slíkt í munnlegri frá-
sögn. Lesandinn verður því ekki
fyrir því að hnjóta um skringilegt
orðsprok eða kringilyrði í bókum
hans. Hins vegar mun Árni Óla
hafa haft gaman af ýmiss konar
óvanalegu málfari annarra, að
minnsta kosti tók hann þess konar
smákafla stundum upp i Lesbók-
ina til eyðufyllingar, eða upp í
þáttinn »Fjaðrafok« sem var
jafnan mjög vinsæll, og þá ávallt,
má ég segja, upp úr gömlum
blöðum eða bókum — ekki eftir
mönnum á förnum vegi. En fyrir
sjálfan sig hélt hann þá gullvægu
reglu góðs sögumanns að frásögn-
in skyldi vera aðalatriðið, sögu-
maðurinn aðeins flytjandi eða
miðill.
Afstaða Árna Óla til íslenskra
þjóðfræða var skýr. Hann unni
þeim ekki sem dauðum
menningararfi heldur reyndi hann
sí og æ að grafast fyrir hvers
konar speki þau hefðu í raun og
veru að geyma, hvert væri raun-
verulegt' — og þá ekki síður
táknrænt merkingarinntak þeirra.
Ritstjórn hans á Lesbók Morgun-
blaðsins veitti honum einkar gott
tækifæri til þess konar athugana.
Eitt sinn auglýsti hann eftir
stuttum þáttum um álög og bann-
helgi. Árangurinn varð síðar bók
með sama nafni. Sem blaðamaður
hafði hann tamið sér að meta
frásagnir annarra og vinna úr
þeim en taka engu gagnrýnislaust.
Eigi að síður lýsti hann sig ein-
dregið mótfallinn þeim skoðunum,
sem mjög bar á um hans daga, að
hvaðeina væri rangt sem ekki yrði
sannað vísindalega. Huglægu svið-
in liggja utan við mál og vog og
þau yrðu ekki rannsökuð efna-
fræðilega heldur með íhugun og
vökulli vitund. »Látið ekki flekast
af þeirri almennu hugsun, að
tilgáta þurfi að vera ósennileg,
vegna þess eins að hún er til-
gáta,« sagði Thomas Huxley. Þau
orð gerði þjóðfræðingurinn Arni
Óla að sínum.
Bækur Árna Óla um Reykjavík
eru ekki aðeins merkilegt framlag
til reykvískra fræða heldur og hið
ákjósanlegasta skemmtiefni. Árni
Óla kom svo ungur til Reykjavíkur
að bærinn (eins og Reykjavík var
alltaf kölluð þá) varð honum ekki
síður hugfólginn en æsku-
stöðvarnar fyrir norðan. Þegar
hann hóf blaðamennsku á
Morgunblaðinu 1913 var Reykja-
vik enn að vaxa úr grasi, tengslin