Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 • Johannes Johannessen (í miðjunni), lögfræðingur við Landsbankann, handfjatlar verðlaunagrip sinn, nýbakaður íslandsmeistari í skotfimi. Til hægri er Eiríkur Björnsson sem varð annar og til vinstri er Vilhjálmur Sigurjónsson sem varð í þriðja sæti Ljósm. RAX. Jóhannes var bezta skyttan Yngsta sérsambandið innan ÍSÍ, Skotsambandið, hélt sitt fyrsta íslandsmót fyrir skömmu. Voru keppcndur 5 talsins. Keppnin fer þannig fram, að hvcr keppandi skýtur 6x10 skotum í mark og má hann eyða í það allt að 2 kiukkustundum. Johannes Johannessen sigr- aði nokkuð óvænt, en þó öruggl- ega, hann hlaut 567 stig af 600 mögulegum. Sá sem fyrirfram var talinn sigurstranglegastur, Vilhjálmur Sigurjónsson, for- maður Skotfélags Reykjavíkur, varð aðeins þriðji. í öðru sæti varð Eiríkur Björnsson með 563 stig. Sigur Johannesar og árangur Eiríks er ekki síst óvæntur vegna þess að þeir kepptu báðir með lánsrifflum, en það er aldrei eins gott og að nota eigin gripi. Þá er Johannes tiltölulega nýbyrjaður að æfa skotfimi. Keppendurnir fimm skipuðu sér í eftirfarandi röð: Stl». Btlg. Joh. Johannesnen 9Í-97-9Í-9Í-91-9Í- 567 Eiríkur Björnsa. 92-94-94-92-94-97 563 Vilhjálmur Sigurj.8. 89-94-96-97-94-91- 561 Láru-s Vilbergsson 834Í7-89-90-94-86 529 Bergur SœmundBson 71-77-84-78-88-86 484 Jóhannes notaði 1,28 klukkust- undir, Eiríkur á 1,33, Viljhjálm- ur á 1,25, Lárus á 1,30 og Bergur á 1,14. Þeir hefðu því allir hæglega getað vandað sig betur, nógur tími var eftir. -gg. • Mikið var um átök á kraftlyftingamóti íslands sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Hér I reynir einn keppenda við 195 kg í hnébeygju. Fjögur Islandsmet FJÖGUR ný íslensk met voru sett á meistaramóti íslands 1 kraftlyftingum um helgina. Arthúr Bogason setti nýtt met í réttstöðulyftu, 332,5 kg í yfir- þungavikt. Kristján Kristjáns- son ÍBV setti met í hnébeygju- lyftu í 60 kg flokki, lyfti 157,5 kg, og Gunnar Steingrímsson ÍBV setti tvö met í 90 kg flokki, 272,5 kg í hnébeygju og 300 kg í réttstöðulyftu. Hápunktur mótsins var þó Norðurlandamettilraun Skúla Óskarssonar í réttstöðulyftu. Hann var kominn upp með 307,5 kg en greipar hans opnuðust þar sem grip hans var ekki nægilega gott og hann missti niður lóðin. Skúli er greinilega í góðri æf- ingu. íslandsmeistarar í einstökum flokkum urðu þessir: 52 kg flokkur: Gísli Valur Einarsson KR lyfti samtals 260 kg. 60 kg flokkur: Kristján Kristjánsson ÍBV sam- tals 405 kg. 67.5 kg flokkur: Hörður Markan KR samtals 507.5 kg. 82.5 kg flokkur: Skúli Öskarsson samtals 710 kg. 90 kg flokkur: Gunnar Steingrímsson ÍBV sam- tals 732,5. 100 kg flokkur: Guðmundur Sigurðsson Á með 685 kg. 110 kg flokkur: Óskar Sigurpálsson ÍBV 820 kg. Yfirþungavikt: Arthúr Bogason ÍBA lyfti 805 kg- — þr Blindir leika golf Golí er ekki íþrótt sem virðist í fljótu bragði henta blindum. Þeir láta þó ekki deigan síga frekar en fyrri daginn og í Pittsburg í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var golfmót biindra um helgina. Þar var keppt í 34. skiptið og 46 ára gamall lögfræðingur, Pat Browne, vann þar sinn annan sigur á jafnmörgum árum, leiknar voru 36 holur og fór Browne völlinn á 186 höggum, eða hvorn daginn á 93 höggum. Charles Mayo varð annar með 203 högg og Clarence McFarland varð í þriðja sæti á 208 höggum. Öllum almennum golfreglum var íylgt til hins ýtrasta og engar undanþágur gerðar vegna ásigkomulags keppenda. Dynamó meistari DYNAMÓ Berlín varð öruggur meistari í 1. deildinni í Austur-Þýskalandi, síðustu umferðinni lauk um helgina og Bcrlínarliðið tapaði aðeins einum leik, hlaut 46 stig. Dynamó Dresden varð í öðru sæti með 39 stig. Úrslit leikja um helgina urðu þessi: Carl Zeiss Jena — Dynamó Dresden 1—3 Magdeburg — Chemie Böhlen 10—2 Dynamó Berlín — Karl Marx Stadt 3—1 RW Erfurt - Chemie Halle 3-0 Rostock — Wismut Aue 2—0 Stahl Riesa - Union Berlín 1 - 2 Loko Leipzig — Zwickau 4 — 1 Möller bjargaði Svíum Svíar og Englendingar skildu jafnir í vináttu landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Stokkhólmi um helgina. Ekkert mark var skorað í leiknum, en það mátti þakka sænska markverðinum Jan Möller þá Malmö FF sem hélt liði sínu á floti með snilldarmarkvörslu. Englendingar höfðu lengst af algera yfir- burði. Leikurinn var þó lengst af frekar slakur og einu skiptin sem áhorfendur gripu andann, var þegar Möller var að verja eins og berserkur. í fyrri hálfleik varði Möller frábærlega frá þeim Kevin Keegen, Trevor Francis og Phil Thompson og síðan enn tvívegis frá Francis í síðari hálfleik. Emlyn Hughes komst næst því að skora á 85. minútu, en þrumuskot hans af löngu færi fór í þverslána. Svíar áttu hins vegar aðeins eitt færi sem talandi er um, Sigge Johannsson skaut þá á markið í sæmilegu færi, en Peter Shilton varði vel. Þetta var fjórtándi leikur enska landsliðsins án taps, þokkalegur árangur það. Newman feti frá sigri HINN kunni kvikmyndaleikari Paul Newman varð annar ásamt félögum sínum Dick Barbour og Rolf Stoppelman í hinum kunna Le Mans kappakstri í Frakklandi um helgina. Sigurvegararnir voru bræðurnir Don og Bill Whittington, ásamt Þjóðverjanum Klaus Ludwig. Voru bæði liðin í Porche-bifreiðum. Lokaspretturinn var meira spennandi en nokkur kvikmynda- eltingarleikur. Newman og félagar hans virtust stefna í öruggan sigur, þar sem Whittingtonbifreiðin bilaði þegar skammt var á leiðarenda. Þá var hins vegar komið að bfl Newmans að bila. Whittington-bræðurnir þeystu þá fram úr, þar sem þeirra bilun var úr sögunni. Bfll Newmans og félaga rann síðan vélarvana sfðustu metrana í markið og hársbreidd munaði að þriðja bflnum tækist að skjóta sér fram fyrir Newman. Eftir kappaksturinn var Ncwman taugastrekktur og lýsti því yfir við fréttamenn, að hann væri hættur að keppa. Ajax meistarí SÍÐUSTU leikjunum í hollensku dcildarkcppninni lauk um helgina, Ajax hafði þegar tryggt sér fyrsta sætið, Feyenoord annað sætið. Ajax sýndi að liðið er verðugur meistari með því að rótbursta Twente Enschede 8—1. Simon Tahamata og Tcieu La Ling skoruðu tvívegis hvor. Sören Lcrby, Frank Arnesen, Ray Clarke og Wim Meutstege eitt hver. Jap Boos svaraði fyrir Twente, en eitt mark kom að litlum notum Feyenoord tryggði sér enn betur sæti sitt með góðum sigri á útivelli gegn FC Utrecht. Rene Nooten, Richard Budding og Kees De Leeuw skoruðu mörk Feyenoord, en eina mark Utrecht skoraði Jan Van Staa. Alkmaar og PSV höfnuðu f næstu sætunum. PSV í þriðja sæti, Alkmaar í fjórða sæti. PSV náði aðeins jaíntefli gegn Spörtu. Jan Poortvliet skoraði eina mark PSV, Jan Van Gijp svaraði fyrir Spörtu. Þá kvaddi Kristian Nygaard hollenska knattspyrnu með því að skora tvö af mörkum Alkmaar gegn Haarlem. Kees Kist skoraði þriðja markið, hans 34. mark í vetur, sem gerir hann að markhæsta íeikmanni Evrópu í dag. Nygaard ætlar hins vegar heim til Danmerkur. Úrslit leikja um helgina urðu þessi: AZ 67 Alkmaar — Haarlem 3-0 Den Haag — Deventer 2-1 Nec Nijmegen — VVV Venlo 4-1 Maastricht — Vitesse Arnhem 1-1 FC Utrecht — Feyenoord 1-3 Pec Zwolle — Roda JC 1-1 Nac Breda — Volendam 5-1 Ajax — Twente 8-1 Sparta — PSV Eindhoven í aðra deild féllu liðin VVV Venlo og Volendam. 1-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.