Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979 Það verða tuttuguogfimmþús- undsjöhundruðogfimmtíu krón- ur fyrir tannfyllinguna. ... James Bond er nú kominn inn um gluggann og er búinn að berja þrjótinn í gólfið... BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Venjulega er ein ákveðin meðferð litar kölluð öryggisspila- mennska. Þá er reynt að tryggja, að ekki tapist of margir slagir á tiltekinn lit með því að spila honum á ákveðinn hátt. Algengt dæmi er að taka á ás áður en spiiað er að drottningu þegar í litinn vantar kóng, gosa og tíu. En öryggisspilamennska kemur upp á ólíklegustu stöðum. Vestur gaf, norður-suður á hættu. Norður S. 10743 H. Á542 T. D73 L. 65 COSPER Ég batt hnút á vasaklútinn til að minna mig á að sakna þín, elskan! Iþróttaþættirn- ir það besta Þar sem alioft eru skrif í dálk- um þínum um dagskrár útvarps og sjónvarps, langar mig að leggja þar nokkur orð í belg, þó sjálfsagt verði mér ekki allir sammála. Eg tel nefnilega sjónvarpsdagskrána og útvarpsdagskrána yfirleitt góðar, þó að sjálfsögðu fljóti þar með ýmislegt sem öllum líkar ekki. Ég tel að íþróttaþættirnir séu með því albesta sem í dag- skránum er, enda umsjónarmenn og þulir þeirra með ágætum og efnið mjög fjölbreytt. Þá eru margir ágætir þættir í sjónvarp- inu, svo sem framhaldsmyndirnar, og hestaþátturinn sem nýlega var á „skjánum" ágætur þótt æski- legra hefði verið að hafa meir af myndinni tekið nær. Skemmti- þættirnir sem svo eiga heita eru yfirleitt mjög lélegir, þó með einstaka undantekningum, eins og t.d. „Skonrok-k“ sem er góður og ágætur þulur með hann. Einnig eru flestir fræðsluþættirnir ágæt- ir. Sem sagt finnst mér sjónvarps- dagskráin góð yfirleitt, þó alltaf hljóti að falla með eitthvað af „rusli", en þá horfir maður bara ekki á það. En mér finnst mjög nauðsynlegt að koma með þáttinn „að kvöldi dags“ miklu fyrr en í dagsrkárlok. Væri ekki hægt t.d. að hafa hann áður en kvöld- myndin byrjar, svona um kl. 22.00. Ég er sannfærður um að fjöldinn allur, sem vildi gjarnan hlusta á þessa þætti, er sofnaður svo sem flest eldra fólk, sem og þeir sem dvelja á sjúkrahúsum og vist- heimilum. Vil ég þakka alveg sérlega séra Sigurði Hauki Guðjónssyni fyrir frábæra þætti sem hann flutti nú nýlega. Þá er það með útvarpið. Mér • finnst dagskráin alltof lengi á kvöldin, mætti alveg ljúka henni með fréttum og veðurfregnum kl. 22.30. Sjálfsagt er það sem síðast er flutt ætlað meira unglingum svo sem dansmúsik og „pop“, en flestir eða allir á þeim aldri hafa nú orðið segulbandstæki og hægt er að fá nóg af „spólum" með þeirri tónlist sem þeir geta þá valið sjálfir. Ekki er heldur nauð- synlegt á „sparnaðartímum" Suður S. ÁKD975 H. 63 T. Á52 L. ÁK Vestur opnaði á þrem hjörtum, sem var eðlileg hindrunarsögn, norður og austur sögðu báðir pass en suður stökk í fjóra spaða, allir pass og vestur spilaði út hjarta- kóng. Hvernig spilar þú svona spil? Þegar spilið kom fyrir byrjaði suður á að telja tökuslagi sína. Sex á tromp, einn á hvorn rauðu litanna og tveir á lauf og útkoman varð tíu ef hann fengi þá alla. Og eins og oft er tilfellið var það hindrunarsögn vesturs, sem kom sagnhafa á sporið. Ekkert var sennílegra en vestur ætti sjölit í hjartanu og þá fengi suður ekki á hjartaásinn er hann léti hann strax úr borðinu. Austur myndi trompa og slagirnir gætu ekki orðið nema níu. Sagnhafi lét því lágt spil frá borðinu. Á daginn kom, að austur fylgdi ekki lit og vestur fékk slaginn. Hann fékk einnig að eiga næsta slag en þriðja hjartað trompaði sagnhafi, tók trompin af andstæðingunum og trompliturinn sá um innkomu á borðið svo taka mætti á hjartaás- inn, sem beið hress og hraustur. Hverfi skelfingarinnar— 61 urra vitna fór hann úr búðinni kortér fyrir tíu. Sjálfur segist hann aðeins hafa brugðið sér frá í nokkrar mínútur. Kvöldið sem frú Christensen er myrt situr kaupmaðurinn við sjónv- arpið. Kona hans sefur og þess vegna gæti hann sem hægast hafa iæðzt út úr húsinu og verið í burtu í fimm tíu mfnútur án þess nokkur yrði þess var. í íyrrinótt fór Petersen á stúfana að finna dóttur sfna um miðn- ættið. Hann getur ekki tilgreint nákvæmlega hvenær, en það eina örugga er að ekki er hægt að loka augunum fyrir þvf að hann hefur tfmans vegna haft tök á þvf að fremja þriðja morðið. Svo eru það vinkonurnar tvær. Tæknilega séð hafa þær einnig möguleika tii að fremja fyrsta morðið. Almennilega fjarvistarsönnun hefur hvorug. Hins vegar virðist ekkert sem bendir til að skorti á að f jarvist- arsannanir þeirra í seinni tvö skiptin séu pottþéttar. En þar skyidi tekið með f reikninginn að þar segja þær frá. Finn Christensen hafði frí- tfma milli tfu og ellefu þann morgun sem Inger Abilgaard var drepinn. Þann áttunda febrúar var hann á kennaraf- undi en enginn getur gefið honum fjarvistarsönnun eftir klukkan hlafnfu. Hann staðhæf- ir sjálfur að hann hafi verið f Alley Cat og síðan farið í kvikmyndahús. Og í gærkvöldi þegar Solvej Lange gengur á vit örlöga sinna segist hann hafa verið heima hjá sér alit kvöidið unz honum skýtur upp hjá Lesbesystrunum rétt eftir miðnætti. Sfðastur þeirra sem veruiega kemur til greina er Steen Torp. Kannski er ég ögn fordómaf- yllri f hans garð en æskiiegt væri, en froðusnakk hans og röfl og haldiitlar skýringar iykta langar ieiðir. Hann hefði scm hægast gctað verið að snuðra við hús frú Lange og vakið með þeim skelfingu svo að Caja lagði á f lótta og þá voru honum hæg heimatökin að drepa Solvej. Hann hefur iíka tæknilega séð möguleika á að myrða Janne Christensen. Ég gef iítið fyrir frásögn konu hans um að hann hafi verið f bflskúrnum að gera við bílinn sinn. Aftur á móti getur orðið erfitt að sanna að hann hafi ekki verið á vinnustað sfnum morguninn sem Inger Abilg- aard var drepin. öllum vinnuf- élögum hans ber ásamt um að þaðan hafi hann ekki vikið. Lögregluforinginn hallaði sér aftur á bak f stólnum svo að brakaði í. — Ilvað ástæðunni viðkem- ur, byrjaði Mortensen, en hinn greip þá fram í fyrir honum. — Hvað ástæðunni viðkemur er þetta auðvitað teygjanlegt og sveigjanlegt. Venjulega getur maður áttað sig á að einhver áþreifanleg ástæða liggi þarna að baki. En f þetta skipti er það svo skrftin staða að við getum með vissu fundið morðingjann f hópi fáeinna grunaðra. En þótt mótsagnakennt sé þá setur þetta okkur í enn meiri vanda. Ef biáókunnugur maður ryðst inn f hús hjá nakinni konu og stingur hana hnífi er ekki fjarri lagi að láta sér detta f hug að þar sé á ferðinni kynóð- ur maður. En þegar glæpurinn er síðan endurtekinn gagnvart fleiri konum — og öllum má Ijóst vera að morðinginn er manneskja sem konurnar þekkja og bera traust til, þá breytast viðhorfin veruiega. Við GETUM hér átt í stríði við geðsjúkling. Það getur verið að hér sé um að rœða afbrýðism- orð. Eða hefnd. eða eitthvað enn eitt... — Ekki er hægt að loka augunum fyrir því hversu við- urstyggiiega morðin eru fram- in. Sú grimmd og sá tryllingur sem þar kemur fram er vissul- ega meira en lftið sjúklegur ... reyndi Mortensen að segja en á ný var tekið fram í fyrir honum. — Já, þér segið það. Ég veit svo sem ekki hvort þessi morð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.