Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 15 „Hann leitaði sann- leikans að fomu og nýju ” Vinur og félagi frá Morgun- blaðsárum er horfinn. Ung stúlka hér úti sagði við mig, er hún frétti lát hans: Eg var 9 ára gömul þegar ég byrjaði að lesa greinar hans. Ég hefi lesið þær ávallt síðan. Þannig fer vonandi mörgum ungum Islendingum. Árni Óla náði í ritum sínum til ungra sem eldri. Hann var fyrsti blaðamaður íslands. Áður voru ritstjórarnir allt í senn, blaðamenn og blað- stjórar. Þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson réðu hann að Morgunblaðinu á fæðingarári blaðsins, 1913. Þar var hann lengstum síðan. Valtýr frændi minn, sá fjölhæfi ritstjóri, fékk honum Lesbókina þegar hún varð til. Þar ritaði hann í áratugi þjóðlegan fróðleik um menn og málefni, sem öll þjóðin minnist nieð þakklæti. Hefur nokkur ís- lenskur blaðamaður unnið slik afrek fram á tíræðisaldur? Allt fram á síðustu ár skrifaði hann lifandi sögu, sem náði til lands- manna allra. S.l. sumar hitti ég hann hressan og reifan í Austurstræti. Skyldi ég hitta hann aftur, flaug mér í hug, er við kvöddumst. Nú er hann allur. En blaðaskrif og bækur hans munu lifa. Bóndasonurinn úr Þingeyjar- sýslu, biaðamaðurinn og rithöf- undurinn verður öllum ógleyman- legur, sem kynntust honum og unnu með honum. Ég mun ávallt minnast Árna Óla sem vinar og samstarfsmanns. Hann var hóg- værastur allra, leitaði ávallt sann- leikans að fornu og nýju. Þannig eiga blaðamenn að vera, ef mér skjátlast ekki á nýjum tíma. Farðu heill og sæll, gamli fræðasjór og félagi. Við Ölöf vottum Önnu Mjöll og Atla Má innilega samúð. Lundúnum, 11. júní 1979 Sigurður Bjarnason frá Vigur. Kveðja írá Blaðamannafélagi íslands I dag er kvaddur merkur braut- ryðjandi á sviði blaðamennsku á íslandi — Árni Óla. Hann var fyrsti maðurinn, sem hér var ráðinn til starfs sem almennur blaðamaður. Með því voru mörkuð tímamót í blaðaútgáfu hérlendis, því fram að þeim tíma höfðu ekki aðrir blaðamennsku að aðalstarfi en ritstjórar, sem gjarnan voru einnig útgefendur. Ráðning Árna Óla til Morgun- blaðsins 1913 var því fyrsti vísir- inn að þeirri þróun, sem síðar varð. Árni Óla lagði mikla rækt við íslenzk fræði og þá ekki sízt að grafast fyrir um uppruna gamalla minja. íslenzkir blaðamenn þurfa á hinn bóginn ekki að leita lengi eða fara langt til þess að finna hornsteininn að stétt sinni eins og hún er nú byggð upp. Mikill erill og önn er fylgifiskur blaðamennskunnar. Reynslan hefur líka orðið sú að fáir hafa enzt þar lengi. Þeim mun aðdáunarverðari verður Árni Óla okkur. Á honum var aldrei neinn bilbug að finna þrátt fyrir háan aldur. Hann stóð eins og klettur úr hafi til síðasta dags. Það er íslenzkri blaðamanna- stétt mikill fengur að hafa átt slíkan frumherja. Blaðamenn sýndu honum hvern hug þeir báru til hans með því að kjósa hann heiðursfélaga Blaðamannafélags íslands. Nú að leiðarlokum vottum við börnum Árna Óla. og öðrum að- standendum dýpstu samúð — og kveðjum hann með virðingu og þakklæti. Þakkarkveðja frá stúkunni Framtíðin Okkar látni bróðir, Árni Óla, vann svo sannarlega, meðan hans langi lífsdagur entist. Enginn sem ekki vissi, mundi hafa látið sér detta í hug, að sá væri á tíunda tugnum, er Árni var með okkur Framtíðarfélögum með kvöldvökustund á Elli og hj.h. Grund fimmtud. 10. maí s.l. Líklega mundi einhverjum hafa fundist eðlilegra og búist frekar við, að rétt tvítug blómarós flytti gamanmál, en öldungurinn ein- hver fræðimál, jafnvel dulfræði, en þetta sneri nú samt alveg öfugt. Unga stúlkan sló á tilfinninga- strengina. Að vísu var okkar aldna systir Emilía Jónasdóttir og Gréta dótturdóttir Árna með bækur í höndum, en er tilkynntur hafði verið sjötti og síðasti liður dag- skrárinnar: stráklingurinn, sem ekki væri nema rétt rúmlega níræður, var þar hvorki bók né blað að sjá, rétt eins og hann væri í einhverjum góðvinahópi við eld- húsborð sagði hann okkur hverja gamansöguna af annarri, og það svo, að hvert einasta atkvæði hlaut að koma vel til skila, og vakti líka óskipta kátínu. Af reynd síðustu mánaða vissi ég, að þótt þar hefði þurft að greina nöfn og ártöl, hefði hann ekki þurft neina minnispunkta þar til. Einnig skýrði hann siðakerfi og bygging Reglunnar á fundi í stúkunni 2. apríl s.l. Fyrir nokkrum árum fór stúkan einn sunnudag út í Viðey og hélt fund þar í skála Hafsteins Sveins- sonar. Bæði þar og á rölti um eyna, er okkur mörgum ógleyman- legur allur sá fróðleikur er hann flutti, enda málið allt honum svo nauðkunnugt, að aldrei leit hann á blað eftir ættfærslum, ártölum né mánaðardögum. Árni var ekki aðeins náma fróðleiks og skemmtiatriða til að grípa, heldur mér frá fyrstu tíð, er ég reynslulítill tók við Æt.em- bætti af honum í stúkunni, sá öryggisbakhjall, er ég gat ávallt snúið mér til, til ráðlegginga og svo laus var hugur hans, við ellimörk, að aldrei dró hann úr um neinar framkvæmdir og ávallt fór ég öruggari og glaðari frá honum en ég kom, í þeim erindum sem öllum öðrum. Vitanlega bjó hann að sterkum hæfileika og reynsluskilyrðum, hann gekk í Regluna 1937 og í Framtíðina 1940. Um langt skeið er hann búinn að vera heiðursfélagi stúkunnar. Fylgi Árna við hvert mál var því mikill styrkur og heilshugar var hann henni unnandi sem fagurri bræðralagshugsjón til mannlífs- ins heilla um alla jörð. Ætt Árna, uppruna, ritstörf og fjölþætt æviatriði utan Reglunnar veit ég að margir mér til færari munu rekja, en um látleysi og hlédrægni ummæla um sín eigin verk er okkur stúkusystkinum hans fullvel kunnugt, t.d. þó hann bannaði okkur ekki að helga 90 ára afmæli hans einn fund, kaus hann ekki að vera þar viðstaddur sjálfur, og með tilliti til hans óska um hinstu kveðjur, verður því engin viðhöfn viðhöfð, sem hann hefði þó margfaldlega til unnið. Hér mun því aðeins tjáð sam- huga þökk okkar allra. I trú, von og kærleika. Stórtemplar hefur einng beðið um að láta hér með fylgja virðingu sína og þakkir Stórstúkunnar. Ingþór Sigurbjs. Æt. í hug mínum og hjarta hafði hann numið land sem lengi ber hans góðu minjar. Við hittumst oft. Seinustu árin oftar. Ég eign- aðist íbúð í sömu blokkinni og hann og því komum við oftar saman. Um hver jól ritaði hann á nýútkomna bók til mín. Þetta er orðið mikið safn. Oft tek ég fram bækurnar hans og alltaf sé ég betur það mannval sem hér er á ferð. Þrátt fyrir háan aldur var, andlegt atgervi og reisn í fullum mæli. Við hittumst eftir landsfund og snæddum saman á Elliheim- ilinu. Fylgdumst niður í bæ. Kvöddumst á torginu. Ég hringdi til hans stuttu síðar og hugmynd- in var að fá hann til Stykkishólms í sumar. Við athugum málið, sagði hann og ég hafði von. Nú er ég um stund góðum vin fátækari. Við Árni mættumst í Reglunni. Eftir að hann gekk henni á hönd, kynnti hann sér viðhorf hennar til alls mannlífs, alla þætti hennar og alltaf varð hann hrifnari og hrifn- ari af hugsión hennar og þeim sem í upphafi byggðu grunninn. Trú, von og kærleikur. Hvað er dýrmætara í misvindasamri veröld. Hann var enginn hálf- velgjumaður. Þess vegna gátu allir treyst orðum hans. Minni hans var mikið og hafsjór var hann af fróðleik. Enginn þekkti Reykjavík, húsin og byggjendur þeirra betur en hann og því var oft tii hans leitað. Bækur hans bera vott um vandvirkni og alúð Ég kom oft til hans þegar hann var með bók í smíðum. Það var gaman og hollt að líta þar yfir. Ungu fólki unni hann. Benti þeim á hætturnar og ég man að hann var viss um þá hættu sem lá í að gefa eiturefnum litla fingur- inn. Maður er aldrei öruggur nema að hafna algerlega, Siðakerfi reglunnar og mann- bætandi kynnti hann sér náið og ritaði um það bækling — handbók til þeirra er að málum Reglunnar vinna. Það var gott að hafa það í höndum. Árni átti mörg áhuga- mál. Náttúrulækningastefnan átti í honum mikil ítök. Hann sýndi það í verki. Oft dvaldi hann í Hveragerði. Ferðafélagið, leiðsaga var honum svo töm og létt. Á Búðum hitti ég hann oft meðan Lóa stjórnaði þar af skörungsskap sínum. Oft leitaði ég til hans um ættir og annað og þar stóð ekki á svörum. Hann var alltaf boðinn og búinn til hjálpar þeim sem hann vissi að þurftu liðsinnis. Og ekki var af dregið. Svona var Árni. Elliheimilið Grund var honum kært og störf þess og afkomu bar hann fyrir brjósti. Hann dáðist að Gísla og dugnaði hans, framfara- hug og víðsýni. Mikið er misst og ég vil með þessum fáu orðum þakka góðum vini og kærum samfylgd sem ekki bar skugga á og ég vona að við endurnýjum hana þegar ég svo stíg það spor á land lifenda sem hann hefir nú stigið. Guð blessi minningu góðs vinar. Árni Ilelgason. s við fortíðina enn auðsæ við hvert fótmál, byggðin að mestu leyti í kvosinni en þó tekin að teygja sig til austurs og vesturs. Fátt hafði verið rifið gamalla húsa — nema það sem hafði orðið eldi að bráð. Bæjarlífið var í senn tilbreyt- ingarríkt og friðsælt og enginn hörgull á efni fyrir blaðamann sem hafði augun opin. Hin víð- tæka þekking, sem Arni Óla aflaði sér smám saman um sögu Reykja- víkur, mun því í upphafi af tvenns konar rót sprottin: í fyrsta lagi áhuga hans á sögulegum fróðleik; í öðru lagi nauðsyn þeirri sem blaðamanninum var á að þekkja nánasta umhverfi sitt — auk þess sem Reykjavík var orðin höfuð- staður þar sem þenkt var og ályktað fyrir landið allt. Snemma féll í hlut blaðamannsins að segja fréttir af bæjarstjórnarfundum:' »Ég átti að segja frá því sem þar gerðist. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni að ég átti að rekja ræður manna á fundi. Ég sýndi Finsen handritið og hann lét allvel yfir því hvernig mér hefði tekizt, og svo kom frásögnin í Morgunblað- inu. En ekki voru allir ánægðir. Daginn eftir sendi Jón Þorláksson ritstjórum blaðsins stutt bréf. Bað hann þá um að senda ekki oftar þennan sveinsstaula á bæjar- stjórnarfund, því að hann hefði sýnilega ekki hið minnsta vit á bæjarmálefnum Reykjavíkur ... ég fann sjálfur, að aðfinnslan var réttmæt. Þess vegna varð hún mér að gagni, því að ég fór að kynna mér bæjarmálefni Reykjavíkur.« Erill og ferill blaðamanns (sem hér var vitnað til) er mikið rit og greinagott um litríkasta skeið íslenskrar blaðamennsku, þau ár er dagblöðin voru ein um fjölmiðl- unina — fyrir daga útvarps, að ekki sé talað um sjónvarp. Fyrir kom að fólk beið í ofvæni á götum úti eftir nýjustu fréttum meðan blaðamaðurinn sat innan dyra að skrifa þær. Nærri má geta hvort slíkur almennur áhugi hefur ekki verið ungum manni hvatning í starfi. Árni Óla gerði sér snemma ljóst að sá, sem skrifar fyrir blað, hefur áhrif, að fólk tekur mark á orðum hans, ábyrgð fylgir starfi hans. Þegar eitthvað stórt var að gerast, hérlendis eða erlendis, þyrsti fólkið í fréttir. í Erli og ferli blaðamanns segir Árni Óla svo um fyrstu ár sín á Morgunblaðinu: »Þegar ég Iít yfir starfsferil minn hjá Morgunblaðinu fyrstu árin, er mér ljóst, að hann var óslitinn þrældómur. En ég fann ekki svo mjög til þess þá. Ég var Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON ungur og hraustur og þoldi vel langan vinnutíma. Og þó skipti hitt ef til vill meira máli, að ég hafði gaman að starfinu.« Áður en Árni Öla réðst til Morgunblaðsins hafði hann verið afgreiðslumaður í verslun og leiðst starfið. »En blaðamennska er allt annað. Þar er sífelld tilbreyting og varla unnt að segja að hver dagur sé öðrum líkur.« Nú er mjög tekið að fyrnast yfir fréttamannsferil Árna Óla enda langt um Iiðið síðan fréttirnar á síðum Morgunblaðsins voru færð- ar í letur af honum. En ritstjórn hans á Lesbók Morgunblaðsins er mörgum enn í fersku minni. »Les- bók hóf göngu sína 4. október 1925. Var það þó með hálfum huga, að ritstjórar blaðsins réðust í þessa nýbreytni, því að allt var á huldu um hvort blaðið gæti risið undir þeim aukna kostnaði, sem af þessu leiddi.« »En fljótt kom í ljós, að kaupendur Morgunblaðsins fögnuðu þessari nýbreytni, og Lesbókin varð þegar til þess, að kaupendum tók að fjölga örar en verið hafði áður,« segir Árni Óla í Erli og ferli blaðamanns. Enginn vafi leikur á að Lesbók Morgunblaðsins undir ritstjórn Árna Óla hafði víðtæk áhrif og að þau áhrif eiga eftir að vara lengi. Þegar Árni Óla tók við umsjón Lesbókar öðru sinni (1945) einsetti hann sér að gera hana að þjóðlegu tímariti. Og það varð. Er ekki fjarri lagi að segja að þjóðfræði- athuganir hans taki við þar sem hinni eldri þjóðsagnasöfnun sleppti. Árni Óla gerðist öðrum fremur upphafsmaður þeirrar bókmenntagreinar sem kölluð er »þjóðlegur fróðleikur« og mjög hefur borið á í íslenskri bókaút- gáfu síðustu áratugina. Spor- göngumenn hans á þeim vettvangi eru orðnir margir — fleiri en tölu veröi á komið. I söguritun sinni studdist Árni Óla við munnlegar og skriflegar heimildir, auk eigin athugunar, og má telja víst að hann hafi bjargað frá glötun mörgum fróðleik sem ella hefði lent í glatkistu gleymskunnar, t.d. varðandi sögu Reykjavikur. Þó aðrir yrðu að vísu til að skrifa sögu höfuðstaðarins á undan honum hygg ég engin hafi verið fundvísari á merkileg smá- atriði úr sögu sjálfs bæjarlifsins. Til að mynda gerðist hann manna fróðstur um gömul hús og vissi hverjir höfðu átt heima í hverju húsi á hverjum tíma — löngu áður en »húsfriðun« komst á dagskrá. Og Árni Óla hafði þaö fram yfir marga aöra áhugamenn um sögu Reykjavíkur að hann var blaða- maður og hafði því næmara sam- tímaskyn gagnvart hinu liðna, ef svo má að orði komast, lagði fréttamat á atburði horfinnar tíðar. Nú er farið að kalla það blaðamannasagnfræði. Hinsvegar munu fá dæmi þess að Árni Óla reyndi að ná til lesenda með því aö grafa upp úr fortíðinni æsilega atburði og rekja kitlandi frásagnir af lífi liðinna kynslóða. Hann var fyrst og fremst annálaritari í þá veru að hann skrásetti það sem frásagnarverðast mátti teljast frá hverri tíð, tíndi til margt smátt sem síðan varð að stórri heild — varð að sogu! Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.