Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 11

Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 11 Pétur Karlsson á heimili sínu við Framnesveg 27 í Reykjavík. á Islandi" kynnst þjóðskipulagi jafnt í austri og vestri, og hér fyrr nefndir þú rússneska og kínverska sendiráðið vegna ummæla þinna. Hefur þú verið viðriðinn njósnir og kannski jafnvel gagnnjósnir á-ferli þínum? „Hvað er njósnari? í starfi mínu í utanríkisþjónustunni var það hlutverk mitt að afla upplýsinga í þeim löndum, sem ég starfaði í. En ef þú meinar njósnari í túlkun enska orðsins „spy“, sem þýðir njósnari í glæpsamlegum tilgangi, þá er svarið nei. Ef ég væri njósnari eða hefði verið, þá væri ég allavega lélegur njósnari fyrst einhverjum dettur í hug að ég sé það. Raunverulegan njósnara veit enginn um. Hins vegar var ég á stríðsárunum í sveit sem átti að sjá um öryggi breska hersins gegn Þjóðverjum og þá var hlutverk mitt að vita allt um Þjóðverja." Pétur hefur dvalið síðustu þrjú árin að hluta til á Spáni og dundað þar við þýðingar á leikritum úr íslenzku á ensku og einnig kennt í ígripum ensku og þýzku í þekktum spænskum málaskóla. Hann dvel- ur hérlendis fram á haust, en mun þá væntanlega fara til Madrid. Hann fyllti sjötta tuginn í lok maí Peter Kidson sem brezkur hermaður ásamt félögum sínum sumarið 1941. Myndin er tekin í stigagangi Hafnarhússins í Reykjavík. Peter er þriðji frá hægri. nálægt slíku aftur. Það var hjá Hafsteini miðli. Ég var eini karl- maðurinn. Hafsteinn gekk á milli og ég gætti þess að segja ekki neitt. Er hann loks kom til mín þá nefndi hann hin og þessi nöfn fyrst og í lokin tuldraði hann eitthvað sem hljómaði eins og George og sagði að það væri eitthvað leiðinlegt í sambandi við hann — hvell sprenging eða ámóta. Hafsteinn lýsir manninum sem ungum, mjög myndarlegum og dökkum yfirlitum. Hann stundi mikið og bar sig illa. Er ég var í Hong Kong kynntist ég af tilviljun ungum, írskum rannsóknarlögreglumanni, John að nafni. Hann var áberandi persónuleiki, hraustur og sterkur. Við skrifuðumst á og fékk ég kort frá honum á jólum 1956 þar sem hann sagðist mundu skrifa mér á nýja árinu. Nafnið George á ensku hljómar ekki ósvipað John. Dag- inn eftir fundinn hjá Hafsteini fékk ég óvænt bréf frá Dublin frá systur Johns sem tilkynnti mér lát hans. Hann fórst í sprengingu eða af voðaskoti á gamlaárskvöld 1956, hvort það var af sjálfs hans völdum eða ekki var ekki vitað. Nei, þessu kem ég aldrei nálægt aftur." „Raunverulega njósnara veit enginn um“ — Þú hefur komið víða og og spurði ég hann í lok viðtalsins hvernig hann hygðist eyða ævi- kvöldinu. „Ég trúi því, að þetta líf sé aðeins undirbúningur að ein- hverju meira og æðra. Þetta líf skiptir ekki miklu máli. Er ég lít aftur finnst mér allir þeir atburð- ir sem skipt hafa mestu máli hafa komið til af tilviljunum, eins og skoska skáldið Robert Burns sagði: „The best laid plans of men and mice, gang oft agley", sem útleggst: Bezt skipulögðu hlutir manna og dýra fara oftast úr- skeiðis. Ég á mér þó einn draum og hann er að fá að deyja heima á Englandi eða hér á íslandi." „Nú lesa þeir þetta í kínverska sendiráðinu — og svo verð ég drepinn.“ MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON A undanrásariðill svæðamótsins: Enginn ógnaði sigri Hiibners Þegar að skipt hafði verið niður í undanrásariðla á svæða- mótinu í Luzerne hófust þegar rökræður um hvor riðillinn væri sterkari. Hvað varðaði skiptingu titilhafa og meðalstig í riðlunum var ekkert út á mótstjórnina að setja, en ýms- um fannst sem að tillit hafi mátt taka til fleiri atriða. í B-riðlinum voru t.d. margar óþekktar stærðir eins og t.d. þeir Gr'únfeld og Lars Karls- son, en í A-riðlinum voru mun eldri og reyndari skákmenn í meirihluta. Það fór því mikið eftir skákstíl keppenda hvor riðillinn þeim hentaði betur. í A-riðlinum var það auðvitað Robert H'úbner, lang stigahæsti maður mótsins, sem bar höfuð og herðar yfir alla andstæðinga sína. Stórmótið í Montreal hef- ur greinilega verið honum góð- ur skóli, því að hann tefldi hverja einustu skák af mikilli hörku allt frá upphafi til enda. Guðmundur Sigurjónsson gerði jafntefli í tveim fyrstu skákum sínum, en fékk síðan þrjá og hálfan vinning í næstu fjórum umferðum. Úrslitasæti hans var aldrei í hættu og Guðmundur ætti að hafa mjög góða möguleika á að komast áfram í millisvæðamót að þessu sinni. Kagan var sá eini sem tókst að leggja Húbner að velli og eftir þann mikilvæga sigur má segja að úrslitasæti hans hafi verið í höfn. Um fjórða úrslitasætið börðust þeir Wed- berg og Wirthensohn og skák þeirra í 10. umferð skar úr um hvor þeirra kæmist áfram. Sví- inn, sem hafði hvítt tefldi af miklu öryggi, tókst að komast út í hagstæðara endatafl, sem að hann vann síðan örugglega. í síðustu umferð átti Wedberg síðan unnið tafl á Húbner, en lék gróflega af sér í tímaþröng. Um aðra keppendur er það að segja að Hamann tefldi langt undir styrkleika og virtist skorta alla snerpu, Noregsmeistarinn Ragnar Hoen sýndi dágóð tilþrif og kom á óvart. Um minn eigin árangur er það að segja að ég fékk oft mjög góðar stöður, en þegar að til úrvinnslunnar kom var sem allt skylli í baklás og mér urðu á hinar furðulegustu yfirsjónir. í slíku formi þýddi auðvitað lítið að hugsa um úr- slitasæti. Þrátt fyrir að Húbner fengi flesta vinninga sína úr löngum vandtefldum endatöflum, tefldi hann þó eina skemmtilega sókn- arskák: Hvítt: H'úbncr (V-Þýzkalandi) Svart: Hammer (Sviss) Aljekín vörn 1. e4 - RÍ6, 2. e5 - Rd5, 3. Rc3 (sjaldséð afbrigði, sem Keres hafði töluvert dálæti á) Rxc3, 4. dxc3 — d6, 5. Bc4 — c6?!, (Þessi leikur er allt of hæg- fara. Betra var 5.... — Rc6 eða 5. ... e6, en auðvitað ekki 5. ... dxe5, 6. Bxf7+!) 6. BÍ4 - d5, 7. Bd3 - g6, 8. h4! - Bg7, 9. De2 - Ra6,10. h5 - (Svartur hefur teflt byrjunina svo til áætlunarlaust og refsing- in lætur ekki á sér standa. Fyrirsjáanlegt er þegar að svart- ur verði að standa um óákveðinn tíma með kóng sinn á miðborð- inu). Rc5, 11. 0-0-0- - Rxd3+, 12. Hxd3 - Da5,13. a3 - BÍ5, (Skárra var 13. ... — Be6, og hróka síðan langt) 14. Hd2 — gxh5. (Löng hrókun kom ekki til greina vegna 15. h6 — Bf6, 16. e6!) 15. Dxh5 - Bg6, 16. Dh4 - Da4,17. Re2 - Hd8,18. Dg3 - c5, 19. Bh6 - Bxh6, 20. Hxh6 - De4, 21. Hh4 - DÍ5, 22. De3 - Dc8, 23. RÍ4 - d4, (Örvænting. Svarti kóngurinn á sér dauðann vísan á miðborð- inu) 24. cxd4 - cxd4, 25. Db3 - Be4, 26. e6! - (Banahöggið) Í6, 27. Í3 - Bc6, 28. Rg6 - Bd5, 29. Db5+ — og svartur gafst upp. Eftir 29. ... Bc6 getur hvítur valið um 30. Db4, 30. Dc5 og 30. Dh5. Undanfarin ár hefur Guð- mundur Sigurjónsson nær ein- göngu teflt kóngspeðsbyrjanir. Að þessu sinni breytti hann hins vegar til og lék 1. Rf3 í hverri einustu skák. Arangurinn varð mjög góður, og sérstaklega sannfærandi var hvernig hann yfirspilaði Kagan í hægfara stöðubaráttu. Hvítt: Guðmundur Sigur- jónsson Svart: Kagan (ísrael) Réti byrjun 1. Rf3 - g6, 2. g3 - Bg7, 3. d4 — d6,'4. Bg2 — Rf6,5. b3 - c5, 6. Bb2 - cxd4, 7. Rxd4 - Dc7, 8. c4 - Rc6, 9. Rc3 - Bd7, 10. 04) - 0-0,11. Rc2! (Taflið ber nú öll einkenni enska leiksins og hvítur hefur greinilega mun meira rými. Síð- asti leikur hvíts er mjög nytsam- ur þar sem að honum er beint gegn ankannalegri stöðu svörtu drottningarinnar á c7. Svartur verður nú fyrr eða síðar að eyða leik í að leiðrétta staðsetningu drottningarinnar). Da5,12. Dd2 - Dh5?! (Betra var 12. ... Hfc8. Hæg- fara þróun stöðunnar virðist hins vegar ekki hafa verið Kag- an að skapi og hann grípur því til bjartsýnislegra sóknarað- gerða) 13. Re3 - Rg4, 14. Rxg4 - Bxg4, 15. Rd5! Þessi riddari á eftir að verða svörtum óþýður ljár í þúfu. Peðið á e2 er friðhelgt næstu leiki vegna gaffalsins á f4) Bxb2,16. Dxb2 - hae8 Guðmundur IlUbner Kagan WedberK Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON (Hugmyndin á bak við þennan leik er greinilega að skipta upp á drottningum. Betra var þó lík- lega að reyna 16.... Hac8, því að í endataflinu koma Stöðuyfir- burðir hvíts enn betur í ljós) 17. Hacl (Hótar 18. c5) De5,18. Dxe5 - Rxe5,19. Í3 - Bd7, 20. Í4 (Lakara var 20. c5 — Bc6, 21. f4 — Rg4 með mótspili) Rc6, 21. c5! - dxc5, 22. Hxc5 - Kg7, 23. Ildl - e5, 24. Kí2 - exí4, 25. gxí4 - Ild8, 26. Rc3 - Ilíe8, 27. BÍ3 - h5, 28. Rb5 - Bg4. 29. Rd6 - KÍ8? (Eftir þennan leik tapar svart- ur peði, betra var því 29. ... Bxf3 30. Kxf3 — He7 þó að hvítur standi mun betur eftir 31. e4) 30. Bxg4 — hxg4, 31. Hcd5 — He7, 32. e4 - Rb4, 33. H5d2 - Í6. 34. a3 - Rc6, 35. Kg3 (Nú loksins gefur hvítur sér tíma til þess að vinna peðið og þar með skákina) Hed7 36. Kxg4 — Ra5, 37. Rc4! (Einfaldast. Riddaraendatöfl með peði yfir eru nær undan- tekningarlaust unnin). Hxd2, 38. Hxd2 - Hxd2, 39. Rxd2 - Rc6, 40. Rí3 - b5. 41. h4 (Biðleikur hvíts. Áætlun hans er einföld, hann hyggst leika f5 og mynda sér þannig frípeð á h-línunni) Kí7, 42. Í5 - a6, 43. Íxg6 - Kxg6,44. h5+ - KÍ7, 45. Kí4 - Kg7, 46. Kí5 - KÍ7, 47. e5 - Re7+, 48. Ke4 — Íxe5, 49. Kxe5 - Kg7, 50. Rd4 - KÍ7, 51. Kd6 - KÍ6, 52. Kc5 - Kg5, 53. Kb6 - Kxh5, 54. Kxa6 — b4, 55. axb4 og svartur gafst upp. í næsta skákþætti verður fjallað um B undanrásarliðinn, þar sem Helgi Ólafsson stóð sig með stakri prýði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.