Morgunblaðið - 16.06.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 16.06.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 Sögur af Stefánum tveim Guðrún Helga Sederholm: TVÆR SÖGUR AF STEFÁNI. 73. bls. Bókaútg. Örn og Örl. hf. 1979. SUMIR höfundar skrifa vegna stílsins. Aðrir vegna efnisins. Guðrún Helga Sederholm telst til síðarnefnda flokksins. Saga henn- ar gaeti eins verið í ritgerðarformi. Þetta er dæmisaga — og jafn-- framt ádeilusaga, hygg ég megi segja. Höfundurinn byrjar á for- mála. Það er móður í konunni. »Ár . barnsins 1979. Verða fleiri börn hamingjusöm árið 1979 en önnur ár? Erum við fullorðna fólkið ef til vill bara að friða samviskuna með þyí að tileinka börnum þetta eina ár?« spyr Guðrún Helga. Dæmisaga, sagði ég, raunar eru þær tvær. Sömu persónur, sömu nöfn, en aðrar aðstæður. I fyrri sögunni eru foreldrar Stefáns litla forstandsfólk. í seinni sögunni logar allt í fylliríi og slagsmálum sem endar náttúrulega með lög- regluheimsókn og skilnaði. En Stefán litli er býsna nærri því að vera samur og jafn báðar sögurn- ar í gegnum. í báðum er hann misskilinn og í rauninni forsmáð; ur þó með mismikilli áherslu sé. í fyrri sögunni er hann haldinn þeirri áráttu að skríða undir borð og híma þar einn með hugsunum sínum. Hann langar að spyrja og fræðast, blanda geði við fullorðna fólkið, en árangurinn er tregur: »Hann var orðinn hálfragur við að spyrja eins mikið og áður því stundum fékk hann engin svör, bara grettu, dauflegt bros eöa hausahrist- ing.« Frá sjónar- miði fullorðna fólksins lítur þetta þó öðru vísi út og endar sagan með þess- um orðum: »Stefáni leið yfirleitt vel, hann var elsk- aður af öllum í fjölskyldunni og fékk þá athygli og umhyggju sem hann bað um, stundum meira. Enda sagði amma oft að hann væri eins mikið kysstur og fót- urinn á Sankti Pétri.« I seinni sögunni er útlitið ískyggilegra og getur Stefán nú ekki leitað til neins nema Lilju, eldri systur sinnar, sem reynist ekki aðeins bjargvættur Stefáni litla heldur lífakkeri alls hins hrjáða heimilis. Sumar lýsingarn- ar í þeim hluta bókarinnar eru naumast við barna hæfi eins og stundum er sagt. Guðrún Helga skrifar einarð- lega en ekki með neinum glæsi- brag og ætlar sér það sennilega ekki, kýs heldur að klæða stíl sinn hversdagsbúningi. Ekki leikur vafi á að lýsingar hennar eiga stoð í veruleika. Mörg börn alast upp við skilningsleysi foreldra, og botn- laus óregla af því tagi sem lýst er í seinni sögunni er að minnsta kosti til þótt ekki sé hún algeng og bitnar þá á börnunum eins og öðrum. Umhverfi barnsins er ann- að í borg nú á tímum en var í sveit á dögum afa og ömmu. Það krefst nýrra úrræða og endurnýjaðs skilnings á þörfum barna. Hitt er annað, að skilningsleysi, tillits- leysi, þjösnaskapur, óregla og vandamál af slíku tagi hafa alltaf verið til og verða alltaf til. Fyrir fjörutíu árum skrifaði Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka skáld- söguna Fyrstu árin um svipað efni og Guðrún Helga bregður hér undir brennigler, en á allt öðrum grundvelli vitanlega þar sem sú saga gerist í allt annars konar umhverfi og við gerólíkar aðstæð- ur. Jenna og Hreiðar lýstu í sögunni Stelpur í stuttum pilsum afstöðu unglinga til óreglusamra foreldra. Kynslóðabilið hefur allt- af verið til og því miður verður það aldrei brúað til fulls. Sá, sem telur að allt hafi verið gott í gamla daga en allt sé illt nú á dögum, blekkir sjálfan sig. Ég segi þetta ekki vegna þess að nokkurs staðar komi fram í þessari bók Guðrúnar Helgu að hún sé haldin slíkum blekkingum heldur sakir hins að slíkur misskilningur skýtur oft upp höfði þar sem maður á hans hreint ekki von — og vissulega hefði mátt koma skýrar fram í þessum sögum á hvað Guðrún Helga er í raun og veru að deila, hvað hún er að fara, hvað hangir á spýtunni. Tvær sögur af Stefáni eru góðar svo langt sem þær ná, en lýsa of skammt. Mér sýnist Guð- rún Helga einangra um of sögu- svið sitt, einangra hluti sem í lífinu og raunveruleikanum standa í órofa samhengi við aðra hluti. Ég er ekki á móti stuttum sögum, en tel að þessar sögur hefðu þurft að vera bæði lengri og fyllri. Það er svo spurning út af fyrir sig hvers vegna Guðrún Helga velur þetta form, skáldsöguform- ið, í stað þess að skrifa ritgerð. Er það vegna þess að íslendingar séu svo grunnmúraðir í skáldskap að þeir vilji ekki lesa um vanda- málin í samfé- laginu nema þeim sé sagt efnið í sögu? Treystum við ekki á ritgerðar- formið? Eða vill höfundurinn ekki tjá sig nema svona — undir rós? Hugsanlega velur höfundur þetta form til að eiga hægara með að lita dökkt og ljóst. Fyrirgangurinn í seinni sögunni er allsvakaleg- ur. Hann er al- dökkur. En samheldni systkinanna í sömu sögu er næstum með ólíkindum — nálgast að vera eins og í róman- tísku ævintýri frá nítjándu öld. Hún er öll í ljósu. Því meira sem börnin sjá af hinu illa, því betri verða þau hvort við annað. Getur hyski af því tagi sem sagan greinir frá endurnýjast í slíkum afkom- endum, er þetta ekki að sniðganga erfðafræðina? Ástandið hefur þau áhrif á Stefán litla að hann stirðnar í doða og stjarfa, hverfur inn í sig, v^rður einmana: Því meira sem foreldrarnir andskot- ast því hægara hefur hann um sig. »Lífið hélt áfram en skildi Stefán eftir.« — Endir! Vitað er að börn, sem hreppa illt atlæti heima hjá sér, hefna þess oft á götunni, í skólanum, eða síðar — á skemmtistaðnum eða vinnustaðnum. Þeirri hlið mál- anna er ekki lýst hér. Guðrún Helga leitast við að tjá viðbrögð barns við tilteknum, afmörkuðum og einangruðum atferlisdæmum misgóðra foreldra. Sagan stefnir ekki hátt sem skáldverk, enda tilgangssaga frá upphafi til enda. Ekki er þó þar með sagt að Guðrún Helga skrifi ekki með tilþrifum, að minnsta kosti stund- um. Það er talsverður kraftur í henni þegar öllu er á botninn hvolft. Búkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Guðrún Helga Sederholm. Kári Eiríksson er sérstætt fyrir- bæri í íslenzkri myndlist, ef hægt er að flokka viðleitni hans, þessa furðulegu loftfimleika með pentskúfinn, til íslenzkrar myndlist- ar. Allir, er eitthvað þekkja til alþjóðlegra myndlistar, verða fljót- lega varir viö áhrif úr mörgum áttum í myndheildum hans, sem ekki væri frágangssök, ef það væri ekki í þá veru, að stílbrögðunum er hrært saman, hvort sem það fellur við lífæöar og ryþma heildarinnar eða ekki. — Kári tileinkaöi sér viss stíl- brögð, er hann dvaldi í Flórenz í eina tíö, og hefur haldið tryggö viö þau allar götur síðan, en í ýmsum útgáfum. Þar umgekkst hann aöal- lega hóp amerískra myndlistar- manna og er meira en sennilegt, að þessi sérstaki stíll sé tilkominn út frá áhrifum þessara kynna og aö félagar hans hafi sjálfir blandaö saman áhrifum frá landa þeirra, Andrew Wyeth, og franska málar- anum Bernard Buffet. Undirritaður kannast mjög vel við þessa blöndu og hennar sér t.d. staö víða í Evrópu og er m.a. mjög áberandi í rammaverzlunum og þá í lélegri útgáfu. Kári bætir hér við Ijóðræn- um áhrifum af suðrænum uppruna, bæði héðan úr álfunni og Mexíkó. Það er gefiö mál, aö það þarf mikið hugvit og mikla vinnu, ef takast skal að vinna sterkar mynd- heildir úr jafn ólíkum áttum og hér á sér stað, en eftir myndum Kára Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON að dæma, virðist honum einmitt flest betur gefið en löng yfírseta yfir sama málverkinu. Allflestar mynd- irnar á sýningu Kára að Kjarvals- stöðum bera það Ijóslega með sér, að hér sé um skorpuvinnubrögð aö ræða og að hann sé hamhleypa með pentskúfin, taki hann á annaö borð á honum. — Hinn mikli franski myndhögg- vari Auguste Rodin mælti eitt sinn í heyrandi hljóði: „Öll list mín byggist á því að stela frá öðrum mynd- höggvurum en „nota bene“ þaö er ekki sama hvernig það er gert, þetta eru allt brotabrot annarra myndhöggvara að viðbættum per- sónuleika mínum“. — Þetta var kaldranalegur framsláttur en engu að síður hárréttur, og hér mælti maöur, er tekist haföi aö móta einn persónulegasta stíl samtíðar sinnar í höggmyndalist og var að auki frábær teiknari. Það gefur auga leið, að allir listamenn eru undir áhrifum frá öðrum listamönnum og að persónulegur stíll er þá að sjálf- sögðu samruni margvíslegra áhrifa, innsæi viökomandi einstaklings á umhverfi sitt og samtíð svo og eðli sjálfs hans og uppruni. — Þannig hlýtur þaö að vera vafasamt, er Kári telur sig geta heimfært öll áhrif sín til Dýrafjarðar, — flutt hluta heimslistarinnar, — blóð, tár og svita ótal annarra myndlistarmanna á heimaslóðir, svo sem þá er hann segir: „ég er sprottinn úr dýrfirzk- um jarðvegi, þaðan hef ég allt mitt“, — og einnig: „sá er illa settur, er þekkir ekki sinn uppr- una“! — Hvaöan skyldi íslenzkum listamönnum koma sú hugmynd og heimild aö tengja erlenda lista- strauma og áhrif alfarið bláma æskustöðva sinna í stað þess að tala hreint út og segja sem svo: „þetta eru áhrif víða aö úr heimin- um, sem ég hefi meðtekiö meö kenndum uppruna míns, — eins konar blanda heimslistarinnar og lítils dalverpis, þar sem ég fæddist og ólst upp (svo gripið sé til skáldlegrar samlíkingar). Undirritaður var á sínum tíma nokkur ár í vegavinnu á Vestfjörð- um, bæði á heiðum uppi og í dölum niðri, — var þar áður skkamma hríð í sveit og hefur ferðast vítt um Vestfirði og Breiöafjarðareyjar. Þetta er hrikalegur en þó dásam- legur hluti af landinu, landslagið fjölskrúðugt og magnað. Ég þykist jaekkja landið og Vestfirði í römm- um kveöskap Jóns Helgasonar: „Kögur og Horn og Heljarvíkr huga minn seiöa löngum;/ tætist hið salta sjávarbrim/ sundur á grýttum töngum;/ Hljóðbunga við Hroll- augsborg/ herðir á stríðum söng- um,/ meöan sinn ólma organleik/ ofviðrið heyr á Dröngum. — Myndir Kára Eiríkssonar vekja hinsvegar upp hjá mér allt aðrar kenndir. Ég sé flottheitin gjörla ásamt gnótt af suðrænu skrauti, en ekki nakinn íslenzkan né vestfirskan veruleik. Vinsældir mynda Kára eru dálítið merkilegt fyrirbæri, en þó er ekki ástæöa til annars en að óska honum til hamingju með þær og aðra velgengni. Eitt sinn var ég staddur aö Bifröst í Borgarfirði og naut þess aö slappa af í veitingasalnum á fögru sumarkvöldi. Á veggjunum í kring héngu málverk eftir nokkra af höfuðmeisturum okkar og svo ein mynd eftir Kára (svo sem í öllum húsakynnum Samvinnuhreyfingar- innar um gjörvallt ísland). Mér hugkvæmdist þá aö spyrja frammi- stöðustúlkurnar, eina af annari, hvaöa málverk hrifi þær mest, — það kom fát á þær flestar er ég spurði, líkast því sem þær sæju myndirnar í fyrsta skipti, en bentu svo eftir nokkra umhugsun á mynd Kára, ein af annarri. Mér varð þetta umhugsunarefni og er ennþá, en nú er ég lít málverk Jóhannesar Kjar- vals á veggjum veitingastofu Myndlistarhússins á Miklatúni, rólegar, magnaöar, safaríkar og jarðbundnar, og ber svo saman við allt skrautið og flottheitin í mál- verkum Kára Eiríkssonar í vestri sal, — þá finnst mér andstæðurnar slíkar, að helst dytti mér í hug sem hliöstæöa í samanburðarfræði, Beethooven og Elton John. Þessir karlar eiga sína tryggu aðdáendur og megi báðir hóparnir una vel og sælir við sitt. Litið á sýninguna í heild þykir mér sem fyrr styrkur Kára Eiríks- sonar liggja í hinni Ijóðrænu kennd. Þaö getur að líta góða hluti í nær hverri einustu mynd, en þessi óskiljanlega ástríða hans að bæta viö flottum línum og leiftursnöggum strikum deyða þær einnig næstum allar. Hér kemur það greinilega fram, að vinnubrögðin eru ekki nægilega yfirveguð né hnitmiðuð, strika- og línuheimurinn ekki nægi- lega sannfærandi né lífrænn (organískur). Ég nefni hér sem dæmi einungis tvær myndir, þar sem strik og línur íþyngja ekki, „Logn“ (15) og „Selströnd" (35), og hvílíkur munur! Af myndum, sem eru byggðar að mestu upp á strikum og án Ijóðræns bakgrunns, er mér minnisstæðust myndin „Heysáta" (11). Ég vildi mjög gjarn- an sjá miklu fleiri slíkar myndir frá hendi Kára Eiríkssonar, í senn einfaldar og heilsteyptar. Bragi Ásgeirsson. Bókmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON August Strindberg: RAUÐA HERBERGIÐ. Lýsingar úr lííi listamanna og rithöfunda. Hjörtur Pálsson íslenzkaði. Almenna bókafólagið 1979. RAUÐA herbergið lýsir lífi lista- manna og rithöfunda í Stokkhólmi á tímum Strindbergs og mun rithöfundurinn Arvid Falk, ein helsta persóna skáldsögunnar, að nokkru vera hann sjálfur. Rauða herbergið dregur upp myndir af ráðvilltum og svallsömum lista- mönnum og hégómalegri mennta- August Strindberg. Hjörtur Pálsson. stétt og eru skeyti Strindbergs mörg og vægðarlaus. Það eru þó ekki fyrst og fremst listamenn og ýmiskonar fólk í kringum þá sem Strindberg vegur að. Rauða herbergið er ádeilusaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.