Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
í Evrópu hefur raunverðið á olíu á frjáls-
um markaði í Rotterdam rokið upp að
nýju. Almennt er reiknað með 25 — 30
dollurum á tunnuna og að auki hefur
framboðið á þessum ákveðna markaði
aukist verulega, segir fréttaritari franska
blaðsins Le Monde í grein, er hann skrifaði
frá fundi í Bruxelles þar sem orkumálaráð-
herra Efnahagsbandalagsins ráðguðust
um viðbrögðin við afleiðingum hækkaðs
olíuverðs á efnahag Evrópu og möguleika á
að gera þær léttbærari.
Iðnaðarráðherra Frakka,
Giroud, lagði þar fram tillögu um
að aðildarríkin í Efnahagsbanda-
laginu kæmu á kerfi, þar sem þak
yrði sett á olíuverðið á Rotterdam-
markaði og að jafnframt yrðu
teknar upp viðræður við olíufram-
leiðslulöndin. En ráðherranefndin
um orkumál tók ekki tillögur
Frakka til meðferðar vegna efa-
se'mda nokkurra aðildarríkja og
verður málið aftur á dagsskrá á
fundi 18. júní, að því er segirí Le
Monde.
Hið ótrygga ástand á olíu-
markaðinum, sem ekki hefur
batnað eftir að íranir hófu aftur
framleiðslu sína, „fer saman við
truflanir á birgðadreifingakerf-
inu“, segir í fréttinni. Mörg stór
alþjóðafyrirtæki hafa gert stjórn-
um aðildarríkjanna aðvart um að
þau kunni af óviðráðanlegum
ástæðum að neyðast til að draga
úr afhendingu og það í verulegum
mæli. Eða með öðrum orðum, að
þau afhendi ekki óskert það magn,
sem samið er um svart á hvítu í
úndirrituðum samningum.
EBE-ríkjunum þykir þetta tor-
tryggilegt og grunar að félögin
vilji halda hluta af þeirri olíu, sem
þau hafa til ráðstöfunar, til að
selja hana á betra verði en stend-
ur í samningum og nota sér
þannig hinn frjálsa markað.
Ræddu EBE-löndin m.a. nauðsyn
þess að fylgjast með starfsemi
olíufélaganna, í því skyni að
tryggja að staðið verði við afhend-
ingar á komandi mánuðum, nema
fullgildar afsakanir liggi fyrir, er
réttlæti annað. Ekkert var þó
minnst á hvað gera skyldi, ef olían
yrði ekki afhent og gildar ástæður
ekki gefnar, segir í Le Monde. Þá
hafa aðildarríki EBE áhyggjur af
að gífurlegar verðhækkanir á
frjálsa markaðinum í Rotterdam
megi nota sem afsökun til nýrrar
hækkunar framleiðenda á olíu-
verði, jafnvel þótt magnið verði
takmarkað, sem unnið er á þessum
markaði.
Þetta ástand nálgast það að
vera hneyksli, sagði
Francois-Poncet, utanríkisráð-
herra Frakka, en þeir vilja ganga
lengra en aðrir og hafa lagt til að
komið verði upp raunverulegum
olíukvóta undir eftirliti þar til
skipaðs eftirlitsmanns og
hámarksverð verði ákveðið. Sum-
ar sendinefndir, svo sem hin
ítalska, tóku jákvætt í þessar
tillögur. Aðrir, svo sem Bretar
voru mun varkárari. „Því yrði
varið að beita of miklum þrýstingi
í Rotterdam, þá myndi frjálsi
markaðurinn bara flytjast annað,"
eins og hinn nýi breski ráðherra
Howel orðaði það. Loks eru Þjóð-
verjar, sem stefnu sinni sam-
kvæmt eru ávallt tregir til hafta-
aðgerða, ekki hlynntir tillögu
Frakka. En ekki kemur í ljós fyrr
en á fundinum 18. júní hvað um
þær verður.
• Græðir hver
sem betur getur
Bandaríska vikuritið Newsweek
tekur í grein um olíumarkaðinn
sláandi dæmi um það, sem
Evrópulöndin kölluðu óróleikann
á Rotterdammarkaðinum: Vest-
ur-þýzkur olíukaupandi hafði
keypt 40.000 tonn af bensíni á
frjálsa markaðinum í Rotterdam
fyrir 11,4 milljón dollara, geymt
það í tvo mánuði, og selt svo aftur
til eins af stóru olíufélögunum
með 4 milljón dollara gróða að
mati olíukaupmanna í Rotterdam
eru þessi viðskipti fullkomlega
eðlileg. „Þetta gera allir. Þetta er
það sem er stöðugt að gerast á
markaðinum eins og hann er nú,“
sagði einn olíukaupandinn.
I rauninni hefur verið erfitt að
græða ekki verulega í Rotterdam
að undanförnu segir blaðið. í
kapphlaupinu um síminnkandi
birgðir, hafa stóru olíufélögin og
olíuneytendaþjóðirnar leitað fyrir
á lausamarkaðinn með dagprís-
ana. Afleiðingin er sú, að verðið
rýkur upp. Síðan í ársbyrjun hefur
hráolíuverðið á lausa markaðinum
tvöfaldast, farið upp í 37 dollara á
tunnuna, miðað við 16,50 dollara
meðalverð á langtímasamningum
hjá OPEC löndunum. Þessi geysi-
Olíu-
skip
í
Rotter-
dam.
forseti allsnarpar umræður. Hafði
franski iðnaðarráðherrann Giraud
það eftir James Schlesingar, að
Bandaríkin gætu fallist á að hætta
5 dollara niðurgreiðslunni á
diesel-olíu og húshitunarolíu, ef
komið yrði á hámarksverði á
Rotterdammarkaðinn.
Þetta mun hafa komið þýzku
sendinefndinni mjög á óvart, sem
kom með Helmut Schmidt, kansl-
ara Þýzkalands, til viðræðna við
Carter forseta daginn eftir. En
Þjóðverjar munu hafa neyðst til
þess að bjóða í olíu í Rotterdam á
móti Suður-Afríku og ísrael, sem
eiga enn færri kosta völ. Höfðu
fylgdarmenn Schmidts fyrirfram
sagt að þeir væru á móti tillögu
Frakka, sem þeir teldu raunar
óraunhæfa og höfðu ætlað að taka
vægilega á niðurgreiðslum Banda-
ríkjamanna. Virtist Schmidt hafa
áttað sig á því að a.m.k. væru tvær
hliðar á málinu. Sýnilega samúð
Bandaríkjamanna með tillögum
Frakka um strangt eftirlit og
takmörkun á dagsverði á olíunni,
sem Þýzkaland stóð mjög á móti á
fundum Efnahagsbandalagsins 10
dögum fyrr, gerir málið mun
flóknara fyrir Helmut Schmidt.
Vestur-Þýzkaland hefur neyðst til
að kaupa mikið af olíunni á
frjálsum markaði, þar sem Frakk-
ar aftur á móti hafa bannað
innflutning á olíu á svo háu verði.
Kapphlaupió um olíuna
lega verðhækkun á frjálsa mark-
aðinum hefur vakið grunsemdir
um að bæði OPEC-ríkin og stóru
olíufélögin séu að möndla með
markaðinn á þann hátt að beina
olíu og hreinsuðum olíuafurðum
frá afhendingu upp í samninga og
yfir í ábatasamari lausamakaðs-
sölu sem nær yfir 4% af oliunotk-
un heimsins. Og um leið gætir
vaxandi ótta um að OPEC-ríkin
kunni að hækka fastaverðið síðar í
þessum mánuði, til að ná jöfnuði
við frjálsa markaðsverðið. Það er
þetta sem franski utanríkisráð-
herrann kallar hneyksli.
• Markaður með
engan samastað
í venjulegri merkingu er Rotter-
dam-markaðurinn í rauninni eng-
inn markaður. Hann hefur ekki
aðsetur í neinu einu húsi og
leikurinn fer ekki fram á neinum
einum stað. Þess í stað er þetta
samtengt net um víða veröld, sem
að sögulegri hefð kemur saman í
einum punkti í umferðarmestu
höfn í Evrópu og er rekið meira
eða minna af 200 til 300 olíukaup-
endum í Rotterdam. Ástæða þess
að lausasölumarkaðurinn er yfir-
leitt til, er sú að olíuhreinsistöðv-
arnar geta aldrei verið öruggar
um að hafa nægt magn af ein-
hverri ákveðinni tegund til að
mæta eftirspurn kaupenda. Eitt-
hvert stóru olíufélaganna getur
um tíma vantað þotubensín eða til
dæmis einhverja sérstaka tegund
af hráolíu og leitar þá til Rotter-
dam til að kaupa viðbótarmagnið.
„Þetta er eins og þegar klæðskera
vantar nauðsynlega grátt fataefni
til að sauma upp í pöntun. Þá
borgar hann hvaða verð sem er
fyrir það,“ er haft eftir bandarísk-
um embættismanni í Hague. Og
hátt verð á frjálsum markaði
dregur auðvitað að olíuna. Ef til
vill er stórtækustu dagprísasal-
arnir útflutningsríkin sjálf. íran
tekur opinberlega frá 200 þúsund
tunnur á dag á frjálsa markaðinn
og hótar að setja enn meira magn
til hliðar í þeim tilgangi. Libýa,
sem kom til dæmis nýlega ákvæð-
um um „force majeure" (ófyrirsjá-
anlegar ástæður) inn í suma lang-
tímasamninga sína við olíufélögin,
og grunur leikur á því að olían sú
hafi verið flutt rakleiðis á Rotter-
dammarkað. Á sama hátt kenndi
Mexico hafnarvandræðum um að
ekki var hægt að standa við gerða
samninga, en margir sérfræðingar
telja að olían hafi í raun verið
send beina sjóleið á frjálsa mark-
aðinn. A.m.k. hefur hún horfið.
Stundum eru hráolíufarmarnir
frá OPEC seldir oftar en einu
sinni og dæmi um að þeir gangi
5—6 sinnum milli kaupenda og
alltaf hækkar verðið.
• Kapphlaupið
um olíuna
Meðan olíukaupmenn í Rotter-
dam græða, hafa ýmsir aðilar
reynt að rýna í frjálsa markaðinn,
svo sem Svíar, Svisslendingar,
Efnahagsbancjalagslöndin, Banda-
ríkjaþing og Andhringanefndin í
Bandaríkjunum. Tillaga Frakka
hjá Efnahagsbandalaginu um
sameiginlegar ráðstafanir og þak
á olíuverðið hefur verið rædd og
gagnrýnd. Það virðist liggja ljóst
fyrir að samstaða er ekki um
slíkar ráðstafanir, segir frétta-
maður Le Monde.
Jean Francois-Poncet, utan-
ríkisráðherra Frakka, ræddi málið
við Carter Bandaríkjaforseta.
Bandaríkjamenn telja að sam-
keppnin um olíuna frá vestur-evr-
ópskum innflytjendum, er borga
hámarksverð, dragi húshitunar-
olíu frá hreinsistöðvum í Karab-
íska hafinu, sem annars hefðu
farið á amerískan markað og lét
Schlesingar orkumálaráðherra
það í ljósi. Viðbrögðin hafa verið
þau að niðurgreiða 5 dollara á
tunnu hjá bandarískum innflytj-
endum, svo að þeir séu samkeppn-
isfærir við Evrópumenn. Þessu
hafa Evrópumenn reiðst mjög, og
telja réttilega að stefna Banda-
ríkjamanna kyndi undir olíustríð,
öllum til ills eins. Um þetta áttu
þeir Francois-Poncet og Carter
Nánast hneyksli, segir Francois-Poncet
Carter forseti: 5% niðurgreiðslu
hætt ef verð á olíu verður tak-
markað.
Francois-Poncet, utanríkisráð-
herra Frakka: þak á verðið á
frjálsa markaðinum.
Schmith kanslari: á móti verðtak-
mörkunum.
0 Orkusparnaður 5%
Bæði Schmidt og Francois-
Poncet lögðu í viðræðum sínum
við Carter áherslu á sparnaðar-
ráðstafanir á olíunotkun, og að
iðnaðarríkin yrðu að kanna aðra
orkukosti, svo sem kol og kjarn-
orku.
í Bruxelles höfðu ráðherrar
Efnahagsbandalagsins enn á ný
lagt áherzlu á nauðsyn þess að
auka átakið til orkusparnaðar og
ná markmiðinu, sem evrópuráðið
setti í marz um að draga 5% úr
notkun miðaða við upphaflega
notkunaráætlun fyrir árið 1979.
Ekki eru nema tveir dagar síðan
M. Brunner, sem fer með orkumál
bandalagsins lýsti því yfir að
aðgerðir ríkjanna væru ófull-
nægjandi og myndu ekki leiða til
meira en 3,5% orkusparnaðar í
árslok. Var dreift skýrslu um
aðgerðir þær sem hafnar eru í
bandalagsríkjunum, og sýnt fram
á að varla væri hægt að gera sér
vonir um að dragi meira en 2,4%
úr notkuninni í Frakklandi til
ársloka, á móti 4,8% í Bretlandi og
4,9% í Belgíu, svo dæmi séu tekin.
Eftir að hafa kynnt sér betur
fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir í
Frakklandi og viðleitni fyrirtækj-
anna sjálfra, lýsti ráðið yfir í
fréttatilkynningu að það væri
bjartsýnt, „telur að aðgerðir til
betri orkunýtingar, sem þegar eru
hafnar og munu hafa vaxandi
áhrif, svo og nýjar aðferðir, ættu
að gera fært að ná settu marki".
Bæði bandarísk og þýzk
stjórnvöld hafa átt viðræður við
fjölþjóðaolíufélögin og lagt að
þeim að kaupa ekki olíu á frjálsum
markaði á of háu verði.
Tilhneigingar hefur gætt hjá
olíuframleiðsluríkjunum að
hækka verð á hráolíu. Fram-
kvæmdastjóri Alþjóðaorkumála-
stofnunarinnar lætur hafa eftir
sér, að hækkun á hráolíu sé þegar
^rðin 25% frá áramótum. í kjölfar
Irans, Líbýu og Venesúela kom
röðin að Ábou Dhabi að hækka
verðið á hráolíu sinni, upp í 17,90
dollara. Og nú mun verð OPEC-
ríkjanna væntanlega enn hækka
eitthvað þegar þau koma saman í
Genf 26. júní næstkomandi.
Hugsanlega verður þó ofan á
hugmynd bæði Saudi Arabíu og
Arabísku furstadæmanna um að
hætta við „hókus-pókus“ verðin og
setja eitt samræmt verð við 17 eða
18 dollara. Þetta væri þó naumast
annað en skráning á verði, sem
þegar hefur verið að hækka síðan í
apríl.