Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 15

Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 15 BLðM VIKUNNAR l“( > \ \k ' ^ i UMSJÓN: ÁB. (210) v-y Sýning á handvinnu aldraðra var haldin í safnaðarheimili Bústaðasóknar sunnudaginn 20. maí. Þar voru sýndir munir sem aldraðir í sókninni höfðu unnið á samverustundum í safnaðarheim- ilinu sem haldnar hafa verið vikulega á miðvikudögum í vetur. Safnaðarráð Bústaðasóknar skipulagði samverustundirnar en formaður þess er Áslaug Gísladóttir. Garðskriðnablóm Arabis caucasia/ albida GARÐSKRIÐNABLOM er þekjublóm sem myndar breiður með því að leggja grágræn blöð sín eins og teppi yfir það svæði sem það fær til umráða. Blöð þess standa sígræn allt árið — en þau fara í feluleik á vorin því strax í aprílmánuði — í sæmilegu árferði — skrýðist jurtin ca 15—20 sm háum snjóhvítum blómum svo ríkulegum að laufið hylst mikið til. Þessi hvíta blómabreiða stendur í skrauti sínu allt fram í júní. Garðskriðnablómið blómstrar sem sagt snemma vors og er þá mjög kærkomið með blómskrúð sitt. Þegar jurtin er afblómstruð er gott að klippa af blómstönglana (ef ekki á að safna fræi) og verða þá blöðin þéttari en ella. Garðskriðnablóm er auðvelt í ræktun, þrífst svo að segja hvar sem er, en kann best við sig í þurrlendi í magurri, sendinni, kalkríkri mold í sól. Það getur orðið all fyrirferðarmikið sé það látið einrátt um of en vandalaust er að halda því í skefjum. Til eru ýmis afbrigði af garðskriðnablómi eins og t.d. Arabis caucasia flore plene sem er ofkrýnt. Arabis albida er með nokkuð dekkra lauf en önnur afbrigði og eru blaðjaðrarnir gulhvítir. Síðla sumars þegar blöðin eru farin að þéttast og stækka er hún hin skrautlegasta laufjurt. Arabis rosea er með rósrauð blóm. Arabis bléopharophylla með karmínrauð blóm, Arabis rosabella með falleg bleik blóm. Garðskriðnablómi er auðvelt að fjölga með fræi sem spírar á ca 15 dögum og kemur betur upp sé fræílátið haft í birtu. Græðlinga má og nota og þeir þá settir í létta mold og skýlt gegn sól og ofþornun meðan þeir eru að festa rætur. Líka má fjölga skriðnablómum með skiptingu á vorin. Garðskriðnablóm er fyrirhafnarlítið í ræktun en stendur vel fyrir sínu. S.Á. Driíhvítt garðskriðnablóm fer vel í steinhæðinni með rauðfjólu- bláum Júlíulykli (Primula juliae) Námskeið um viðgerð- ir á einangr- unargleri Dagana 18,—22. júní mun Knud Mogensen ráðunautur hjá Tekno- logisk Institut, Danmörku, halda fyrirlestra um glugga og tvö nám- skeið um hvernig gera megi við tvöfaldar glcrrúður sem orðnar eru óþéttar. Fyrra námskeiðið um rúðuvið- gerðatækni verður haldið í Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins þriðjudaginn 19. júní. Námskeið þetta er einkum ætlað glerfram- leiðslufyrirtækj um, en einnig við- haldsdeildum frá ríki og sveitarfé- lögum. Seinna námskeiðið verður haldið á sama stað miðvikudaginn 20. júní og er öllum opið. Tólf þátttakendur geta verið á hvoru námskeiði. Þátttaka i námskeiðun- um tilkynnist Iðntæknistofnun ís- lands. Auk framangreindra fyrirlestra mun Knud Mogensen halda tvo fyrirlestra um glugga í Bygginga- þjónustunni, Grensásvegi 11. Þátt- taka í þeim er öllum opin. Fyrri fyrirlesturinn verður 18. júní og fjaHar hann um hönnun glugga og skaða á gluggum við danskar að- stæður. Síðari fyrirlesturinn verður haldinn 21. júní á sama stað og fjallar um ísetningu einangrunar- glers og plastglugga. (Fréttatilkynning). Reynt að líf ga upp á NÚ FYRIR skömmu opinberaði verslunin Flóin lcyndardóma sína. í versluninni eru á boð- stólum úrval af notuðum fatn- aði bæði frá íslandi og Eng- landi, en í bígerð er að hefja ennfremur innflutning frá Bandarfkjunum. Einnig verður til sölu keramik og grafík, auk þess sem fengist verður við sauma í versluninni. bæinn Þau sem að Flónni standa eru flest nemendur í Myndlista- og handíðaskólanum, en þeirra er ætlunin að þetta mætti verða til þess að lífga upp á bæjarlífið. Flóin er til húsa að Hafnar- stræti 16, og í sumar verður opið frá 9—6 og á laugardögum frá 9-12. Kósa og Andnna innan um sumt af því, sem Flóin hefur upp á að bjóða. Ljósmynd: Kristinn. ABU CARDINAL Bremsan er aftan ó og engin hætta á aö línan sé fyrir þegar mest liggur viö — óbrjótanleg spóla — sveifina má hafa hægra eöa vinstra megin — hárnákvæm línuröðun — kúlulegur — ryöfrír málmur o.fl. o.fl. Cardinal hefur kostina sem engin önnur opin spinnhjól hafa. HAFNARSTRÆTI 5 TRYGGVAGÖTUMEGIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.