Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979
19
Veður
víða um heim
Akureyri 12 úrkoma
Aimterdam 15 rigning
Apena 33 sól
Barcelona 23 léttskýjað
Berlín 17 rigning
Bruésel 18 rigning
Chicago 30 bjart
Denpasar 32 bjart
Helsinki 14 skýjað
Hong Kong 29 bjart
Jerúsalem 27 bjart
Jóhannosarb. 10 sól
Kaupmannah. 16 skýjað
Lissabon 22 sól
London 16 skýjað
Los Angeles 30 bjart
Madrid 28 sól
Majorka 25 léttskýjað
Malaga 24 léttskýjað
Miami 29 rigning
Montreal 22 vantar
Moskva 26 8ÓI
Kýja Delhi 36 skýjað
New York 28 bjart
Osló 13 skýjaö
París 18 skýjað
Reykjavík 8 skýjað
Rómaborg 29 skýjaö
San Fransisco 17 bjart
Stokkhólmur 18 skýjaö
Sidney 19 bjart
Teheran 34 bjart
Tel Aviv 27 bjart
Tókíó 26 skyjað
Vancouver 20 vantar
Vínarborg 20 skýjaö
Víkingaskip
strandar
við Skotland
Skotlundi, AP.
EFTIR að haía siglt 2000 km.
leið yfir Norðursjó frá Noregi og
komist heilu og höldnu umhverf-
is norður- og vesturströnd Skot-
lands, þá rakst eftirlfking af
fornu langskjpi víkinga á sker
og sökk þar. Öllum sex áhafnar-
meðiimunum var bjargað úr
sjónum og upp í bát kvikmynda-
tökumanna. sem fylgu þeim, til
að festa siglinguna á filmu.
Áhöfnin sagðist vera ákveðin í
því að halda siglingunni áfram
þar sem frá var horfið, jafnskjótt
og farkosturinn væri orðinn
ferðafær að nýju. Ferðinni er
heitið til eyjarinnar Manar til að
halda upp á 1000 ára 'afmæli
þingsins þar.
Eyjan Mön sem er í írlandshaf-
inu, var eitt sinn undir yfirráðum
Noregs en er nú hluti af Bret-
landi, og í samræmi við það er
áhöfnin bæði skipuð Norðmönn-
um og Manarbúum.
Á gúmbát yf ir
Atlantshafið
Halifax, Nova Scotia,
15. júní, Rcuter
BRETINN Paul Parsons lét í dag
frá Dartmouth á Nova Scotia. Hann
ætlar að reyna að verða fyrstur
manna til að fara einsamaíl yfir
Atlantshafiö í gúmmfbát.
Parsons, sem er burðarmaður á
Heathrowflugvelli, þarf að leggja að
baki tæpa 5000 km. til að ná þessu
marki sínu í 5 metra löngum far-
kosti sínum. Hann var dreginn 30
km. frá landi til að komast á
áhrifasvæði þangað sem Golf-
straumsins fer að gæta. Hann von-
ast til. þess að ná suðurströnd
Englands eftir 2 mánuði. Aðspurður
kvað hann það vera óeðlilegt að bera
ekki einhvern beyg í brjósti fyrir
ferðinni. „Það var ekki um margt að
ræða þegar fólk hefur bæði róið og
farið með loftbelgjum yfir Atlants-
hafið.“
Kosningar í
Færeyjum?
Frá fréttaritara Mbl. í Þórahöfn f gœr.
Stjórnarkreppan í Færeyjum
hefur harðnað að undanförnu og
getur svo farið að kjósa verði að
nýju til Lögþingsins.
Stjórnarflokkarnir þrír
funduðu í Þórshöfn síðdegis og á
þessum fundi staðfestu flokkarn-
ir að ekki hefði tekist að ná
samstöðu um hvernig leysa ætti
þann vanda sem skapast hefði í
sambandi við áætlunarferðir
skipa til Suðureyjar og útlanda.
Atli Dam lögmaður sagði eftir
fundinn að ekki hefði náðst sam-
staða í nefnd þeirri sem skipuð
var í þessu skyni, né heldur
ríkisstjórninni, um hvernig leysa
ætti þennan vanda. En hann til-
kynnti Fólkaflokknum að nánari
frétta væri að vænta frá Sósíal-
demókrataflokknum innan fárra
daga.
Sósíaldemókrataflokkurinn
mun nú fljótlega boða til fundar í
miðstjórn flokksins. Á landsþingi
sem haldið var fyrir mánuði var
þingliði flokksins gert ljóst að
ganga ætti til nýrra kosninga ef
ekki fengist viðunandi lausn á
þeim vandamálum sem um væri
deilt.
Þetta gerðist j
1978 — Nýju samningarnir um
Panama-skurð undirritaðir í Pan-
ama.
1977 — Brezhnev kosinn forseti.
1976 — Óeirðirnar í blökku-
mannabænum Soweto í
Suður-Afríku.
1972 — Innbrotiö í Water-
gate-bygginguna í Washington —
Clifford Irving dæmdur fyrir að
falsa æviminningar Howard
Hughes.
1963 — Rússar skjóta fyrstu
konunni, Valentinu Tereshkovu,
út í geiminn.
1949 — Hreinsanir hefjast í Ung-
verjalandi.
1940 — Pétain marskálkur tekur
við af Paul Reynaud — Þjóðverjar
taka Maginot-línuna — Rússar
setja Eistlendingum úrslitakosti.
1932 — Banni við stormsveitum
þýzkra nazista aflétt.
1920 — Fyrsti opinberi fundur
ráðs Þjóðabandalagsins.
1917 — Fyrsta alrússneska þing
verkamannaráðanna.
1907 — Nikulás II neyddur til að
leysa upp annað rússneska ríkis-
þingið, Dúmuna.
1826 — Uppreisn Janissara-her-
manna í Konstantínópel lýkur.
1815 — Orrustan um Quatre Bras:
Sigur Breta á Frökkum.
1779 — Spánverjar fara í stríð
gegn Bretum og setjast um Gí-
braltar.
1705 — Karl XII sigrar Rússa við
Gemaurhof.
Afmæli: Julius Plúcker, þýzkur
stærðfræðingur (1801—1868) —
Gústaf V Svíakonungur
(1858-1950).
Andlát: Hertoginn af Marlbor-
ough, hermaður, 1722.
Innlent: Oddeyrardómur (Jón
Arason og synir dæmdir landráða-
menn) 1551 — Einkaleyfi elzta
íslenzka verzlunarfélagsins stað-
fest 1634 — Menntaskóli í Reykja-
vík 1846 — Trampe greifi leyfir
enskum skipum að sigla hingað og
Englendingum að búa og verzla
hér 1809 — ísafoldarprentsmiðja
tekur til starfa 1877 — Alþingi
samþykkir kosningu ríkisstjóra og
samþykkir lýðveldisstjórnar-
skrána 1944 — Þýzk orrustuflug-
vél gerir árás á „Súðina“ 1943 —
Hannibal Valdimarsson sigrar í
aukakosningu á ísafirði 1952 —
Eisenhower á íslandi 1955 — f.
Lúðvík Jósepsson 1914.
Orð dagsins: Maðurinn hefur not-
að gáfur sínar; hann fann upp
heimsku — Remy de Gourmont,
franskur rithöfundur
(1858-1915).
Eldur í
Macy’s
New York, 15. júní, Reutcr.
Eldsvoði kom upp í verslunar-
samstæðunni Macy’s, scm margir
íslendingar þekkja, og olli dauða
eins slökkviliðsmanns. 2000
manns voru inni í búðinni og
slösuðust 6 manneskjur.
Eldurinn braust út í íþrótta-
deild Macy’s, sem er talin vera
stærsta verslun í heimi. Þó að
eldurinn væri bundinn við eina
hæð hússins tók það 120 slökkvi-
liðsmenn 3 klst. að ráða við eldinn.
Tugir slökkvibifreiða sem kall-
aðar voru á vettvang orsökuðu
mikið umferðaröngþveiti á Man-
hattan.
Guðmundur Jónasson fjailabílstjóri klæddur til hvers sem er.
„Terta ogfínirí”
í sjötíu ára af-
mæli á Vatnajökli
GUÐMUNDUR Jónasson bifreiðastjóri hélt upp á 70 ára afmæli
sitt á Vatnajökli þann 11. júní s.l. og er það í fyrsta skipti sem
haidið er upp á slíkt merkisafmæli á þeim slóðum. Morgunblaðið
hafði talstöðvarsamband við Guðmund f gær þar sem hann var á
leið niður af jöklinum ásamt félögum sínum, en alls voru liðlega
20 manns í hópnum sem fór á jökulinn, mest þaulvanir
jöklafarar. Nokkur hiuti hópsins varð eftir við mælingar í
Grímsvötnum.
„Það er alveg ágætt veður hér
nú,“ sagði Guðmundur, „hefur
gengið á ýmsu undanfarna daga,
en er sérlega gott nú. Sólargang-
ur er hvað lengstur nú og það er
von á fólki í kvöld eða á morgun
sem ætlar á jökulinn.
Jú auðvitað var haldið upp á
afmælið eins og eðlilegt er þegar
einhver á afmæli í svona ferðum,
það var terta og fínirí. Við
verðum í skálanum í Tungnaár-
botnum í nótt í Jökulheimum og
reiknum með að leggja af stað
heim á laugardag.
Þetta hefur gengið ágætlega,
en tvo daga urðum við zpptir í
þoku, en það var nóg að gera við
að byggja snjóhús og bjarga
dótinu. Nú sumir hafa tafl og
spil og svo fjúka einstaka brand-
arar.
Af jöklinum að segja? Já, það
er mjög einkennilegt snjólagið
hér og hefur ekki sézt annað eins
í 30 ár. Það eru miklir skaflar og
þykkir, allt að 10 metra þykkir,
svo þeir fara varla í sumar.
Hitastigið hjá okkur í ferðinni
hefur komizt niður í mínus 7
gráður á nóttunni og upp í 17
gráður á daginn.
Ferðir á Vatnajökul? Ég hef
farið öðru hvoru síðan 1951,
nokkur ár hafa fallið úr.
Jú, þetta er ágætt, það er
Buðvelt að fara yfir Tungnaá
núna,, það er hægt að vaða hana
í hnéháum stígvélum.
„Deilan um J an May en- land-
helgina yfirgripsmikið mál”
segir blaðafulltrúi norska utanríkisráðuneytisins
Frá fréttaritara Morgunblaðsins
(Ósló í gær
„EF ÞAÐ er rétt að íslendingar
haíi ákveðið frá og með 1. júní
að áskilja sér allan rétt í fisk-
veiðilögsögu sinni og fara þar
mcð yfir miðlínuna gagnvat Jan
Mayen er þetta yfirgripsmikið
mál,“ sagði Torstein Sandö,
blaðáfulltrúi norska utanríkis-
ráðuneytisins, í dag. En Norð-
menn hafa enga vitneskju fengið
um að íslendingar ætli að vísa
burtu norskum fiskimönnum frá
hinu umdeilda „gráa svæði“
milli íslands og Jan Mayen.
Þar með virðist hafa færzt
mikill hiti í deilu Norðmanna og
Islendinga um útfærslu norsku
landhelginnar umhverfis Jan
Mayen í 200 mílur. Upplýsingar
um brottvísun norskra fiski-
manna hafa vakið mikla athygli í
norska fiskimannasambandinu
þar sem fjallað hefur verið um
málið á stjórnarfundi.
„Ef þetta er rétt tel ég að
Norðmenn eigi hreinlega að taka
sér 200 mílna efnahagslögsögu
umhverfis Jan Mayen," segir
formaður norska fiskimannasam-
bandsins, Johan Toft. „Þetta
gerðum við í suðri og norðri með
200 mílna lögsögunni umhverfis
sjálfan Noreg. Við tilkynntum
EBE og Rússum að við ætluðum
að gera þetta og svo gerðum við
það.“
Um þá staðhæfingu íslendinga
að loðnustofninn á svæðinu sé
þeirra eign þar sem hann hrygnir
við strendur þeirra segir Toft.:
„„En þetta á líka við um þorsk-
inn á Barentshafi. Hann hrygnir
við norsku ströndina og færist
síðan út. Þess vegna er þetta
sameiginlegur fiskstofn — af því
hann færist."
„Ég geri ráð fyrir því að nú
verði að fá málið á hreint gagn-
vart íslendingum," segir Toft. „Á
mánudaginn koma íslenzkir em-
bættismenn til Óslóar og þá
verða öll þessi vandamál trúlega
tekin fyrir."
Á þessum fundi munu einnig
liggja fyrir viðbrögð sambands
útgerðarmanna fiskibáta sem
fjallaði um málið á stjórnarfundi
í vikunni.
„Við mótmælum því að norskir
fiskimenn verði útilokaðir frá
svæði sem er óumdeilanlega
norskt — umhverfis Jan Maycn,"
segir formaðurinn. Per Sævig.
„Við krefjumst þess að Norð-
menn taki sér fyrst efnahagslög-
sögu umhverfis Jan Mayen og
semji því næst við íslendinga um
þær verndunarráðstafanir sem
grípa skuli til.“
Islenzku fulltrúarnir á Óslóar-
fundinum eftir helgina verða þeir
Jón Arnalds ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, Már
Elísson fiskimálastjóri og Jón B.
Jónasson í sjávarútvegsráðuneyt-
inu.
Morgunblaðið þar þessa frétt
frá Noregi undir Kjartan
Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra í gærkvöldi, en hann vildi
ekkert segja um málið.