Morgunblaðið - 16.06.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
37
lagsþörfin hvetur unglingana til
samneytis hver við annan. Það
þýðir ekki að reyna að dreifa
þessum hópum þeirra út um allan
bae, þeir vilja allir vera saman. Ef
til vill er einhver stelpan úr
Breiðholtinu skotin í strák úr
austurbænum og þá er farið í
miðbæinn um kvöldið í von um að
hittast.
En hvað er þá hægt að gera, því
allir sjá að það er ekki hægt að
hafa Hallærisplanið samkomustað
unglinganna í framtíðinni. Eina
lausnin sem ég sé er að koma upp
félagsaðstöðu fyrir unglingana í
miðbænum sjálfum. Ýmislegt er
hægt að gera, til dæmis má koma
upp kaffihúsum, diskótekum og
fleirum svipuðum stöðum þar sem
unglingarnir geta komið saman.
Ef til vill drægi líka úr áfengis-
neyslu unglinganna ef þeir gætu
komið inn á veitingahús eða á
diskótek, sem mjög eru í tísku nú
á dögum, í stað þess að hírast úti í
kuldanum.
Vissulega geri ég mér það ljóst
að við það að koma slíkri aðstöðu
upp í miðbænum þarf að fórna
einhverju. Ef til vill gömlu og
grónu verslunarhúsnæði, eða öðru
gömlu húsi. Kannski þarf jafnvel
að byggja nýtt hús eða rífa innan
úr húsi til að koma nýtísku
innréttingu þar fyrir. En þetta
eilífa „unglingavandamár leysist
ekki nema einhverju sé fórnað.
Ég vona að þeim sem les þessa
grein mína skiljist það, að vanda-
malið er ekki unglinganna, það er
höfuðverkur okkar sem erum orð-
in fullorðin. Við fæðum af okkur
börnin sem vaxa upp með mann-
legar þarfir og það er skylda
okkar að sjá um að þeim þörfum
sé fullnægt. Annars bregðumst við
uppeldishlutverki okkar.
Þegar svo þessir unglingar vaxa
upp kemur til þeirra kasta að
endurgreiða það sem gert var fyrir
þá sem unglinga með því að sjá
fyrir þörfum þeirrar kynslóðar
sem vafalaust verður svipuð þörf-
um þeirra sjálfra en í öðrum
búningi.
Fyrrverandi unglingur.
• Hugmynd
Það hefur lengi verið litið svo
á, að sautjándi júní, væri mikill
hátíðisdagur, téngdur göfugum
hugsjónum og ættjarðarást. Hvað
hugsar íslenska þjóðin í dag í því
efni? Ég man sjaldan eftir því, að
þjóðinni hafi verið meiri þörf á
samhéldni og göfugum hugsjónum
en í dag til þess að forðast
vandræði. Nóg er af ferðalögum og
skemmtunum. Margt í skemmt-
ana-iðnaðinum mun vera uppvax-
andi fólki miður gott, og þykist ég
taka vægt til orða, eitt sjónarmið,
á hverju er mest að græða? Þjóðin
þarf að rækta hug sinn til blessun-
ar öllum. Viskan og dyggðin á að
vera hennar leiðarljós um alla
framtíð, strengjum þess heit nú á
þjóðhátíðardaginn, góðir íslend-
ingar.
Gestur.
Þessir hringdu . . .
• Þakkir til
sjónvarpsins
V.J. hringdi:
„Mig langar til að þakka
sjónvarpinu fyrir mynd um
kristnilíf í Sovétríkjunum sem
s^nd var þriðjudaginn 12. júní s.l.
Eg vona að mynd þessi hafi vakið
fólk til umhugsunar um það hug-
rekki sem þeir eiga sem lifa
þrengingar í sínu kristna lífi og
hversu mikinn styrk og stuðning
þeir fá sem lifa í samfélaginu við
Krist.
Það er alltof sjaldan gripið á
svona málum á almennum vett-
vangi en það mætti gera mun
meira af því að sýna hvernig fólk
handan járntjaldsins hefur það og
hvað þar er að gerast."
SKÁK
• „Útþynntir
þættir“
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
„Ég vildi bara lýsa þakklæti
mínu og ánægju yfir því að
þátturinn „Stúlka á réttri leið“
hefur runnið sitt skeið í íslenska
sjónvarpinu. Oft hafa laugar-
dagsþættir sjónvarpsins verið
þunnir en aldrei eins útþynntir og
þessir þættir. Ég vona að sjón-
varpið sjái að sér og taki aftur upp
sýningar breskra þátta á laugar-
dagskvöldum."
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Montreal um daginn kom þessi
staða upp í hinni umtöluðu viður-
eign þeirra Karpovs og Larsens,
sem hafði svart og átti leik.
36 . . . Bxh4!, 37. De2 (Ef 37.
Bxh4 þá Hxd3, 38. Dxd3? - Rf4+)
Bxg3, 38. fxg3 - Dd7, 39. Dxf3
- Hxf3, 40. Kxf3 - Rxb4! og
svartur vann auðveldlega. Þessi
skák kostaði Karpov sigurinn í
mótinu. Larsen beitti mjög
óvenjulegri byrjun í þessari skák:
1. e4 - d5, 2. exd5 - Dxd5?! 3. Rc3
— Da5 og fékk erfiða stöðu, en
heimsmeistarinn ætlaði sér um of
og tapaði.
gleraugu
olíur
lotion
krem
Snyrti-
töskur
í sumar
fríiö.
^Holtsapótek snyrtivöradeild
^Langholtsvegi 84 Simi35213
Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
Innlausnarverð
Seðlabankans
m.v. 1 árs
tímabil frá:
16. júní 1979.
Kaupgengi
pr. kr. 100,-
1968 1. flokkur
1968 2. flokkur
1969 1. flokkur
1970 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
3.391.14 25/1 ‘79
3.188.43 25/2 ‘79
2.370.52 20/2 ‘79
2.176.55 15/9 '78
1.574.29 5/2 '79
1.475.88 15/9 '78
1.286.41 25/1 ‘79
1.100.95 15/9 ‘78
834.62 15/9 '78
768.60 25/1 ‘79
532.88
431.41
329.24
312.85
254.09
235.97
197.68
161.07
127.16
Yfir-
gengi
2.855.21 18.8%
2.700.42 18.1%
2.006.26 18.2%
1.509.83 44.2%
1.331.38 18.2%
1.032.28 43.0%
1.087.25 18.3%
770.03 43.0%
586.70 42.3%
650.72 18.1%
VEÐSKULDABRÉF:*
Kaupgengi
pr. kr. 100,-
1 ár Nafnvextir: 28%% 83
2 ár Nafnvextir: 28’/z% 74
3 ár Nafnvextir: 28’/z% 66
4 ár Nafnvextir: 28'/z% 62
5 ár Nafnvextir: 28Vz% 57
*) Miöað er viö auöseljanlega fasteign
Tökum ennfremur í umboössölu veöskulda-
bréf til 1—3 ára meö 12—281/2% nafnvöxt-
um.
Höfum seljendur aö eftirtöldum veröbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi
pr. kr. 100
B — 1973 714.10
C — 1973 622.29
D — 1974 540.00
G — 1975 266.15
H — 1976 257.75
(10% afföll)
(10% afföll)
(10% afföll)
(10% afföll)
(10% afföll)
VEÐSKULDABRÉF:
4 ár Nafnvextir
3 ár 5 m Nafnvextir
5 ár 4 m Nafnvextir
5 ár 4 m Nafnvextir
5 ár 5 m Nafnvextir
5 ár 3 m Nafnvextir
7 ár 1 m Nafnvextir
Sölugengi
pr. kr. 100
13% 46.62 (Áfallnir vextir)
13% 62.95 (Áfalinir vextir)
14% 60.79 (Áfallnir vextir)
12% 51.81 (Áfallnir vextir)
13% 51.09 (Áfallnir vextir)
14% 59.20 (Áfallnir vextir)
14% 54.06 (Áfallnir vextir)
PlÁRPEfTirtGflRPéUtG ÍfUtnDf Hft
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaöarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16