Morgunblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 a 'M * 1« Möl og meistaraheppni spila stór hlutverk... NÚ ERU búnar fjórar umferðir í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og má segja án þess að skafa nokkuð utan af, að allt er enn í einum graut. Helmingur liðanna hefur hlotið fimm stig og deilir þannig með sér efsta sætinu. Botnliðin tvö hafa þó hlotið 2 stig hvort, þannig að á þessu,stigi málsins má segja að öll séu liðin í bráðri fallhættu og öll eigi enn möguleika á íslandsmeistaratitlinum! Þetta á sér bæöi bjartar hliðar og aðrar ekki eins bjartar. I fyrra báru lið Vals og ÍA af svo um munaði. Léku þau bæði stórgóða knatt- spyrnu á íslenskan mælikvarða, það sýndi sig best þegar þau mættu Magdebur og Kölnn á heimavelli í Evrópukeppninni um haustið. Hvorugt liðanna hefur sýnt neitt líkt því þegar best lét í fyrra. Það er skiljanlegra með Skagaliðið, sem missti aðalmennina Karl og Pétur í atvinnumennsku. Nýju mennirnir eru enn að læra hver á annan og þegar það hefur lánast, verður Skagaliðið sterkt, því að liðið fékk góða menn í skörðin. Það á þó eftir að há liðinu illa hversu bitlaus framlínan er, það sést best á því, að mörkin sjö, sem liðið hefur skorað til þessa, hafa aðeins tveir leik- menn skorað, báðir miðvallarleik- KnallsDvrna ÍBK ÍBV ÍA Fram KR Valur KA Þróttur Haukar Víkingur 41 30 5-1 4211 4-1 4211 7-5 41 30 6-4 42114-4 4121 5-4 4202 6-6 4112 4-5 41 03 3-8 41033-9 Markhæstu leikmenn eru nú: Sveinbj. Hákonarson ÍA Pétur Ormslev Fram Árni Sveinsson IA Þórir Sigfúss. ÍBK Gísli Eyjólfss. ÍBK Ingi B. Albertss. Val Gunnar Blöndal KA Guðm. Sigmarss. Haukum Gunnar Ö. Kristjánss. Vík. • Sveinbjörn Hákonarson, ÍA. menn. Til lengdar er ekki hægt að reiða sig á að aðrir en framlínu- mennirnir skori, til þess eru þeir þó. Það er erfiðara að skilja hvers vegna Valsmenn hafa ekki haldið sínu striki, þar sem þeir hafa haldið öllum sínum bestu mönnum og meira að segja bætt við sig góðum leikmönnum, t.d. Ólafi Danivals- syni. Vaalsmenn hafa verið í öldu- dal í mótinu til þessa og þeir áttu cinnig mjög misjafna leiki í Reykjavíkurmótinu. Það hefur lengi loðað við liðið hin svokallaðða meistarahepppni, sem fellst í því, að þó að iiðið leiki illa, lauma þeir samt inn sigur- eða jöfnunarmarki. Liðið gekk í gegnum slæman kafla sem varði eitthvað um þrjá leiki í fyrra, en kom þó út úr því með 6 stig. Þannig á að vinna mót, en heppni þessi virðist hafa yfirgefið herbúðir Vals um sinn a.m.k. Þaö er annað sem spilar hér inn í, malarvellirnir. Flestum liðum fyrstu deildar hentar betur að leika á grasi. En í Hafnarfirði, Akranesi, Keflavík og á Akureyri er ekki um grasvelli að ræða eins og er, þó að úr rætist hugsanlega síðar í sumar.. Lið eins og IA, Valur, Fram o.fl. ná ekki að sýna það sem í þeim býr á möl. Öðrum liðum kemur þetta til góða, t.d. Haukum. Án þess að ætla að styggja Hauka, er mun ólíklegra, að lið þeirra hefði haft í í A að segja ef leikið hefði verið á grasi. En þetta er takmörkuð afsökun fyrir hin svokölluðu topplið, því að ef einhverjar töggur eru í liði, á það að geta lagað sig eftir aðstæðum. Þó að deildin sé slíkur hafra- grautur nú, er ekki ólíklegt að innan skamms, fari að draga í sundur, en í stað þess að í fyrra stungu tvö lið af, verða þau líklega a.m.k. þrjú nú, kannski fleiri. Framarar eru með sterkt lið, en til þessa mistækt. Kippi þeir því í lag, verða þeir við toppinn ásamt IA og Val. ÍBK, KR og ÍBV hafa einnig byrjað tímabilið þokkalega og spurningin með þau er sú hvort þau geta haldið út, eða hvort þau springa er fram í sækir. Til að halda mikilli og góðri spennu í mótinu, væri æskilegt að þau héldu sér öll í toppbaráttunni. Ekkert hefur verið minnst á fjögur neðstu liðin, Þrótt, KA, Hauka og Víking. Það er mjög furðulegt að Víkingur skuli vera í þessum hópi, með alla sína topp- menn, en öll eiga þessi lið örugglega eftir að hala inn einhver stig, sérstaklega þó innbyrðis, ekki síst meðan enn er spilað á möl. Hvert þeirra fellur skal ekkert fullyrt til að styggja engan. Hlutskipti ÍBK og Víkinga hefur verið ólíkt í deildarkeppninni það sem af er sumri, en samt ekki... ÍBK er efst, Víkingur neðst, en samt skilja liðin aðeins 3 stig. „Verð í Belgíu næsta vetur“ — segir Karl Þórðarson MBL. HAFÐI það fyrir venju á síðasta sumri að láta leikmenn spá um leiki hverrar helgar og ræða við það tækifæri við þá um ýmislegt varðandi íslenska knatt- spyrnu. Þessu verður nú framhaldið. Karl Þórðarson er einn þeirra knattspyrnumanna sem lagt hafa í atvinnu- mennskuna og leikur því ekki með íslensku liði þetta árið, lið hans er La Louviere í Belgíu. En Karl var mikið í sviðsljósinu síðastliðið sumar og var þá verðskuldað mjög, valinn knattspyrnumaður íslandsmótsins af íþróttafréttamönnum Mbl. Fer spá hans ásamt stuttu spjalli hér á eftir. — Ég hef aðeins séð tvo leiki eftir að ég kom heim, leik KR og IA og leik Fram og Þróttar. Ég held að deildin verði miklu jafnari nú en áður, sem er gott, það var nóg komið af einokun fárra liða. Ég held að þetta stafi frekar af því að önnur lið eru á uppleið, frekar Stórleiknum frestað LEIK Vals og ÍA, sem fara átti fram á Skaganum í dag, hefur orðið að fresta vegna þess að grasvöllurinn á Skaganum er cnn ekki kominn í skikkanlegt horf. Malarvöllurinn er og lélegur og voru liðin sammála um að fresta heldur leiknum en að kljást á mölinni. Fer leikurinn því fram á fimmtudaginn í næstu viku klukkan 20.00 og þá á Laugardalsvellinum, þ.e.a.s. liðin skiptast á heimaleikjum. Að sögn Kjartans Trausta framkvæmdastjóra KSÍ var leitað til ÍBR um að fá Luagardalsvöllinn á morgun, 17. júní, en það reyndist því miður ókleift. Þó að stórleiknum sé frestað, þurfa knattspyrnuáhugamenn ekki að kvarta, þeir geta sótt tvo aðra leiki á Reykjavíkursvæðinu í staðinn. A Laugardalsvellinum leika í dag Víkingar og KA. Hefst leikurinn klukkan 14.00. Verður Víkingur nú að fara að hala inn stig ef fallið á ekki að verða hlutskipti liðsins. KA er í sömu stöðu, en hefur heldur fleiri stig í pokahorninu. Von er á miklum baráttuleik. Skemmtilegri gæti leikurinn í Kópavogi þó orðið, þar leika í 2. deild Breiðablik og Fylkir, en bæði liðin leika þessa dagana vandaða knattspyrnu sem gleður augað þegar best tekst til. Hér fer á eftir skrá yfir leiki helgarinnar í 1., 2. og 3. deild: LauKardaxur, 1. deild: LauKardalsvdllur kl. 14.00 VíkinKur—KA. Dómarl MaKnús V. Vestmannaeyjar kl. 14.00 lBV—KR. Dómari Arnþór Óskarsson. 2. deild: Selfossvöllur kl. 14.00 Selfoss—Þróttur Nk. lsaíjörður kl. 14.00 ÍBÍ—FIL Eskifjörður kl. 16.00 Austri —Reynir. KópavoKsvöllur kl. 14.00 UBK—Fylkir. 3. deild: A-riðill Garðsvöllur kl. 16.00 Víðlr Stjarnan. A-riðill Gróttuvöllur kl. 16.00 Grótta—Ármann. A-riðill Grindavfk kl. 16.00 Grindavfk—ÍK. B-riðill Ilelluvöllur kl. 16.00 Hekla—Óðlnn. B-riðil) Þorlákshöfn kl. 16.00 Þór—Léttir. B-riðill Fellavöllur kl. 16.00 Leiknir-UMFA. C-rlðiIl Ólafsvfk kl. 16.00 VfkinKur—IlolunKarv. C-riðill BorKarnes kl. 16.00 SkallaKr,—Stefnir. D-riðill Dalvík kl. 16.00 Svarfd.-IIöfðastr. D-riðilI Ólafsf. kl. 16.00 Lelftur-Tlndast. E-riðill DaKsbr.v. kl. 16.00 DaKsbrún—Árroðinn. E-riðill Álftabáruv. kl. 16.00 IISÞ-Reynlr F-riðiIl Hornafirði kl. 16.00 Sindri-Leiknir F-riðill Reyðarfirði kl. 16.00 Valur-Einh. F-rlðill Breiðdalsv. kl. 1600 Ilrafnkcll —IIuKÍnn. Mánud.: 1. deild: LauKardalsvöllur kl. 20.00 Þróttur — ÍBK. Dóm-arl Kjartan Ólafsson. en að stórliðin svokölluðu séu að hrynja saman. A.m.k. finnst mér knattspyrnan vera mjög svipuð og áður og það þýðir skemmtilegra mót og fleiri áhorfendur sagði Karl. Karl var nú spurður um stöðu sína hjá La Louviere. Karli tókst ekki að tryggja sér öruggt sæti í liðinu síðari hluta keppnistíma- bilsins og lenti liðið í mikilli fallhættu sem lauk með því að liðið féll. Það átti að freista þess að fá Karl heim í landsleikinn við Vestur-Þjóðverja á dögunum, en þegar KSÍ falaðist eftir honum, fengu þeir þau svör hjá La Louviere, að liðið ætti að leika sinn síðasta leik á keppnistímabil- inu sama dag, enn væri von um að bjarga sætinu og það átti að nota Karl í liðinu. KSI fékk sem sagt synjun. — Mér var haldið volgum allt þar til leikurinn mikilvægi byrj- aði, mér var sagt að ég ætti að leika. En svo var ég á bekknum eftir sem áður og var ég mjög óhress og þóttist hlunnfarinn, m Spá Karls um leiki helgarinnar. 1. deild: enda hefði verið gaman að koma Víkingur—KA 1-1 heim og leika gegn Þjóðverjunum, ÍBV-KR 1-0 sagði Karl. Þróttur—ÍBK 0-1 2. deild: — Þetta breytir því þó ekki, að Selfoss—Þróttur Nk 2-0 ég ætla hiklaust að klára samning ÍBÍ-FH 0-1 minn við La Louviere, en hann Austri—Reynir 0-2 gildir út næsta keppnistímabil, UBK—Fylkir 2-1 sagði Karl að lokum. - m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.