Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979 íslenzkur 1 <f^s» — svarið við orku- kreppu framtíðar innar? eftir Jorma Hyypia Svona liti spegiilinn út þegar hann væri kominn á braut um jörðu. Hitaorkunni er breytt í örbylgjuorku og geislanum varpað á spegilinn, sem aftur sendir hann til jarðar par sem örbylgjunum er breytt í venjulega raforku. Grumman-verk- smiðjurnar fást nú við smíði svona spegils. I nýjasta hefti ritsins Science & Mechanics, sem gefid er út í Bandaríkjunum, er mjög forvitnileg grein um íslensk náttúruaudæfi — hitann í idrum jardar — og bollaleggingar vísinda- manna um þad, hvernig virkja megi þessa orku og flytja langan veg til orku- þyrstra kaupenda. Greinin fer hér á eftir örlítid stytt. "*""ffÉI»ii *^*" Rúmur tíundi hluti íslands er þakinn jöklum og því kann mörg- um að viröast það ósennilegt að þeir dagar komi að íslendingar flytji út orku til Bandaríkjanna, Suður-Ameríku og Afríku, orku sem á upphaf sitt í hita. Þessi litla þjóð við heimskautsbauginn gæti orðið eins konar „olíufurstar" norðursins, ekki síst vegna þess, að grynnra er á náttúruauðæfin, hitann, en á olíuna undir eyði- mörkum Arabíu. En hvernig er þá unnt að flytja hitaorkuna yfir hafið til þriggja fjarlægra heims- álfa? Með gervihnetti! Hugmyndin virðist kannski fjarstæðukennd en íslensk stjórn- völd eru þó staðráðin í að koma einmitt á þess konar orkuútflutn- ingi á næstu tuttugu árum, svo það er allt eins líklegt að um næstu aldamót muni lesendur þessarar greinar rista brauðið sitt og kynda upp húsið með raforku sem á rætur sínar að rekja til hitans í iðrum jarðar á íslandi. Enginn þarf að fara í grafgötur um hinn gríðarmikla jarðhita sem finna má á íslandi. Landið er á öðrum enda Atlantshafssprung- unnar, geysilangrar eldfjalla- sprungu, sem nær eftir endilöngu Atlantshafi. Sumir telja, að þriðj- ungur alls hrauns, sem runnið hefur á jörðinni síðustu fjórar aldir, hafi komið úr íslenskum eldfjöllum. Tæknilegum aðferðum við að nýta hitaorkuna fleygir mjög fram víða um lönd og einnig hér í Bandaríkjunum. Þó að enn sé margur vandinn óleystur er eng- inn vafi á, að orka jarðhitans mun verða nýtt til að vinna bug á vaxandi orkukreppu. Þau tæknilegu vandamál, sem við hafa blasað, eru þau, hvernig flytja skuli þessa miklu orku frá íslandi, en nú virðist hilla undir svör í þeim efnum. Fyrir tíu árum fékk vísinda- maðurinn ¦ Krafft A. Ehricke þá hugmynd, að unnt væri að flytja orku frá einum stað til annars með því að breyta raforku í ör- bylgjuorku sem mætti síðan beina til gervihnattar, eða mikils speg- ils, sem hefði alltaf sömu afstöðu til jarðar. Spegillinn endurvarpaði síðan örbylgjugeislum til mót- tökustöðvar á jörðu niðri þar sem þeim yrði aftur breytt í raforku. íslensk stjórnvöld báðu nýlega Ehricke að endurmeta hugmynd sína og dæma um það hvort unnt væri að hrinda henni í fram- kvæmd. Niðurstaða hans var sú, að skotið yrði á braut orkuflutn- ingagervihnetti, sem yrði ávallt yfir miðju Atlantshafi við mið- baug. „ísland getur náð yfir hafið, sem liggur að þremur stærstu efnahagsheildunum. Þrjú megin- lönd eru innan seilingar, 50 þjóð- lönd þar sem rúmlega 1,3 milljarð- ar manna búa við gríðarmikla og vaxandi þörf fyrir raforku." Það sem fyrst yrði fyrir höndum er að koma upp aflflutningakerfi 9g ætti sendirinn, sem yrði á íslandi, að geta sent ðrbylgju- geisla sem að styrkleika svaraði til 3 gigawatta af raforku, þ.e. 3 milljarðar watta eða 3 milljón kílówött. Nokkurt orkutap yrði þessu samfara, þannig að. gera mætti ráð fyrir, að raunverulegt afl væri um 2 gigawött í móttöku- landi. Með frekari þróun ætti að vera mögulegt að flytja 7 gigawött sem jafngiltu þá 4 í móttökulandi. Ein aðferð við að auka orkuflutn- inginn væri að bæta raforku frá vatnsaflstöðvum við raforkuna frá jarðhitastððvunum en einnig mætti auka nýtanlegan jarðhita með kjarnorkusprengingum neð- anjarðar. Raforkuvinnslan Ef gufan frá jarðhitasvæðunum er nýtt í miklum mæli er hætt við að gufustreymið minnki smám saman, ekki vegna þess að úr jarðhitanum dragi heldur vegna þess, að vatnsstreymið í berglög- unum minnkar. Af þessum sökum væri nauðsynlegt að auka að- streymi vatns í berginu svo að gufukrafturinn yrði áfram nægur til að framleiða þá gríðarmiklu raforku sem að er stefnt. Ein aðferðin væri sú að bora margar djúpar holur ofan í berglögin, en það er kostnaðarsöm og ekki sérlega árangursrík aðferð. Ehricke er þeirrar skoðunar að besti kosturinn væri að gera lá- rétta „strompa" eða holrúm neð- anjarðar með kjarnorkuspreng- ingu. Vatni yrði síðan dælt í þetta holrúm og við það yrðu hitaskipti bergs og vatns miklu örari en þegar venjulegar borholur væru annars vegar. Kostnaðurinn við litla kjarn- orkusprengju til þessara nota er um hálf millj. dollara. Gufuafl- stöð, sem framleiddi eitt gigawatt, þyrfti að nota tvær 10 kílótonna sprengjur og 16 sprengjur sú stöð, sem höfð er í huga. Við gufuafl- stöð af venjulegri gerð, sem fram- leiddi eitt gigawatt, þyrfti aftur á móti að bora 110 holur, sem hver kostaði um hálfa millj. dollara eða 55 millj. alls — meira en tvöfaldur kostnaðurinn við kjarnorku- sprengingarnar. Kostnaðurinn við að reisa sjálft orkuverið yrði í báðum tilfellum miklu meiri en sparnaðurinn væri umtalsverður. Risastór orkuflutningastöð Raforkunni frá gufuaflstöðvun- um, og e.t.v. að nokkru frá vatns- aflsstöðvum og vindmyllum, yrði með flóknum, tæknilegum aðferð- um breytt í örbylgjugeisla sem síðan yrði beint rétta leið með hjálp margra milljóna einstakra loftnetsstanga. Hver loftnetsstöng getur aðeins sent frá sér 7,5—10 wött svo að jafnvel lítil stöð þyrfti á að halda nokkrum tugum millj- óna slíkra stanga. Næsta viðfangsefnið væri að senda örbylgjugeislann gegnum lofthjúp jarðar til gervihnattarins með sem minnstum afföllum. Vegna norðlægrar legu íslands yrði horn geislans miðað við sjón- deildarhring aðeins 16,5 gráður og vegalengdin, innan lofthjúpsins, því 104 mílur í stað 31 ef leið hans lægi beint upp. Truflandi áhrif andrúmsloftsins verða því miklu meiri en ella. Veðurfari á íslandi er þannig háttað að þar eru miklar skýja- myndanir algengar. Loftraki í mynd fastra kristalla hefur nei- kvæð áhrif á feril örbylgjugeisla en að öðru leyti getur truflunin orðið með fernum hætti: Með geislabroti; rýrnun; endurspeglun og skautun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.