Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 1
48 SlÐUR
166. tbl. 66. árg.
SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
60 þús.
Rússar
tilKúbu?
Wa>>hington 21. júlí. AP.
STÓRFYLKI sovéskra her-
manna, að líkindum allt að sextíu
þúsund manns, hefur verið flutt
til Kúbu á síðustu tveimur vik-
um, að sögn ABC- fréttastofunn-
ar og var þetta haft eftir banda-
rískum fulltrúadeildarþing-
mönnum, sem voru ekki nafn-
greindir.
Fréttastofan sagði, að þessum
frásögnum hefði verið harðlega
neitað af embættismönnum
stjórnarinnar, en þó hefðu þeir
viðurkennt að hafa fengið upplýs-
ingar um að Sovétríkin væru að
skipuleggja ýmsa þætti stjórnun-
ar og uppbyggingar í hernaðar-
legu tilliti á Kúbu.
Fyrr í þessari viku hvatti öld-
ungadeildarþingmaðurinn Rich-
ard Stone til þess að Carter
Bandaríkjaforseti segði allan
þann sannleika sem Bandaríkja-
menn vissu um umsvif Sovét-
manna á Kúbu og að þar væru
ekki aðeins ráðgjafar heldur og
fjöldi hermanna.
Hækkunvaxta
hjálpar dollar
Dýrasta olíuskipaslys til þessa:
„Nú er sumar, sumar, sumar og sól“
London, 20. júlí. Reuter.
DOLLARINN hækkaði í verði á
gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í
dag í kjölfar frétta um að banda-
ríski seðlabankinn mundi hækka
vexti sína í 10% sem er met.
Það hjálpaði líka dollaranum,
að bandaríska verzlunarráðuneyt-
ið tilkynnti að þjóðartekjur hefðu
minnkað á vormisseri þar sem
þetta getur verið fyrirboði sam-
dráttar sem almennt hefur verið
spáð og það gæti hamlað gegn
verðbólgu.
Dollarinn snarlækkaði fyrir
tveimur dögum vegna lausnar-
beiðni ráðherra ríkisstjórnar
Carters forseta og helztu ráðun-
auta hans í Hvíta húsinu. Að
undanförnu hefur verið uggur á
gjaldeyrismörkuðum um mögu-
leika á aukinni verðbólgu í Banda-
ríkjunum.
„Eldtungumar teygðu sig eftir
okkur-þetta var martröð líkast”
Port of Spain. Scarboroutch, 21. júlf. AP. Reuter.
MIKLIR eldar loguðu enn, sfðdegis á laugardag, í risaolíuskipunum
Atlantic Empress, 292 þús. tonn, og Aegean Captain, 210 þús. tonn,
sem rákust á úti af strönd Tobago í Karabíska hafinu síðdegis á
föstudag. Saknað er enn fimmtán manna af Atlantic Empress en öll
áhöfn hins skipsins er hólpin. Bæði eru skipin skráð í Líberíu og voru
drekkhlaðin olíu og olíuvörum. Björgunarstörf hafa gengið mjög
erfiðlega vegna gífurlegs hita og stöðugra sprenginga.
Búizt var við að Atlantic
Empress myndi þá sökkva á
hverri stundu og undirbúningur
var hafinn að taka Aegean Cap-
tain í tog.
Olía fór að flæða úr skipunum
fljótlega eftir áreksturinn og um
hádegi á laugardag þakti olían
fimmtíu fermílna svæði. Óttast er
að olían berist að ströndum
Mondale harðorður
í garð Víetnama
Tobago og sót og þungur mökkur
hefur borizt yfir eyna. Olíumála-
ráðherra Tobago og Trinidad,
Errol Mahabir, sagði að svo kynni
að fara að 3.5 milljónir hráolíu-
tunna færu í sjóinn og óttast
menn að þetta kunni að verða
dýrasta og mesta ólán af þessu
tagi og afleiðingar verði margvís-
legar og varanlegar.
Loftskeytamaður Aegean Cap-
tain sagði í viðtali við karabísku
fréttastofuna, sagði að rigning og
slæmt skyggni hefði verið á þess-
um slóðum, og enginn hefði vitað
neitt fyrr en skipin skullu saman.
Hafi á sama andartaki blossað
upp eldar um allt skipið. Hann
hafi reynt að senda út neyðarkall
meðan áhöfnin barðist við eldana,
en síðan hafi skipstjórinn fljót-
lega gefið skipun um að allir færu
frá borði. Hefði hann þá séð menn
vera að stökkva frá hinu skipinu.
„Eldtungurnar teygðu sig eftir
okkur. Þetta var eins og martröð,“
sagði loftskeytamaðurinn.
155fórust
í flóðbylgju
Jakarta. 21. júlí — AP.
FLÓÐBYLGJA skall á eynni
Lomblen í Indónesíu og 155 manns
fórust. Flóðbylgjan, sem náði 150
metra inn á land, skall á eynni
þegar flestir eyjarskeggja voru
sofandi. Um 25 manns slösuðust
þegar hús þeirra hrundu undan
vatnsþunganum, en vatnselgurinn
hrifsaði með sér mörg hús og tré
til sjávar.
N ý st jórn í N icaragua:
Genf,21. júlí — AP.Reutcr
WALTER Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, lagði til á flótta-
mannaráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Genf í dag, að flutningar fólks
á haf út frá Víetnam yrðu stöðvaðir og væru þær aðgerðir í sjö iiða
áætlun Bandaríkjastjórnar til lausnar flóttamannavandamáiinu í
Suðaustur-Asíu. Hann gagnrýndi Víetnam harðlega. „Við verðum að
binda enda á dauða þúsunda á hafi úti en í þess stað koma á
manneksjulegri áætlun fyrir brottflutning fólks frá Víetnam,“ sagði
hann. Dynjandi lófaklapp kvað við í ráðstefnusalnum að lokinni ræðu
Mondale en fulltrúar Víctnama sátu svipbrigðalausir.
Walter Mondale sagði, að
Bandaríkjastjórn myndi biðja
þingið um 105 milljón dollara
fjárveitingu til aðstoðar, og þann-
ig meira en tvöfalda aðstoð sína.
Bandaíkin væru reiðubúin að
senda sjálfboðaliða til Suðaust-
'ur-Asíu ásamt öðrum þjóðum. Að
komið yrði á fleiri búðum fyrir
flóttafólk. Hann lagði til að komið
yrði á sérstökum sjóði til aðstoðar
flóttafólki og ef aðrar þjóðir væru
reiðubúnar, þá myndu Bandaríkin
leggja fram 20 milljónir dollara
þegar á fyrsta ári. Jimmy Carter,
Bandaríkjaforseti, sendi fjögur
skip til viðbótar til S-Kínahafs til
bjargar fólki frá Víetnam.
Walter Mondale líkti ástandinu
í Suðaustur-Asíu við Gyðinga-
vandamálið í Þýzkalandi
nazismans. Haldin var ráðstefna
árið 1939 um Gyðingavandamálið
en ríki gátu ekki komið sér saman
um aðstoð. „Við megum ekki gera
sömu mistökin aftur,“ sagði
Mondale og hvatti þjóðir til að
auka aðstoð við flóttamenn frá
Víetnam.
Kínverjar tilkynntu á ráðstefn-
unni í Genf að þeir væru reiðu-
búnir að taka við tíu þúsund
flóttamönnum, þó eins og þeir
sögðu, að þeir hefðu þegar tekið
við 250 þúsund þegar.
Starfid kallar á
blóó, svita og tár
Managua, 21. júlí. Reuter.
NÝ ríkisstjórn sandinista tók við
völdum formlega í morgun. Mikill
fögnuður er sagður meðal íbúa
Nicaragua og láta menn óspart
gleði sína í ljós vegna sigurs
sandinista og brottfarar Somoza úr
landi, svo og draga menn andann
léttar yfir því að blóðugri og
mannska>ðri borgarastyrjöld er nú
lokið.
Fyrsta verk stjórnarinnar nýju
var að gera upptækar allar eigur
Somoza og margra fylgismanna
hans og leysa upp þjóðvarðliðið sem
varð einkaher forsetans fyrrverandi.
Tomas Borge, einn forsvarsmanna
þjóðfylkingar sandinista, sagði að
stríðinu gegn þjóðvarðliðum Somoza
væri að vísu lokið, en nú yrði að
hefja nýtt stríð — á hendur fátækt,
fáfræði, siðleysi og eyðileggingu.
Hann sagði að uppbyggingarstarf-
ið myndi taka langan tíma og það
myndi útheimta blóð, svita og tár.