Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979
Réttlœti
Réttlæti er vinsælt orð nú á
dögum. Menn krefjast réttlætis
á öllum sviðum, í launamálum,
atvinnumálum, félagsmálum,
réttarfari. Allir stjórnmála-
flokkar hafa réttlæti á stefnu
sinni, allir leiðtogar stjórnmála-
flokka og hagsmunasamtaka
hafa réttlætið að markmiði.
Réttlæti er nokkuð, sem menn
krefjast af öðrum. En í hverju
það felst eru menn ekki á eitt
sáttir um. Farísearnir voru ekki
í vafa um það. Þeir kepptu að því
að vera sjálfir réttlátir, lifa í
einu og öllu í samræmi við
boðorð Guðs. Vera með hreinan
skjöld frammi fyrir Guði og
mönnum. í fjallræðunni segir
Jesús, að það réttlæti sé ekki
nóg, meira þurfi til að fá staðizt
frammi fyrir Guði. Og með því
að draga fram dæmi úr boðorð-
um Guðs og dagiegu lífi, sýnir
hann við hvað hann á. Hann
sýnir fram á, að réttlæti er
meira en ytri hlýðni við ákveðn-
ar reglur, boð og bönn. Reítlæti
er grundvallarafstaða manns,
ytra sem innra, ný afstaða til
lífsins og meðbræðranna, þar
sem hjarta, hugur, vilji og mátt-
ur lýtur boði KÆRLEIKANS.
„Þú skalt ekki m -5 fremja"
segir boðorðið. Flestir myndu
telja sig á hreinu hvað þetta boð
snertir. Réttláta. En Jesús segir,
að svo sé ekki. í augum Guðs
ertu sekur. Því augu hans eygja
djúp sálar þinnar og innstu
fylgsni hugans, þar sem blundar
auðvakin öfund, andúð, metnað-
argirnd, stærilæti, reiði, dramb,
afskiftaleysi, sjálfselska, kæru-
leysi. Allt það er honum ljóst,
sem krefst algjörs réttlætis,
Guði sem HATAR ranglætið. Er
ég réttlátur í augum hans? Ég
sem aldrei hef lent í steininum
óg sakavottorð mitt er hreint og
ókrumpað? Ég hef aldrei framið
morð, en get ég hrósað mér af
því, að hugur minn og hjarta sé
algjöriega laust við andúð og
hatur, að engin móðgunaryrði,
ekkert baktal, agg né spott komi
nokkru sinni fram á varir mín-
ar? Getur þú?
Það er hér sem boðorðið snert-
ir líf okkar allra óþyrmilega. Það
er Guð, skapari minn, sem setur
þessi boð, setur þessar reglur því
lífi sem hann skapar og gefur.
Hvað á ég annað af honum skilið
en DÓM? Boðorð hans dæmir
mig sekan. En sú hræðilega
uppgötvun getur orðið inngang-
urinn að dýrustu gleði og bless-
un lífsins. Þegar augu okkar
opnast fyrir því, að sá sem talar,
skaparinn, er sá, sem svo ELSK-
AR heiminn og breysk og óhlýð-
in mannanna börn, „að hann gaf
son sinn eingetinn til þess að
hver sem á hann trúir glatist
ekki, heldur hafi eilíft líf,“ —
eins og Jesús Kristur segir
sjálfur. Hann nemur ekki kröfu
sína, boð sín úr gildi. Gefst ekki
upp fyrir synd heimsins. Heldur
opnar nýja leið. I jesú Kristi,
sem uppfyllti kröfuna í okkar
stað, þinn og minn. Sú leið er þér
opin. Þú færð að vera Guðs barn
og systkin Jesú Krists, þrátt
fyrir veikleika þinn, synd, og
sekt, Jesús byrjaði ekki fjall-
ræðu sína á orðunum: „Sælir eru
réttlátir, vammlausir," heldur
„sælir eru fátækir í anda,“ þeir
sem standa „titrandi með tóma
hönd“ frammi fyrir Drottni, sem
ekkert hafa af að státa nema orð
Jesú: „syndir þínar eru fyrir-
gefnar". Þeirra er himnaríki,
lifið með Guði.
Lögmál kœrleikans
6. sunnudagur
eítir trinitatis
Pistillinn
Róm. 6,3—11: vér erum
því greftraðir með hon-
um fyrir skírnina til
dauðans til þess að eins
og Kristur var uppvak-
inn frá dauðum fyrir
dýrð föðurins svo skul-
um vér og ganga í endur-
nýjung lífsins... Þannig
skuluð þér líka álíta yð-
ur sjálfa vera dauða
syndinni en lifandi Guði
fyrir samfélagið > við
Krist Jesúm.
Guðspjallið
Matt. 5,20—26: Jesús
sagði: Ef þú því ert að
bera gáfu þína fram á
altarið og þú minnist
þess þar, að bróðir þinn
hefur eitthvað á móti
þér, þá skil gáfu þína þar
eftir fyrir framan altra-
ið og far burt, og sæztu
fyrst við bróður þinn og
kom síðan og ber fram
gáfu þína.
Hringur með höndum,
sem grípa hver í aðra, er
fornt tákn einingar og
sáttfýsi. Algengt á
skartgripum frá miðöld-
um.
Biblíulestur
Vikuna 22. — 28. júlí
Sunnudagur 22. júlí Matt. 5:20 — 26
Mánudagur 23. júlí Matt. 5:27 — 48
Þriðjudagur 24. júlí I. Kor. 7:17 — 35
Miðvikudagur 25. júlí I. Kor. 8:1 — 15
Fimmtudagur 26. júlí I. Kor. 9:1 — 15
Föstudagur 27. júlí I. Kor. 9:15 — 27
Laugardagur 28. júlí I. Kor. 10:1 — 15
Þegar árin fœrast yfir
í fyrstu greininni dvaldi
ég mest við jákvæðu hlið-
ar ellinnar, en svo sannar-
lega hefur hún líka aðrar
hliðar. I huga mér var
ellin eftirsóknarverður
tími. Allar lexíur lífsins
fullnumdar og maður sæti
ánægður og vitur í ró og
næði ævikvöldsins.
En ég átti margt eftir
ólært. Sem prestur átti ég
marga gamla vini. Sumir
þeirra lifðu í þessari eftir-
sóknarverðu ró og ham-
ingju, sem ég hafði látið
mig dreyma um. Aðrir, og
þeir voru fleiri, áttu aftur
á móti við mikla erfiðleika
að stríða. Lexíur ellinnar
eru ekki bara endurtekn-
ing á þeim gömlu. Nei,
ellin mætir okkur með
nýjar spurningar og ný
viðfangsefni þar sem við
höfum enga reynslu.
Hæsta aldursskeiðið er
erfiðast hvað þetta snert-
ir.
Sjálfur hef ég ekki náð
því, en ég hef oft séð það
hjá öðrum. Skeið háöldr-
unarinnar er sá tími er
við „afklæðumst" svo
mörgu. Hrörnunin birtist
í því að við missum sjón-
ina, heyrnina, minnið og
eigum erfiðara með allar
hreyfingar. Það má líkja
þessu við hægfara flutn-
ing.
Sumt fólk á það til að
benda á gamalt fólk og
jafnvel dæma það fyrir
kraftlausan kristindóm og
segja, hvar er gleðin, frið-
urinn, kærleikurinn?
Hver væntir þess að hjól-
reiðamaðurinn, jafnvel
þótt hrópað sé til hans
hvatningarorðum, taki á
sprett upp síðustu brekk-
una? Hvað veist þú um
þyngd þeirra byrða sem
gamla fólkið ber, þú sem
aldrei hefur borið þær? Ef
til vill er kraftur trúar-
innar einmitt mestur
þarna, og það væri betra
fyrir þig að eiga þann
kraft þegar þú sjálfur
mætir þessum aðstæðum.
Það gæti reyndar verið að
undir kvíðanum og þungu
andvörpunum leynist sig-
ur, sem af huldum hönd-
um er innritaður í bók
lífsins.
Þegar ellilífeyrisaldur-
inn byrjar, þá er það
mörgum þreyttum vinnu-
manninum hvíld og kær-
komin tími til þess að
vinna að hugðarefnum
sem áður vannst ekki tími
til. En oft valda þessi
umskipti miklum sálar-
legum kvölum sem setur
okkur gjörsamlega úr
jafnvægi. Verum minnug
gömlu sögunnar um slitna
plóginn sem hékk saman
2. grein
meðan hann var í notkun,
en brotnaði þegar hann
var tekinn úr sambandi
við dráttaraflið og staða
hans breyttist. Þetta er
saga margra. Það þarf
mikinn sálarstyrk til þess
að skipta um lífsrás, finna
nýjan farveg fyrir lífsvilj-
ann og athafnaþrána.
Iðjuleysið gerir fyrr út af
við manneskjuna en erfið
vinna, segir reynslan. —
Þetta á ekki síst við um
okkar innra líf, sem verð-
ur að hafa eitthvað til
þess að lifa fyrir og ein-
hverja ábyrgð að bera, ef
það á ekki að falla saman
og verða að engu.
Sem betur fer eru tím-
arnir þannig að þeir bjóða
upp á næg verkefni, jafn-
vel fyrir aldraða sem vilja
gera eitthvað gagn. Við
sem erum kristin erum
lánsöm hvað þetta snertir.
Hin stríðandi kirkja
Krists á jörð hefur alltaf
not fyrir okkur. Lát þér
ekki koma í hug að þú sér
útskrifaður úr hinni hei-
lögu þjónustu þótt þú
missir atvinnuna þína.
Einmitt núna er ef til vill
tími sem Guð vill nota
með sérstökum hætti í lífi
þínu og gefa þér ný verk-
efni í víngarði sínum. Ef
þú hefur ekki krafta til
annars en að biðja þá
skaltu með djörfung
ganga inn í bænaþjónust-
una, því hvað er mikil-
vægara en einmitt fyrir-
bænin?
í fyrstu greininni talaði
ég um kosti þess að mæta
nýju fólki, nýjum spurn-
ingum og svörum. En það
hefur líka tvær hliðar. Við
sem erum gömul höfum
meiri hluta lífsins að
baki. Persónuleikinn,
hugsanirnar, venjur okk-
ar og lífsstíll, allt ber
þetta merki hins liðna. Nú
aftur á móti mætum við
nýjum tíma, með nýjum
siðum og hugsunum sem
eru okkur framandi og
jafnvel andstæð. Jafn-
aldrar okkar, sem áttu
sömu hugsanirnar sömu
siðina sömu minningarn-
ar, verða færri og færri.
Við verðum svo einmana.
Það sem áður gladdi
hjartað er gleymt. Sjálfur
er ég gleymdur og settur
til hliðar, og það sem ég
einu sinni afrekaði man
enginn nema ég. Þetta
þýðir að ég held áfram að
lifa, óánægður, einmana í
þessum ókunna og fjand-
samlega heimi. Eða mað-
ur grefur sig inn í sinn
eigin heim með áhuga-
málin, hugsanir og minn-
ingar liðins tíma. — Ég
vona að þessi skarpa
mynd sem ég nú hef dreg-
ið upp verði ekki raun-
veruleiki í lífi okkar, en
öll erum við í hættu.
Aftur kem ég að for-
réttindum okkar sem vilj-
um tilheyra Kristi. Fjár-
sjóður okkar eldist ekki
hvað snertir samfélagið
við Guð, því kirkja Krists
breytist ekki dýpst skoð-
að. Frh. (Þýtt og endur-
sagt úr heftinu: Nár vára
ár blir mánga, eftir
Gustaf Friman.)