Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979 37 sjálfsögðu vegna starfs hans sem endurskoðanda Eimskipafélags- ins, er hann var kosinn til á aðalfundi félagsins árið 1962. Gegndi hann því trúnaðarstarfi til æviloka eða í rúm 17 ár. Sveinbirni voru áskapaðar góðar gáfur, og svo glöggur var hann og nákvæmur í starfi, að orð var á haft og til mikillar fyrir- myndar. Oft komu í ljós einstæðir hæfileikar hans til að skyggnast inn í liinar flóknustu reiknings- færslur og fátt fór framhjá glögg- um augum hans. Var sem honum virtist margt augljóst þótt það í fljótu bragði vefðist fyrir okkur hinum. Nú þegar Sveinbjörn er horfinn úr hópnum, minnumst við félagar hans á skrifstofu Eimskips fyrst og síðast samstarfsins við hann og þökkum honum það. Margir rifja upp leiðbeiningar, sem hann gaf þeim af ljúfmennsku og hógværð. En því verður ekki heldur gleymt, að hann krafðist þess að verk væru unnin vel og undanbragða- laust. Frá því sem rétt var mátti aldrei hvika. Víst er um það, að gjarnan var álits leitað til Sveinbjörns, þegar nokkuð lá við og orkað gat tvímælis hvernig best mætti fara, svo sem við uppsetningu reikningsskila eða skýringar á lögum og reglum. Brást ekki að úrskurður hans reyndist öruggur og að hann rataði réttu leiðina. Þess vegna ávann hann sér óbrigð- ult traust okkar allra. Fyrir þetta minnumst við Sveinbjörns með þakklátum huga. Við hefðum kosið lengra samstarf með honum, en hlítum möglunar- laust þeim dómi, sem sá kveður upp, er örlögum allra ræður. Og honum felum við framtíð þessa hugstæða samferðamanns og starfsbróður, nú að loknu dags- verki. Blessuð veri minning Svein- björns Þorbjörnssonar. .S.Þ. Vfenasöngur á Borginni VÍSNAVINIR hafa sent Morgun- blaðinu eftirfarandi: N.k. þriðjudagskvöld kl. 8.30 ætla vísnavinir að halda vínsa- kvöld að Hótel Borg. Þetta verður 3. vísnakvöldið á Borginni í sumar, en hin tvö hafa tekist með miklum ágætum og verið vel sótt. Þessar samkomur eru öllum opnar og fólk er hvatt til að leggja sitt af mörkum, ef það á lög eða ljóð í pokahorninu, sem það getur sungið, kveðið, eða lesið upp. Okkur finnst alltaf mjög gaman að sjá ný andlit og heyra nýjar raddir. Hlaut styrk við Edinborg- arháskóla Sameindalíffræðisamtök Evr- ópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) hafa veitt Ólafi S. Andréssyni, líffræðingi, styrk til rannsókna við Edinborg- arháskóla frá hausti komanda. Styrkurinn er til eins árs. Ólafur Iauk B.S.-prófi í líffræði frá Há- skóla íslands árið 1974 með ágæt- iseinkunn og hefur stundað rann- sóknir og framhaldsnám í lífefna- fræði og sameindaerfðafræði við háskólann í Wisconsin frá hausti 1975. Ólafur mun væntanlega ljúka doktorsprófi þar í haust og halda þá til frekari rannsókna- starf a í Edinborg. au<;ixsin<;asiminn kr: £^ 22480 k_> Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Þökk sé öllum þelm er minntust INGIBJARGAR Í. BRIEM frá Melstaö, sem lést 7. júlí s.l. Fjölskyldan. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa ÞORLEIFS SIGURÐSSONAR, trá Nesi, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Höföa og A-deild Sjúkrahúsinu Akranesi. Agatha Þorleítsdóttir. Ingvar Þorleifsson, Anna Þorleifsdðttir, Síguröur Þorleifsson, Steinunn Þorleifsdóttir, Bergman Þorleifsson, Ingunn Þorleifsdóttir, Sæunn Þorleifsdóttir, Valdís Ingimundardóttir, Guðmundur Sigurösson, Heba Stefánsdóttir, Gísli Ellertsson, Auöur Siguroardóttír. Gísli Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginmaöur minn og faöir, MAGNÚS EINARSSON, skipstjðri, Álftamýri 12, veröur jarösunginn frá Kristskirkju Landakoti, miövikudaginn 25. júlf kl. 10.30 árdegis. Blóm og kransar afþökkuö en þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á aö láta Kristskirkju njóta þess. Svanhildur Jónsdóttir, Einar Magnússon. t SIGURÐUR MAGNÚSSON, matsveinn, Ystabæ 1, Reykjavík, lést 10. júlí s.l. í Landakotsspítaia. Bálför hans hefur fario fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd vandamanna. Alma Siguröardóttir, Sigriður Sigurðardóttir, Hafsteinn Þorgeirsson, Gunnhildur Snorradóttir, Pólína Snorradóttir. Utsölu- markaóur Stórkostlegur útsölumarkaö- ur hefst í Iðnaðarmannahús- inu mánudaginn 23. júlí. Á boðstólum verður geysilegt úrval af nýlegum og eldri vörum Verðlistans. Nú geta allir gert reyfarakaup. Allt sérstaklega ódýrt. Markaöurinn er í Iðnaðar- mannahúsinu. Flest á hálfviröi og ódýrara. Kápur kjólar jakkar síöbuxur mussur blússur pils barna- fatnaður o.m.fl. Fata- markaöur ársins stendur aðeins í tvær vikur. Athugið lokað laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.