Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979 Nýlega er lokið leikárí Þjóðleik- hússins. Sjötta áríð í röð fékk leikhúsið á annað hundrað þúsund gesta, og áhorfendur að sýn- ingum á stóra svið- inu hafa aðeins einu sinni verið fleiri í sögu þess. En auk þess hefur opinber umræða um starfsemi og stjórn hússins verið meiri í vetur en oft áður. Af því tilefni leitaði blaðið fregna hjá Þjóð- leikhússtjóra, Sveini Einarssyni. Leikhús er ekki verksmiðja Heldurðu að það feli í sér meiri ólgu og ágreining meðal starfs- krafta leikhúss, að það er Þjóðleikhús? „Nei, það held ég ekki. í kjölfar leikhúslaganna í fyrravor hefur komið upp ótvíræð :.!ga meðal starfsmanna hússins, sem er fyrst og fremst vonbrigði yfir því hversu lítið var gengið til móts við óskir þeirra um aukið atvinnulýð- ræði. Bæði fulltrúar starfsfólks og ég sem þjóðleikhússtjóri höfðum sett fram sameiginlegar tillögur um framtíðarskipan mála, en breytingarnar sem fengust voru hins vegar mun færri en við vonuðum. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar, að á vinnustað af þessu tagi ættu starfsmenn að taka þátt í að móta stefnuna. En um leið verða þeir að taka á sig ábyrgð. Nú eru þeir á milli tveggja vita, þörfin og krafan er fyrir hendi en ábyrgðin ekki, hún er enn öll á leikhússtjóra og leikhúsráði. — Ég held að vísu að engin von sé til að 150 manns taki skynsamlega á- kvörðun í nokkru máli en tel að velja ætti úr þeim hópi fólk sem tekur ákvörðun með leikhússtjórn og ber þá fulla ábyrgð á þeim þann tíma með leikhússtjórninni. Sums staðar er þessi lýðræðis- alda að vísu gengin yfir. Ég talaði t.d. um daginn við norska leikkonu sem hafði barizt fyrir stvinnulýð- ræði á sínum tíma, en nú sagðist hún vera komin á þá skoðun eftir reynsluna af því, að fáir ættu að stjórna. En það þýðir ekkert fyrir okkur að heyra slíkt, við verðum að reyna það sjálf. „Ég held að skoðanamismunur í Þjóðleikhúsinu hafi verið styrkur fyrir það og veitt því meira líf. Ólík afstaða til verka og flutnings þeirra getur auðvitað líka leitt til upplausnar og niðurrifsanda, en þá reynir á manndóm og grund- vallarafstöðu til leikiistarinnar, og að fólk geri sér grein fyrir því að þetta er ekki einhver barnaleik- völlur fyrir okkur. Það má aldrei gleymast, að leikhúsið er rekið af fé almennings og í þjónustu hans." Uppsögn tveggja leikara húss- ins á svokölluðum B-samningi hefur vakið miklar deilur innan hússíns sem vírðast síður en svo fara minnkandi, og þess er kraf- izt að uppsagnirnar verði aftur kallaðar. Hvert er þitt sjónarmið? eiga nokkurra eigin hagsmuna að gæta. En stofnunarleikhúsi — í jákvæðri merkingu þess orðs —, er stórhættulegt að múra upp í glugga sína. Það býður óðar heim stöðnun. Og sem betur fer hefur Þjóðleikhúsið verið æði framsækið undanfarin ár," Þú minntist á byrjendasamn- inga. Ertu sammála leikhús- stjóra Leikfélags Reykjavík- nrum, að samningar Félags fs- lenzkra leikara séu baggi á list- rænum möguleikum leikhúsanna? „Það kynni að vera að ég væri því sammála í ýmsum greinum. Að mínu viti þarf að stokka upp þessa samninga. Auðvitað viljum við að listafólkið hafi sem bezt kaup fyrir erfitt starf, en leikhús er öðruvísi en aðrir vinnustaðir og þarf sveigjanlegri ákvæði. Alþýðuleikhúsið gæti t.d. ekki starfað ef það þyrfti að hlíta samningum F.Í.L." „Stofhanaleikhúsi er stórhœttulegt að múra upp íghigga súta „Ég held nú ekki að það sé Ieiklistinni til góðs í heild, né þeim einstaklingum sem hér um ræðir, að gera slík mál að blaðamáli, enda hafa þau hingað til verið leyst innanhúss. En aðrir hafa ítrekað borið þetta mál í blöð, svo ég býst við að hjá því verði ekki komizt lengur að skýra það nokkr- um orðum. Þessi B-samningur er gerður við leikara til eins árs í senn Listrænt mat á hæfileikum er auðvitað alltaf huglægt, og þar geta einungis farið til stuðnings spár um það, hvernig viðkomandi starfskraftur kunni að nýtast. Ef sýnt er, að leikhúsið hefur meiri þörf fyrir annað fólk en það sem það hefur, stoðar ekki aníiað en horfast í augu við það. Sá hópur er e.t.v. of stór, sem býr við þetta atvinnuóöryggi og því mætti breyta. En leikhús er ekki verk- smiðja, þörfin er misjöfn. Við skulum ekki gleyma því, að komin er fram ný kynslóð leikara, sem hefur þegar sannað tilverurétt sinn. Við höfum sótt á um að fá að ráða þetta fólk á sérstaka lægri byrjunarsamninga, en ekki notið til þess fulltingis stjórnar Félags íslenzkra leikara. Við viljum gefa þessu fólki tækifæri, ekki bara vegna þess, heldur og okkar. Og kjarni þessa máls er auðvitað sá, hvort þeir sem ábyrgðina axla eða einhver þrýstihópur á að ráða. Hér er í raun spurt, hvort leikhúsið er rekið fyrir okkur sem þar störfum ákveðinn tíma eða fyrir almenning. Ég tel t.d. að hvorki leikhússtjórinn né einhver leikarinn geti ákveðið upp á eigin spýtur að vera þar til eilífðarnóns. Auðvitað skapast alltaf viss til- finningatengsl fólks sem starfar saman um einhvern tíma. En leikhúsi verður ekki stjórnað af tilfinningasemi." En nú má ekki gleyma því, að innan stéttar leikhúsmanna eru skiptar skoðanir um þetta mál. Þarna rekast á hagsmunir innan stéttarinnar, „þeirra sem sitja að kötlunum og hinna sem eru úti í kuldanum". Ég leyfi mér að orða þetta svo, vegna þess að svo virðist sem allir vilji nú helzt starfa hérna, þrátt fyrir yfirlýsingar um ágæti annarra leikhúsa. Auk þess eru svo ýmsir sem sjá þessi mál í víðara sjónarhorni, án þess að Rætt við Svein Einarsson þjóðleikhússtjóra um sl. leikár hússins og fleira „Efilla íer, erþað leikhússtjóranum að kenna, en eíþað fer vel, er það hinum að þakka." Þjóðleikhússtjóri — skrifstofumaðurinn og listamaðurinn Svo við snúum okkur að þér sjálfum, er það rétt að þú hyggist hætta f þessu starfi um næstu áramót? „Nei, ég býst nú ekki við því. En ég vil bara svara þessu þannig, að ég hef alla tíð verið þeirrar skoð- unar, að menn ættu ekki að vera of lengi í embætti af þessu tagi, og ég réðst til Þjóðleikhússins með það í huga. Þetta er mjög krefj- andi og lýjusamt starf, ég tala nú ekki um í Þjóðleikhúsinu, þar sem ekki hefur verið gengið frá grund- ¦ vallarskipulagi. Ég þekki t.d. ekkert leikhús af þessari stærðareiningu, þar sem hvorki er starfandi framkvæmda- stjóri né leiklistarráðunautur." Hversu þarfar eru slíkar stöður? „Þær eru svo nauðsynlegar, að t.d. á nýafstöðnu þingi norrænna leikhússtjóra var ekki einu sinni rætt, hvort leikhúsin ættu rétt á slíkum mönnum, heldur hvort leikhússtjórinn ætti að fá að ráða vali þeirra sjálfur þegar hann réðist til starfa." Hvernig kemur t.d. skortur á þeim fyrrnefnda fram? „Hann lýsir sér svona nokkurn veginn þannig, að stundum finnst manni eins og manni sé ætlað að gegna þremur til fjórum störfum í einu." Og við ræðum stöðu Þjóðleik- hússtjóra og tengsl hans við listgreinina. „Nú er gerð krafa til að Þjóð- leikhússtjóri sé listamaður," segir Sveinn, „og hann verður þá að vissu marki að neita sér um ástundun sinnar listar á meðan hann gagnir þessu starfi og eiga á hættu að koma út verri listamaður eða ekki eins eftirsóttur." Heldurðu þá að þetta starf, með allri þessari yfirferð um leikrit og leiklist, auk þess sem þú reynir að fylgjast með sköpun allra leiksýninga hússins. hafi einhver áhrif á þín eigin viðhorf og vinnubrögð við íeikstjórn? Leikstjórn er einbeitingarverk, og mér er mjög erfitt að vera með heilt leikhús á bakinu jafnhliða því að einbeita meir að slíkri vinnu. Það hefur að vísu tekizt, en ég skal viðurkenna að ég hef notið þess meira að setja upp sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.